Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 16
Gengisfall Péturs Blöndals STARFSMANNASJÓÐUR SPRON ehf. hefur frá stofnun haft að leiðarljósi að tryggja sem best hagsmuni stofnfjáreigenda og starfsmanna. Vissulega voru úr- skurðir Fjármálaeftirlitsins og kærunefndar mikil vonbrigði og auðvitað hafa orðið vatnaskil í mál- inu. Við viljum ekki vekja tálvonir hjá stofnfjáreigendum, en eitt er víst að stjórn starfsmannasjóðsins hefur ekki gefist upp og mun enn leita leiða til hagsbóta fyrir stofn- fjáreigendur. Hagsmunir stofnfjáreigenda Sjálfur hafði ég þá skoðun, sem byggðist á fjölda álitsgerða frá liðnum árum, að ekki væri heimilt að selja stofnbréf á yfirverði. Ég fagnaði því sem stofnfjáreigandi, þegar sú skoðun var rökstudd, að bréfin gætu reynst verðmætari en fyrr var talið og þegar Fjármála- eftirlitið kvað á um að það væri stjórnarskrárvarinn réttur manna að selja stofnbréf sín á yfirverði. Þar með má segja að við starfs- menn SPRON værum orðnir eins konar samherjar Péturs Blöndals og félaga í viðleitni þeirra að fá viðurkenndan rétt stofnfjáreig- enda til hæsta mögulega verðs fyr- ir stofnfé sitt. Við töldum hins vegar hrapal- lega á málum haldið hjá Pétri og félögum er þeir kusu að fara á bak við starfsmenn SPRON með leyni- legum samningum við Búnaðar- bankann um óvinveitta yfirtöku. Hefði verið farsælla ef Pétur Blön- dal og samherjar hans hefðu borið gæfu til þess að koma hreint fram og kynna sjónarmið sín um við- skipti með stofnfé fyrir öðrum stofnfjáreigendum, stjórnendum og starfsmönnum SPRON og leita samstarfs hlutaðeigandi um leiðir til þess að ná fram sameiginlegu markmiði án þess að skaða sjálf- stæði SPRON. Sú atburðarás sem fimmmenningarnir hrundu af stað er flestum kunn. Með innkomu Jóns Steinars Gunnlaugssonar urðu straumhvörf í umræðunni sem í stað þess að snúast um hags- muni stofnfjáreigenda SPRON snerist upp í árásir á sparisjóðs- stjórann og stjórn SPRON, þar sem reynt var að gera stjórnarfor- mennsku sparisjóðsstjórans í Kaupþingi hf. tortryggilega. Varð okkur sem þekkjum til starfa hans ljóst að brigsl og framganga Jóns Steinars og Péturs Blöndals á þessum tímapunkti snerist um annað en hagsmuni SPRON og stofnfjáreigenda. Sú skoðun okkar fékkst staðfest er þessir sömu að- ilar réðust með samskonar hætti að starfsmönnum SPRON er þeir bundust samtökum um að koma fram með tilboð til stofnfjáreig- enda, tilboð sem hafði það að markmiði að tryggja stofnfjáreig- endum a.m.k. jafnhátt verð, en jafnframt áframhaldandi rekstur og sjálfstæði SPRON. Þögnin talar Starfsmannasjóðurinn hefur birt úrskurð Fjármálaeftirlitsins og kærunefndarinnar, ásamt afstöðu sinni til þeirra, jafnóðum á heima- síðu SPRON. Það vekur óneitanlega athygli að Búnaðarbankinn, Pétur Blöndal og félagar hafa ekki birt úrskurði Fjármálaeftirlits og kærunefndar um yfirtökutilboð þeirra. Fram hefur komið hjá Árna Tómassyni, bankastjóra BÍ, að áform bankans hafi reynst ólögmæt. Þess vegna hafi bankinn hætt yfirtökutilraun- inni og standi því ekki lengur að baki Pétri Blöndal og félögum. Í haust var því haldið fram af Jóni Steinari og Pétri Blöndal að Fjár- málaeftirlitið hefði í raun sam- þykkt yfirtökutilboðið. Getur verið að birting á ofangreindum úr- skurðum leiði í ljós að stofnfjáreig- endum hafi verið gefin röng mynd af afstöðu Fjármálaeftirlitsins eða áformum þessara aðila? Hvað er verið að fela með því að halda þessum úrskurðum leyndum? Valdabarátta Í stað þess að standa stofnfjár- eigendum skil á afdrifum yfirtöku- tilboðsins hafa Pétur Blöndal og félagar kosið að ráðast að stjórn SPRON og sparisjóðsstjóra með afar ósanngjörnum hætti. Einnig virðist liggja í augum uppi að moldviðrið sem þyrlað hefur verið upp vegna kaupa SPRON á Frjálsa fjárfestingarbankanum sé liður í ófrægingarherferð gegn sparisjóðsstjóranum. Framganga Péturs Blöndals og Jóns Steinars í því máli er óskýrð, en heiðarlegt væri af þessum aðilum að upplýsa um markmið sín og hverra erinda þeir eru að ganga. Virðist sem sparisjóðsstjórinn sé orðinn skot- spónn í óvæginni valdabaráttu í viðskiptalífinu, baráttu þar sem til- gangurinn helgar meðalið. Við sem viljum vinna að framgangi og áframhaldandi uppbyggingu SPRON kunnum ekki að meta slíkar starfsaðferðir og frábiðjum okkur valdabrölt af þessu tagi. Eftir Ara Bergmann Einarsson „Hefur ekki birt úrskurði Fjármála- eftirlits og kæru- nefndar.“ Höfundur er formaður stjórnar Starfsmannasjóðs SPRON ehf. UMRÆÐAN 16 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ var aldrei ætlun mín að deila við Sólveigu Pétursdóttur, dóms- málaráðherra, í fjölmiðlum. Hins veg- ar get ég ekki annað en mótmælt op- inberlega orðum ráðherra á Alþingi hinn 6. febrúar sl. Þar sagði ráðherra að fullt samráð hafi verið haft við framkvæmdastjóra almannavarna- ráðs strax og hugmyndir að breyting- um á lögum um almannavarnir voru ræddar í sumar. Það er ekki rétt. Hið rétta í málinu er að þann 6. júní sl. var undirrituð kölluð á fund til Björns Friðfinnssonar, ráðuneytisstjóra, og Stefáns Eiríkssonar, skrifstofustjóra, og tilkynnt að dómsmálaráðuneytið ætlaði á komandi haustþingi að leggja fram frumvarp til lagabreytinga um almannavarnir. Leggja ætti almanna- varnaráð og Almannavarnir ríkisins niður, fella verkefni almannavarna undir Ríkislögreglustjóra, fækka starfsmönnum úr 6 í 3 og draga úr fjárframlögum um 50%. Þetta væri ákvörðun ráðuneytisins og ættu breytingar þessar að taka gildi um áramót. Á fundinum var tekið sér- staklega fram að ekki væri verið að leita álits framkvæmdastjóra um mál- ið. Málið var heldur aldrei lagt fyrir almannavarnaráð til umsagnar. Þeg- ar allsherjarnefnd óskaði síðar eftir áliti gerði ég nefndinni grein fyrir skoðun minni. Á fundi með henni kom fram í máli mínu að ekkert samráð hefði verið haft við Almannavarnir ríkisins eða almannavarnaráð. Í öðru lagi hélt ráðherra fram á fyrrnefndum þingfundi að í frum- varpinu sé „lagt til að færa almanna- varnir undir Ríkislögreglustjóra til að stofna sameiginlega björgunarmið- stöð“. Það er ekki rétt að það þurfi að leggja almannavarnir undir Ríkislög- reglustjóra vegna sameiginlegrar björgunarmiðstöðvar. Hið rétta í mál- inu er að Almannavarnir ríkisins hafa í samvinnu við aðra unnið að því að koma á fót sameiginlegri miðstöð neyðaraðgerða fyrir alla þá sem sinna stjórnun eða samhæfingu á landsvísu. Undirrituð hefur unnið að því að flytja skrifstofur stofnunarinnar (nú á Seljavegi) og samhæfingarstöð (nú á Hverfisgötu) í eitt og sama húsnæði með Neyðarlínu (NL) og Fjarskipta- miðstöð lögreglu (FML). Hinn 23. janúar 2002 undirritaði ég ásamt fulltrúum dóms- og fjármálaráðu- neyta leigusamning við SHS fasteign- ir ehf. um leigu á húsnæði í Skógar- hlíð 14 fyrir skrifstofur og sam- hæfingarstöð, en í því húsi eru NL og FML. Flutningurinn á að fara fram í byrjun sumars 2003, samkvæmt gild- andi samkomulagi. Langþráður draumur var loksins orðinn að veru- leika. Þá buðu Almannavarnir ríkisins öðrum aðilum aðstöðu í miðstöðinni vegna aðgerða sem þurfa samhæfing- ar, þó almannavarnir komi ekki að að- gerðunum. Viðræður við Landsstjórn björgunarsveita, Flugmálastjórn, Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínuna voru þegar hafnar um sameiginlegar verklagsreglur og búnað og var hönn- un miðstöðvarinnar á lokastigi þegar dómsmálaráðuneytið tilkynnti fyrir- ætlanir sínar. Í þriðja lagi fullyrti ráðherra að staða almannavarna hér á landi sé í góðu lagi. Rétt er það sem fram kom að fjárhagslega stendur stofnunin á sama grunni og verið hefur, en stofn- anir snúast ekki eingöngu um fjár- magn, heldur verkefni og starfsfólk. Verkefni Almannavarna ríkisins fel- ast í því að sinna útköllum og búa sig og aðra undir útköll. Þegar þessi orð eru skrifuð fullyrði ég að sú óvissa sem nú ríkir mun ekki hafa áhrif á við- brögð í útkalli, en ég treysti mér ekki til þess að segja hversu lengi það muni vara. Verkefni stofnunarinnar eru smám saman að komast í sjálf- heldu. Það er ekki hægt að skipu- leggja framtíðina þar sem enginn veit hver muni stjórna og ef nýir aðilar taka við stjórnartaumunum hvaða breytingar þeir vilja gera. Samstarfs- aðilar stofnunarinnar spyrja sífellt hvort núgildandi skipulag og samn- ingar verði í gildi áfram. Jafnvel þótt fullyrt sé að einungis lítilsháttar breytingar verði veit enginn ná- kvæmlega hverjar þær verða og mál fara því í biðstöðu. Þá eiga sumir starfsmenn að verða starfsmenn Rík- islögreglustjóra og eru að reyna að búa sig undir þau starfsskipti, á með- an aðrir eru að leita að annarri vinnu; allir eru ósjálfrátt með hugann ann- ars staðar en hjá Almannavörnum ríkisins. Ég vil þó nota þetta tækifæri til þess að hrósa starfsmönnum stofn- unarinnar fyrir hversu vel þau hafa tekið á þessu erfiða máli og haldið hópinn þrátt fyrir þann klofning sem er til staðar og fer vaxandi. Stofnunin er að liðast í sundur. Það er mín ein- læg von að Alþingi afgreiði þetta mál sem allra fyrst svo að því óvissu- ástandi sem nú ríkir vegna þessa frumvarps linni áður en það fer að hafa alvarlegar afleiðingar. Ég hef gert allsherjarnefnd grein fyrir þeirri skoðun minni að þetta frumvarp sé ónýtt. Ég tel að taka skulu lögin um almannavarnir til heildarendurskoðunar með þátttöku þeirra sem að almannavörnum koma og því máli verði hraðað. Að gefnu tilefni Eftir Sólveigu Þorvaldsdóttur Höfundur er framkvæmdastjóri al- mannavarnaráðs og forstöðumaður Almannavarna ríkisins. „Ég hef gert allsherj- arnefnd grein fyrir þeirri skoð- un minni að þetta frum- varp sé ónýtt.“ FJÖLMIÐLAR hafa nýlega vakið athygli á skýrslu bandarísks og kan- adísks sérfræðings um sjálfbærni fiskveiða hjá þjóðum sem veiða í Norðaustur-Atlantshafi. Færeyingar koma vel frá þeim samanburði sem rannsókn sérfræðinganna nær til. Af umfjöllun fjölmiðla má draga þá ályktun að þar með séu færðar sönn- ur á að hið færeyska stjórnkerfi fisk- veiða sé það besta sem völ er á. Það getur hvort sem er verið rétt eða ekki. Aðalmálið er að slík ályktun er glannaleg miðað við hvernig að þessari rannsókn er staðið. Í skýrsl- unni er verið að bera saman fram- ferði 11 fiskveiðiþjóða eftir þremur mismunandi greiningarkerfum m.t.t. meintrar sjálfbærni veiðanna. Sú fyrsta er það sem kallað er „rapfish“. Þetta hugtak er afar flókið og tekur til mjög margra þátta, sem flokkaðir eru í vistfræðilega, efna- hagslega, félagslega, tæknilega og siðferðilega þætti. Í allt eru þetta tæplega 60 undirþættir og eru gefnar einkunnir fyrir hvern þeirra og síðan vegið og metið hvað út úr þessu kem- ur fyrir hverja þjóð. Það er athygl- isvert að í þessu greiningarkerfi fær frjáls markaður fyrir framseljanlega kvóta hæstu einkunn en vægi þessa liðs er auðvitað bara 1 á móti 60. Í öðru lagi er notast við leiðbein- ingar í „Siðareglum FAO um fisk- veiðar“, sem tekur á mörgum þáttum um atferli vegna fiskveiða, þótt margir liðir þar séu óljósir og skil- greindir á tvíbentan hátt. Í þriðja lagi er atferli þessara þjóða metið eftir því hversu löghlýðn- ar þær hafa verið gagnvart alþjóð- legum samningum – óháð því hvernig þær hafa gengið um auðlindirnar sem samningar ná til. Ísland lækkar á slíkum lista ef við samþykkjum ekki samning um skiptingu karfakvóta vegna þess að ekki er vilji til þess hjá öðrum þjóðum að fara eftir þeirri vís- indalegu þekkingu sem fyrir hendi er – og þetta er óháð því hvort við stund- um veiðarnar á ábyrgan hátt eða ekki. Ef samningamenn okkar myndu bara segja já og amen við því sem ES, Norðmenn og fleiri leggja til gætum við skorað vel á þessum lista. Þessi þáttur vegur langþyngst í þeim mismun sem fæst á milli okkar og Færeyinga. Í skýrslunni eru niðurstöður úr þessum þremur greiningum vegnar saman og þá koma Færeyingar best út. Það er ástæða til að óska Fær- eyingum til hamingju og að samgleðj- ast þeim. Hitt tel ég alveg ljóst að skýrslan hjálpar okkur ekki til þess að meta hvort færeyska fiskveiði- kerfið sé betra eða verra en önnur kerfi sem notast er við til að stýra fiskveiðum við Norðaustur-Atlants- haf. Ég er ekki að taka afstöðu til þess heldur einungis að benda á að þær forsendur sem þessi niðurstaða byggist á eru margar þannig að eng- inn Íslendingur er tilbúinn að skrifa upp á þær. Hvenær er fallegt fallegast? Eftir Pétur Bjarnason „Aðalmálið er að slík ályktun er glannaleg miðað við hvernig að þessari rann- sókn er staðið.“ Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Fiskifélags Íslands. BJÖRN Bjarnason fyrrverandi menntamálaráðherra gerir athuga- semdir við grein mín frá sl. fimmtu- degi. Björn kýs að svara í engu málefnalega heldur slá fram eft- irfarandi: „Þráhyggjan við að eigna mér vandræði iðnaðar- og við- skiptaráðherra vegna þessa máls er greinilega af pólitískum rótum runnin. Frá mönnum sem halda að upphefð í stjórnmálum snúist um að segja ósatt um andstæðinga sína.“ Þessi fullyrðing er í besta falli yfirlætisleg tilraun til þess að draga annars málefnalega og verð- uga umræðu niður í flokkpólitískt kviksyndi. Þá fullyrðir Björn að honum hafi ekki verið gefið það vald að stöðva frumvarp um Þróun- arsjóð tónlistar. Umrætt frumvarp var tilbúið og átti að vera ríkis- stjórnarfrumvarp en til þess þurfti samstöðu sem Björn vildi ekki veita. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinn- ar ber yfirskriftina: Í fremstu röð á nýrri öld. Í kafla um atvinnumál segir: „Að auka fjölbreytni atvinnu- lífs og útflutningsgreina, ekki síst með eflingu þeirra vaxtarsprota sem byggjast á menntun og þekk- ingu svo sem í tónlistar- og kvik- myndagerð og ýmiss konar sér- hæfðri þjónustu.“ Það er ekki viðunandi að sóknarfæri renni úr greipum vegna sinnuleysis eða ágreinings um verkskiptingu. Á Norðurlöndum kom einnig upp reiptog milli menningar og við- skiptasjónarmiða. Slík mál hafa þó ekki orðið til trafala né náð að stöðva þátttöku og árangur. Al- gengt er að ásamt þarlendum menningarmálaráðuneytum komi iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti ásamt utanríkisráðuneyti einnig að þeim málum sem nær liggja þeirra verksviði. Horfa þarf fram á veginn og ekki má láta flokks- eða menn- ingarpólitískt þras verða að aðal- atriði og byrgja sýn. Pólitískt þras byrgir sýn Eftir Steinar Berg Ísleifsson „Ekki er viðunandi að sóknarfæri renni úr greipum vegna sinnuleysis eða ágreinings um verkskiptingu.“ Höfundur er ráðgjafi um tónlistarmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.