Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ GRÚPPÍURNAR Sýnd kl. 8. Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2.45. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Kvikmyndir.com  HJ. MBL  Radio X Sýnd kl. 10. Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hættulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Geggjuð gamanmynd með léttgeggjuðum félögum! Frumsýning  Kvikmyndir.is YFIR 87.000 GESTIR Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT kl. 2, 5.30 og 9. Sýnd kl. 13.40, 3,45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12 ára. Hrikalega flottur spennutryllir með rapparanum Ja Rule og Steven Seagal Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd kl. 13.40, 3.45, 5.50 og 8. YFIR 87.000 GESTIR Sýnd kl. 2, 4 og 8. Bi. 12. Njósnarinn Alex Scott er að fara í sitt hættulegasta verkefni til þessa...með ennþá hættulegri félaga! Geggjuð gamanmynd með léttgeggjuðum félögum! j i l í i l i il ... l i l j Frumsýning Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Sýnd kl. 8 og 10.15. B.i.16 ára Sýnd kl. 10.10. B.i.12. ÞRÓUNIN í raftónlistinni hef-ur verið ör á síðustu mán-uðum og árum, menn hafahver eftir annan nýtt óhljóðalistina til að skapa eitthvað nýtt, hætt að eltast við óhljóðin ein heldur tekið að nota þau eins og hvert annað verkfæri. Brautryðj- endur á þessu sviði eru bæði vestan hafs og austan, og einnig reyndar hér á landi, eða í það minnsta hér- lendir (Stilluppsteypa, Auxpan), en einna best er kynnt hér á landi „þýska (sínus)bylgjan“, verk þýskra tónlistarmanna sem glímt hafa við óhljóðin og beitt frumlegum fang- brögðum, þótt vitanlega séu menn að gera góða hluti víðar, til að mynda vestan hafs (Keith Fullerton Whit- man, Tim Hecker / Jetone). Austurríski tónlistarmaðurinn Christian Fennesz er með merkustu tónlistarmönnum á þessu sviði og reyndar með frumlegustu tónlist- armönnum Evrópu nú um stundir, afkastamikill og hugmyndaríkur. Hann var snemma gefinn fyrir tón- list og gekk í menntaskóla þar sem tónmennt var í hávegum. Hann lærði síðan þjóðlega tónlist í háskóla í Vín- arborg en lauk ekki námi, því hann vildi frekar skapa eigin tónlist en fræðast um það sem sem aðrir voru að gera. Undir lok áttunda áratug- arins lék hann í framúrstefnurokk- sveit sem kallaðist Maische, en vill víst lítið tala um þá sveit í dag. Í byrj- un tíunda áratugarins leystist sveitin upp og Fennesz tók til við að búa til eigin tónlist í tölvu. Fyrsta sólóskífan Fyrsta eiginlega sólóskífan sem Fennesz sendi frá sér var Hotel Paral.lel sem kom út 1997, en tveim- ur árum áður hafði komið út stutt- skífan Instrument, eða hljóðfæri, en skífan dregur einmitt nafn sitt af því að öll hljóð á henni eru búin til með einu hljóðfæri, gítar. Hann heldur sig og yfirleitt við gítar þegar hann er að sanka að sér hljóðum í tón- smíðar, tekur gítarinn beint upp á harðan disk tölvunnar og vinnur úr hljómum / hljóðum á henni. Í seinni tíð segist hann einnig vera farinn að nota hljóðgervla og -smala, en einnig segist hann vel kunna að meta trufl- anir og bjögun sem tækin leggi hon- um til öðru hvoru. Instrument er erfið áheyrnar en erfiðisins virði því inn á milli braks og bresta má heyra hve Fennesz er laginn við að setja saman laglínur. Hotel Paral.lel er öllu aðgengilegri og meðal annars merkileg fyrir það hve Fennesz veður úr einu í annað; platan hljómar eins og eins konar uppgjör við alla þá strauma sem hann hafði greinilega kannað og til- einkað sér áður en hann tók til við að ryðja nýjar brautir. 1998 sendi Fennesz frá sér sér- kennilega smáskífu, Plays, þar sem hann fer frjálslega með Rolling Stones-lagið Paint It Black á a-hlið- inni og Beach Boys-lagið Don’t Talk (Put Your Head On My Shoulder) á b-hliðinni, en dálæti hans á Beach Boys átti síðar eftir að koma betur í ljós. Fennesz sagði einmitt í viðtali þegar Plays kom út að hann kynni lítt að meta Stones, hann hefði bara unnið lagið að ósk þeirra sem hugð- ust gefa safnplötuna út. Þegar ekk- ert varð af útgáfu á þeim tíma ákvað hann aftur á móti að taka uppáhalds- lag með Beach Boys og ná þannig að koma saman sjötommu. Lýsing hans á því hvernig hann vann lögin gefur reyndar skemmti- lega mynd af því hvernig hann vinnur yfirleitt: „Paint it Black er óhlutbundin túlk- un á laginu, hlutar úr næl- onstrengjagítarslætti sem unnir eru í upphafi lagsins og viðlagið í lokin leikið á Moog- hljóðgervil í gegnum nokkra skælifetla. Það var aftur á móti mjög erfitt að vinna Don’t Talk. Ég greindi lagið og skrifaði út alla hluta þess, raddir, bassa og strengi. Síð- an reyndi ég að spila það með stafrænum hljóðum í hljóð- smala og spilaði síðan kassa- gítar yfir það. Síðan vann ég lagið mjög mikið í tölvu. Það er miklu nær upprunanum en Paint it Black, en ég notaði engin hljóð úr upprunalegu lagi.“ Samkrull við Jim O’Rourke Þess má geta að platan var endur- útgefin snemma árs 1999 á vegum Jims O’Rourkes, liðsmanns Sonic Youth, sem flestir kannast vænt- anlega við fyrir framlag hans til af- bragðsskífu Wilco frá síðasta ári. Þeir Fennesz, O’Rourke og Peter Rehberg gerðu og plötu saman þetta ár, The Magic Sound of FennO’Berg, og aðra, The Return of FennO’Berg, á síðasta ári A-hliðarlagið á Plays var ætlað fyrir safnplötuna Painted Black, en til stóð að gefa út skífu þar sem fram- sæknir raftónlistarmenn og -hljóm- sveitir gerðu hver sína útgáfu af paint it Black en fyrir ýmsar sakir var því frestað aftur og aftur þar til platan kom loks út fyrir nokkrum dögum, en á þeirri plötu koma við sögu Acid Mothers Temple, Circle, Hrvatski, James Plotkin, Kit Clayton, Loren Chasse, Troum, the Tape-beatles, Mieskuoro Huutajaat, Fennesz og Stilluppsteypa. plus forty seven degrees 56’ 37". Önnur sólóskífan, minus sixteen de- grees 51’ 08", kom út fyrir tveimur árum, en hún var hljóðrituð úti í garði á heimili Fennesz en heitið vís- ar til staðsetningar í Austurríki. Platan er gríðarlega skemmtileg og mjög merkilegt innlegg í þróun til- raunakenndrar raftónlistar en hljóðaheimurinn, eða réttara sagt óhljóðaheimurinn, ekki beinlínis að- laðandi. Vendipunktur Fennesz sendi frá sér tónleika- skífu árið 2000, Live In Melbourne, en Endless Summer kom svo út 2001 og var ákveðinn vendipunktur í út- gáfusögu Fennesz, fékk hvarvetna fína dóma og seldist bráðvel, í það minnsta sé miðað við tónlist þeirrar gerðar sem Fennesz hefur fengist við. Platan var og áferðarmýkri en plus forty seven degrees 56’ 37" og minus sixteen degrees 51’ 08". Nafn disksins vísar í Beach Boys og brim- brettagleði, enda hét fræg tvöföld safnskífa þeirrar ágætu hljómsveitar einmitt Endless Summer, mest selda plata Beach Boys. Ekki má skilja það sem svo að Fennesz sé að sækja sér hljóð til að vinna með í Beach Boys, þótt hér og þar bregði fyrir hljómum og hljóðum sem eins gætu verið úr smiðju Brians Wilsons, heldur er það blær- inn yfir plötunni, sólarbreyskja og gleði, en ekki græskulaus gleði sjö- unda áratugarins, sumur ástarinnar eru öll liðin og nú er haust stáls og glers. Snilldarplata. Samansafn af óútgefinni tónlist og sjaldgæfri Á síðasta ári komu svo út tvær plötur með Fennesz, áð- urnefnd samstarfsskífa hans, Jims O’Rourkes og Peters Rehbergs, og merkileg safn- skífa, Field Recordings 1995– 2002. Á Field Recordings er samansafn af óútgefinni tónlist og tónlist sem erfitt er að kom- ast yfir, meðal annaras er þar öll stuttskífan Instrument sem kom út á 12" á sínum tíma og hefur verið ófáanleg árum sam- an. Einnig eru óútgefin lög, þar á meðal tvö lög sem Ekkehard Ehlers hefur vélað um af sinni alkunnu snilld, eitt lag þar sem Fennesz launar Ehlers greið- ann, og lög af safnskífum, með- al annars lög sem hann hefur átt á plötum frá Reckankreuz- ungsklankewerkzeuge, útgáfu Keiths Fullertons Whitmans, og lag sem hann átti á Clicks&Cuts 2 sem Mille Plateaux sendi frá sér á síðasta ári; frábært lag. Það er fróðlegt að heyra hvernig tónlist Fennesz hefur þróast í gegn- um árin; ekki síst er forvitnilegt að heyra hve hann hefur sterk höfund- areinkenni og hve hann hefur haldið sínu striki, þróað tónmálið markvisst og rökrétt, brætt saman óhljóð og hljóma svo úr verður næstum tónlist. Frekari upplýsingar og tóndæmi á www.mego.at/fennesz.htm. Þess má geta að Fennesz hefur komið við sögu á fleiri plötum er gerlegt er að rekja hér. Sjá: www.sra.at/ persons/237/4333.htm. Plötur Fennesz er helst að fá í 12 tónum á Skólavörðustíg. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Næstum tónlist Þróunin er ör í raftónlistinni nú um stundir. Aust- urríski tónlistarmaðurinn Christian Fennesz er í fremstu röð þeirra sem eru að steypa saman óhljóðum og hljómum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.