Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ KRISTLEIFUR Þorsteinsson, bóndi á Húsafelli, er látinn, 79 ára að aldri. Krist- leifur var fæddur 11. ágúst 1923 á Húsa- felli í Hálsasveit í Borgarfirði. Foreldr- ar hans voru Þor- steinn Þorsteinsson bóndi og hreppstjóri og Ingibjörg Krist- leifsdóttir. Hann lauk námi í búfræði frá Bænda- háskólanum á Hvanneyri árið 1942. Kristleifur vann að búi föður síns til 1958 og var bóndi á Húsafelli frá 1958. Árið 1968 hætti hann fjárbú- skap og friðaði jörðina fyrir búfé. Hann lagði jörð sína al- farið undir ferðaþjón- ustu sem hann rak ásamt eiginkonu sinni, Sigrúnu Bergþórsdótt- ur, og voru þau með fyrstu ábúendum sem slíkt gerðu á þeim tíma. Hafa þau oft ver- ið nefnd fyrstu ís- lensku ferðaþjónustu- bændurnir. Kristleifur var hreppstjóri í Hálsasveit um áratuga- skeið. Árið 2000 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf sín að ferðaþjónustu. Hann lætur eftir sig eiginkonu og fimm uppkomin börn. Andlát KRISTLEIFUR ÞORSTEINSSON ÁLVER Alcoa í Reyðarfirði, Fjarða- ál, hyggst nota þurrhreinsibúnað við losun mengandi efna, líkt og önnur álver hér á landi. Vinna á eftir um- hverfisstefnu fyrirtækisins þannig að ekkert frárennslisvatn fari frá ál- verinu. Þetta er þó önnur tækni en eig- endur Reyðaráls, Norsk Hydro og Hæfi, áformuðu að nota í sínu álveri en auk þurrhreinsunar var ætlunin að bæta við vothreinsibúnaði þannig að losun væri bæði í sjó og út í and- rúmsloftið. Með þessu var ætlunin að draga enn frekar úr mengun brennisteinsdíoxíðs, líkt og stefna hefur verið tekin um í Noregi varð- andi áliðnað í landinu. Deilt hefur verið um hvor tæknin sé umhverfisvænni en á þeim er nokkur munur sem hér verður leit- ast við að útskýra. Vothreinsunin hefur þó ekki verið talin besta fáan- lega tækni sem völ er á og er þurr- hreinsun ein og sér algengari aðferð hjá álframleiðendum, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Þurrhreinsibúnaðurinn kallar m.a. á háa skorsteina og sem kunn- ugt er áformar Alcoa að hafa tvo 80 metra háa skorsteina við kerskála Fjarðaáls. Búnaðurinn sem slíkur kallar þó ekki á þessa hæð heldur er hún að mati Alcoa talin nauðsynleg til að bæta loftdreifinguna og draga þannig úr umhverfisáhrifunum á þynningarsvæði álversins, þ.e. svæði sem eftirlitsaðilar samþykkja að mengun fari yfir leyfileg umhverf- ismörk. Í matsskýrslu fyrir álver Reyðaráls, sem unnin var af Hönnun hf. og VST hf., er að finna skilgrein- ingar á þessum tækniaðferðum, auk meðfylgjandi skýringarmyndar sem unnin er upp úr sömu skýrslu. Hringrás við losunina Við þurrhreinsun draga stórir svo- nefndir sogarar að sér allt útstreymi frá kerum álveranna, sbr. skýring- armyndina. Hreinsunin byggist á því að dæla hreinu súráli inn í útblást- ursflæðið og sía síðan heildina í stórum pokasíum. Súrálið, sem dælt er inn, sýgur í sig flúoríðin og svo- nefnd PAH-efni, fjölhringa kolefnis- sambönd, og er sent til baka í kerin til að vinna flúoríðið aftur. Um nokk- urs konar hringrás er því að ræða. Lýsing í matsskýrslunni heldur svo áfram: „Bætta súrálinu er safnað í poka- síurnar og þaðan fært í geymslusíló áður en það er sent aftur í rafgrein- ingarkerin. Með þessu móti nýtist flúoríðið aftur og sameinast flúoríð- ríkri raflausninni sem það á uppruna sinn í. Stærsti hluti flúoríðs, ryks og PAH, allt að 99%, er fjarlægður með þurrhreinsun. Hún dregur úr losun þessara efna út í andrúmsloftið sam- tímis því sem sparað er í kostnaði við hráefnisinnkaup.“ Alcoa hyggst nota þessa aðferð að mestu leyti, líkt og skýrð er á mynd- inni, nema hvað að útblásturinn úr pokasíunum fer upp í skorsteinana og út í andrúmsloftið í 80 metra hæð. Hefði Alcoa ætlað sér að nota sömu aðferð og Norsk Hydro hefði vot- hreinsivirkið bæst við, sbr. skýring- armyndina, þar sem brennisteins- tvíoxíðið (SO2) hefði verið fjarlægt að mestu. Í matskýrslunni er þeirri að- ferð lýst svo: „Sú aðferð byggist á þeirri stað- reynd að sjór er basískur frá náttúr- unnar hendi og inniheldur gnótt af kalsíum og natríumkarbónati. Af þessum ástæðum getur sjór tekið upp sýrukenndar lofttegundir eins og SO2. Í sumum tilfellum fjarlægir vothreinsun meira en 98% af SO2 og hluta af afgangsflúoríðinu. Sjór og brennisteinsríkt loft blandast í lokuðum turni þar sem sjó er dælt niður gegnum úðara á þaki turnsins. Gasið streymir gegn sjón- um sem sýgur í sig SO2. Hár reyk- háfur (30 m) er settur á þak turnsins og þaðan fer lokaútblásturinn í and- rúmsloftið á meðan sjórinn rennur í pípum til sjávar.“ Sem fyrr segir notast álverin hér á landi við þurrhreinsibúnað, þ.e. Norðurál á Grundartanga og Alcan í Straumsvík. Þurrhreinsun er notuð í flestum löndum heims við rekstur ál- vera og styðst við svonefnda BAT- tækni (Best Availeble Technique) sem er framleiðsluaðferð og tækja- kostur til að lágmarka mengun og myndun úrgangs. Vothreinsun hefur ekki fallið undir þessa skilgreiningu á BAT-tækni, þar sem hún færir í raun mengun úr einum hluta yfir í annan, aðallega í sjó eða vatn. Þurrhreinsun á mengandi útblæstri er notuð í flestum álverum nema í Noregi Vothreinsun ekki talin besta fáanlega tæknin                     !  "!  "  #!   #  $      #!   %   ! &' ! %!      # () !  ! *) !  !  bjb@mbl.is  Vothreinsun er í hugtaka- skýringum í matsskýrslu Reyð- aráls skilgreind þannig: „Útblástur er leiddur í gegn- um lokað rými með þéttum sjávarúða. Brennisteinstvíoxíð (SO2) leysist upp í sjó (eða vatni) og verður að súlfati (SO42).“  Þurrhreinsun er á sama stað lýst með eftirfarandi hætti: „Menguðum reyk frá kerum er blandað saman við hreint súrál. Flúor og ryk í kerreykn- um binst súrálinu og fer aftur í kerin en brennisteinstvíoxíð (SO2) sleppur í gegn.“ Stuttar skilgreiningar Nokkur munur er á tækni sem álver nota við losun mengandi efna. Annars vegar er þeim hleypt út í and- rúmsloftið eftir ákveðna hreinsun og hins vegar er sjór hluti af hreinsiferlinu. Björn Jóhann Björnsson lýsir aðferðunum. KRISTJÁN L. Möller, þingmað- ur Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórnina í fyrradag fyrir að hafa ekki unnið nógu vel að flutn- ingi fjarvinnsluverkefna til lands- byggðarinnar, eins og hún hefði haft í hyggju í upphafi kjörtíma- bilsins. Kristján hefur á undan- förnum mánuðum lagt fram skriflegar fyrirspurnir til allra ráðherranna um flutning verk- efna út á land á vegum ráðuneyt- anna. Fór hann yfir skrifleg svör ráðherranna í fyrirspurnartíma í gær og benti á að í þeim hefði m.a. komið fram að lítið hefði verið um flutning slíkra verkefna út á land á síðasta ári. „Á þessu kjörtímabili hefur mikið verið rætt um flutning fjarvinnsluverkefna til lands- byggðarinnar í samræmi við byggðaáætlun sem á að hafa ver- ið í gildi á þessu kjörtímabili,“ sagði Kristján. „Það má eiginlega segja að þessi hugmynd um flutning hafi átt að vera ein aðal- skrautfjöður ríkisstjórnarflokk- anna í byggðamálum þessara ára. Í upphafi kjörtímabilsins sem nú er senn á enda voru opnaðar fjöl- margar fjarvinnslustöðvar um allt land, þar sem miklar vænt- ingar voru vegna stefnu stjórn- valda,“ sagði Kristján ennfrem- ur. Valgerður Sverrisdóttir iðnað- ar- og viðskiptaráðherra svaraði þessari gagnrýni m.a. á þá leið, að hún undraðist áhyggjur Sam- fylkingarinnar af þessum málum. Ekki síst í ljósi þess að Samfylk- ingin hefði fengið Ingibjörgu Sól- rún Gísladóttur í framboð fyrir flokkinn í Reykjavík til þess að berjast fyrir hagsmunum Reyk- víkinga. „Það sagði hún sjálf,“ ítrekaði Valgerður. „Ég skil því vel að þeim [samfylkingarmönn- um] líði illa yfir þessu. En svona er þetta. Svo koma þessir hátt- virtu þingmenn hér upp í stóla á háttvirtu Alþingi og berja á brjóst sér og þykjast öllu geta bjargað á landsbyggðinni. Ég veit það svo vel, að ef Samfylk- ingin kemst hér að völdum yrði enn minna um árangur – ég er þó ekki að segja að árangurinn sé mikill.“ Gagnrýnd fyrir að flytja ekki verkefni út á land KRISTJÁN Pálsson, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að senda inn umsókn til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins um að bjóða fram undir sérstöku DD-framboði í nafni Sjálfstæðisflokksins. Umsóknin er studd yfirlýsingu frá sjálfstæðisfélaginu Njarðvíkingi, þar sem mælt er með því að beiðnin verði samþykkt. „Ástæðan er mikil óánægja með þau vinnubrögð sem viðhöfð voru við uppstillingu á listann í Suðurkjördæmi og þau rangindi sem við teljum að hafi verið viðhöfð í þeim störfum,“ segir Krist- ján. „Okkur er stórlega misboðið hérna á þessu svæði og teljum ekki að við getum við þetta unað án þess að skjóta því til miðstjórnar og fá af- stöðu æðstu stofnunar flokksins til svona alvarlegs máls.“ Kristján segist finna fyrir miklum meðbyr með því að fólkið á svæðinu og í kjördæminu fái einnig að segja sína skoðun á málinu. „Það gerist ekki nema með því að leyfa DD- framboð,“ segir hann. „Að fólkið sjálft fái að dæma.“ Kristján Pálsson vill sérstakt DD- framboð ♦ ♦ ♦ ÖND hefur gert sig heimakomna við smábátahöfnina á Fáskrúðsfirði en hún kom á eftir smábáti inn í höfnina. Eigandi bátsins hafði verið að þrífa hann og hirti öndin fisk- agnir er flutu út frá bátnum. Síðan hefur Ingi Egilsson gefið öndinni brauð og hún kemur nú upp á bakk- ann um leið og hann mætir á höfn- ina. Þess má geta að Ingi gaf einnig svörtu svönunum, sem dvöldu á Austurlandi fyrir nokkrum árum, að éta. Gæf önd á Fáskrúðsfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.