Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 11 Kringlan 6 - Stóri Turn - 550 2000 www.sphverdbref.is Besta ávöxtun skuldabréfasjóða 2002 Skuldabréfasjóður SPH Verðbréfa, skv. Lánstrausti hf. 13,2% HAGNAÐUR Sparisjóðs vélstjóra, SPV, eftir skatta var 703 milljónir króna árið 2002 en var 418 milljónir króna árið 2001 og nemur aukningin 68,2%. Hagnaður sparisjóðsins fyrir tekju- og eignarskatt var 549,2 millj- ónir króna en var 283 milljónir árið 2001 og nemur aukningin 94,1%. Tekju- og eignarskattur hefur verið reiknaður til tekna að fjárhæð 154 milljónir króna. Lækkun skattskuld- bindingar er vegna varanlegrar ráð- stöfunar á söluhagnaði af eignarhlut- um í félögum, að því er segir í tilkynningu frá Sparisjóði vélstjóra. Vegna breytinga á ársreikningalög- um er nú hætt að færa reiknuð áhrif verðlagsbreytinga á efnahagsliði. Á árinu 2001 nam gjaldfærsla vegna þessa 118,6 milljónum og hefði hagn- aður án þeirrar gjaldfærslu numið 536,6 milljónum. Hreinar vaxtatekjur aukast um 15,5% Vaxtatekjur voru 2.067,6 m.kr. og hafa dregist saman um 17,8% frá fyrra ári. Vaxtagjöld voru 1.092,0 m.kr. og hafa dregist saman frá fyrra ári um 34,64%. Hreinar vaxtatekjur voru 975,6 m.kr. sem er 131,2 m.kr. aukning milli ára eða 15,5%. Vaxta- munur, þ.e. vaxtatekjur að frádregn- um vaxtagjöldum í hlutfalli af með- alstöðu heildarfjármagns, er nú 4,6% en var 4,4% árið áður. Aðrar rekstr- artekjur hækkuðu milli ára eða úr 199,7 m.kr. árið 2001 í 461,9 m.kr. ár- ið 2002. Skýrist hækkunin helst af gengishagnaði fjárfestingarskulda- bréfa sem nam 204,7 m.kr. á árinu. Rekstrargjöld sparisjóðsins voru 664,1 m.kr. á árinu en voru árið áður 608,4 m.kr. og hafa því vaxið milli ára um 9,15%. Rekstrargjöld sem hlut- fall af meðalstöðu efnahags eru 3,2% sem er sama hlutfall og árið 2001. Kostnaðarhlutfall sparisjóðsins, þ.e. hlutfall rekstrargjalda og hreinna rekstrartekna, er 46,2% og hefur lækkað um 12,1%. Framlag í afskriftareikning útlána var 224,3 m. kr.og hefur hækkað frá fyrra ári um 46,8%. Samkvæmt til- kynningu hefur SPV lagt á það áherslu að styrkja afskriftarreikning sinn til að takast á við vandamál sem upp kunna að koma í framtíðinni, svo sem efnahagsáföll sem sett geta fjár- hag einstaklinga og fyrirtækja úr skorðum. Afskriftareikningur útlána sem hlutfall af útlánum og veittum ábyrgðum jókst úr 3,2% í 4,2% á árinu. Heildarútlán sparisjóðsins að markaðsverðbréfum meðtöldum voru í árslok 14.983,9 m.kr. og hafa dregist saman um 5,2%. Útlán til við- skiptamanna voru 13.309 milljónir og hafa dregist saman um 6,4%. Hagnaður SPV eykst um 68,2%                                             !  "  " "  #"      $ %$ $&      '!#" ("  # # '     #(  (#   '(  !""  %$ $  )  *+,-   $$ $  .   $ $ /0   )  1!2 (1!2 '( "12 !1 2 '1!2 ' #1(2      !  (      "#$   TÍU Nóbelsverðlaunahafar í hag- fræði hafa mótmælt skattalækkunum sem George W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, hefur lagt til. Bush lagði fjárlagafrumvarp fyrir þingið sl. mánudag en þar er einnig gert ráð fyrir stórauknum útgjöldum til her- mála. Ætlun Bush með þessum breytingum er að reyna að endurlífga hagkerfið. Frá þessu er greint í frétt BBC. Telja hagfræðingarnir að þessi blanda, að auka ríkisútgjöld um leið og skattar eru lækkaðir sé til þess fallin að auka fjárlagahalla. Segja þeir að hallinn verði meiri en nokkru sinni fyrr, verði frumvarpið sam- þykkt. Nóbelsverðlaunahafarnir Joseph Stiglitz, Franco Modigliani og Lawr- ence Klein segja að andstaða þeirra við frumvarpið sé einkum byggð á ákvæðinu um lækkun skatta á arð- greiðslur. Það ákvæði er lykilatriði hjá Bush og telur hann að með því megi rétta hlutabréfamarkaðinn við. „Hin varanlega skattalækkun á arð- greiðslur er ekki trúverðug sem skammtímaaðstoð við markaðinn,“ segir hins vegar í yfirlýsingu hag- fræðinganna tíu. Ennfremur segir að skattalækkanir frumvarpsins leiði af sér enn frekari ójöfnuð í tekjum eftir skatta. Þá segja þeir að þrátt fyrir stefnu Bush muni ofþensla, hneyksl- ismál (e. corporate scandals) og óvissa halda áfram að sliga hagkerfið. Skjótar en skammvinnar aðgerðir Leggja hagfræðingarnir til annars konar áætlun til að endurlífga hag- kerfi Bandaríkjanna. Eigi fjárhags- áætlunin að skila árangri segja þeir að grípa þurfi til aðgerða strax. Auka eigi útgjöld til skamms tíma í þeim tilgangi að auka eftirspurn. Þá eigi Bush frekar að treysta á skjótar en skammvinnar skattaívilnanir til að auka fjárfestingu en ekki varanlegar skattalækkanir. Hinir sjö Nóbelsverðlaunahafarnir sem rita undir mótmælayfirlýs- inguna, sem formlega verður kynnt á fréttaráðstefnu í Washington nk. mánudag, 10. febrúar, eru George Akerlof, Kenneth Arrow, Daniel McFadden, Paul Samuelson, Robert Solow, Douglass North og William Sharpe. Yfirlýsingin hefur stuðning um 400 annarra hagfræðinga. Hagfræðingum illa við Bush-hagfræði SÍLDARVINNSLAN hf. skilaði 1.191 milljónar krónu hagnaði á árinu 2002. Rekstrartekjur sam- stæðunnar námu 4.891 milljón króna en rekstrargjöld 4.428 millj- ónum króna. Ekki er hægt að bera tölur frá árinu 2001 saman þar sem sam- stæðan var ekki eins á því ári. Beitt er verðleiðréttum reiknings- skilum hjá félaginu. Væri þeirri að- ferð ekki beitt næmi hagnaður samstæðunnar 96,9 milljónum króna lægri fjárhæð og eigið fé væri 119,6 milljónum krónum lægra, segir í tilkynningu. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði (EBITDA) nam 1.175 milljónum króna, eða sem svarar til 24% af rekstrartekjum. Af- skriftir námu 712 milljónum króna og skv. tilkynningu hefur verið af- skrifað sérstaklega vegna niður- lagðrar starfsemi um 71 milljón króna. Fjármunatekjur á árinu 2002 voru1.094 milljónir króna. Verðhækkun og gengishagnaður vegna skulda og skuldbindinga var 891 milljón króna og söluhagnaður vegna sölu hlutabréfa nam 256 milljónum króna fyrir reiknaða skatta. Veltufé frá rekstri Síldar- vinnslunnar nam 873 milljónum króna og handbært fé frá rekstri nam 1.010 milljónum króna. Heildareignir samstæðunnar í árslok 2002 voru 11.174 milljónir króna. Skuldir og skuldbindingar námu 7.781 milljón króna og var því eigið fé félagsins í árslok 3.212 milljónir króna. Arðsemi eigin fjár er 52,66%. Í árslok var eiginfjár- hlutfall félagsins 28,75% og veltu- fjárhlutfallið var 1,05. Hlutdeildarfélög sem reiknast inn í afkomu móðurfélagsins eru Úthafssjávarfang ehf., sem á allt hlutafé í Atlantic Coast Fisheries í Bandaríkjunum, Sæsilfur hf. í Mjóafirði, SR-mjöl hf., Netagerð Friðriks Vilhjálmssonar hf., Sæ- blikinn ehf., KK-matvæli ehf. og Hlýri ehf. Hlutdeild móðurfélags- ins í tapi hlutdeildarfélaga er um 132 milljónir króna. Dótturfélög sem koma inn í sam- stæðuuppgjör ársins 2002 eru Barðsnes ehf., Fiskverkun GSR og Vindheimar sem öll voru sameinuð Síldarvinnslunni á síðasta ári. Einnig koma inn í uppgjörið fóð- urverksmiðjan Laxá hf. á Akureyri og Eignarhaldsfélag Austurlands hf. sem Síldarvinnslan eignaðist meirihluta í á síðasta ári. Hlutdeild móðurfélagsins í hagnaði dóttur- félaga er 42,7 milljónir króna. Hagnaður Síldarvinnsl- unnar 1,2 milljarðar   %&  '(   )*+ 3 3       $        $$          $$              ('    ' ( "( !"  4 '  $ %$ $&      '' (    &    5 67 &    %$ $  )    )  '  1'2 1#     !  (     ,%-  .   

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.