Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG var að fá send fasteignagjöldin sem hækka alltaf á hverju ári en eignin rýrnar samt því það þarf að halda gömlum húsum við en það er ekki mikið í afgang af ellilaununum til þess. Ekki er nú svo greiður gang- ur inn á elliheimilin þannig að þeir gömlu hanga í lengstu lög í kofanum, oft kannski lengur en ætti að vera af því að ekkert er að fara og svo er líka gott að vera á gamla staðnum. Þess vegna finnst mér að borgarstjórn Reykjavíkur ætti að láta þá sem eru komnir á ellilaun borga fasteigna- gjöldin á níu mánuðum en ekki sex eins og nú er. Það myndi laga tals- vert fyrir þá gömlu. Ég get heldur ekki séð að það ætti að breyta miklu fyrir borgarsjóð þó að það væri gert en myndi laga stórlega fyrir þá gömlu greiðendur sem vaða ekki upp í klof af peningum vægast sagt. Þess vegna skora ég á borgarstjórn Reykjavíkur að breyta þessu svo við gamla fólkið getum staðið í skilum. Ég vil senda Þórólfi væntanlegum borgarstjóra sem tekur við eftir nokkra daga kveðju mína og vona að hann láti það verða sitt fyrsta verk að breyta greiðslum í níu mánuði. Ég held að allir eldri borgarar myndu virða það við hann. Ég vil að endingu óska honum góðs gengis í starfinu. Ég vona að þessu verði breytt strax. GUÐMUNDUR BERGSSON, Sogavegi 178, Rvk. Til borgarstjórnar í Reykjavík Frá Guðmundi Bergssyni TILEFNI þessa bréfs er vísan umsóknar Átaks, félags fólks með þroskahömlun, um styrk til menn- ingarstarfsemi frá menningar- málanefnd til félagsmálaráðs. Á haustmánuðum 2002 sendi Átak, félag fólks með þroskahöml- un, umsókn um styrk til menning- armálanefndar Reykjavíkurborg- ar. Tilefni þessarar styrk- umsóknar var listahátíð sem Átak hyggst halda á árinu 2003 ásamt fjórum félagasamtökum og stofn- unum hér í Reykjavík. Á dögunum var Átaki sent bréf þess efnis að styrkumsókninni hafi verið vísað frá menningarmálanefnd til félags- málaráðs. Eins og segir í styrkumsókn fé- lagsins til menningarmálanefndar sækir Átak, ásamt fjórum öðrum aðilum sem vinna að málefnum fatlaðra, um styrk til þess að halda listahátíð þar sem listsköpun fólks með þroskahömlun verður í brennidepli. Á þessari listahátíð munu bæði fatlaðir og ófatlaðir listamenn koma fram saman og sýna vinnu sína. Listahátíðin hefur hlotið vinnuheitið „List án landa- mæra“ og er það til að gefa til kynna eitt af markmiðum hennar, þ.e. að rjúfa þau landamæri sem gjarnan liggja milli fatlaðra og ófatlaðra. Þegar þessi orð eru skrifuð er þegar búið að móta dag- skrána í stórum dráttum og vænta hlutaðeigandi aðilar mikils af þess- ari hátíð sem menningarviðburði í höfuðborginni á þessu ári. Það vekur því mikla furðu hjá aðstandendum þessarar hátíðar þau viðbrögð sem umsóknin fær. Hún er ekki tekin fyrir í menning- armálanefnd, eins og okkur þótti tilheyra þegar við ákváðum að sækja um styrk, heldur er hún send til félagsmálaráðs. Við mótmælum þessari meðferð harðlega og lýsum hneykslun okk- ar á henni. Við viljum jafnframt spyrja forsvarsmann menningar- málanefndar hver sé afstaða borg- arinnar til þeirrar menningarstarf- semi sem hér um ræðir og hver sé afstaða borgarinnar til menningar- starfsemi fatlaðra yfirleitt? Við teljum þetta ákaflega sérkennilega málsmeðferð, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að umsóknin er send inn í tilefni af Evrópuári fatlaðra. Við hvetjum menningar- málanefnd eindregið til að endur- skoða afgreiðslu þessa máls. Það skal jafnframt bent á að Átak, félag fólks með þroskahöml- un, sótti um styrk til félagsmála- ráðs fyrir tveimur árum. Sá styrk- ur var hugsaður sem stuðningur fyrir félagsmenn í starfi á vegum félagsins og heyrði vissulega undir félagsmálaráðið en hér er annað upp á teningnum. Þeir sem koma munu fram á þessari listahátíð eru allt aðilar sem fyllilega standa undir nafni og hafa margir hverjir getið sér mjög gott orð fyrir list- sköpun sína. ÍNA VALSDÓTTIR, formaður Átaks, ÓLAFUR GUÐMUNDSSON, starfsmaður Átaks. Opið bréf til Stefáns Jóns Hafstein, for- manns menningarmála- nefndar Reykjavíkur Frá Ínu Valsdóttur og Ólafi Guð- mundssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.