Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 51
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 51 Fyrirtæki til sölu Upplýsingar um fyrirtæki aðeins veittar á skrifstofunni. Vinsamlega pantið tíma. Síminn er 533 4300.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  Þekkt barnavöruverslun og heildverslun. Góð umboð. Ársvelta 25 m. kr.  Lítið sandblástursfyrirtæki með miklum tækjabúnaði. Hentugt fyrir tvo samhenta menn eða viðbót t.d. fyrir málningafyrirtæki.  Deild úr fyrirtæki með útstillingavörur.  Söluturn á góðum stað í vesturbænum. Þarfnast mikilla endurbóta.  Heildsala/smásala í snyrtivörugeiranum. Miklir vaxtarmöguleikar.  Járnsmíðaverkstæði í Kópavogi. Ársvelta 32 m. kr. Ágæt verkefna- staða.  Matvöruverslun á uppgangsstað í nágrenni Reykjavíkur. Ársvelta 136 m. kr. Góð afkoma.  Þekkt heildverslun með 100 m. kr. ársveltu og ágæta markaðsstöðu.  H-búðin Garðatorgi. Rótgróin fataverslun með eigin innflutning. Skemmtilegt tækifæri fyrir tvær samhentar konur.  Lítil heildverslun/verslun í Hafnarfirði með gjafavörur.  Góð sólbaðsstofa í Breiðholti. Besti tíminn framundan.  Verslun með mjúkar vörur fyrir svefnherbergi og bað.  Tískuvöruverslun í lítilli verslunarmiðstöð. Eigin innflutningur, góð merki.  Gott þjónustufyrirtæki í prentiðnaði.  Þekkt fyrirtæki með íþróttavörur.  Lítill fótboltabar í úthverfi.  Sólbaðsstofa og naglastofa í góðu bæjarfélagi í stór-Reykjavík. 6 bekkir, þar af 5 nýir. Verð 7,5 m. kr.  Þekkt lítil fiskbúð í vesturbænum.  Stór austurlenskur veitingastaður í miðbænum. Mikil velta, góður hagnaður.  Lítil heildverslun með jurtabaðvörur og gjafavörur. Tilvalið sem viðbót við annan rekstur.  Þekkt bónstöð til sölu eða rekstrarleigu fyrir réttan aðila.  Lítil skyndibitakeðja með tveimur útsölustöðum. Þekkt nafn. Gott verð.  Söluturn í atvinnuhverfi í Kópavogi. Verð 11 m. kr. Góð greiðslukjör fyrir gott fólk.  Lítill iðnrekstur til sölu. Mjög hentugur fyrir verndaðan vinnustað. 4—6 störf.  Þekkt heildverslun með tæki og búnað fyrir byggingaverktaka.  Meðeigandi — framkvæmdasjóri óskast að húsgagnaverslun sem vanur aðili er að setja á stofn. Þarf að leggja fram 2—3 m. kr.  Vélsmiðja — þjónustufyrirtæki í föstum verkefnum. Hentugt fyrir 2—3 menn eða sem viðbót við stærra fyrirtæki.  Meðeigandi óskast að góðum veitingastað á Akureyri.  Framköllunarþjónusta í miðbænum. Góð tæki, frábær staðsetning.  Lítil sápugerð með fjölbreytt úrval hreinsiefna sem þykja mjög góð. Miklir möguleikar. Tilvalið til flutnings út á land.  Rekstrarleiga með kauprétti.Við höfum verið að þróa nýjan valkost fyrir seljendur og kaupendur sem virðist henta mörgum vel. Gerður er fimm ára samningur um leigu á rekstri með ákveðinni leiguupphæð á mánuði, með tilteknum tryggingum. Jafnframt er samið um að leigutaki geti hvenær sem er á leigutímanum keypt reksturinn á tilteknu verði og ef hann nýtir þann rétt, gengur helmingur þeirrar leigu sem greidd hefur verið upp í kaupverðið. Nánari upplýsingar um þennan valkost er að finna á www.husid.is .  Veitingastaðurinn Tex-Mex á Langholtsvegi er fáanlegur á rekstrarleigu með kauprétti. Góður rekstur og pottþétt dæmi fyrir duglegt fólk.  Grensásvideó. Ágætur hagnaður, auðveld kaup. Rekstrarlega möguleg.  Rótgróið og vel arðbært gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 30 herbergi og lítil íbúð fyrir eiganda, ársvelta 40 m. kr.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. Rekstrarleiga möguleg. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Námskeið í spádómsbók Daníels Ein merkasta bók Biblíunnar er án efa spádómsbók Daníels. Sjálfur Jesús Kristur mælti með henni og spádómum hennar sérstaklega. Spádómsbókin greinir frá heimsviðburðum frá því u.þ.b. 600 fyrir fæðingu Krists og alveg til okkar eigin tíma að meðtöldu hruni Sovétríkjanna fyrrverandi. Þá fjallar bókin einnig um óvéfengjalegt gildi samviskufrelsisins, þessum einstaka hornsteini allra mannréttinda og lýðræðis. Miðdepill bókarinnar er Jesús Kristur og tilboð hans um sáttargjörð og eilíft líf öllum til handa. Fyrirlestrarnir verða haldnir á þriðjudögum kl. 20.00 í Loftsalnum á Hólshrauni 3 (við Fjarðarkaup), HAFNARFIRÐI. Sá fyrsti 11. febrúar og sá síðasti 25. mars. Myndaskýring verður á sýningartjaldi. Björgvin Snorrason flytur fyrirlestrana, en undanfarin 20 ár hefur hann flutt fyrirlestra á Norðurlöndum, Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar. Námskeiðið er öllum opið. Tíminn er í nánd Í samvinnu við Kent School of English býður Enskuskóli Erlu Ara upp á þessar vinsælu þriggja vikna námsferðir í sumar. Íslenskir hópstjórar með í för allan tímann. Enskunám í Englandi fyrir 12-15 ára Upplýsingar og skráning í síma 891 7576 alla daga milli kl. 13.00 –17.00. Sjáið upplýsingar um starfsemi Enskuskóla Erlu Ara og myndir frá fyrri ferðum á simnet.is/erlaara ...fegurð og ferskleiki 20% kynningarafsláttur af allri Karin Herzog línunni í öllum verslunum Lyf & heilsu dagana 10. til 15. febrúar Mjóddin mánudag 10. febrúar Apótekarinn Hraunbergi þriðjudag 11. febrúar Smiðjuvegi miðvikudag 12. febrúar Hamraborg miðvikudag 12. febrúar Hrísalundi mánudag 10. febrúar Apótekarinn Hafnarstræti fimmtudag 13. febrúar Háteigsvegi fimmtudag 13. febrúar Fjarðarkaup fimmtudag 13. febrúar Kynningar og ráðgjöf í Lyf & heilsu í Reykjavík: Kynningar og ráðgjöf í Lyf og heilsu á Akureyri: WWW.FORVAL.IS FÉLAG hjartasjúklinga á Eyjafjarð- arsvæðinu stendur um þessar mund- ir fyrir söfnun til kaupa á nýju hjartaómskoðunartæki handa Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Félagið stóð fyrir söfnun á samskon- ar tæki fyrir um tíu árum, en það er nú orðið úrelt og farið að gefa sig þannig að þörf er talin á endurnýjun þess. Flugfélag Íslands styrkti félag- ið með 200 þúsund króna framlagi á dögunum sem kemur söfnuninni vel. Safna fyrir nýju tæki Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, t.v., ásamt þeim Sigurði H. Sigurðssyni og Ísaki Guðmann frá Félagi hjartasjúklinga. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur sýknað Reykjavíkurborg af kröf- um aðstoðarskólastjóra við grunn- skóla í Reykjavík, sem krafðist þess að uppsögn hans sem tölvuumsjónar- manns skólans frá 28. september 2001 yrði dæmd ógild. Auk þess krafðist stefnandi 790 þúsunda kr. úr hendi stefnda auk málskostnaðar. Ekki var fundið að starfi stefnanda þegar honum var sagt upp heldur voru ástæðurnar þær, að kjarasamn- ingur KÍ og launanefndar sveitarfé- laga, sem stefndi á aðild að, gerði ráð fyrir afnámi aukagreiðslna til kenn- ara og skólastjórnenda. Stefnandi hélt því m.a. fram að Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar hefði ekki haft heimild til segja sér upp, heldur væri það aðeins á valdi skólastjóra. Þá taldi hann að ekki hefði verið um uppsögn á viðbótar- ráðningarkjörum að ræða heldur 25% starfi sínu sem tölvuumsjónarmanns. Stefndi krafðist sýknu og byggði m.a. á því að honum hefði verið í sjálfsvald sett hvort hann fæli aðstoð- arskólastjóra að inna af hendi tölvu- umsjón í yfirvinnu eða ekki fram að gildistöku nýs kjarasamnings 1. ágúst 2002. Þá var byggt á því að tölvuum- sjón hefði ekki verið sjálfstætt starf. Ekki skriflegur samningur Í niðurstöðu dómsins segir m.a. að fyrir lægi, að ekki hefði verið gerður skriflegur ráðningarsamningur við stefnanda um tölvuumsjón. Þá þótti ekki sýnt fram á að tölvuumsjón væri hluti af starfsskyldu aðstoðarskóla- stjóra. Með hliðsjón af því að ekki var gerður ráðningarsamningur svo og því að hann hafði, á þeim tíma sem hann sinnti tölvuumsjón, alltaf fengið greitt fyrir hana með yfirvinnu- greiðslu þótti ekki unnt að líta á tölvu- umsjón sem sérstakt starf heldur yrði að líta á greiðslur fyrir hana sem sér- stakan lið í launakjörum stefnanda sem aðstoðarskólastjóra. Var því ekki fallist á þá málsástæðu hans, að fræðslustjóri hefði ekki haft heimild til að segja upp samningi við stefn- anda um þessi tilteknu viðbótarkjör fyrir tölvuumsjón. Málið dæmdi Kristjana Jónsdóttir héraðsdómari. Guðni Á. Haraldsson hrl. var lögmaður stefnanda og Hjör- leifur Kvaran borgarlögmaður til varnar fyrir stefndu, Reykjavíkur- borg. Tölvuumsjón ekki talin hluti af starfs- skyldu aðstoð- arskólastjóra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.