Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚPS, gættu að því að Ugla sleppiekki út,“ segir Elín Ósk Óskars-dóttir óperusöngkona og bendir álítinn loðinn kött í anddyrinu áheimili sínu í Hafnarfirði. Með blik í augum og bros á vörum er erfitt að hugsa sér hana í gervi hinnar grimmúðlegu lafði Macbeth í Macbeth óperu Verdis. Klapp- ið, stappið og bravóhrópin tóku þó af allan vafa um að í Elínu Ósk væri lafði Macbeth lif- andi komin í Íslensku óperuna á frumsýning- unni um liðna helgi. Gagnrýnendur hafa tekið í sama streng og er þar skemmst að minnast afar jákvæðrar gagnrýni Bergþóru Jónsdóttur tónlistargagn- rýnanda í Morgunblaðsins á mánudag. Berg- þóra segir m.a. um frammistöðu Elínar Óskar í sýningunni: „Elín Ósk var bæði stórglæsileg og frábær í hlutverki Lafðinnar. Rödd hennar er einstakt hljóðfæri, stórt, þroskað og fallegt – og vafasamt að nokkur íslensk söngkona hefði valdið hlutverkinu með sama glæsi- brag... Elín Ósk dregur upp skarpar andstæð- ur í mótun hlutverksins – hrokinn og valdfýsn- in skín úr söng hennar og fasi í upphafi en undir lokin er hún orðin skar sem reynir eftir megni að halda fyrri reisn en má sín einskis vegna síns sjúklega sálarástands. Með þessari frábæru frammistöðu hefði Elín Ósk slegið í gegn í hvaða óperuhúsi sem er, hvar sem er í heiminum.“ Kát og uppátektarsöm Í hlýlegri stofunni á heimili Elínar Óskar og Kjartans Ólafssonar, eiginmanns hennar, í Hafnarfirði eru enn ummerki um fagnaðarlæt- in eftir frumsýninguna. Fallegur blómvöndur stendur í gólfvasa í innri stofunni og visnuð blöð hafa hrunið af öðrum á borðstofuborðið. Elín Ósk tínir afsakandi saman blöðin og býð- ur kaffi eða te. Kaffið er þegið með þökkum og kisan Ugla trítlar á eftir húsmóður sinni inn í eldhús. „Ég er Rangæingur frá a til ö,“ segir Elín Ósk þegar hún er komin til baka með kaffið og sest við borðstofuborðið. „Foreldrar mínir Guðmundur Óskar Jónsson og Áslaug Fanney Ólafsdóttir bjuggu á Rauðalæk í Holt- um þegar ég fæddist – langyngst fjögurra systkina. Þau fluttu sig síðan um set í Djúpa- dal skammt frá Hvolsvelli ári seinna. Húsið í Djúpadal stóð beint á móti sláturhúsi Suður- lands og þar störfuðu foreldrar mínir lengi. Pabbi var yfirkjötmatsmaður og mamma ráðs- kona. Ég var ekki nema nokkurra ára þegar ég fékk lítinn slopp, borðhníf og kindalappir til að flá,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið orðin þaulvön handtökunum þegar hún byrjaði síðan að starfa í sláturhúsinu 13 ára gömul. „Seinna fetaði ég í fótspor pabba og varð kjötmatsmaður við hlið hans í sláturhús- inu.“ Eftir þrjú ár í Djúpadal fluttist fjölskyldan inn í þorpið á Hvolsvelli. „Við vorum varla flutt þegar foreldrar mínir festu kaup á Sunnuhvoli. Pabbi var alla tíð ákaflega lag- hentur og lét sig ekki mun um að rífa hrörlegt íbúðarhúsið og byggja í staðinn voðalega krúttlegt lítið timburhús á bæjarstæðinu. Eignarlandið umhverfis húsið var talsvert stórt með hávöxnum trjám og svo vorum við með hesthús. Sunnuhvoll var sannkölluð para- dís. Ég get reyndar ekki sagt annað en að ég hafi átt mjög góða æsku alveg frá fyrstu tíð og að vissu leyti er hægt að segja að ég hafi verið alin upp eins og einkabarn. Ég veit ekki hvort að hægt er að segja að ég hafi verið dekurrófa. Pabba og mömmu var afar annt um að kenna mér góða siði og svo voru þau bæði hafsjór ýmiss konar fróðleiks, t.d. man ég eftir því hvað mér þótti alltaf gaman að heyra mömmu tala um gamla daga en mamma mín var fædd 1917 og pabbi minn 1920. Ég varð algjörlega gagntekinn af þessum rómantíska heimi kertaljósanna. Núna er allt einhvern veginn svo sjálfsagt,“ bætir hún við lítið eitt fjarræn á svipinn. „Að öðru leyti var ég í senn ákveðin og kát stelpa – stundum jafnvel uppátekt- arsöm og sjaldnast í erfiðleikum með að finna mér verkefni.“ Syngjandi fjölskylda Ugla litla kallar á athygli og Elín Ósk strýk- ur blítt yfir feldinn. „Já, það var mikið sungið á mínu heimili,“ svarar hún blaðamanni. „For- eldrar mínir voru báðir ákaflega söngelskir. Mamma var í kórstarfi áður en ég fæddist en þurfti að hætta vegna veikinda. Ef mikið lá við flautaði hún gjarnan tóndæmi, t.d. fallega sálma. Hún kenndi mér fjöldann allan af vís- um og var sjálf ágætur hagyrðingur. Pabbi var mjög músíkalskur og hafði ákaflega fal- lega rödd. Hann var eftirsóttur í kóra og söng m.a. lengi í Samkór Rangæinga. Eftir að ég eltist og fór að læra á píanó kom hann stund- um til mín þegar ég var að æfa mig og byrjaði að syngja með mér raddæfingar. Þessar bassaæfingar hafa örugglega þroskað hjá mér neðra raddsviðið. Bestu stundirnar voru svo þegar eldri systkini mín og mágar komu í heimsókn og við sungum öll saman heima á Sunnuhvoli. Við komum meira að segja stund- um fram saman – eins konar Trappfjöl- skylda!“ Elín Ósk heillaðist ung af söngnum. „Mér skilst að ég hafi verið 3ja ára þegar ég hafi sagt að ég ætlaði að verða söngkona. Níu ára bað ég um að fá að fara í Tónlistarskóla Rang- æinga en var hafnað af því að kennarinn taldi mig of unga! Ég fékk ekki inngöngu fyrr en ég var orðin ellefu ára og hjónin Friðrik Guðni Þórleifsson og Sigríður Sigurðardóttir frá Steinmóðabæ undan Eyjafjöllum tóku við skólanum. Eins og nærri má geta var ég ákaf- lega spennt að hefja tónlistarnámið og byrjaði á því að læra á gítar. Gítarnámið stóð þó að- eins í skamman tíma því að mér hundleiddist að læra nótur. Ég vildi miklu heldur læra grip og spila eftir eyranu. Eftir að gítarnámið hafði farið út um þúfur lærði ég á orgel og síðan píanó. Á sama tíma söng ég svo undir stjórn Sigríðar í kór Tónlistarskólans. Með kórnum söng ég einmitt í fyrsta sinn einsöng opinber- lega þegar ég var 11 ára í laginu Kumbay ja my Lord. Sigríður var ákaflega vandvirk og dreif kórinn áfram, t.d. fórum við í söngferða- lag til Noregs – sem var auðvitað ótrúlegt æv- intýri fyrir okkur öll. Þau hjónin Sigríður og Friðrik voru reyndar alveg einstök – rifu skól- ann upp svo hann blómstraði og blómstrar reyndar enn.“ Í Svanalíki á brjósttónum Ugla hefur enn ekki gefist upp á að ná at- hygli húsmóður sinnar og mjálmar nú sýnu hærra en í fyrra skiptið. Elín Ósk tekur hana upp í kjöltu sína og rifjar upp að Tónlist- arskóli Rangæinga hafi verið ákaflega góður grunnur fyrir framhaldsnám í tónlist. „Ég vissi að ég vildi halda áfram að læra tónlist og þegar ég sá auglýsingu frá Söngskólanum í Reykjavík um inntökupróf var ég ekki í vafa um hvað ég ætti að gera. Ég undirbjó lagið Í Svanalíki eftir Inga T. Lárusson til að syngja á prófinu og hélt síðan til Reykjavíkur stað- ráðin í að gera mitt besta. Lagið söng ég síðan fyrir þær Þuríði Pálsdóttur, Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur og Krystynu Cortes í inntöku- prófinu. Fyrir mér voru þetta stórstjörnur að syngja fyrir. Seinna sagði Þuríður mér að hún hefði búist við því á hverri stundu að röddin myndi bresta – ég hefði sungið allt lagið á brjósttónunum. Eitthvað hefur henni þó fund- ist spennandi við röddina því að hún tók að sér að verða söngkennari minn í Söngskólanum á meðan ég stundaði nám í skólanum næstu 5 árin,“ segir hún um leið og Ugla smýgur létt- fætt frá henni og niður á gólf. Elín Ósk segist hafa verið afar lánsöm að hafna hjá jafn góðum kennara og Þuríði. „Þur- íður reyndist mér alveg sérstaklega vel öll námsárin. Ekki aðeins sem frábær kennari heldur einnig vinkona – í senn ákveðin en upp- örvandi. Hún var óspör á góð ráð, t.d. kenndi hún mér sitthvað um klæðaburð og framkomu á tónleikum og áfram mætti lengi telja. Nán- ast er hægt að segja að hún hafi tekið mig undir sinn verndarvæng eins og sína eigin dóttur. Á milli okkar mynduðust traust vina- bönd. Enn þann dag í dag erum við góðar vin- konur og ég leita oft ráða hjá henni. Ekki var heldur verra að hafa Jórunni Viðar píanóleikara og tónskáld við hlið sér á náms- árunum. Af þeirri yndislegu og hjálplegu konu lærði ég margt,“ segir Elín Ósk og er nóg boð- ið þegar Ugla ber sig til við að brýna klærnar á tösku blaðamannsins. „Nú ferð þú niður í kjallara,“ segir hún ströng á svipinn og Ugla læðist lúpuleg út úr borðstofunni. Týnda röddin Elín Ósk er dramatísk/lýrískur sópran. „Ég hafði snemma stóra rödd,“ segir hún hugsi. „Þuríður þurfti að byrja á því að beisla rödd- ina heilmikið. Fyrsta skrefið í því ferli var að mýkja röddina upp. Ég lærði að nota höf- uðtónana, tengja höfuðtónana við brjósttón- ana og jafna raddsviðið. Meðan á þessu stóð týndi ég röddinni nánast alveg í hálft ár. Þótt einkennilegt megi virðast hafði ég litlar áhyggjur af því hvernig komið var fyrir mér þennan tíma. Ég efaðist nefnilega aldrei um að Þuríður myndi leiða mig aftur inn á rétta braut eins og hún gerði að lokum. Röddin flæddi fram eins og opnast hefði fyrir flóðgátt og í framhaldi af því virtist einhvern veginn allt verða svo rökrétt og einfalt. Námið gekk líka tiltölulega hratt fyrir sig. Mig minnir að ég hafi byrjað á 4. stigi og einu sinni hlaupið yfir stig. Eftir 8. stigið fór ég síðan beint í ein- söngvaraprófið.“ Hvernig gekk lífið fyrir sig meðan þú varst í náminu? „Eins og annað skólafólk vann ég talsvert mikið á sumrin. Venjulega kom ég heldur ekki í skólann fyrr en eftir sláturtíð um miðjan október. Kaupið af sláturhúsinu dugði yfirleitt fyrir skólagjöldunum, ég bjó hjá ætt- ingjum, vann með náminu og lifði spart. Ég man að einu sinni vann ég við úrbeiningu hjá SS á Skúlagötunni. Ég lét heldur ekki mitt eftir liggja þegar haldnar voru skemmtanir í Söngskólanum. Það var gjarnan opnað á milli sala og sungið og spilað fram á rauða nótt,“ segir Elín Ósk og er varfærnislega spurð að því hvort að hún hafi kannski kynnst mann- inum sínum Kjartani Ólafssyni, söngkennara, á einni af þessum samkomum. „Ætli það ekki bara,“ svarar Elín Ósk og hlær. „Kjartan var afar liðtækur á píanóið. Fyrstu straumarnir gætu hafa farið á milli okkar þegar ég stóð við píanóið hjá honum og var að syngja. Nokkru eftir að við kynntumst bað hann mig svo að syngja með kórnum sínum á Fáskrúðsfirði. Ég var fljót að taka boðinu og eftir ferðina austur var ekki aftur snúið.“ Tuttugu og fimm ára Tosca Elín Ósk tók einsöngvarapróf og Kjartan söngkennarapróf frá Söngskólanum vorið 1984. Þau héldu síðan saman til Mílanó í fram- haldsnám um haustið. „Ég ætlaði að verða óperusöngkona og því kom ekkert annað land en Ítalía til greina,“ segir Elín Ósk hugsi. „Upphaflega stefndi ég að því að sækja tíma til mezzóspóransöngkonunnar Juliettu Simon- iato og byrjaði á því að syngja fyrir hjá henni um haustið. Gallinn var bara sá að ég gat ekki talað við hana á ítölsku og hún ekki við mig á ensku. Hún sagði mér því að koma aftur til sín þegar ég væri búin að læra ítölsku eftir eitt ár. Ekkert varð þó úr því af því að ég færi til hennar því að ég komst að hjá sama kennara og Kjartan og var svo ánægð að ég vildi ekki skipta eftir árið. Kennarinn okkar hét Pier Miranda Ferraro og var yfirleitt kallaður „fljúgandi tenórinn“ á Ítalíu. Hann var flottur tenór og flaug út um allar jarðir til að syngja dramatísk tenórhlutverk. Ekki var heldur verra fyrir mig að hann fylgdi sama skóla og Þuríður í kennslunni, þ.e. Bel canto. Námið var því ákaflega rökrétt framhald af náminu við Söngskólann.“ Eftir tveggja ára nám á Ítalíu stóð Elín Ósk skyndilega á krossgötum. „Mér var boðið að koma heim og syngja Toscu í Þjóðleikhúsinu. Þó að ég væri auðvitað upp með mér yfir til- boðinu var ég ekki alveg viss um hvað ég ætti að gera. Ég var náttúrlega bara 25 ára og því í yngri kantinum fyrir hlutverkið. Kennarinn minn hjálpaði mér að taka ákvörðun með því að segja að af þessu tilboði mætti ég ekki missa. Ég skyldi fara heim og syngja hlutverk Toscu en hugsa hana unga. Ég fór að ráðum hans og fékk afar jákvæða dóma fyrir hlut- verkið.“ Hefur þú ekki oftast fengið alveg ótrúlega góða dóma? „Jú, reyndar. Ég var einmitt að fletta í gegnum úrklippusafnið mitt fyrir stuttu og eiginlega var ég sjálf hissa á því hvað dómarnir eru yfirleitt rosalega jákvæð- ir,“ segir Elín Ósk og brosir þegar hún sér að Ugla er aftur komin í dyragættina. Fimm ár á röngum lyfjum Blaðamaður stenst þá ekki lengur mátið og spyr Elínu Ósk að því hvers vegna í ósköp- unum hún hafi aldrei reynt fyrir sér í óperu- húsum erlendis. „Hingað til hef ég alltaf svar- að því til opinberlega að ég sé alltof mikil fjölskyldumanneskja til að taka þátt í harkinu úti í heimi. Ef ég færi að búa einhvers staðar í töskum fjarri fjölskyldunni minni myndi ég örugglega fljótt visna og verða að engu. Engu að síður vil ég minna á að ég hef dálitla reynslu af því að syngja í útlöndum, t.d. söng ég í Aidu í Noregi árið 2000. Ekki má heldur gleyma því að ég söng annað sópranhlutverkið í óperunni Fredkulla eftir M.A. Udbye í Olavs Hallen í Þrándheimi árið 1997. Þessi ópera er byggð á Snorra Eddu og hafði aldrei verið flutt áður. Ég varð fyrir valinu þegar Norð- mennirnir vildu íslenska óperusöngkonu í hlutverkið. Óperunni var í sameiningu leik- stýrt af Sveini Einarssyni og Norðmanninum Stein Winge. Í hreinskilni sagt er ástæðan fyrir því að ég hef verið tvístígandi og ekki tekið af skarið með að reyna að útvega mér hlutverk í útlönd- unum að hluta til tengd því að ég átti við heilsuleysi að stríða um nokkurra ára skeið. Sorglegasti hlutinn af því öllu saman er að vegna rangrar sjúkdómsgreiningar var ég lát- in taka inn röng lyf í 5 ár. Ofan á veikindin bættist svo að á þessum sama tíma misstum við hjónin bæði foreldra okkar. Eftir að lækn- arnir höfðu komist að því að vanhæfni í skjaldkirtli hrjáði mig fékk ég loks réttu lyfin og fór fljótlega að líða betur. Fullt jafnvægi Morgunblaðið/Kristinn „Hún er að einum fjórða hluta íslensk og þremur fjórða hluta norsk,“ segir Elín Ósk um vinkonu sína Uglu í Bröttukinn. Gagnrýnendur eru sammála um að Elín Ósk hafi sleg Á stjörnuhimni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.