Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLAN / / KEFLAVÍK / AKUREYRI Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.20. B.i. 10 ára Sýnd kl. 2, 4 og 6 / Sýnd kl. 2 og 4. FRUMSÝNING Nú verður ekkert gefið eftir í lokabaráttunni. Hasarhlaðnasta Star Trek myndin til þessa. Lokabaráttan er hafin! F J Ö L S DV Sýnd kl. 5.50. B.i. 12. Ein umdeildasta og djarfasta kvikmynd ársins er komin í bíó. Stranglega bönnuð innan 16 ára Náðu þeim í bíó í dag. í mynd eftir Steven Spielberg. Monica Bellucci SV MBL Radíó X OHT Rás 2 Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 8 og 11. Enskur texti H.K DV Kvikmyndir.is Misstu ekki af vinsælustu mynd síðasta árs í bíó H.L MBL HK DV Kvikmyndir.is ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B. i. 14. Sýnd kl. 8 og 10. Aðalhlutv. Helga Braga Jónsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Kjartan Guðjónsson, Sjöfn Evertsdóttir, Gunnar Eyjólfsson og kristín Ósk Gísladóttir. Framleiðandi : Kristlaug María Siguðrard. / Kikka Leikstjóri : Helgi Sverrisson byggð á samnefndri bók sem kom út fyrir jólin. Bráðskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna Missið ekki af einni skemmtilegustu mynd ársins. Leonardo diCaprio og Tom Hanks hafa aldrei verið betri. Gull Plánetan. Kl. 3. Ísl. tal 400 kr. UPPISTAND FÖS, 21. FEB AUKASÝNING LD, 22. FEB FOR SALA HAF IN! Lilo og Stitch Kl. 2 og 4. Ísl. tal 250 kr. Harry Potter 2. Kl. 2. Enskt. tal 250 kr. FJÖLSKYLDUDAGAR ÞAÐ er engum blöðum um það að fletta, Massive Attack er einhver merkilegasta hljómsveit síðasta áratugar, hvernig sem á er litið. Þrjár þungavigtarplötur – Blue Lines, Protection, Mezzanine – sem hver á sinn hátt markaði djúp spor og margir telja til tímamótaverka. Það er erfitt að halda slíkum dampi, sér í lagi þegar allt fer í handaskolum, liðsmenn fara að tapa tölunni og sinna öðrum hugðarefnum, eins og t.d. barnauppeldi. Strangt til tekið er „sveitin“ þannig orðin að eins manns verk- efni. Robert „3D“ Del Naja (sá hvíti) er orðinn einn eftir og á svo gott sem allt efni á nýju plöt- unni sem heitir hinu torskilda nafni 100th Window (ekki að nöfnin á hinum hafi verið eitt- hvað auðskiljanlegri). Síðan Mezzanine tók 1998 með trompi hefur Mushroom sagt skilið við sveitina og Daddy G snúið sér að uppeldishlutverkinu, er kannski ekki formlega hættur, en á lítinn sem engan þátt í plötunni nýju. Í stað gömlu stofnendanna hefur einmana 3D sótt liðsstyrk til ut- anaðkomandi aðila, misjafnlega þekktra, þekktastur þó Sinéad O’Connor, sem syngur í þremur lögum á plötunni, og gæðir Massive Attack einhverjum áður óþekktum þjóðlagaeinkennum. Svo svífur reggíið að vanda yfir vötnum í lögunum tveimur sem fastagesturinn, Horrace Andy, syngur. 100th Window þykir hljóma skuggalega líkt Mezzanine, sé tekið mið af hversu langt er liðið síðan hún kom út og þeim stór- stígu breytingum sem voru á milli hinna platnanna þriggja. Þrátt fyrir þetta stefndu þeir þremenningar allir hver í sína áttina tónlistarlega eftir gerð Mezzanine, sem vel að merkja reið sveitinni nánast að fullu á sínum tíma. 3D kennir sjálfum sér um hvernig fór að þessu sinni, að gerð nýrrar plötu hafi dregist á langinn og í reynd fælt félagana frá á endanum. Hann hafi nefnilega fengið þá hugmynd að leika sér eitthvað með gamlar dub stemmur, verkefni sem síðan klúðraðist algjörlega þannig að sveitin lenti aftur á byrjunarreit. Misstu þeir allir áhugann á samstarfinu um sinn, Mushroom gafst alfarið upp og hætti, 3D snéri sér að kvikmyndatónlist og öðrum einstaklingsverkefnum og Daddy G stofnaði fjölskyldu. Þeg- ar komið var að því að gera nýja plötu hafði Daddy G öðrum hnöppum að hneppa þannig að 3D fékk til samstarfs við sig Neil nokkurn Davidge. Ekki fór það samstarfið betur af stað en það að eftir tveggja og hálfs árs þrot- lausa vinnu áttuðu þeir sig á því að þeir væru á algjörum villigöt- um og hentu nákvæmlega öllu og byrjuðu upp á nýtt. Útkoman er hundraðasti glugginn. Þrátt fyrir samhljóminn sem menn telja sig greina milli nýju plötunnar og þeirrar síðustu vill 3D meina að sama markmið hafi verið og við gerð hinna platn- anna, að stefna markvisst að því að skapa andstæðu síðustu plötu á undan. „Mezzanine var markvisst þrengri og kuldalegri en hin sálarskotna og víðsýna Protection. Nú vildum við hins- vegar fara nær Protection aftur, nota fleiri hljóðfæri og gera fleiri tilraunir með hljóð. Þetta var í reynd sú leið sem Mushroom vildi fara og það sem okkur greindi alltaf á um, synd að hann skuli ekki vera með nú þegar stefnan hefur verið tekin á ný inn á hans brautir.“ Á nýju plötunni er áberandi minna um smölun en á fyrri plöt- unum en upphaflega var það höf- uðeinkenni sveitarinnar hversu smekklegir smaladrengir þeir voru. 3D segir þetta viljaverk, hann hafi verið orðinn þreyttur á því að smala saman stefum úr annarra verkum, nú hafi hann viljað prófa að smala saman eigin hugmyndum. „Við erum búnir að prófa hitt, núna eru allir að því og ég kæri mig ekki um að gera eitthvað sem allir aðrir eru að gera. Auk þess sparar þetta okk- ur töluvert í lögfræðikostnað og höfundaréttargreiðslur,“ lét 3D nýlega hafa eftir sér. Samstarfið við Sinéad O’Conn- or hefur vakið nokkra athygli en frægðarsól hennar hefur lækkað stórlega undanfarið. 3D segir að þá í Massive Attack hafi lengi langað að vinna með henni, fyrir eigin plötu eða hennar, að gagn- kvæm virðing hafi lengi verið fyrir hendi og að það hafi ein- ungis verið spurning hvenær fremur en hvort af samstarfinu yrði. „Hún er nógu tilfinningarík og reið til þess að henta tónlist okkar,“ útskýrir 3D. Massive Attack í þrívídd 3D ásamt fjölskyldumanninum Daddy G, sem er í feðraorlofi. Eftir næstum fimm ára bið er loksins komin út ný Massive Attack-plata. Skarphéð- inn Guðmundsson athugaði hvað gengið hefur á og kynnti sér nýja gripinn. skarpi@mbl.is 100th Window kemur út á morgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.