Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 57 Hljómsveit Þorleifs Finnsonar og hljómsveit Ingvars Hólmgeirssonar spila gömlu- og nýju dansana. Húsið opnar kl. 18 fyrir kvöldverð og kl. 22 fyrir dansleik. Miðaverð fyrir kvöldverð og dansleik kr. 2.400, kr. 1.200 fyrir dansleik. Kúttmagakvöldverður og dansleikur í Ásgarði, Glæsibæ þann 14. febrúar nk. Miðapantanir í símum: 568 5660/581 4315 frá kl. 11-15 virka daga og netfangi: veislueldhusid@simnet.is Bréfsími:568 7216 TVEGGJA alda hefð er fyrir teikni- myndum í Frakklandi og Belgíu, þar sem gefnar eru út mun fleiri teikni- myndabækur fyrir fullorðna en börn. En í Frakklandi seljast teikni- myndabækur árlega í um 20 milljón eintökum. Nú gefst Íslendingum tækifæri á að kynnast þessu merkilega menn- ingarfyrirbæri og allri sögu hennar á glæsilegri sýningu í Gerðarsafni. Alltaf eitthvað nýtt Nicolas de Crécy er einn af áhuga- verðari teiknimyndahöfundum Frakka. „Ég tjái mig með teikni- myndum því þar gefst mér tækifæri til að blanda saman teikningum og frásögn, í stað þess að einbeita mér bara að öðru hvoru,“ útskýrir Nicol- as sem er staddur á landinu í tilefni sýningarinnar. „Teiknimyndir eru áhrifarík, frekar einföld og bein- skeytt leið til að teikna myndir í frá- sagnarlegu samhengi.“ Hann vakti strax mikla athygli með fyrstu bók sinni, Foligatto, en félagi hans úr hinum víðfræga teiknimyndaskóla í Angoulême, Alexios Tjoyas, gerði textann. Síðan hefur hann gefið út nokkrar bækur og hlotið viðurkenningar fyrir. Nicolas fór ekki varhluta af teiknimyndahefðinni þegar hann var að alast upp. Hann segist hafa teikn- að frá fimm ára aldri og strax hafa viljað teikna teiknimyndir. – Og hefur aldrei skipt um skoð- un? „Ég er eiginlega að því núna. Ég hef gert nokkrar bækur og náð þangað sem ég stefndi. Mér finnst ég því vera að endurtaka mig og langar að fara inn á aðrar brautir sem líka fela í sér teikningar og frá- sögn.“ – Hver er þinn uppáhalds- höfundur? „Það eru Muñoz og Sampayo frá Argentínu. Teikningarnar eru svart/ hvítar og mjög kraftmiklar. Líkjast myndristum þýsku expressjónist- anna og fjalla um einkaspæjara í New York. Ég held upp á marga, en þetta eru sérlega sterkar sögur.“ – Hafa þeir og þýski expressjón- isminn haft áhrif á þig og þín verk? „Já, það er satt, en auk þess reyni ég að finna áhrifavalda mína í öðrum listformum, reyndar í allri listasög- unni. Í kvikmyndum þegar kemur að frásagnarmáta og í allri málarasög- unni fyrir myndrænu hliðina. Fyrsta bókin mín eru mjög „máluð“. Þá skoðaði ég mikið Egon Schiele og fleiri, og ég reyndi aðlaga áhrifin að teiknimyndinni, með það í huga að gera eitthvað nýtt.“ – Hvernig lýsirðu þínum stíl? „Kómískur expressjónismi, svona í grófum dráttum. Ég hef gaman af því sem er absúrd og fáránlegt, og kem því frá mér á skuggalegan og jafnvel illmeltanlega hátt um leið og ég er er að segja eitthvað fyndið. Húmorinn og þessi heimur virðist kannski ekki mjög aðgengilegur við fyrstu kynni. Stundum er stíllinn of- hlaðinn. Það finnst mér um fyrstu bókina mína, Foligatto. Þegar ég gerði bókina Monsieur Fruit fór ég alveg hina leiðina, hún er mun létt- ari og einfaldari. Við gerð hverrar bókar reyni ég að gera eitthvað nýtt.“ – Þú bæði skrifar sjálfur textann og færð með þér höfunda? „Já, ég hef gert jafnmargar bæk- ur einn og með textahöfundi, og kann vel við bæði. Mér finnst áhuga- vert að vinna með öðrum til að taka á hugmyndum sem eru ólíkar þeim sem fæðast í mínum hugarheimi. Sylvain Chomet skrifaði Léon La Came, og bókin er byggð á sannri sögu, en ég er meira að fást við draumkenndari og persónulegri hluti.“ Víðari heimur en ofurhetjanna Aðspurður segir Nicolas að flestir hans lesendur séu franskir, og lík- lega á aldrinum 15–45 ára. „Einu sinni áritaði ég bók fyrir 84 ára gamla konu, en það heyrir til undan- tekninga,“ segir hann brosandi. – Eru teiknimyndabækur vinsælli í Frakklandi og Belgíu en annars staðar í Evrópu? „Já, tvímælalaust. Þónokkuð á Spáni og Ítalíu, en ekkert miðað við Frakkland. Þar eru gefnir út tvö þúsund nýir titlar á ári sem er án efa metið í Evrópu.“ – Og er mikill munur á evrópskum og bandarískum teiknimyndum? „Þeim er ekki saman að jafna. Í Frakklandi og Belgíu kaupirðu vandaðar bækur. Í Bandaríkjunum eru þetta mestmegnis teiknimynda- blöð, sem fjalla um ofurhetjur og vísindaskáldskap á meðan Frakkar fara víðar í sínum skáldskap. Það er samt þónokkuð um neð- anjarðarteiknimyndir í Bandaríkjunum sem koma sér úr heimi of- urhetjanna og taka á persónulegum hlutum.“ – Eru það áhrif frá Evrópu? „Ég efast stórlega um það, þar sem evrópskar teiknimyndasögur fást ekki í Bandaríkjunum. Kannski vegna þess að maður þarf að vissu leyti að þekkja sögu teikni- myndanna til að skilja tilvísanirnar í þeim, en líka þar sem Bandaríkja- menn vilja verja sína eig- in menningararfleifð. Með nokkrum áhuga- verðum undantekn- ingum, eins og Chris Ware, eru bandarískar teiknimyndir fyrirsjáan- legar og markaðsvænar.“ – En þú vannst fyrir Walt Disney. „Já, og það var þjáningarfullt tímabil. Ég teiknaði bakgrunni í lif- andi teiknimyndum hjá þeim til að hafa ofan í mig og á. Mér finnst þessar teikningar ógeðslegar. Vissu- lega voru þær einstakar og byltinga- kenndar á fimmta áratugnum, en síðan hafa þær staðið í stað,“ segir teiknimyndahöfundurinn Nicolas de Crécy og býður alla velkomna á sýn- inguna í Gerðarsafni þar sem má kynnast áhugaverðum og framandi heimi áhugaverðustu teiknimynda- höfunda samtímans í Frakklandi og Belgíu. Að teikna hugarheima Beinskeyttur tjáningarmáti Morgunblaðið/Jim Smart Nicolas de Crécy þykir einn allra áhugaverðasti teiknimyndahöf- undur Frakka. Bangsaslagur, 2002. Úr nýjustu bók de Crécy, Le Bibendum Céleste. hilo@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.