Morgunblaðið - 10.02.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.02.2003, Qupperneq 1
SPÁÐ er stormi af austri, 23– 28 metrum á sekúndu, og slyddu eða rigningu á landinu öllu í dag. Að sögn Haralds Ei- ríkssonar, veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands, gerir spá- in ráð fyrir að stormurinn nái hámarki fyrir hádegi suðvest- anlands og um og eftir hádegi á Norður- og Austurlandi. Veðurofsinn, sem að lík- indum verður sá mesti sem orðið hefur í vetur, orsakast af samskilum sem fara yfir landið og þeim fylgir þessi hvassi vindstrengur. Vind- strengurinn er m.ö.o. í skilum umhverfis lægðina sem gert er ráð fyrir að verði 953–4 millibör á hádegi. Gert er ráð fyrir hlýnandi veðri eftir því sem líður á dag- inn. Töluvert dregur úr vindi síðdegis, að sögn Haralds, en útlit fyrir að hvessi aftur suð- vestanlands seint í kvöld eða nótt. Veðurstofan bendir fólki á að hafa allan vara á og huga að lauslegum munum. STOFNAÐ 1913 39. TBL. 91. ÁRG. MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 mbl.is Sunna stökk 6,28 „Maður leggur mikið á sig fyrir árangurinn“ Íþróttir 12 Seiðurinn, krafturinn, glitrið, eftirvæntingin Fólk 31 Glósur Rumsfelds Fyrr sýndi hann landi forfeðr- anna meiri skilning Erlent 13 HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkis- ráðherra, telur að deilur um hvort virkja eigi varnarskuldbindingar Atlantshafsbandalagsins (NATO) til handa Tyrkjum vegna hættu á átökum við Íraka, veiki bandalagið að nauðsynjalausu. Íslensk stjórn- völd séu, eins og flestar aðildar- þjóðir NATO, ósammála Þjóðverjum, Frökkum og Belgum sem telja slíka ákvörðun ótímabæra. Halldór segir að afstaða þjóðanna þriggja sé ekki í samræmi við grundvallaratriði NATO sem sé skuldbundið til að bregðast við ef hætta steðjar að aðildarþjóðum þess. Halldór minnir á að Tyrkland eigi landamæri að Írak og því sé eðlilegt að rætt sé hvernig NATO geti brugðist við ef til stríðsátaka kemur. „Hins vegar vona ég eins og margir aðrir að svo verði ekki, en það er nauðsynlegt að ræða þessi mál því hættan á átökum er vissu- lega fyrir hendi,“ segir hann. Mik- ilvægt sé að þjóðir eins og Frakkar og Þjóðverjar leiti leiða til að tryggja afvopnun Íraka án átaka en Halldór segir að það þjóni engum tilgangi í því sambandi að NATO skipuleggi ekki varnir Tyrkja. Deil- urnar veiki bandalagið að nauð- synjalausu. Hann býst þó við að samkomulag náist. Klofningur í röðum bandamanna ágerist Reuters Utanríkisráð- herra segir deil- ur veikja NATO „Ég vil þannig leyfa mér að halda því fram að það hafi skaðað faglega umfjöllun um Íslenska erfðagrein- ingu, bæði hérlendis og erlendis, að sú skoðun er útbreidd að fyrirtækið njóti sérstaks dálætis hjá forsætis- ráðherranum. Það vekur upp um- ræðu og tortryggni um að gagna- grunnur fyrirtækisins og ríkis- ábyrgðin byggist á málefnalegum og faglegum forsendum en ekki flokks- pólitískum. Sama má segja um Baug, Norðurljós og Kaupþing. Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á málefnaleg- um og faglegum forsendum eða flokkspólitískum?“ sagði Ingibjörg Sólrún í ræðunni meðal annars. Aðspurð hvort að dæmi séu um að opinberir aðilar hafi mismunað fyr- irtækjum segist hún ekki hafa verið að leggja neinn dóm á það í ræðu sinni á fundinum. Hún hefði verið að segja, að það hvernig fjallað væri um fyrirtæki og þau dregin í dilka vekti upp þá umræðu og þær grunsemdir að það sé hugsanlega ýmist verið að umbuna fyrirtækjum eða refsa. Það sé verið að deila og drottna og það eitt út af fyrir sig sé nóg vegna þess að það dragi úr trausti og tiltrú fólks á að stjórnvöld séu óháð og að fagleg sjónarmið liggi til grundvallar. Hún sagðist ekki vera að meta ein- stök tilvik heldur leggja mat á um- ræðuna. „Þetta birtist okkur auðvit- að mjög skýrt til dæmis í greina- flokki Agnesar Bragadóttur,“ sagði Ingibjörg Sólrún. Faglegar eða flokkspólitísk- ar forsendur? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, forsætisráðherraefni Samfylkingarinn- ar, varpaði því fram á flokkstjórnarfundi Samfylkingarinnar í gær hvort gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á fyrirtækjunum Baugi, Norðurljósum og Kaupþingi byggðist á málefnalegum og faglegum forsendum eða flokkspólitískum. Forsætisráðherraefni Samfylk- ingarinnar um gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á fyrirtækjum  Afskipti/4 Veðurofsi um allt land í dag             Veður/35 Frumsýning Chicago BANDARÍSKIR ráðamenn vönd- uðu í gær ekki kveðjurnar í garð væntanlegra þýzk-franskra tillagna um nýjar leiðir til að knýja Íraka til að fara að kröfum Sameinuðu þjóð- anna og klofningurinn vegna Íraks- málsins milli bandamanna beggja vegna Atlantshafsins virðist ætla að dýpka enn. George W. Bush Bandaríkjafor- seti lét nýjar viðvaranir frá sér fara í garð Íraksstjórnar og Sameinuðu þjóðanna. Á fundi með þingmönnum repúblikana sagði Bush að Saddam Hussein Íraksforseti hefði „haft heiminn að fífli“ í meira en áratug og að SÞ stæðu frammi fyrir „úrslita- stundu“ í Íraksmálinu. Bush lét þessi orð falla á sama tíma og Hans Blix, yfirmaður vopna- eftirlits SÞ í Írak, sagði í Bagdad að hann sæi votta fyrir verulega bætt- um skilningi meðal íraskra ráða- manna á því að þeir fengju ekki und- an því vikizt að taka sér tak og gera það sem þarf til að afstýra stríði. Mo- hammad ElBaradei, yfirmaður Al- þjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, sem var með Blix á fundum með íröskum ráðamönnum alla helgina, sagðist vænta þess að öryggisráð SÞ gæfi vopnaeftirlitsmönnum meiri tíma, „svo lengi sem við skynjum að verkinu miðar vel áfram“. Bandaríski utanríkisráðherrann Colin Powell og Condoleezza Rice þjóðaröryggisráðgjafi gáfu lítið fyrir tillögur um að stórfjölga í vopnaeft- irlitsliðinu í Írak, sem Þjóðverjar og Frakkar kváðu ætla að leggja fram í öryggisráðinu og þýzka fréttatíma- ritið Der Spiegel greindi frá. Sagði Powell þessar hugmyndir ekki til annars fallnar en að drepa vandan- um á dreif, ekki til að leysa hann. Hneyksluð á Belgum Í sunnudags-umræðuþáttum sjón- varpsstöðvanna sögðust þau Powell og Rice líka hneyksluð á því að NATO-þjóðirnar Belgar, Frakkar og Þjóðverjar vildu hindra að beiðni Bandaríkjamanna um að varnar- skuldbindingar bandalagsins til handa Tyrkjum yrðu virkjaðar, m.t.t. þess að NATO-ríkið Tyrkland myndi þurfa á slíkum ráðstöfunum að halda ef til stríðsátaka í grannrík- inu Írak kemur. Louis Michel, utanríkisráðherra Belgíu, lýsti því yfir í sjónvarpi í gær að Belgíustjórn myndi fyrir sitt leyti nýta andmælarétt sinn gegn því að undirbúningur að því að virkja varn- arskuldbindingar bandalagsins yrði hafinn; það væri ótímabært. Frestur sem Robertson lávarður, fram- kvæmdastjóri NATO, hafði sett til að leggja slík andmæli fram rennur út kl. níu í dag að íslenzkum tíma. Bush segir „úrslitastund“ fyrir SÞ og Írak nálgast Bandaríkjastjórn gefur lítið fyrir þýzk- franska tillögu um stóreflt vopnaeftirlit White Sulphur Springs í Vestur-Virginíu, München, Berlín, Bagdad. AP, AFP. VLADIMÍR Pútín, forseti Rússlands (t.v.), og Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, svara spurningum blaðamanna í kjölfar viðræðna þeirra í Berlín í gær. Lýsti Pútín sig sammála tillögum sem Þjóðverjar og Frakkar hyggjast leggja fram í öryggisráði SÞ um að stórefla vopnaeftirlitsliðið í Írak og senda friðargæzlulið því til fulltingis, í því skyni að gera hernaðar- íhlutun til að knýja Íraka til að hlíta kröfum SÞ um afvopnun óþarfa. Vilja afstýra stríði í Írak

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.