Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. F í t o n / S Í A F I 0 0 5 3 7 6 Fyrsta heimilið www.bi.is SEÐLABANKINN hefur ákveðið að kaupa 1,5 milljónir Bandaríkja- dala alla virka daga, í stað þriggja daga í viku. Frá því í sumar hefur bankinn keypt Bandaríkjadali fyr- ir 10 milljarða íslenskra króna og stefnt er að því að kaupa alls fyrir 20 milljarða króna. „Markmiðið er meðal annars að greiða upp gjaldeyrisskuldir sem söfnuðust þegar bankinn var að verja gengi krónunnar á árunum 2000 og 2001. Núna höfum við ákveðið að kaupa fimm daga vik- unnar í staðinn fyrir þrjá. Við erum að flýta þessu ferli þar sem meira arana í íslenskum krónum. Við það eykst framboð á krónum sem getur leitt til gengislækkunar. Már segir kaupin ekki gerð til að hafa áhrif á gengi krónunnar, þótt þau geri það auðvitað óbeint. Seðlabankinn grípi ekki inn í gjaldeyrismarkað- inn nema í sérstökum tilvikum. Það eigi ekki við núna. Gengið ákvarðist af markaðsöflunum. Íslenska krónan hefur ekki verið jafn sterk síðan í desemberbyrjun árið 2000. Mikið innstreymi er- lends gjaldeyris hefur þar áhrif. framboð er á gjaldeyri,“ segir Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans. Mikið innstreymi gjaldeyris Árin 2000 og 2001 var það mark- mið bankans að verja gengi krón- unnar, ólíkt núverandi markmiðum hans sem er að halda verðbólgu sem næst 2,5%. Á þessum árum átti krónan undir högg að sækja og þá keypti Seðlabankinn krónur og seldi gjaldeyri, öfugt við það sem nú er gert, og reyndi þannig að hækka gengi krónunnar. Seðlabankinn greiðir fyrir doll- Kaupir daglega 1,5 milljónir dollara  Seðlabankinn/12 TALSVERT hefur borið á keldu- svínum í vetur, t.d. sáu fuglaathug- unarmenn alls átta fugla á sjö stöð- um á landinu í janúar. Keldusvín var fyrrum talinn strjáll en þó þekktur varpfugl á Íslandi, einkum á votlendisbreiðum Suðurlandsund- irlendisins, en fuglinn er nú talinn af fuglafræðingum útdauður sem varpfugl, enda hafi hreiður fuglsins ekki fundist síðan 1963. Framræsla mýra og innkoma minks í íslenska náttúru eru talin hafa verið veiga- mestu þættirnir í eyðingu keldu- svína. Ungar fyrir vestan Þrátt fyrir að það sé ekki talið varpfugl sjást alltaf nokkrir fuglar á hverjum vetri, helst í opnum skurðum, nærri kaldavermslum eða þar sem heitt vatn heldur opn- um vökum. Fuglafræðingar telja þetta vera flækingsfugla frá Evr- ópu, en ýmsir áhugamenn telja það ekki einleikið að fugl sem flýgur svo ógjarnan skuli leggja Atlants- hafið fyrir sig og klára sig af því. Sú kenning á því fylgi hér á landi að keldusvín verpi hér enn, a.m.k. óreglulega, líkt og t.d. snæugla. Síðastliðið sumar fann t.d. fugla- glöggur maður keldusvín með unga í votlendi á Barðaströnd og spor eftir keldusvín á líkum slóðum í snjóföl í haust, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Fyrir fáum árum veiddust fjögur keldusvín í einu og sömu minkagildruna í Kelduhverfi. Í janúar hafa sem fyrr segir sést allnokkur keldusvín. Tvö, þar af einn ungfugl, eru við Kaldbaks- tjarnir nærri Húsavík og einnig hafa sést stakir fuglar í skurði í Skógræktinni í Fossvogi, í Ölfus- forum, við Efri Hóla í Öxarfirði, við Framnes í Nesjum, í skurði við Eg- ilsstaði og í Óslandinu við Höfn. Í desember sást auk þess keldusvín við Úlfarsá í Reykjavík. Síðastliðinn vetur voru einnig keldusvín víða, m.a. í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Keldusvín í Vatnsmýrinni í Reykja- vík sl. vetur en þar voru tveir fuglar. Talsvert er um keldu- svín í vetur ÞAÐ hefur verið heldur kuldalegt og grátt um að litast á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu þótt vissulega bæti snjórinn að einhverju leyti fyrir það. Þessi kona fékk að kenna á fjúki og frosti þar sem hún rölti yfir göngubrúna yfir Kringlumýr- arbraut. Veðurstofan gerir ráð fyrir rigningu og slyddu á landinu á morgun og breytilegri átt með vætu í flestum landshlutum eftir því sem líður á vikuna. Morgunblaðið/Kristinn Veðurbarin við Kringlumýrarbraut SKILGREINING á landbúnaði hefur breyst mik- ið á undanförnum árum og er mun víðtækari en áður. Nú er litið svo á að búvöruframleiðsla sé að- eins hluti af landbúnaðinum ólíkt því sem áður var þegar hún, ein og sér, var talin landbúnaður. Nú er viðtekið að undir landbúnað heyri nýting lands sem auðlindar eða til framfærslu. Þessum breyt- ingum hefur verið mætt í Landbúnaðarháskólan- um á Hvanneyri með því að gera námið fjölbreytt- ara og hleypt nýju lífi í skólastarfið. Magnús B. Jónsson, rektor Landbúnaðarhá- skólans á Hvanneyri, segir að viðfangsefni skólans verði að taka mið af þessu og breytast í takt við nýja landbúnaðarstarfsemi. Það hafi verið gert á undanförnum misserum og tekist vel. Nemendum á Hvanneyri hafði fækkað en fjölgar nú jafnt og þétt og nýta margir sér tvær nýjar námsbrautir, landnýtingarbraut og umhverfisskipulagsbraut, sem nú er boðið upp á auk búvísindanámsins. Magnús segir að eftir að ný búfræðslulög voru sett árið 1999 hafi opnast möguleiki í fyrsta sinn til að endurskoða námsframboð LBH. Einnig hafi lögin auðveldað samvinnu allra stofnana landbún- aðarins hér og samskipti við erlenda háskóla. Á Hvanneyri er einnig starfsmenntadeild, bænda- deild, og segist Magnús verða var við aukinn áhuga þar. Áhugi á sauðfjárrækt virðist mikill þótt umræðan hafi verið heldur neikvæð í garð grein- arinnar. Fólk sækist í auknum mæli eftir að búa á landsbyggðinni að mati Magnúsar. Bændum í hefðbundnum landbúnaðargreinum þurfi að fækka og þess vegna verði að byggja upp nýja at- vinnustarfsemi. Skólinn þurfi að bregðast við því. Ný skilgreining á landbúnaði  Nám í takt/16 HIÐ íslenska Tilraunaeldhús, sem er regnhlíf yfir lifandi og skapandi tónlistarstarf, er með uppákomu í New York í kvöld. New York Times mælir sérstaklega með þessum við- burði og segir að „tilraunakennd tónlist streymi í stríðum straumi frá Íslandi“. Fram koma Músíkvat- ur, Auxpan, Kira Kira, Kiki, Skúli Sverrisson, Hilmar Jensson, Ragn- ar Jónsson og Kolbeinn Hugi. Tilraunaeldhús- ið í New York  New York/59 TALSVERT mun hafa borið á því und- anfarið að fólk fái send „gylliboð“ í tölvu- pósti, einkum frá Vestur-Afríku, þar sem því er boðið að taka þátt í auðveldri gróða- myllu. Ríkislögreglustjóri ráðleggur fólki að svara alls ekki slíkum bréfum, enda er um svikastarfsemi að ræða, en senda þess í stað afrit af bréfunum til embættisins. Í fyrra fékk ríkislögreglustjórinn um 2.000 afrit af slíkum bréfum. Högni Einarsson, lögreglufulltrúi hjá ríkislögreglustjóra, segir að bréfin séu send frá flestum löndum Vestur-Afríku en hafi einnig borist frá Hong Kong og Suð- ur-Ameríku. Tilgangurinn sé ávallt sá sami; að reyna að svíkja fé út úr fólki. Fólk eigi að hunsa bréfritarann en senda afrit til ríkislögreglustjórans, he@rls.is. Um 2.000 „gylliboð“ í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.