Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 13 w w w .d es ig n. is © 20 02 - IT M 90 44 V. Fellsmúla • S. 588 7332 Opið: Mán. - föst. 9-18, Laugardaga 10-14 Baðinnréttingar Útlit: Perutré Breidd 65 sm Við látum verðið tala! Útlit: Perutré Breidd 110 sm Útlit: Kirsuber Breidd 110 sm Útlit: Hvít fulning Breidd 90 sm Útlit: Eplatré Breidd 160 sm Útlit: Eplatré Breidd 105 sm Útlit: Ölur Breidd 130 sm Útlit: Hlynur Breidd 80 sm Útlit: Gegnheilt kirsuber Útlit: Hvít slétt Breidd 95 sm Útlit: Perutré Breidd 120 sm Útlit: Græn fulning Breidd 130 sm Útlit: Hvít slétt Breidd 80 sm Útlit: Hvít fulning Breidd 120 sm Útlit: Kirsuber fulning Breidd 130 sm Gegnheilt kirsuber Breidd 110 sm Gegnheilt kirsuber Breidd 110 sm Gegnheil hnota Breidd 120 sm Útlit: Hlynur Breidd 120 sm Útlit: Mahóní Breidd 80 sm Útlit: Kirsuber Breidd 110 sm Tauskápar f. baðherbergi • Nýtt útlit • Nýjar uppstillingar Uppgefnar stærðir miðast við breidd á neðri hluta, ekki heildarbreidd. Allar innréttingar til afgreiðslu af lager • 25-30% afsláttur 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 17 18 19 20 21 22 16 SUMARIÐ 1972 hringdi sím-inn á heimilli Margaretheog Diedrichs Rumsfeld íþorpinu Sudweyhe við Bremen. Kona á skrifstofu sveitar- félagsins tilkynnti heimilisfólkinu að bandarískur ferðamaður væri á leið í heimsókn. Fimm mínútum síðar stanzaði ljós Volkswagen-bjalla við húsið. Út sté maður í köflóttum buxum, með opna skyrtu og breitt bros, og sagði: „Hello, my name is Donald Rumsfeld.“ Það skildi að vísu eng- inn ensku af þeim sem til hans heyrðu, en Bandaríkjamaðurinn fékk samt góðar móttökur og kom eftir þetta nokkrum sinnum við hjá skyldfólkinu í Sudweyhe. Donald Rumsfeld er fæddur og uppalinn í Chicago, en í Illinois-ríki mun þriðji hver maður geta rakið ættir sínar til Þýzkalands. Það var langalangafi hans, Hermann Rums- feld, sem tók sig og fjölskyldu sína upp frá Sudweyhe og flutti árið 1866 með sex yngstu börnin til Bandaríkjanna. Langafi Donalds, sem einnig hét Hermann, var næst- elztur í þessum barnahópi. Hinn bandaríski leggur Rums- feld-fjölskyldunnar hefur jafnan sýnt ættrækniáhuga og það var þessi áhugi sem leiddi Donald á fund frændfólks síns í Þýzkalandi. Þegar Rumsfeld-fólkið í Sud- weyhe kynntist hinum bandaríska frænda sínum varð það svolítið upp með sér að uppgötva að sá nyti eins mikillar velgengni þar vestra og raun bar vitni. Fátt þótti þeim þó kunnuglegt við þennan fræga frænda sinn – nema eitt: hann hafði þann kæk að hefja jafnan vísifing- urinn á loft þegar hann tjáði sig – alveg eins og Diedrich frændi. Á áttunda áratugnum lét Donald sjá sig nokkrum sinnum í Sud- weyhe, en ólíkt fyrstu heimsókninni kom hann þá í lúxuslímósínu með einkabílstjóra og leyniþjón- ustumenn gerðu úttekt á öryggis- málum í kring um húsið með löngum fyrirvara. „Það var sönn ánægja að vera hérna,“ skrifaði Donald, þá varn- armálaráðherra í forsetatíð Geralds Fords, eftir eina heimsóknina í gestabókina í Sudweyhe. „Gamli Evrópumaðurinn“ Diedrich bætti við spámannlegri setningu: „Við óskum þess, að þér getið í krafti embættis yðar stuðlað að því að draga úr spennu milli fólks af öllum þjóðernum.“ Af sem áður var Á þessum árum voru samskipti Þýzkalands og Bandaríkjanna með bezta móti. Georg Leber, þáverandi starfsbróðir Rumsfelds sem varn- armálaráðherra Vestur-Þýzkalands, talar enn í dag um það hvað sam- starfið milli þeirra hafi verið „fyrsta flokks“. Rumsfeld, sem nú gerist jafnvel svo ósvífinn að draga Þýzka- land í dilk með Líbýu og Kúbu vegna andstöðu þýzku stjórn- arinnar við stefnu ráðamanna í Washington í Íraksmálinu, hafi „aldrei látið mig finna fyrir því að ég væri varnarmálaráðherra minna lands,“ hefur þýzka vikuritið Der Spiegel eftir Leber, sem, 82 ára gamall og þannig áratug eldri en Rumsfeld, lauk sínum starfsferli fyrir mörgum árum. Nú stefnir sú spenna sem ríkir í heimsmálunum einnig fjölskyldu- böndunum yfir Atlantshafið í hættu. „Í okkar augum er hann núna ekk- ert annað en varnarmálaráðherr- ann,“ hefur Der Spiegel eftir Mar- garete Rumsfeld, sem nú er 85 ára. „Og hann á í guðanna bænum ekki að efna til neins stríðs.“ „Alveg eins og Diedrich frændi“ Reuters Donald Rumsfeld með fingurinn á lofti í varnarmálaráðuneytinu í Wash- ington. Þýzkur frændi hans kvað vera þekktur fyrir sams konar kæk. Bandaríski varnarmálaráðherrann Donald H. Rumsfeld hefur vakið athygli fyrir beitt- ar glósur í garð „gömlu Evrópu“, ekki sízt Þýzkalands. Fyrr á ferli sínum sýndi Rums- feld landi forfeðra sinna mun meiri skilning, eins og Auðunn Arnórsson rifjar hér upp. auar@mbl.is JAPÖNSK yfirvöld hafa látið gera áætlanir um viðbrögð við hugsanlegum flugskeytatil- raunum Norður-Kóreumanna á landið en norður-kóresk stjórn- völd lýstu því yfir í lok síðasta árs að þau teldu sig ekki bundin af gömlum fyrirheitum um að skjóta ekki flugskeytum yfir Japan. Samkvæmt fréttum jap- anska blaðsins Yomiuri Shimb- un gerir áætlunin m.a. ráð fyrir herflutningum sendi Norður- Kórea flugskeyti í átt að Japan eða ef hætta er talin á slíkum sendingum. Þá er gert ráð fyrir gervihnattaeftirliti með her- stöðvum í Norður-Kóreu með aðstoð Bandaríkjahers og að japanskur almenningur verði varaður við, þyki eitthvað benda til yfirvofandi flug- skeytatilrauna. Japönsk yfirvöld eru einnig sögð vera að íhuga að beita N-Kóreumenn viðskiptaþving- unum skjóti þeir fleiri flug- skeytum yfir landið eða að því. Það vakti mikla reiði í Japan er Norður-Kóreumenn skutu tilraunaflugskeyti yfir jap- önsku eyjuna Honshu árið 1998 en í kjölfarið hétu þeir því að gera ekki fleiri slíkar tilraunir. Japan og N-Kórea Áætlun um viðbrögð við flug- skeyta- sendingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.