Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 19 ar væri vænlegra að hleypa öllum um- endum að, láta þá greiða skólagjöld fyrstu önnina og sía svo út þá nem- r sem komast áfram í stað þess að það í umsóknarferlinu sjálfu líkt og erir. Slík aðferðafræði leiðir hins veg- sér mikla sóun á mannauði og sóun er í beinum vel rekins fyrirtækis eða unar þegar út í samkeppni er komið. ar aðdróttanir þess efnis að Versl- ráð Íslands, sem eigandi Háskólans í javík, forsvarsmenn skólans, kennarar ðast en ekki síst nemendur hafi að miði að bjóða annars vegar fram og vegar þiggja „auðfengna“ há- gráðu, sem síðan leiði til almennrar sfellingar háskólamenntunar á Ís- eru í besta falli hlægilegar og í a falli dapurleg birtingarmynd þess læm áhrif það hefur á stofnanir, fyr- i og einstaklinga að vera of lengi án eppni. xandi samkeppni milli skóla á há- stigi er af hinu góða. Samkeppnin draga fram nýjungar og skólarnir a sér sérstöðu sem leiðir til nauðsyn- r fjölbreytni. Þeir eru enda ófáir vel- rar HÍ sem hafa fullyrt að það besta komið hafi fyrir þá ágætu mennta- un sé sú samkeppni sem HR og aðrir háskólar hafi veitt viðkomandi deild- ar. skólasamfélagið hlýtur að bera það t til íslensks atvinnulífs, nemenda og öfuð allra þeirra sem hag hafa af því r verði nauðsynlegar framfarir í tun og rannsóknun, að þeir þekki á góðri og lélegri menntun. Háskól- verða þannig að þora að leggja starf vogarskálar. skólinn í Reykjavík fagnar þessari íðarsýn og tekur óhræddur þátt í samkeppni sem þar blasir við. Á éttisgrundvelli, vel að merkja. keppni öfundur er framkvæmdastjóri Stjórnendaskóla R og situr í framkvæmdastjórn skólans. ð tekjuöflunin í skattkerfinu eigi sér um hluta stað hjá þessu sama fólki, ekið því sem aflar meðaltekna, er að meðalstórt húsnæði, á í venjulegri u með kostum hennar og göllum? örðum stolið úr vösum okkar t okkur það sanngjarnt að á sama tærstur hluti þessa fólks greiðir na og skyldur, af samviskusemi og sku, skuli líklega á milli 15 og 20 m vera stolið úr vasa þess á hverju ð af þeim sem telja sig hafa unnið l að vera stikkfrí í að afla teknanna vo sannarlega virkan þátt í að eyða a. með því að nýta sér mennta- og iskerfið? ð heildarskattsvik eru talin nema á g 20 milljörðum á hverju ári, sé mið- attsvikaskýrslu fjármálaráðuneytis og frameikning hennar. Þau nema sjöfaldri þeirri upphæð sem í heild nur til Félagsþjónustunnar í Reykjavík á ári hverju! Þetta er upphæð samsvarandi heildarskatttekjum Kópavogs í tvö og hálft til þrjú og hálft ár! Hún jafngildir um þrítug- til fertugföldu framlagi íslenska ríkisins til þeirra þjóða heims sem búa við kröppust kjörin. Er þetta veruleikinn sem við viljum? Þungar byrðar barnafólks ÍEr það viðunandi að einungis örfá prósent foreldra í sambúð njóti óskertra barnabóta og litlu fleiri einstæðir foreldrar? Er tekju- tenging bóta hjá þessum hópi skynsamleg og sé svo, nálgast hún það þá að vera réttlát? Tæplega, þvert á móti bendir margt til þess að skattlagning hjá þeim sem njóta með- altekna og lifa „venjulegu“ lífi með börnum sínum og maka sé komin út fyrir velsæm- ismörk. Hana þarf að taka til endurskoðunar. Ég tel að áhrif jaðarskatta séu að leika þenn- an hóp grátt og tími sé kominn til aðgerða. Það hefur tekist að draga úr tekjutengingu barnabóta á kjörtímabilinu en það þarf að ganga harðar fram í þeim efnum. Ég hef tak- markaða trú á að enn ein bótin á olnboga tekjuskattskerfisins sé lausnin sem við leit- um að. Það er kominn tími til að endurskoða kerfið frá grunni, enda ekki verið gert í ára- tugi. Hver eru markmiðin með kerfinu? ÍÉg er þeirrar skoðunar að nú sé tímabært að stjórnmálamenn leggi niður fyrir sér hvernig þeir vilja sjá skattkerfið þjóna fólk- inu í landinu. Hver eru markmiðin á tekjuöfl- unarhliðinni? Hvar viljum við afla teknanna? Hjá hvaða hópum samfélagsins helst? Hvað með tekjujöfnunina? Hvaða hópar í samfélagi okkar eru það sem helst þurfa á hjálparhönd að halda? Hvernig ætlum við að ná þessum markmiðum? Við tekjuöflunina þarf að herða mjög á eft- irfylgni við skattskil af öllum toga og auka þannig tekjurnar. Um leið mætti hugsanlega lækka verulega tekjuskatt einstaklinga. Við tekjujöfnunina kæmi til greina að hækka skattleysismörk en tæpast verður hvort tveggja gert. Fyrst og síðast þarf að horfa í auknum mæli til barnafjölskyldna og um- hverfis þeirra, þar kreppir skórinn verulega. Stokkum spilin og gefum að nýju ÍNiðurstaða mín er sú að kominn sé tími til að taka íslenska tekjuskattskerfið til gagn- gerrar endurskoðunar. Ég veit að ég er ekki einn um þá skoðun. Ég hef heyrt sérfræðinga í skattamálum halda því fram að ekkert skattkerfi standist til lengdar og algengur endingartími þeirra sé 15–20 ár. Að þeim tíma liðnum hafi viðkomandi þjóðfélag tekið svo miklum breytingum að skattkerfið gangi sér til húðar. Tíðar breytingar á viðkomandi kerfi sem miðast að lausn einangraðra verk- efna en ekki heildarlausnum ganga smám saman af kerfinu dauðu. Það verður að marg- höfða þurs sem snýst um sjálfan sig og skilar ekki þeim árangri sem við ætlumst til. Tekjuskattskerfið er komið til ára sinna og hefur hlotið margar skrámur og byltur á langri leið. Föt þess eru bæði rifin og tætt, stagbætt. Það er kominn tími á heildarend- urskoðun þess, einkum með hagsmuni barna- og fjölskyldufólks í huga. Mér finnst líklegt að komandi kosningar muni ekki síst snúast um þessi mál. ð að fótum fram? Morgunblaðið/Golli Höfundur er framkvæmdastjóri Framsóknar- flokksins og frambjóðandi í Reykjavík norður. ngt fjölskyldufólk, sem stritar daglangt til að afla sér húsnæðis og koma börnum skilnaði, raunverulega eða af hagkvæmniástæðum? spyr greinarhöfundur. ÞORGERÐUR Katrín Gunn- arsdóttir, þingkona Sjálfstæð- isflokksins, vakti máls á skóla- stefnu á þessum vettvangi nýverið. Virðist hún sakna meiri umfjöllunar um mismunandi rekstrarform í skólakerfinu og hvetur til fordómalausrar um- ræðu um skólamál. Fyllsta ástæða er til að taka undir að for- dómar eiga ekki að ráða för í um- fjöllun um þennan mikilvæga málaflokk. Ég held þó að færa megi gild rök fyrir því að umræð- ur um rekstrarform hafi yfir- skyggt önnur og ekki síður brýn og spennandi umhugsunarefni í skólamálum. Gríðarlegar breytingar hafa átt sér stað í innra starfi og stjórnun skóla án þess að það hafi náð broti af þeirri athygli sem réttmætt væri. Af stuttum kynnum af starfi í borgarstjórn hef ég sannfærst um að tvær grundvallarreglur sem þurfi að virða í umræðum um skólamál. Í fyrsta lagi, að falla ekki í þá gryfju að alhæfa um kennslu, kennsluaðferðir og skólahald út frá eigin reynslu. Í öðru lagi, að varast þá gryfju að leggja að jöfnu hugmyndir um breytt rekstrarfyrirkomulag ann- ars vegar og valfrelsi í skólastarfi og aukið sjálfstæði skóla hins veg- ar. Um fyrri regluna sannfærðist ég í haust þegar ég fór ásamt hverfaráði Árbæjar í yfirreið um hverfið. Í Árbænum eru þrír grunnskólar: Ártúnsskóli, Sel- ásskóli og Árbæjarskóli. Ártúns- skóla þekkti ég minnst. Þar hrif- umst við ekki síst af gestrisninni og hinum góða anda. Skólinn er augljóslega til fyrirmyndar í for- eldrasamstarfi eins og mán- aðarleg fréttabréf vitna um. Ég vissi fyrir að Selásskóli hefði af ýmsu að státa enda hafði yngri systir mín verið þar til tólf ára aldurs. Skólinn hefur lengi verið í fararbroddi í kennslu í framsögn og framkomu en þó eru umhverf- ismálin helsta rósin í hnappagat- inu. Selásskóli hlaut nýverið al- þjóðlega viðurkenningu á sviði umhverfismála. Um báða skólana mætti hafa langt mál um fjöl- margt sem til fyrirmyndar var. Mest áhrif á mig hafði þó heim- sóknin í Árbæjarskóla. Þar hafði ég sjálfur setið á skólabekk allan grunnskólann. Þar sannfærðist ég um að þótt ekki séu nema um 15 ár frá því ég lauk grunn- skólagöngu hefur á þeim stutta tíma orðið gjörbreyting á fjöl- mörgum sviðum í skipulagi náms og kennsluháttum. Ein af grundvallarspurningum nútíma skólastefnu hlýtur að vera þessi: Er hægt að veita fram- úrskarandi nemendum tækifæri til að rækta hæfileika sína til fullnustu en veita um leið þeim sem eiga erfiðara með bækurnar betri aðbúnað án þess að kostn- aður við skólakerfið rjúki upp úr öllu valdi? Breytt fyrirkomulag kennslu í Árbæjarskóla er til vitn- is um að þetta er hægt. Þeim þriðjungi nemenda í hverjum ár- gangi sem sýna áhuga og getu til að fara hraðar yfir námsefnið er kennt í stórum hópi, um 30 nem- enda bekk. Meginþorri hvers ár- gangs er í hefðbundnum hópum á hefðbundnum hraða þar sem um 20 er kennt í senn. Milli þessara hópa geta nemendur færst ef ár- angur gefur tilefni til. Ekki er minna um vert að nemendur í Ár- bæjarskóla geta valið allt að 50 valnámskeið, þar á meðal fjöl- marga framhaldsskólaáfanga, síð- ustu tvö ár sín í grunnskóla og þannig stytt leiðina til stúdents- prófs um allt að hálfu ári. Einn megin kostur þessa fyr- irkomulags kennslu er þó sá, að þeim nemendum, sem þurfa á auknum stuðningi að halda, er unnt að kenna í aðeins 10 manna hópum. Þannig hefur tekist að rækta hæfileika einstaklinga á þeirra eigin forsendum þótt bóknámið liggi ekki best fyrir þeim. Fjöl- mörg dæmi eru um einstaklinga sem hafa öðlast nýtt sjálfstraust og tekið stórstígum framförum með þessu atlæti í glímu við sífellt meira krefjandi verkefni. Í stað þess að brjóta niður er byggt upp. Við innleiðingu breytinganna þurfti Árbæjarskóli án efa að glíma við fordóma horfins tíma. Margir Íslendingar sitja eftir með sár frá þeim tíma að raðað var í bekki eftir getu. Skipulag kennsl- unnar í Árbæjarskóla er þó alls ekki afturhvarf til þess tíma tíma er skólakerfið raðaði börnum í bekki eftir getu í bekki A, B, C. Þetta sést á því að þeir sem þurfa sér- stakan stuðning eru ekki skildir eftir eða dæmdir úr leik einsog lenska var. Þvert á móti er hópur þeirra sem geta farið hraðast yfir stækkaður til að hæfileikum hinna sem hent- ar hið hefðbundna kennslufyr- irkomulag síður megi sinna. Í mínum huga eru skólarnir í Ár- bænum hver á sinn hátt til marks um skýra hugsun og fagleg vinnu- brögð ásamt því að vera meðal fjölmargra dæma um hvernig ein- stakir skólar í Reykjavík hafa nýtt sér stóraukið sjálfstæði til að innleiða nýjungar á umliðnum ár- um. Aftur að fordómum í umræðu um skólamál. Ég held að það sé hárrétt hjá Þorgerði Katrínu að stjórnmálamenn eru alltof fljótir ofan í skotgrafir þegar menntun ber á góma. Það er sjálfsagt að ræða rekstrarform og sækja hug- myndir til annarra landa í því sem vel er gert. Skotgrafirnar í þeirri umræðu felast þó ekki síst í því, að þeir sem halda fram kostum einkarekstrar vilja gjarnan líta fram hjá því að í Evrópu eru einkaskólar víðast hvar félagslega reknir í nafni einhverrar tiltek- innar skólastefnu eða hug- myndafræði. Sjaldnast er um gróðafyrirtæki að ræða og í fæst- um tilvikum fá slíkir skólar raun- ar að innheimta skólagjöld ef þeir fá opinbert fjármagn til jafns við opinbera skóla. Verst er þó ef til vill að alltof rík tilhneiging er til að líta fram hjá þeirri hljóðlátu byltingu sem orðið hefur und- anfarin ár hér á landi. Samfara umtalsverðri hækkun launa kenn- ara og umbótum í starfsaðstöðu þeirra hefur sjálfstæði skóla- stjórnenda verið aukið. Það er sannast sagna að skot- grafirnar lifa góðu lífi. Því er verr og miður. Mér segir svo hugur að ef Ár- bæjarskóli væri einkarekinn væri búið að skrifa síðu upp og síðu niður um þær umfangsmiklu um- bætur og uppbyggingarstarf sem þar hefur verið unnið á undan- gengnum árum. Án efa hefðu þær verið raktar til kosta breytts rekstrarforms. Ef Árbæjar- skóli væri einkarekinn… Eftir Dag B. Eggertsson ’ Sjálfstæði í starfiog stjórnun grunn- skóla hefur stóraukist á undanförnum ár- um. ‘ Höfundur er læknir og borgar- fulltrúi. dagur@reykjavik.is ÚRSKURÐUR Jóns Kristjánssonar, setts umhverfisráðherra, um Norðlinga- öldulón markar viss tímamót í umræðunni um virkjanakosti hér á landi. Í honum er friðlýsing Þjórsárvera viðurkennd, for- takslaust, og þar með náttúruverndargildi þeirra. Staðið er við alþjóðlegar skuld- bindingar Íslands samkvæmt Ramsar- samþykktinni um verndun votlendis og Bernarsamninginn um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða þeirra. Að auki vekur athygli að rannsóknaskylda ráðherrans hefur verið útfærð til hins ýtr- asta í úrskurðarferlinu. Síðast en ekki síst tekur ráðherrann skýra pólitíska ákvörð- un um að friðlandið í Þjórsárverum skuli ekki skert og er sú ákvörðun lögð til grundvallar í starfi sérfræðinganna sem kallaðir voru til aðstoðar við settan um- hverfisráðherra. Niðurstaða Jóns Kristjánssonar er varnarsigur í baráttunni fyrir verndun ósnortinna víðerna. Það er ástæða til þess að gleðjast yfir því að áratugalöng barátta náttúruverndarsinna og þrýstingur á stjórnvöld bæði hér heima og erlendis frá skuli hafa haft tilætluð áhrif á íslensk stjórnvöld. Ég leyfi mér þó að fullyrða að engrar stefnubreytingar er að vænta á þeim vikum sem ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks á eftir ólifað í virkj- ana- og stóriðjumálum. Í þetta sinn skiptir mestu um niðurstöðuna skýr afstaða og fagleg vinnubrögð setts umhverf- isráðherra. Settur umhverfisráðherra hefur tekið af skarið um verndun Þjórsárvera og gildi friðlýsingarinnar sem samið var um árið 1981. Það með hefur honum tekist að kippa málinu í heild upp úr áratuga göml- um farvegi hatrammra deilna milli Lands- virkjunar og Náttúruverndarráðs, nú Um- hverfisstofnunar, um hvort fyrirhugað lón Landsvirkjunar við Norðlingaöldu myndi skerða náttúruverndargildi veranna óhæfilega eður ei. Landsvirkjun hefur alltaf túlkað samninginn um verndun Þjórsárvera sem leyfi til þess að fara í Norðlingaölduveitu en náttúruvernd- arsinnar hafa að sjálfsögðu bent á þá ein- földu og skýru staðreynd að samkvæmt samkomulaginu þurfti samþykki Nátt- úruverndar ríkisins til verksins. Það fékkst ekki á síðasta ári þegar umhverfis- áhrif tillögu Landsvirkjunar voru metin. Við blasir að gera þarf ítarlegar rann- sóknir á hinum nýja veitukosti. Þær munu fara fram í sumar og Landsvirkjun mun væntanlega kveða upp úr um hagkvæmni framkvæmdarinnar næsta haust. Við þær rannsóknir þarf sérstaklega að huga að áhrifum setlónsins á grunnvatnsstöðu ver- anna og áhrif tengingarinnar við Kvísla- veitu 6. Skýr pólitísk fyrirmæli og fagleg vinnu- brögð hafa kallað fram nýja hugsun, nýjar lausnir, sem sæmileg sátt ætti að geta náðst um í samfélaginu. Enn er þó ólokið því stóra og mikilvæga verkefni að ljúka gerð rammaáætlunar um nýtingu vatns- afls og jarðvarma hér á landi. Ég geri mér enn vonir um að sú áætlun geti orðið grunnur að lýðræðislegri umræðu og ákvarðanatöku um forgangsröðun virkj- anakosta á Íslandi. En eftir stendur sú nöturlega staðreynd að það var ekki hinn eiginlegi umhverfisráðherra landsins, Siv Friðleifsdóttir, sem kvað upp úr um gildi friðlandsins í Þjórsárverum, heldur kollegi hennar í heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytinu. Þjórsárver Eftir Þórunni Sveinbjarnardóttur Höfundur er þingkona fyrir Samfylkinguna. ’ Skýr pólitísk fyrir-mæli og fagleg vinnu- brögð hafa kallað fram nýja hugsun, nýjar lausn- ir, sem sæmileg sátt ætti að geta náðst um í sam- félaginu. ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.