Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 14
LISTIR 14 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MoMA QNS, eins og nútímalista- safnið í New York kallast nú, er þriðjungur af stærð safnbyggingar- innar gömlu á Manhattan. Eins og gefur að skilja hefur þessi rýrnun á sýningaraðstöðu auk flutninganna sjálfra haft mikil áhrif á starfsemi og ímynd safnsins. Í auglýsingum eru borgarbúar jafnt sem ferða- menn nú hvattir til að sýna djörf- ung, fara yfir austurána og heim- sækja nýjasta menningarkjarna borgarinnar en í næsta nágrenni við nýju heimkynnin er m.a. að finna samtímalistasafnið P.S. 1, sem rekið er í samstarfi við MoMA, Skúlptúr- listamiðstöðin og Bandaríska kvik- myndasafnið. Áætlað er að fram- kvæmdum við safnið á Manhattan ljúki árið 2005 og hver veit nema þá hafi tekist að blása listalífi í þetta hverfi fólks frá Púertó Ríkó, Íra og Indverja í Queens. Safnaeign í nýju ljósi Besti eiginleiki byggingarinnar, sem áður var vöruskemma, er hversu hrátt rýmið er en stór geim- ur með færanlegum milliveggjum býður augljóslega upp á mun meiri sveigjanleika við uppsetningu sýn- inga. Starfsemin hefur þó farið hægt af stað og heldur hafa þær verið kraftlausar sýningar MoMA QNS framan af vetri. Yfirsýning- arstjóri safnsins, Robert Storr, hvarf til annarra starfa eftir vel heppnaða lokasýningu sína á verk- um Gerhards Richters sl. vor og það er eins og núverandi stjórnendum hafi ekki tekist að finna rétta tóninn á nýjum stað. Vígslusýningin bar yfirskriftina Tempo og þar var gerð heldur barnaleg tilraun til að raða niður í misskýra flokka verkum ólíkra lista- manna, er höfðu með tíma og takt að gera. Oftast með þeim afleiðingum að hugmyndaheimur einstakra lista- manna varð ansi skældur og teygð- ur. Sýningin „Teikningin í dag: Átta tillögur“ var sama marki brennd, þ.e. sýningarstjóra var svo mikið í mun að sýna fram á ákveðnar til- hneigingar í teikningum listamanna í dag að verkin sjálf misstu marks. Þótt ótrúlegt megi virðast þá hef- ur best heppnaða sýningin fram til þessa verið á módernískum meist- araverkum í eigum safnsins. Það var skemmtileg dirfska fólgin í því að skella upp á veggi vöruskemmu í Queens nokkrum af mætustu verk- um listasögunnar. Verk eftir Céz- anne,Van Gogh́s, Picasso, Gaugain, Matisse, Mondrian og Duchamp o.fl. nutu sín þarna í nýju ljósi. Meðal fyrirhugaðra sýninga MoMA má nefna sumarsýningu á verkum expressjóníska málarans Max Beckmann, sýningar í tilefni af hundrað ára ártíðar bandaríska ljós- myndarans Ansel Adams og yfirlits- sýningar á verkum Dieter Roth sem verður opnuð í mars á næsta ári. Matisse, Picasso og margmenni Hvort safninu tekst að lokka til sín sama áhorfendafjölda og á Man- hattan ætti að koma í ljós innan skamms, þegar fyrsta „stórsýn- ingin“ verður opnuð í MoMA QNS. Hér er á ferðinni sýningin Matisse Picasso sem þegar hefur hlotið fá- dæma aðsókn bæði í Tate-safninu í Lundúnum og Pompidou-safninu í París á síðasta ári. Hafin er forsala á aðgöngumiðum, sem eru tæplega helmingi dýrari en venjulegur að- göngueyrir að safninu. Það verður hins vegar vandasamt að hafa stjórn á gestafjölda í ekki stærra húsnæði. Búist er við allt að 4.000 sýning- argestum á dag og erfitt að sjá í hendi sér hvernig svo mikill fjöldi fólks verður leiddur snurðulaust um ekki stærra rými, hvernig t.d. 40 sæta kaffistofa á eftir að anna gest- um sem áður gátu gengið að 450 sætum vísum. MoMA flutt til Queens Frá vel heppnaðri sýningu á verkum módernistanna úr eigu safnsins í bráðabirgðahúsnæðinu í Queens. Tilkoma safnsins hefur gjörbreytt götumyndinni í fábreyttu umhverfi Long Island City neðst í Queens. Nútímalistasafnið í New York, MoMA, hefur ver- ið flutt í bráðabirgða- húsnæði í Long Island City í Queens en hafnar eru miklar og kostn- aðarsamar umbætur á byggingu safnsins á Manhattan. Hulda Stefánsdóttir segir frá þeim breytingum sem þetta hefur haft í för með sér fyrir eitt þekkt- asta listasafn heims. Nýtt bráðabirgðahúsnæði MoMA sem áður hýsti vöruskemmur. Út og heim nefn- ist önnur ljóðabók Björns Sig- urbjörnssonar. Ár- ið 2000 kom út eftir hann bókin Orð og mál. Björn bjó í Dan- mörku um langt árabil og var þar starfandi prestur auk þess að fást við þýðingar og önnur ritstörf. Hann lést nú í janúar sl. Í kynningu segir m.a.: „Ljóð Björns Sigurbjörnssonar eru látlaus en áhrifarík. Þau einkennast af æðru- leysi og á tíðum ljúfsárri kímni, þrátt fyrir að vera þrungin erfiðri reynslu og sársauka.“ Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 62 bls, prentuð í Prentsmiðjuni Prismu. Benedikt Gunnarsson málaði kápumynd en kápan er hönnuð á Aug- lýsingastofunni Skaparanum. Verð: 1.990 kr. Ljóð Listaháskóli Íslands, Laugarnesi Páll Thayer myndlistarmaður fjallar um efnivið Netsins sem listræns mið- ils kl.12.30. Páll bjó í Minneapolis í Bandaríkjunum í nokkur ár og sótti tíma í myndlist og heimspeki við Uni- versity of Minnesota en vann jafn- framt við prentun og tölvuumbrot. Árið 1999 útskrifaðist hann frá fjöl- tæknideild MHÍ og hafði þá einnig stundað nám sem gestanemandi við Listaakademíuna í Helsinki. Jafn- framt myndlistinni hefur Páll starfað í ýmsum hljómsveitum og eru hljóð og tónlist stór þáttur í verkum hans. Hann hefur tekið þátt í sýningum bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Í fyrirlestrinum fjallar Páll um til- raunir sínar og hugmyndir varðandi efnivið á Netinu sem nota má til list- rænnar sköpunar. Nýlistasafnið Þýska skáldið og tón- listarmaðurinn Michael Lentz les úr verkum sýnum og flytur hljómorð kl. 20. Dagskráin er á vegum Goethe Zentrum. Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Vin- áttufélag Íslands og Kúbu sýnir kvikmyndina Hello Hemingway kl. 20. Myndin er gerð af leikstjóranum Fernando Pérez árið 1999 og fjallar um upplifun ungmenna í Havana af fyrrum búsetu bandaríska rithöfund- arins Ernest Hemingway og líf Lauritu frænku fiskimannsins Santiago sem sagan Gamli maðurinn og hafið fjallar um. Kvikmyndin er á spænsku. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is RÉTT um sex ár voru liðin frá því er undirritaður heyrði síðast spuna- tríó Sybilar Urbancic, Voces spont- anae, á kirkjutónlistarhátíð í Hall- grímskirkju 6.2. 1997 – og aðeins einn upphaflegur meðlimur eftir, Karin Schneider-Riessner. Tvennt breytti mestu frá fyrra sinni – þerri- blaðsþurr akústík Nýja sviðs Borg- arleikhússins (sem bauð aftur á móti upp á hnitmiðaða leikhúslýsingu) og mun sjónrænni útlistun. Raunar mætti frekar kalla uppákomuna sl. sunnudag á vegum Myrkra músík- daga „músíkleikhús“ en „konsert“, þ.e.a.s. úr ballett, dansskúlptúr og látbragðsleik með staðgerðum hljóð- um. Ef marka mátti tónleikaskrá var sú umbreyting mest karlmeðlimi hópsins að þakka er kennir öndun og líkamsbeitingu við Tónlistarháskól- ann í Vín. En óneitanlega læddist líka sú hugsun að manni hvort ekki væri, meðvitað eða ómeðvitað, verið að fylgja kalli tímans. Í ört vaxandi samkeppni sjónrænna miðla á „öld augans“ þarf æ fleira að vera sýni- legt. Ekki svo að skilja að sýningin hafi átt neitt við yfirborðslegan afþrey- ingarhasar að sælda. Þvert á móti tók hún á einbeitni áhorfenda. Hreyfingar voru flestar hægar, svo og atburðarásin almennt, og fullt af mislöngum og mismyrkvuðum hléum sem spenntu stundum eftir- væntingu manns til hins ítrasta. Samt var ekki annað hægt að segja en að nærstaddir gæfu öllu mikinn gaum og gott hljóð. Jafnvel einum of, því kurteisislega bæld viðbrögð áhorfenda héldu trúlega einnig aftur af flytjendum, enda lét tónleikaskrá- in í veðri vaka gagnvirkara samspil á milli téðra aðalpóla en úr varð. Hefði ábyggilega ekki sakað að hafa fleiri börn – eða börn í hjarta – á áhorf- endapöllum. Sem fyrr sagði virtist undirrituð- um hið sjónræna og leikræna ná svo mikilli yfirhönd í umræddri fram- komu, og hljóðrænu þættirnir skipa að sama skapi veigaminni sess, að sú spurning vaknaði snemma hvort ekki hefði gagnrýnandi leiklistar átt meira erindi í stöðunni en tónlistar. Þar með er ekki sagt að eitt og ann- að atvik hafi ekki kitlað angurværu, íhugulu, kómísku, grótesku og jafn- vel erótísku taugaendana. En hvað hin aðskiljanlegu söngl, tíst, urr, hvæs, óp, suð og sífur úr manns- börkum og blokkflautum varðar, þá var hins vegar sjaldnast um sjálf- stæða músíseringu að ræða. Hún virtist nær alfarið undirlögð hinu sjónræna í þjónustuhlutverki hljóð- tjalda – en gegndi því hlutverki líka prýðisvel. Eitt vakti þó sérstaka athygli manns, nefnilega raddbeiting karl- söngvarans í einu atriði framarlega í um 63 mín. löngu sýningunni, þar sem ekki var annað að heyra en að Johann Leutgeb hefði hinn steinald- arforna barkasöng á valdi sínu með tilheyrandi munntrommuyfirtónum. Furðuáhrifamikill „effekt“, sem spila mætti enn meira úr en gert var. Sjónarspil af fingrum fram TÓNLIST Borgarleikhúsið „On The Move: Tóna-leikar“ Vocium spontanarum (Johann Leutgeb, Karin Schneider-Riessner, söngur/líkamsbeit- ing; Katharina Lugmayr, söngur/ blokkflauta/líkamsbeiting). Upphafs- kona: Sibyl Urbancic. Sunnudaginn 2. febrúar kl. 20. SPUNI Ríkarður Ö. Pálsson Þú bláfjallageimur er heiti á tvöföld- um hljómdiski með söng Einars Sturlusonar ten- órs. Um er að ræða upptökur úr Ríkisútvarpinu og geyma þeir 43 lög, flest íslensk sönglög, en einnig nokkra sálma og erlendar þjóðvísur. Elstu upp- tökurnar eru frá árinu 1948 en þær yngstu frá allra síðustu árum. Einar er fæddur árið 1917. Hann nam söng, fyrst hjá Jóhönnu Jóhanns- dóttur (síðar Johnsen), Sigurði Birkis og Pétri Jónssyni og fékk snemma tækifæri til að syngja með kórum og í útvarpi. Árið 1945 hélt Einar til Sví- þjóðar þar sem hann nam sönglist hjá Josef Hislop og Andrea Eva von Skilonzt. Á þessum árum söng hann einnig í Noregi, m.a. hlutverk Ernestos í Don Pasquale. Í lok sjötta áratugarins var Einar síðan við nám í ljóðasöng hjá prófessor Henny Wolff í Þýskalandi. Meðal verka á diskunum eru lög eftir Ólaf Þorgrímsson sem sum hafa sjald- an eða aldrei heyrst og eftir Ata Heimi Sveinsson sem einnig leikur undir, þá kornungur. Þá eru lög eftir Hallgrím Helgason við undirleik hans sjálfs og mörg helstu tónskáld Íslands. Útgefandi er Einar Sturluson, í sam- vinnu við RÚV. Tæknivinna var í hönd- um Magnúsar Hjálmarssonar hjá Tæknideild RÚV. Í fylgibók með disk- unum fjallar Bjarki Sveinbjörnsson um söngvarann. Einsöngslög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.