Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 3
staðnum, eða í samfélaginu, sé ekki lengur heilbrigt, það sé staðnað og að ferskra vinda sé þörf. Ég er að sjálfsögðu ekki einn um þessa skoðun. Mér skilst að afi og aðrir forkólfar hafi á árum áður sjaldan legið á skoðunum sínum heldur tjáð þær umbúðalaust. Þetta voru brautryðjendur að berjast fyrir framgangi leiklistarinnar. Það vantar í okkur meiri eld- móð í dag. Nú erum við alltof lítil og hrædd við að missa af matartímanum ef við erum ekki þæg og góð.“ Mikki refur lagður í einelti Með þessa afstöðu í farteskinu hefur Stefán síðan haslað sér völl sem leikstjóri og sett upp athyglisverðar sýningar með framhalds- skólum á höfuðborgarsvæðinu þar sem verk- efnaval og úrvinnsla hafa verið gerólík því sem helst gerist á þeim vettvangi. „Ég hef ekki tekið tilboðum um að sviðsetja söngleiki eða annað sem ekki höfðar til mín. Ég vil bjóða krökkum upp á fjölbreyta næringu. Fyrsta sýningin sem ég setti upp var með leikfélagi Flensborgarskóla, þar sem við bjuggum til sýningu úr örleikritum Þorvalds Þorsteins- sonar, Engill meðal áhorfenda. Þar leiddum við áhorfendur á milli herbergja í yfirgefinni húsvarðaríbúðinni en árið eftir tókum við Dýr- in í Hálsaskógi fyrir og gerðum þeim önnur skil en venjulega.“ Þau skil voru á þann veg að Mikki refur var gerður að fórnarlambi verksins, hann var ein- faldlega lagður í einelti af hinum dýrunum í skóginum og var af þeim sökum bæði grimmur og illa þokkaður. Stefán leikstýrði síðan ein- þáttungnum Birninum eftir Anton Tsékof í há- degisleikritaröð Leikfélags Íslands í Iðnó og var síðan kominn vel á veg með sýningu á Eld- að með Elvis fyrir Leikfélag Íslands þegar starfseminni var hætt. „Það var synd að það verk skyldi ekki komast á fjalirnar því það hefði getað dregið að sér áhorfendur sem Leikfélag Íslands þarfnaðist svo mjög á þeim tíma.“ Í fyrravetur sviðsetti Stefán tvær sýningar með leikhópum Borgarholtsskóla og Kvenna- skólans í gamla upptökuveri Sjónvarpsins við Laugaveg. Þar kom greinilega í ljós hversu snjall hann er í notkun rýmis og því að segja sögu í leikhúsi án þess að reiða sig alfarið á textann sem hreyfiafl framvindunnar. „Þetta er kannski ennþá mikilvægara þegar maður er að vinna með áhugafólki sem ekki hefur gott vald á textaflutningi. Þær hindranir er hægt að yfirstíga með því að beita öðrum meðulum leikhússins, s.s. hreyfingu, hljóði og ljósum, án þess að kollkeyra fjárhag leikhópsins.“ Það er greinilegt að þessa reynslu hefur Stefán tekið með sér í vinnuna á Kvetch, þar sem hann nýtur þess að hafa úrvalsleikara í hlutverkunum en verður jafnframt að gæta þess að ríða ekki fjárhag leikhópsins á slig með dýrri umgjörð; atvinnuleikhópar eru þekktir fyrir flest annað en vaða í peningum. Kynsveltir smáborgarar „Ég hef fundið mig vel í leikstjórninni. Kvetch var afskaplega skemmtileg og gefandi vinna þar sem við unnum mjög ákveðið með með að skapa okkur leikstíl. Texti Berkoffs kallar á stóran stíl, líkamlegan og hraðan. For- sendan fyrir því að hægt sé að vinna á þennan hátt er að leikararnir vinni heimavinnuna sína, læri textann, svo tíminn á æfingum nýtist til fulls. Í svona vinnu reynir mjög á leikarann því hann þarf á allri sinni orku að halda.“ Það sem einkennir sýninguna á Kvetch er mikill hraði í leiknum, mikil tæknileg ná- kvæmni og sterk tilfinning leikstjóra og leik- ara fyrir hraðabreytingum og uppbrotum sem styðja við verkið í stað þess að drepa efninu á dreif. „Þetta er nákvæmnisvinna og sýningin er unnin sem ein heild þar sem ferlið er órjúf- anlegt.“ Í Kvetch er leikið á tveimur plönum sitt á hvað eða samtímis. Persónurnar tala hver við aðra um hversdagslega hluti og segja það sem við á hverju sinni en gusa svo úr sér hugsunum sínum með líkamlegu offorsi út til áhorfenda þannig að úr verður kostuleg blanda af heftum og kynsveltum smáborgurum með tryllta und- irmeðvitund.“ – Hvernig tókst ykkur að flytja sýninguna úr Vesturporti, þar sem sviðið er lítið og sal- urinn tekur aðeins 70 manns, á Nýja sviðið sem er þrefalt stærra með 250 sætum. Stefán segir að flutningurinn hafi tekið ágætlega og þau séu alsæl með þetta góða rými og móttökurnar í húsinu. Að vísu hafi komið upp sú krafa af hálfu Borgarleikhússins, að sett yrði inn hlé sem hvorki var gert ráð fyr- ir í leikritinu né í sýningunni. „Það var heilmik- ill höfuðverkur en okkur tókst þó að finna lausn á þessu máli en í almennara samhengi má setja stórt spurningarmerki við þá áráttu íslenskra leikhúsa og kvikmyndahúsa að gera nánast alltaf hlé í miðjum sýningum. Stundum dregur hlé úr áhrifamætti sýningar.“ Stefán æfir nú gríska gamanleikinn Lýsiströtu eftir Aristófanes með leikfélagi Kvennaskólans og er frumsýning fyrirhuguð um miðjan mars. Efni verksins er sígilt þar sem konur í Aþenu fara í kynlífsverkfall svo lengi sem karlar þeirra neita að leggja af stríðsrekstur. Leikritið er sígild ádeila á stríðsrekstur á öllum tímum. „Mér þótti þetta verk eiga vel við núna þeg- ar heimsfréttirnar snúast um lítið annað en yf- irvofandi innrás Bandaríkjamanna í Írak og Norður-Kóreu. Það kom svo á daginn nú fyrir stuttu að alþjóðaleikhússamtökin hafa sent út hvatningu til leikhúsa um allan heim að efna til leiklestrar á Lýsisströtu hinn 4. mars til að mótmæla fyrirhuguðum stríðsrekstri. Okkur þykir auðvitað ekki slæmt að hafa hitt naglann svona á höfuðið.“ Hver þjónar hverjum í listinni Fyrir liggur að Stefán muni leikstýra á næstunni á vegum Þjóðleikhússins, nýju verki Sigtryggs Magnasonar, Herjólfur er hættur að elska. „Þetta er fallegt lítið verk sem við er- um þessa dagana að reyna finna sýningarstað og tíma. Vonandi kemst það á koppinn.“ Stefán er yfirvegaður þegar hann veltir fyrir sér kostum og göllum þess að sinna starfi þar sem afraksturinn er sífellt veginn og metinn op- inberlega. „Ég reyni að vera samkvæmur sjálf- um mér og villast ekki af leið. Það er ekkert skemmtilegra en að leika í góðri sýningu fyrir fullum sal, það er magnaður galdur þegar vel tekst til og áhorfendur hrífast með. En auðvitað þarf sterk bein í þennan bransa. Þetta er af- skaplega lítill heimur, íslenski leikhúsheimur- inn. Fjölmiðlarnir eru líka mjög nálægt okkur og hafa mjög persónulegan aðgang að lista- mönnum sem og öðrum opinberum fígúrum eins og stjórnmálamönnum. Það er auðvelt að láta glepjast af þessu og villast af leið í „frægð- inni“ á Íslandi. Sumir hafa sviðið illa á sér vængina við að koma of nálægt sviðsljósinu. En leiklistin getur líka verið góður vettvangur til þroska og sjálfskoðunar ef maður missir ekki sjónar á því hver þjónar hverjum og að listin er ekki til fyrir mig heldur öfugt.“ óð“ Leikarar í Kvetch eru Ólafur Darri Ólafsson, Margrét Ákadóttir, Felix Bergsson, Steinn Ármann Magnússon og Edda Heiðrún Backman. havar@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 B 3 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.