Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRAMFARIR í menntun og rannsóknum eru án efa ein mikilvægasta forsenda þess að á Íslandi þróist samfélag sem hefur sjálfdæmi um eigin framtíð. Hvernig til tekst með uppbyggingu æðri menntunar hér á landi ræðst að miklu leyti af ákveðnu jafnvægi samkeppni og samvinnu á milli þeirra stofnana sem hlut eiga að máli. Samkeppnina vantaði lengi, svo lengi að menn eru enn að ná tökum á þeim nýja veruleika sem blasir við í íslensku háskóla- umhverfi. Óraunhæft er að búast við að samvinnan verði efld að einhverju marki fyrr en áttum hefur verið náð þar. Enn virðist þó nokkuð í land. Lykilforsenda þess að samkeppni skili því sem til er ætlast er að hún sé háð á jafnréttisgrundvelli. Það er ekkert laun- ungarmál að háskólamenn innan Háskólans í Reykjavík annars vegar og Háskóla Ís- lands hins vegar greinir verulega á um á hvorn skólann er hallað í þeirri samkeppni sem ríkt hefur frá stofnun Háskólans í Reykjavík árið 1998. Samkvæmt fjárlögum er helmingur tekna Háskóla Íslands tengd- ur rannsóknum, hinn helmingurinn kennslu. Nær allar fjárveitingar til Háskól- ans í Reykjavík eru hins vegar tengdar kennslu og illa hefur gengið að fá við- urkenningu fjárveitingavaldsins á nauðsyn þess að í HR séu stundaðar öflugar rann- sóknir sem þó eru forsenda þess að háskóli geti staðið almennilega undir nafni. Afleið- ingin er sú að til þess að geta byggt upp rannsóknir við HR hefur hluti kennslufjár- magnsins þurft að renna þangað. Þá er ótalinn kostnaður HR vegna húsaleigu og annars tengds rekstrinum sem hjá HÍ er kostað af ríkinu. Einnig má nefna þá stað- reynd að nýr skóli í örum vexti þarf fjár- magn til uppbyggingar ef vel á að takast til, en þar hefur atvinnulífið stutt vel við bakið á HR. Greiðslur ríkisins til háskóla vegna kennslu eru grundvallaðar á þeim fjölda nemenda sem þar stunda nám. Aðrar helstu tekjur Háskólans í Reykjavík eru í formi tekna frá Stjórnendaskóla HR og öfluna sækje fyrir f endur gera þ HR g ar af eitur í stofnu Alla unarr Reykj og síð markm hins v skólag gengi landi, versta hve sl irtæki samke Vax skólas mun d marka legrar unnar sem k stofnu nýir h um þa Hás traust yfirhö að hér mennt mun á arnir sitt á Hás framt þeirri jafnré skólagjalda, en hver nemandi sem hlýtur inngöngu í HR greiðir 89.000 kr. fyrir önn- ina. Þessi skólagjöld eru nýtt til þess að skólinn geti sinnt hlutverki sínu sem tæknivæddur, nútímalegur, alþjóðatengdur skóli í sterkum tengslum við íslenskt at- vinnulíf. Skólinn býður nemendum sínum öfluga menntun með sérstakri áherslu á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi. Sú krafa sem haldið hefur verið á lofti af for- svarsmönnum HÍ að skólagjöldin sem nem- endur HR greiða verði dregin frá því fjár- magni sem ríkið greiðir með háskólanámi þeirra er illskiljanleg. Hvað er þá orðið um jafnréttisgrundvöll samkeppninnar? Má kannski jafn réttur nemenda einu gilda í þeim slag sem nú er háður? Þær góðu undirtektir sem nemendur og atvinnulífið hafa sýnt Háskólanum í Reykjavík frá stofnun hans hafa komið því til leiðar að samkeppni, og þar með aðhald, hefur aukist í þeim greinum háskólamennt- unar sem HR býður upp á. Það þarf engan að undra, nemendur eru tæpast tilbúnir til þess að greiða skólagjöld fyrir nám nema það standi undir kröfum þeirra. Í hita leiksins hefur hins vegar verið látið að því liggja að ein af hættunum sem af sam- keppninni stafi sé yfirvofandi útþynning háskólanáms á Íslandi. Þessu hefur heyrst fleygt víða, og virðist markmiðið vera að reyna að gjaldfella starfsemi HR, kennara skólans og nemendur og hrista þannig af sér þessa óþægilegu samkeppni. Í leiðara 2. heftis Tímarits lögfræðinga á síðasta ári var til dæmis gefið í skyn að skólagjöldin við HR feli í sér að minni kröfur séu gerð- ar til laganemenda. Leiðarahöfundur túlk- ar það að nemendur HR greiða skólagjöld og það að HR síar vænlega nemendur út í umsóknarferlinu, en ekki að loknu fyrsta árinu, þannig að námið sé auðvelt og lé- legt, enda ,,tíðkast ekki að amast við þeim sem greiðir manni fé í viðskiptum“. Þannig miði allt að því að ná inn sem mestum tekjum í formi skólagjalda. Leiðarahöf- undur virðist reyndar ekki talnaglöggur maður. Slíkur maður hefði séð að til tekju- Skjálfti vegna samk Eftir Hönnu Katrínu Friðriksson Höf HR GETUR það verið að íslenska tekjuskatts- kerfið sé orðið svo úrelt og stagbætt, eftir áratuga notkun og á stundum misnotkun, að það þjóni ekki lengur því hlutverki sem því er ætlað? Er mögulegt að tekjujöfn- unarþáttur þess sé orðinn svo flókinn og margþvældur að hann geri ekki það gagn sem við ætlumst til? Kann að vera að tekju- öflunin sé sömuleiðis á fallanda fæti, m.a. vegna víðtækra skattsvika? Er kominn tími til að endurskoða kerfið í heild, stokka spilin og gefa á nýjan leik? Ég er ekki frá því. Á dögunum sat ég málþing Sambands ungra framsóknarmanna sem fjallaði um stöðu fjölskyldunnar í samfélaginu, mál sem er mér hugleikið, enda faðir og uppalandi fimm barna á ólíkum aldri. Á fundinum reif- uðu málshefjendur viðfangsefnið út frá ólík- um sjónarhóli. Þeir voru ráðherra úr stórum systkinahópi og faðir þriggja stúlkna, rit- stjóri og fimm barna faðir, félagsmálastjóri móðir þriggja barna og ung einhleyp, barn- laus, kona, trúlega á leið á þing. Þetta fólk vakti mig til umhugsunar, hvert með sínum hætti. Sumt hafði ég heyrt áður en annað hreyfði óþægilega við mér. Eftir sat sú tilfinning að kerfið væri á góðri leið með að éta börnin sín. Samfélag í fremstu röð Íslenska velferðarkerfið er sannarlega með þeim bestu í veröldinni, það sanna óháð- ar alþjóðlegar úttektir ítrekað. Við getum verið stolt af því samfélagi sem við höfum með samvinnu og eljusemi byggt hér upp á ótrúlega skömmum tíma. Hér mælist stétta- skipting með því minnsta sem þekkist í heiminum og fátækt sömuleiðis þótt bilið milli þeirra sem mest hafa og hinna sem hafa minnst umleikis sé því miður að breikka. Við búum við eitthvert besta heilbrigðiskerfi sem um getur og í menntamálum getum við ágætlega við unað. Við búum við þessar að- stæður vegna þess að við höfum borið gæfu til að byggja hér upp öflugt og fjölbreytt at- vinnulíf sem skilar okkur lífskjörum sem finnast óvíða annars staðar. Við höfum dreg- ið stórlega úr skattheimtu í atvinnulífinu, hér hefur hagvöxtur verið mikill á undanförnum árum og kaupmáttur launafólks aukist til muna. En við getum ekki og megum ekki falla í þá gryfju að halda að við búum í full- komnum heimi, hér sitji allir við sama borð og ekkert megi betur fara. Þannig er það því miður ekki. Skattgreiðslur meðalmannsins ÍErum við ánægð með kerfi sem með vinstri hendi úthlutar þeim rúmum 70.000 krónum á mánuði til framfærslu, sem vegna t.d. fötlunar eða atvinnuleysis geta ekki séð sér farborða? Og viljum við að þetta sama kerfi banki með hægri hendi á öxl þessa sama fólks og krefjist skattgreiðslna af lítilræðinu eins og nú? Viljum við að velferðarkerfið láti nánast af- skiptalaust ungt fjölskyldufólk, sem stritar daglangt til að afla sér húsnæðis og koma börnum sínum til manns, en endar alltof oft hjónaband sitt með skilnaði, raunverulega eða af hagkvæmniástæðum? Teljum við við- unandi að að stærstu nánar tilte eignast m lífsbaráttu Milljö ÍFinnst tíma og st skatta sín trúmenns milljörðum ári? Stolið sér rétt ti en taka sv þeim, m.a heilbrigði Áætluð milli 15 og að við ska frá 1993 o fimm- til s sinni renn Er skattkerfið komið Eftir Árna Magnússon Viljum við að velferðarkerfið láti nánast afskiptalaust u sínum til manns, en endar alltof oft hjónaband sitt með s INNISTÆÐUR ÁN VAXTA Misjafnt er hvernig bankar ogsparisjóðir reikna vexti áinnlagnir á verðtryggða reikninga. Eins og fram kom í Morg- unblaðinu á laugardag geta innlagnir legið vaxtalausar í allt að mánuð hjá Íslandsbanka og sparisjóðunum þótt sérstakar verðbætur séu reiknaðar frá deginum eftir innlögn. Þetta helg- ast af því að ekki er byrjað að reikna vexti af innlögnum fyrr en næstu mánaðamót eftir að lagt er inn á reikning hjá þessum stofnunum. Bún- aðarbanki og Landsbanki byrja hins vegar að reikna vexti daginn eftir að lagt er inn. Viðskiptavinur, sem leggur inn fé á vaxtalausan reikning hjá Íslands- banka eða sparisjóðunum daginn fyrir mánaðamót, getur því vænst þess að reikningur vaxta hefjist strax daginn eftir, en sá, sem leggur inn á fyrsta degi mánaðar, verður að sætta sig við að bíða heilan mánuð. Sé um mánaðar- legar innlagnir fyrsta hvers mánaðar að ræða jafngildir þetta því að ein inn- lögn sé vaxtalaus allt árið, eins og Sig- urjón Þ. Árnason, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Búnaðarbankans, bend- ir á í úttekt Hjálmars Jónssonar í Morgunblaðinu á laugardag. Það er greinilegt af þessu að við- skiptavinir viðkomandi innlánsstofn- ana sitja ekki við sama borð án þess að fyrir því séu nokkur efnisleg rök og mætti til dæmis velta því fyrir sér hvort nokkurn tímann hafi komið til greina að hafa þennan háttinn á í sam- bandi við útlán þannig að þau yrðu vaxtalaus allt að mánuð eftir lánveit- ingu. Ljóst er að hér getur verið um um- talsverðar upphæðir að ræða og má í því sambandi benda á að innistæður á lífeyrissparnaðarreikningum þreföld- uðust á liðnu ári og uxu úr 2,2 millj- örðum króna í upphafi árs í 7,6 millj- arða í árslok. Innistæður á verð- tryggðum reikningum öðrum en lífeyrissparnaðarreikningum í banka- kerfinu námu um síðustu áramót 106 milljörðum og höfðu vaxið um 10 milljarða á liðnu ári. Í þessari úttekt kemur fram að hjá Búnaðarbanka og Landsbanka hafi vextir verið reiknaðir frá deginum eftir innlögn á verðtryggðan reikning um árabil. Þar segir jafnframt að Ís- landsbanki muni byrja að reikna vexti daginn eftir innlögn frá næstu mán- aðamótum og verður málið skoðað innan sparisjóðanna. Hér verður ekki farið út í lagalegar hliðar þessa máls, en látið nægja að benda á að í lögum um vexti og verð- tryggingu nr. 38 frá árinu 2001 segir í 3. grein: „Vexti skal greiða frá og með stofndegi peningakröfu og fram að gjalddaga.“ Landsmenn almennt hafa áreiðan- lega verið þeirrar skoðunar, að bönk- um væri treystandi til að reikna rétt. Svo hefur ekki verið í þessu tilviki og raunar ekki hægt að sjá nokkur rök fyrir þessari reikniaðferð Íslands- banka og sparisjóðanna. Þetta eru dæmigerðar geðþóttaákvarðanir. Sú mismunun, sem fjallað er um hér að ofan, er fremur fallin til þess að ala á tortryggni en efla traust og vekur spurningar um það hvort gera þurfi sérstakar ráðstafanir til þess að auka vernd viðskiptavina banka og spari- sjóða og tryggja jafnræði milli þeirra. STAÐA EINKASKÓLA Í REYKJAVÍK Athyglisverðar umræður um stöðueinkaskóla í Reykjavík fóru fram í borgarstjórn Reykjavíkur sl. fimmtudag, en sagt var frá þeim í Morgunblaðinu í gær. Sjálfstæðis- menn í borgarstjórn bentu þar á það, sem Morgunblaðið hefur einnig vakið athygli á, að í því felst auðvitað mikið ójafnræði að Reykjavíkurborg skuli ekki greiða sömu upphæð með hverj- um nemanda í skólum, sem einkaað- ilar, félagasamtök eða söfnuðir reka og með hverju barni í skólum borg- arinnar sjálfrar. Foreldrar þessara barna, sem búsettir eru í Reykjavík, hafa að sjálfsögðu allir greitt útsvarið sitt. Það er því vandséð af hverju borgin ætti ekki að leggja það sama til menntunar allra barna, burtséð frá því hvar foreldrar þeirra kjósa að setja þau í skóla, að því gefnu að skól- arnir uppfylli þær almennu kröfur, sem gerðar eru til grunnskóla. Staða einkareknu skólanna í Reykjavík hefur versnað til muna eftir að ábyrgð á fjármögnun grunnskólans færðist frá ríki til sveitarfélaga. Reykjavíkurlistinn ber að langmestu leyti ábyrgð á þeirri þróun. Hins veg- ar ber að fagna því að nú virðist vera vilji til þess hjá borgarstjórnarmeiri- hlutanum að jafna stöðu einkaskól- anna og skóla, sem borgin rekur sjálf. Að vísu virðast sumir fulltrúar meirihlutans ekki reiðubúnir að ganga alla leið í þeim efnum. Helgi Hjörvar, varaborgarfulltrúi Reykjavíkurlist- ans, sagði á borgarstjórnarfundinum á fimmtudag að það væri „óhóflegt“ og myndi „valda misrétti meðal barna í borginni“ ef staða einkaskóla og skóla hins opinbera yrði jöfnuð að fullu, vegna þess að einkaskólarnir inn- heimti skólagjöld. Er þetta rétt hugsun hjá varaborg- arfulltrúanum? Er ekki nær að líta svo á að sérhver skattgreiðandi eigi rétt á sama framlagi til menntunar barna sinna frá hinu opinbera, en hann geti svo ákveðið að bæta við það, ef hann vill meiri eða annars konar þjónustu? Og hvað ef menn vilja setja á fót einka- skóla, sem ekki innheimtir skólagjöld, eins og algengt er í ýmsum nágranna- löndum okkar? Þarf hann þá ekki að eiga rétt á sama framlagi og skólar borgarinnar til að geta starfað? Ekki má heldur gleyma því að tregða borg- arstjórnarmeirihlutans til að tryggja börnum í einkaskólum sama rétt og öðrum hefur þvingað einkaskólana til að hækka skólagjöld. Á það nú að verða til þess að þeir fái ekki sömu framlög og skólar borgarinnar? Aðalatriðið í þessu máli er þó að Reykjavíkurlistinn hefur sýnt vilja til að jafna stöðu ólíkra rekstrarforma meðal skóla borgarinnar og því ber að fagna. Fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku að settur hefði verið á fót starfshópur hjá borginni til að skoða fjárhagsstöðu einkaskólanna og gera tillögur til úrbóta. Gera verður ráð fyrir að starf hans skili niðurstöðu mjög fljótlega, því að öll óvissa í þess- um málum er óþolandi fyrir foreldra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.