Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.02.2003, Blaðsíða 12
Þ RJÁTÍU þrælabörn á Indlandi báru fyrir mán- aðamót vitni fyrir dómi um afarkosti sem þau sæta við vefnaðarvinnu sína. Börnin eru öll í skuldaánauð en eiga at- hvarf hjá samstarfsaðilum Hjálpar- starfs kirkjunnar, mannréttindasam- tökunum Social Action Movement. Samtökin skipulögðu vitnaleiðslurn- ar í trúar- og silkiborginni Kanchip- uram, fyrir dómi átta karla og kvenna sem öll njóta virðingar á opinberum vettvangi vegna starfa sinna að mannréttindamálum, löggæslu, dóm- störfum eða fræðum. Opinberar vitnaleiðslur tíðkast þegar lögregla og embættismenn daufheyrast við kvörtunum borgarbúa. Undirbúning- ur tók sex mánuði. Vitnaleiðslurnar voru vel kynntar í fjölmiðlum og vel sóttar enda snertir vefnaður líf 60% íbúa í Kanchipuram. Hinn 21. janúar söfnuðust 3.000 manns í samkomusal borgarinnar til þess að hlusta á málflutning Social Action Movement-samtakanna heyra vitnisburð 30 þrælabarna um allt að 18 stunda vinnudag, barsmíðar, kyn- ferðislegt ofbeldi, bjargarleysi fá- tækra foreldra og vonleysi þeirra sjálfra um að komast nokkurn tíma í skóla. Foreldrar tveggja þrælabarna sem vinnuveitendur höfðu myrt báru einnig vitni. Lögreglustjóri borgar- innar og yfirmaður vinnumála í fylk- inu voru mættir og kallaðir til svara fyrir dómendahópnum. Fátt varð um svör og dómendum ljóst að lögum um skólaskyldu upp í 12. bekk hafði eng- an veginn verið framfylgt og lög um afnám skuldaánauðar, um barna- vinnu og lágmarkslaun hundsuð. Stutt skólaganga og langur vinnudagur Fyrir vitnaleiðslurnar lágu fyrir staðreyndir um aldur 235 barna í vefnaðariðnaði, skólagöngu þeirra, skuldir, laun o.fl. en samtökin Social Action Movement og tvenn önnur mannréttindasamtök gerðu ítarlega könnun á kjörum þeirra. Flest barnanna í könnunarhópnum, eða 71%, voru 13–14 ára. 22% voru 11–12 ára og 7% voru 7–10 ára. Vitað er að börn yngri en 7 ára vinna við vefnað. Kynjahlutfall var nánast jafnt, stúlk- ur voru 49% og drengir 51%. Flest þeirra eða 65% höfðu gengið í skóla upp í 3.–5. bekk en ekkert þræla- barnanna hafði komist upp í 10. bekk hvað þá 12. eins og lög um skóla- skyldu kveða á um. Tæplega helm- ingur þeirra hafði unnið við vefnað í 2–4 ár en 24% höfðu setið við, í 4–7 ár. 72% barnanna unnu 12 tíma á dag ut- an sérstakra álagstíma, 19% unnu 8 tíma á dag að jafnaði og 9% unnu 12– 14 tíma á dag. Þess utan var algengt að stúlkur væru látnar vinna ýmis heimilisstörf fyrir vinnuveitandann, þrífa, gæta barna, fara á markað o.fl. Sú vinna tók 2–3 tíma umfram vinnu við vefnaðinn. Um hátíðir fór vinna flestra upp í 14–18 tíma á dag og ekk- ert er greitt fyrir yfirvinnu. Börnin fá ekki vikulegan frídag eins og full- orðnir, heldur aðeins einn í mánuði. Hann fellur niður í kringum hátíðir vegna vinnu. Laun duga ekki fyrir skuldum Langflest börnin eða 83% þeirra sem voru með í könnuninni, voru veð- sett fyrir skuldum foreldra sinna sem eiga engan aðgang að opinberu lána- kerfi enda hvorki álitnir borgunar- menn né, ef út í það er farið, taldir eiga rétt á því að fá lán sakir stöðu sinnar í þjóðfélaginu. Skuldirnar námu á bilinu 2.100–9.300 rúpíur. Í könnuninni skiptast börnin nokkuð jafnt í fjóra launaflokka: 100–150 rúpíur á mánuði, 150–200 rúpíur á mánuði, 200–50 rúpíur á mánuði og 250–00 rúpíur á mánuði (margfaldað með tveimur gefur grófa krónutölu). Lánakerfi vinnuveitenda virkar þó alveg eins og til er ætlast því börnin fá svo lág laun að seint eða aldrei mun takast að endurgreiða lán foreldr- anna. Vinnuveitendur hafa náð lang- tímasamningum. Aðbúnaður og vinnueftirlit óþekkt orð Aðstæður barnanna eru hinar verstu að öllu leyti. Vefstofurnar eru flestar í lélegu húsnæði, víða er hvorki aðgangur að drykkjarvatni né klósettum og vefstólarnir henta börnunum illa. Þau þurfa að bogra við þá og reigja hálsinn upp enda mörg komin með kryppu á unga aldri. Um 30% barnanna í könnuninni þjáðust af berklum, höfuðverk og óþægindum í augum. Þau nota bæði hendur og fætur við vefnaðinn og 30% barnanna kvörtuðu undan verkj- um í hnjáliðum. Börn sem vinna við að lita silkið og gera við slitna þræði komast ekki hjá því að anda að sér eitri og kyngja því því þau geyma annan endann uppi sér meðan þau sækja hinn til að hnýta þá saman. Af- leiðingin er alvarlegir húðsjúkdómar, lungna- og öndunarsjúkdómar og jafnvel dauði. 35% barnanna í könn- uninni voru með sár á höndum eftir beittar nálar. Grófyrði og önnur misnotkun Ekki er nóg með að vinnuaðstæður séu eins og sérhannaðar til að valda sem mestum skaða heldur leggja vinnuveitendur og fullorðnir sam- verkamenn sig í framkróka um að gera vistina sem ömurlegasta. Næst- um öll börnin kvörtuðu undan því að vera skömmuð fyrir minnstu yfir- sjónir, þeim væri úthúðað með gróf- yrðum og barin, stundum með prik- um. 10% barnanna sögðust ekki mega fara út í hádegishléi eða að fara á klósett. Reyni börn og foreldrar þeirra að greiða skuldina og koma börnunum í betri vist kæra vinnuveit- endur börnin fyrir þjófnað eða falsa skuldastöðuna svo þau komast hvergi. Í slíkum málum hefur stuðn- ingur SAM skipt miklu máli. Mjög al- gengt er að stúlkur verði fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi þar sem þær sitja tímum saman með karlmönnum við vefstólinn í illa lýstum húsakynnum. Vitundarvakning og beinar aðgerðir Vitnaleiðslurnar 21. janúar mörk- uðu tímamót í baráttu samstarfsaðila Hjálparstarfs kirkjunnar gegn barnaþrælkun. Hún er alfarið rekin fyrir söfnunarfé frá Íslandi og hófst fyrir alvöru fyrir þremur árum þegar 30 milljónir króna söfnuðust á vor- dögum. Nú hafa 225 börn verið leyst úr skuldaánauð fyrir söfnunarfé og framlag Hjálparstarfs kirkjunnar og 173 þeirra eru komin í skóla. Á árinu 2002 stunduðu 35 nemendur tölvu- nám, 94 luku sníða- og saumanámi, 32 námi í silkiprentun og 26 stunduðu níu mánaða nám í ensku. Athygli al- mennings og stjórnvalda var vakin á vanda þrælabarna með 5 herferðum með áróðursveggspjöldum og dreifi- bréfum, fræðslu- og skemmtidagskrá á eina mánaðarlega frídegi þræla- barna var skipulögð í 11 skipti en þar verða oft fyrstu kynni barnanna af starfi SAM og möguleikum þeirra til að komast úr ánauð. Fjórum sinnum var skipulögð menningardagskrá fyrir dalíta, hina stéttlausu, og fjór- um sinnum var efnt til opinberra funda eða kröfugangna á götum úti með þátttöku þrælabarna, foreldra þeirra og almennings. Sjálfshjálpar- hópar foreldra hittust oft, fengu fræðslu um réttindi sín, atvinnuskap- andi ráðgjöf, aðhald til þess að freist- ast ekki til að senda börnin aftur í ánauð vegna fátæktar og hvatningu. Leiðbeinendur í 19 kvöldskólum sem ætlaðir eru þrælabörnum fóru á nám- skeið en þeir vinna ósérhlífnir af miklum áhuga og eldmóði. Honum þarf að halda við. Vitundarvakning er sýnileg. Fyrrum þrælabörn hafa safnað peningum til að leysa þjáning- arsystkin úr ánauð. Árangur af verk- efninu er áþreifanlegur meðal for- eldra og barna sem skráð eru í verkefnið og líf þeirra hefur breyst til batnaðar. Framtíðarvonir hafa vakn- að og sumar ræst. Niðurstöður dómsins styðja áframhaldandi baráttu Eftir vitnaleiðslurnar liggja fyrir skýrar niðurstöður dómsins. Viður- kennt var að börn sem vinna við silki- vefnað í Kanchipuram-borg séu í það minnsta 30.000. Áður höfðu yfirvöld gert lítið úr vandanum og talið að fjöldinn væri ekki meiri 3.000 börn. Kom í ljós að fáir, ríkir atvinnurek- endur græða á framleiðslunni en ráða undirverktaka sem hafa vefstólana heima og geta ráðið börn í „fjöl- skyldurekstur“ sem er glufa í lögum gegn vinnu barna. Þannig firra eig- endur sig ábyrgð. Sönnur voru færð- ar á ómannúðlegar vinnuaðstæður barnanna og lögbrot vinnuveitenda. Staðfest var að hver sem er þjálfaður til vefnaðarvinnu geti unnið hana, silkivefnaður krefjist ekki smárra barnahanda sem var annað skálka- skjól vinnuveitenda. Dómurinn ávít- aði borgaryfirvöld fyrir að bregðast þjónustuhlutverki sínu í þágu borg- aranna og ályktaði um nauðsyn þess að þau brygðust við fátækt sem aðal- orsök þess að börn lenda í skulda- ánauð. Dómurinn hvatti Social Action Movement-samtökin, samstarfsaðila Hjálparstarfs kirkjunnar, til að höfða mál til að leysa börnin 30 úr ánauð og hétu fulltingi sínu til þess. Einnig ákvað dómurinn að taka í sínar hend- ur rannsókn á dauða þrælabarnanna tveggja sem vinnuveitendur drápu, enda hefði rannsókn lögregluemb- ættis borgarinnar verið til skammar. Söfnunarfé skilar sér, starfið heldur áfram Dalítar eða hinir stéttlausu á Ind- landi eru rúmlega 200 milljónir manna. Kjör þeirra eru lítt þekkt ut- an Indlands. Þrælabörnin tilheyra flest hópi þeirra. Eins og hér hefur verið rakið vindur því fram hægt og sígandi, í takt við möguleikana í því samfélagi sem það er unnið í. Sam- starfsaðilar Hjálparstarfsins hafa vakið athygli fyrir aðferðir og árang- ur. Samtökin fengu nýlega heimsókn frá alþjóðlegum hjálparsamtökum gegn skuldaánauð frá Suður-Asíu, South Asian Task Force for Bonded Labour, sem vildu kynna sér starfið. Það var lyftistöng og hvatning sem samtökin finna einnig glöggt í öflug- um stuðningi Íslendinga. Hjálpar- starf kirkjunnar þakkar öllum þeim sem stutt hafa þrælabarnaverkefnið. Fjögur þrælabörn sem leyst voru úr ánauð í ágúst 2002. Frá vinstri: Bala Subramani 13 ára, Soundari 10 ára, V. Padmavathi 11 ára og Tamilrasan 14 ára. Þrælabörn fagna mánaðarlegum frídegi hjá samstarfsaðilum Hjálparstarfs kirkjunnar með skemmtun, mat og fræðslu. Flest börnin sem vinna við vefnað eru á aldrinum 13—14 ára, hafa lokið 3—5 ára skólagöngu, vinna 12 tíma á dag og eru í skuldaánauð. Aðstæður þeirra eru víða hinar verstu. Vefstof- urnar eru flestar í lélegu húsnæði, víða er hvorki aðgangur að drykkjar- vatni né klósettum og vefstólarnir henta börnunum illa. Þau bogra við þá og reigja hálsinn upp enda mörg komin með kryppu á unga aldri. Soundari er 10 ára og hefur unnið við vefnað í tvö ár frá því pabbi hennar dó og móðir hennar tók lán til þess að greiða fyrir útförina. Hún hefur nú verið leyst úr ánauðinni með stuðn- ingi Hjálparstarfs kirkjunnar en vann áður 12 tíma vinnudag. Hún talar lágt og á erfitt með að segja frá óskum sínum — en hana langar til að halda áfram í skóla. Hún er komin í 2. bekk og virðist ganga vel. Opinber vitnaleiðsla, stórfelld brot og vanræksla Fjöldi indverskra barna sætir skuldaánauð þar sem þau vinna allt að 14 tíma á sólarhring við illar aðstæður og léleg launakjör. Fyrir skemmstu kom saman dómstóll í silkiborginni Kanchipuram og hlýddi á örlög 30 þrælabarna. Anna M. Þ. Ólafsdóttir greinir frá niðurstöðunum. Höfundur er fræðslu- og upplýsinga- fulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. 12 C SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.