Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 B 7 ferðalög ÞAÐ var notalegt að koma til Amm- an og hreiðra um sig á íbúðahótelinu mínu gamalkunna Al Sabél um hríð. Amman hefur tekið umtalsverðum breytingum síðan ég kom síðast, kannski einkennist það mest af því hvað mörg og stór ný fimm stjarna hótel, mismunandi hrikaleg ásýnd- um, hafa sprottið upp. En því er nú verr og miður að það eru fáir gestir á þessum fíneríishótelum, því allir virðast búast við stríði og enginn þorir að koma og ástandið í Palest- ínu og Ísrael bætir ekki úr skák. Bedúínakonur heimsóttar Einn daginn hélt ég til Suður- Jórdaníu og erindi mitt var að for- vitnast um þróunarverkefni sem er verið að vinna í Fenin með bedúína- konum búsettum þar á svæðinu. Þessir bedúínar áttu áður heimilis- festi í Negev-eyðimörkinni. Þeir hröktust svo þaðan og fengu ekki lengur að fara um mörkina sem fyrr enda eru helstu vísindamiðstöðvar Ísraela ekki langt undan og opin- bera leyndarmálið er að einhvers staðar þar séu kjarnorkuvopn Ísr- aela geymd. Þess vegna var ekkert pláss fyrir bedúína og eftir hrakninga og bág- indi var útbúið svæði fyrir þá í jórd- önsku eyðimörkinni og mætti kannski kalla það verndarsvæði. Þetta er fátækt fólk og yfirleitt ólæst og -skrifandi og skiptist niður í nokkra ættbálka. Með mér fór bandarísk kona, Rebekka Salti, sem hefur verið búsett hér og gift Pal- estínumanni í þrjátíu ár og er meðal þeirra sem eiga heiðurinn af því að koma þessu þróunarverkefni á lagg- irnar. Það var keyrt meðfram Dauða- hafinu og beygt inn í landið nokkr- um tugum kílómetra áður en komið var til Akaba. Við keyrðum um hrjóstrugt landslag og ofurhá fjöll risu síðan upp úr sandinum. Lengst inni í dalbotninum fórum við að keyra framhjá tjöldum og það varð uppi fótur og fit því það er ekki um- talsverð traffík á þessum slóðum. Svo komum við að þróunarstöðinni, sem er ekki reisuleg bygging en reyndist rúmgóð þegar inn var kom- ið. Úti fyrir sátu á stéttinni einar tuttugu konur á ýmsum aldri og voru að matast og okkur Rebekku var snarlega boðið að smakka á góð- gætinu. Myndverk úr geitaskinni Þýsk kona á óræðum aldri, Doris, stjórnar þessu verkefni og mark- miðið með því er að kenna þessum konum iðnir og alls konar gjörning sem síðan er seldur í sérstökum verslunum stofnunarinnar í Amm- an. Konurnar fá greitt sem svarar 1.000 krónum á mánuði sem þýðir að hagur þeirra hefur vænkast og margar hefðu getað stækkað geita- stofninn sinn og ein fjölskylda var meira að segja búin að fjárfesta í gömlum pikköpp. Þessar vikurnar voru þær að hreinsa geitaskinn og búa til alls konar dýrgripi úr því, meðal annars mjög sérkennileg myndverk. Og í grenndinni er verið að reisa eitt hótelið enn. Að vísu ekki neinn óskapnað heldur lítið og sniðugt hótel. Ofar í fjöllunum hefur þegar verið reist lítið gistiheimili, þangað koma fuglaskoðarar og náttúru- verndarmenn, einkum Evrópubú- ar. Þetta hótel verður tekið í notkun á næsta ári og gæti verið nógu for- vitnilegt fyrir ferðaglaða Íslendinga að æja þarna um stund. DAGBÓK FRÁ AMMAN Í heimsókn hjá bedúínakonum Leigutími á íbúðinni minni í Damaskus var útrunninn og það verður að segjast eins og er að ég var ekki nógu áfjáð í að framlengja hann eftir rafmagnsleiðsluævintýr- ið, skrifar Jóhanna Krist- jónsdóttir. Al Sabél- íbúðahótel í Amman, sími 962-6- 4630571. Verð fyrir nóttina í tveggja herb. íbúð og fylgir lítið eldhús kr. u.þ.b. 2.400– 3.600. email hsab- él@nets- .com.jo. Ertu á leið til útlanda? er með frábær tilboð á bílaleigubílum um allan heim. Ekki eyða öllum gjaldeyrinum í leigubíla. Pantaðu bíl hjá Hertz. Hringdu og bókaðu í síma 50 50 600 Þú getur það líka! „Með því mataræði sem bókin lýsir tókst mér að grenna mig á stuttum tíma með varanlegum árangri. Það er gott að geta borðað mikið og grennst.“ – Davíð Oddsson, forsætisráðherra Betra líf með bros á vör! 1.sæti Penninn/Eymundsson - Allar bækur 29. janúar – 4. febrúar 2.prentun komin í verslanir 1.prentun Uppseld Metsölubók um megrun Ásmundur Stefánsson var orðinn úrkula vonar um að hann gæti lést þegar hann komst í kynni við megrunaraðferð sem olli því að þyngd hans fór úr 120 kílóum í 80. Nú heldur hann sér í 85-90 kílóum. ED D A 11 61 95 01 /2 00 3 Ásmundur Stefánsson segir sögu sína og kynnir þessa áhrifaríku aðferð. Guðmundur Björnsson læknir útskýrir hvað býr að baki aðferðinni – m.a. hvað beri að varast. Margrét Þóra Þorláksdóttir matgæðingur reiðir fram fjölda girnilegra uppskrifta sem auðvelda þér að fylgja kúrnum. • • • Tilboðsbók mánaðarins 30% afsláttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.