Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Prag er nú orðinn einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til að sækja heim enda ein fegursta borg heimsins sem geymir mörg hundruð ára sögu á hverju horni og mannlíf og andrúmsloft sem á ekki sinn líka í Evrópu. Gullna borgin, borg hinna þúsund turna, gimsteinn Evrópu, borg töfranna, það er ekki að undra að þessari stórkostlegu borg hafi verið gefin öll þessi nöfn. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg með beinu flugi í vor. Í boði eru góð 3 og 4 stjörnu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalahverfið og gamla bæinn, eða til hins einstaklega fagra heilsubæjar Karlovy Vary, með íslenskum fararstjórum Heimsferða. Helgarferð til Prag 6. mars frá kr. 39.950 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 25.450 Flugsæti til Prag, 10. mars, með 8.000 kr. afslætti ef bókað fyrir 15. febrúar. Flug og skattar. Gildir frá mánudegi til fimmtudags. Fyrstu 300 sætin. Verð kr. 39.950 Flug og hótel í 4 nætur. M.v. 2 í herbergi á Pyramida Hotel, 6. mars. Skattar innifaldir. Flug fimmtudaga og mánudaga í mars og apríl STEFNT er að því að rekstur hvíld- ar- og endurhæfingarheimilis fyrir langveik börn hefjist í Kópavogi í haust og var samningur þess efnis milli Velferðarsjóðs barna og rík- isstjórnar Íslands undirritaður í Iðnó í gær. Sjóðurinn, sem varð til fyrir þremur árum með ríflega 500 milljóna króna stofnframlagi frá Ís- lenskri erfðagreiningu, leggur fram 45 til 50 milljónir til endurbóta á húsnæðinu og ríkissjóður leggur fram húsnæðið og tryggir fé til reksturs heimilisins, 20 milljónir á þessu ári og um 84 milljónir á fjár- lögum eftir það, miðað við áætlaðan rekstrarkostnað. Landspítali - háskólasjúkrahús mun sjá um rekstur heimilisins í tengslum við Barnaspítala Hrings- ins. Hjúkrunarheimilið Rjóðrið, eins og það hefur verið nefnt, verður í húsnæðinu þar sem Kópavogshælið var og verður rými fyrir 12 börn í einu, en þau fá endurhæfingu og að- hlynningu eftir þörfum. Um 300 til 400 langveik börn eru á Íslandi og þurfa um 30 til 40 þeirra á þessari þjónustu að halda en ekki samfellt, að sögn Ingibjargar Pálmadóttur, fyrrverandi heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra og fram- kvæmdastjóra Velferðarsjóðs barna. Áður en Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður sjóðsins, Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, og Magnús Pét- ursson, forstjóri Landspítala – há- skólasjúkrahúss, undirrituðu samninginn þakkaði Ingibjörg öllum sem hafa gert þennan draum að veruleika. Hún gat þess að þetta heimili væri það fyrsta sinnar teg- undar á Íslandi og margir hefðu unnið mjög gott verk til að ná settu marki. Hugmynd að þessu verkefni hefði kviknað í fyrravor, peningar til uppbyggingar hefðu verið fyrir hendi í sjóðnum en ekki til reksturs- ins. Því hefði verið rætt við Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, sem hefði tekið vel í málið og síðan hefðu hún og Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, farið á fund Davíðs Oddssonar, for- sætisráðherra, sem hefði gert það sem þurfti. Framlag ÍE fordæmi Kári Stefánsson, „faðir sjóðsins“, sagði að fátt væri hægt að gera til að bæta fyrir óréttlætið í lífi langveikra barna og fjölskyldna þeirra, en stofnun heimilis fyrir langveik börn væri þó eitt af því sem væri hægt að gera. „Hér er um að ræða verkefni sem fellur nákvæmlega að þeirri grundvallarhugmynd sem bjó að baki Velferðarsjóði barna á Íslandi. Hugmyndin var sú að sjóðurinn not- aði fé sitt ekki bara til þess að fjár- magna verkefni sem ætlað er að hlúa að velferð barna á Íslandi held- ur einnig til þess að hvetja ríkið til dáða.“ Í máli Kára kom fram að samfélag sem byggi að svona heimili yrði örugglega betra en það sem gerði það ekki og hann þakkaði ráðherr- unum sem fulltrúum íslenska rík- isins fyrir skilninginn og stuðning- inn. Hann gat þess að eiginkona sín, Valgerður Ólafsdóttir, hefði átt hug- myndina að sjóðnum og hann hefði tekið vel í hana enda félli hún að þeirri skoðun að nauðsynlegt væri að einkaframtakið legði af mörkum til velferðarmála. „Ég er nefnilega viss um að það felst ákveðinn veik- leiki í því kerfi þar sem öll sam- neysla er fjármögnuð með sköttum og allar ákvarðanir um samneysluna eru teknar af fólki sem þarf að hafa áhyggjur af því, hvort það nær end- urkosningu innan fjögurra ára.“ Sjóðurinn var stofnaður af ÍE og heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu, en aðeins ÍE hefur lagt fé í hann og sagði Kári að ríflega 500 milljóna kr. stofnframlagið hafi sennilega verið stærsta einstaka framlagið til velferðarmála í sögu lýðveldisins. Hann sagði að hluti hugmyndarinnar hefði verið að setja fordæmi og hvetja aðra til þess að leggja sitt af mörkum, en því miður hefðu væntingarnar ekki gengið eft- ir. Hins vegar ætti einkaframtakið og ríkisvaldið að taka svona saman höndum. „Ég held að þetta sé gott verkefni, gott fordæmi.“ Styrkir í mörg verkefni Bjarni Ármannsson er fulltrúi at- vinnulífsins í stjórn Velferðarsjóðs- ins og stjórnarformaður hans, Kári Stefánsson er fulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar og Sólveig Guð- mundsdóttir, lögfræðingur, er fulltrúi heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra, en í fagráðinu, sem velur flest verkefni sem sjóðurinn styrkir, eru Ingibjörg Pálmadóttir, Þórólfur Þórlindsson, Guðrún Helgadóttir, Anna Kristjánsdóttir, Þórkatla Aðalsteinsdóttir, Grétar H. Gunnarsson og Rósa Guðbjarts- dóttir. Sjóðurinn hefur úthlutað um 100 milljónum króna til verkefna sem efla velferð íslenska barna, en þar á meðal eru Mento-verkefnið – vin- átta, þar sem háskólastúdentar taka grunnskólanema að sér; víðátta, sem byggist á því að koma fyrir fjar- kennslubúnaði í grunnskólum; mis- þroska börn, sem er stuðningur til þriggja ára við Félag foreldra mis- þroska barna og stuðningur við Al- þjóðahúsið, Mæðrastyrksnefnd og Hjálparstofnun kirkjunnar auk stuðnings við gerð fræðsluefnis fyrir Félag foreldra barna með Downs- heilkenni og stuðningur við gerð fræðsluefnis fyrir Félag samkyn- hneigðra. Þá hefur sjóðurinn styrkt börn sem minna mega sín með sum- argjöfum í gegnum félagsmála- stofnanir sveitarfélaga, styrkt Vímulausa æsku vegna námskeiða og ráðgjafarþjónustu fyrir börn alkóhólista og styrkt gerð táknmáls- banka og útgáfu kennsluefnis fyrir heyrnardauf börn auk annarra verk- efna. Öðrum til eftirbreytni Davíð Oddsson, forsætisráðherra, sagði að verkefnið væri ánægjulegt, brýnt og verðugt og samkomulagið sýndi hvað miklum árangri mætti ná þegar einkaframtakið og ríkisvaldið tækju saman höndum, en aðstand- endur verkefnisins ættu skyldar þakkir. Hann sagði mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að eiga fyrirtæki eins og Íslenska erfðagreiningu. Það væri ekki nóg að fyrirtæki væru vel stæð og vel rekin heldur skipti líka miklu máli að eigendur þeirra og forsvarsmenn væru reiðubúnir til að axla ábyrgð í samfélaginu umfram þá sem fylgdi rekstrinum. Íslensk erfðagreining og Kári Stefánsson gerðu þetta með sýnilegum hætti, ekki síst í tengslum við heilbrigð- ismál og velferð íslenskrar þjóðar. „Þetta fordæmi sem Íslensk erfða- greining hefur gefið með stofnun Velferðarsjóðs íslenskra barna mætti verða öðrum til eftirbreytni, bæði fyrirtækjum og einstakling- um,“ sagði hann. „Samfélag okkar mundi verða enn betra ef fleiri sýndu slíkt frumkvæði og slíkan vel- vilja.“ Forsætisráðherra sagði að sjóð- urinn væri glæsilegt framtak sem gleður og hvetur til dáða og sam- komulagið væri vonandi eitt af mörgum sem yrði gert á milli sjóðs- ins og hins opinbera. Brýnt málefni Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, sagði að málefnið væri brýnt og í fullu sam- ræmi við stefnumótun ríkisstjórn- arinnar í málefnum langveikra barna auk þess sem það væri afar ánægjulegt dæmi um það frum- kvæði sem legið hefði fyrir að myndi einkenna starfsemi sjóðsins. Hann benti á að langvarandi veikindum barns fylgdi ekki aðeins oft sorg heldur gríðarlegt álag og röskun á öllu venjulegu heimilishaldi. „Hvíld- ar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik börn byggist ekki aðeins á hugmyndinni um að vilja gefa fjöl- skyldunum kost á hvíld, hvíldin er líka barnanna,“ sagði hann og benti á mikilvægi endurhæfingarinnar að auki. Hjúkrunarheimili fyrir langveik börn opnað í haust Hugmynd Velferðarsjóðs barna verður að veruleika Morgunblaðið/Þorkell Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna, Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, og Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, undirrituðu samninginn í Iðnó í gær. FÆRA má rök að því að afskipta- semi stjórnmálamanna af fyrirtækj- um landsins sé ein aðalmeinsemd íslensks efnahags- og atvinnulífs, að því er fram kom í ræðu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, forsætisráð- herraefnis Samfylkingarinnar, á flokksstjórnarfundi Samfylkingar- innar í Borgarnesi í gær. „Þannig má segja að það sé orðs- tír fyrirtækja jafn skaðlegt að lenda undir verndarvæng Davíðs Odds- sonar eins og það er að verða að skotspæni hans. Ég vil þannig leyfa mér að halda því fram að það hafi skaðað faglega umfjöllun um Ís- lenska erfðagreiningu, bæði hér- lendis og erlendis, að sú skoðun er útbreidd að fyrirtækið njóti sér- staks dálætis hjá forsætisráð- herranum. Það vekur upp umræðu og tortryggni um að gagnagrunnur fyrirtækisins og ríkisábyrgðin byggist á málefnalegum og fagleg- um forsendum en ekki flokkspóli- tískum. Sama má segja um Baug, Norðurljós og Kaupþing. Byggist gagnrýni og eftir atvikum rannsókn á þessum fyrirtækjum á málefna- legum og faglegum forsendum eða flokkspólitískum? Ertu í liði for- sætisráðherrans eða ekki – þarna er efinn og hann verður ekki upp- rættur nema hinum pólitísku af- skiptum linni og hinar almennu gagnsæju leikreglur lýðræðisins taki við. Þetta er verkefni Samfylk- ingarinnar. Samfylkingin á að vera óháð öllum helstu eignahópum í samfélaginu, hún á að gæta al- mannahagsmuna ekki sérhags- muna,“ sagði Ingibjörg Sólrún með- al annars. Hún sagði að í hinu smáa ís- lenska samfélagi yrði það aldrei þolað að þar byggju tvær þjóðir í efnalegu tilliti. „Við getum ekki horft upp á þúsundir ganga at- vinnulausa, við getum ekki horft upp á þúsundir berjast í bönkum til að halda þaki yfir höfuðið á sér og sínum, við getum ekki horft upp á þúsundir í óöryggi með afkomu sína vegna elli, örorku eða ómegðar.“ Hægt að lækka vexti Hún sagði að svona þyrfti þetta heldur ekki að vera. Hægt væri að örva atvinnulífið og auðvelda íbúð- areigendum lífið með því að lækka vexti, bæði stýrivexti Seðlabankans og útlánsvexti bankanna, sem hefðu haft 7,7 milljarða í hagnað eftir skatta á síðasta ári. „Við getum líka afnumið verðtryggingu fjárskuld- bindinga sem myndi gera hvort tveggja í senn, gera vaxtabyrði lána gegnsærri og auka sveigjanleikann í samskiptum lánveitenda og lán- takenda. Og við getum dregið úr jaðarsköttum barnafjölskyldna og ellilífeyrisþega,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að nú lægi eitthvað í loftinu og það væri verkefni Sam- fylkingarinnar að breyta því úr óræðum væntingum í orð og at- hafnir. Tvisvar áður hefði hún orðið þess áskynja að eitthvað lægi í loft- inu, í fyrra skiptið þegar Kvenna- framboðið var stofnað og í síðara skiptið við stofnun Reykjavíkurlist- ans. „Við ætlum að vera flokkur sem nýtur trausts og hefur trúverðug- leika – ekki vegna þess að við höf- um svör á reiðum höndum við öllu sem upp kemur heldur vegna hins að við munum vanda okkur við leit að svörum. Heldur ekki vegna þess að við höfum lausn á hvers manns vanda heldur vegna hins að við við- urkennum að flókin viðfangsefni kalla á yfirlegu og góða dómgreind og oftar en ekki fjölþætta úrlausn þar sem hópar og einstaklingar leggja saman. Við eigum að boða stjórnmál sátta og rökræðu en ekki átaka og kappræðu,“ sagði Ingi- björg Sólrún. Forsætisráðherraefni Samfylkingarinnar á flokksstjórnarfundi Afskipti stjórnmálamanna ein aðalmeinsemdin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.