Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 20
MINNINGAR 20 MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN HINN 4. febrúar 2003 skilaði Lára V. Júlíusdóttir, hrl. og settur saksóknari, til dómsmálaráðherra skýrslu sinni í máli Magnúsar Leó- poldsonar. Rannsökuð voru tildrög þess, að Magnús var á sínum tíma grunaður um aðild að hvarfi Geir- finns Einarssonar í Keflavík og lát- inn sæta gæsluvarðhaldi vegna þess á fyrri hluta árs 1976. Hinn setti saksóknari og aðstoð- armaðurinn Baldvin Einarsson lög- reglumaður hafa að mínum dómi sóma af rannsóknarverki sínu. Víða hefur verið leitað fanga og í skýrsl- unni koma fram töluverðar nýjar upplýsingar um ýmsa þætti máls- ins. Er enginn vafi á að af heil- indum hefur verið unnið. Fyrir utan að birta í skýrslunni frásögn af efni rannsóknarinnar birtir saksóknarinn þar einnig svo- nefndar lokaniðurstöður hennar. Þar er að finna ályktanir saksókn- arans af þeim rannsóknarefnum sem grein er gerð fyrir í skýrslunni. Ekkert er athugavert við þetta, þó að verkefni saksóknarans hafi verið bundið við að rannsaka en ekki að álykta um niðurstöður. Allt að einu er fróðlegt að fá að kynnast þessum ályktunum saksóknarans. Þær hafa hins vegar ekkert réttarlegt gildi, enda hafði saksóknaranum ekki verið falið að fella neina dóma yfir mönnum eða málefnum. Þeir sem kynna sér efni skýrslunnar geta því sjálfir myndað sér skoðanir um nið- urstöður hennar sem í sjálfu sér geta haft jafn mikið gildi og þær ályktanir sem saksóknarinn birtir. Ég er til dæmis ekki sammála sumum ályktunum saksóknara. Á bls. 97–98 í lok skýrslunnar er kafli sem ber heitið „Lokaniðurstöður rannsóknarinnar“. Eftir mínum kokkabókum hefði hann getað hljóðað svo (tilgreining rannsókn- arefna er sú sama og í lokakafla skýrslunnar): „VIII. Lokaniðurstöður rann- sóknarinnar Rannsóknartilvik 1 - Aðdragandi þess að gerð var leirmynd, sem byggð var á lýsingu vitna á manni sem kom í Hafnarbúðina í Keflavík þann 19. nóvember 1974 og hvernig staðið var að gerð hennar. Vafi virðist leika á, hvort um- rædd leirmynd hafi verið gerð eftir fyrirsögn sjónarvotta. Að minnsta kosti hefur Guðlaug Konráðs Jón- asdóttir, starfsmaður í Hafnarbúð- inni, ekki kannast við að hafa verið höfð með í ráðum við gerð hennar. Í skýrslunni (bls. 22) er komist að þeirri niðurstöðu, að stúlkurnar í Hafnarbúðinni, eins og sjónarvott- arnir hafa verið nefndir, hafi í raun einungis verið ein afgreiðslustúlka, Guðlaug Konráðs Jónasdóttir, en ekki tvær eins og oft hefur komið ranglega fram í opinberri umfjöllun um málið. Vitni hafa sagt, að mynd af Magnúsi Leópoldssyni hafi verið komin í hendur rannsóknarmanna áður en leirmyndin var gerð. Aðrir hafa neitað þessu. Teiknari hefur borið, að hann hafi verið beðinn um að teikna inn á mynd, sem hann tel- ur að hafi verið af Magnúsi, þannig að hártoppur lægi lengra niður á enni viðkomandi og hárið yrði aukið í vöngunum (bls. 27). Þá kemur fram í skýrslunni (bls. 45), að talið hafi verið í lagi að birta leirmynd- ina, þó að vitni hefðu talið hana ólíka þeim myndum sem gerðar hefðu verið eftir fyrirsögn þeirra. Þetta hafi verið gert, þar sem ekki hafi verið talið að unnt yrði að kom- ast nær lýsingu á manninum. Niðurstaðan um gerð leirmynd- arinnar er sú, að gerð og birting hennar geti ekki talist hafa verið forsvaranleg út frá hagsmunum rannsóknarinnar. Þvert á móti er líklegt að birting hennar hafi skað- að rannsóknina, þar sem hún gat verið til þess fallin að leiða hana á ranga braut auk þess sem hún gat villt um fyrir þeim, sem kynnu að hafa séð manninn. Er vandséð, hvaða tilgangi birtingin átti að þjóna. Ekki verður þó talið að við rannsóknina hafi sannast lögfullri sönnun, að fyrir rannsóknaraðilum hafi vakað að láta leirmyndina líkj- ast Magnúsi Leópoldssyni. Rannsóknartilvik 2 - Tildrög þess að nafn Magnúsar Leópoldssonar kom fram í rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálum sem leiddi til handtöku hans í janúar 1976. Ljóst er að Klúbburinn kom við sögu strax á fyrstu dögum Kefla- víkurrannsóknarinnar. Á sama tíma var verið að rannsaka á Suðurnesj- um smygl á spíra, sem rannsak- endur töldu að tengst gæti veitinga- húsinu Klúbbnum, þar sem Magnús Leópoldsson var framkvæmda- stjóri. Við þá rannsókn störfuðu að hluta sömu menn og önnuðust rann- sóknina á hvarfi Geirfinns Einars- sonar. Svo sem greinir í niðurstöðu rannsóknartilviks 1, virðist hug- mynd þeirra um að Magnús Leó- poldsson kynni að tengjast manns- hvarfinu, hafa verið komin til strax á fyrstu dögum rannsóknarinnar. Þeir hafa bent á, að í ljós hafi kom- ið, að Geirfinnur Einarsson hefði lagt leið sína í veitingahúsið tveim- ur kvöldum áður en hann hvarf og rætt þar við óþekktan mann. Lög- reglan leitaði þessa manns og lýsti eftir honum í fjölmiðlum. Þetta gaf þó auðvitað ekkert tilefni til að tengja mannshvarfið við fyrirsvars- menn þessa veitingahúss. Eftir birtingu leirmyndarinnar virðist aðeins ein ábending hafa komið um Magnús Leópoldsson, en ekki fjöldi ábendinga svo sem kom- ið hefur fram í opinberri umræðu af hálfu rannsóknaraðila í Keflavík, sjá bls. 48 í skýrslunni. Svo sem nefnt er á bls. 42 virðast rannsókn- araðilar í Keflavík hafa misst tökin á samskiptum sínum við fjölmiðla vegna rannsóknarinnar. Liggur fyr- ir, að svo sterkur orðrómur mynd- aðist um ætlaða aðild Magnúsar Leópoldssonar og Sigurbjörns Ei- ríkssonar, eiganda Klúbbsins, að hvarfi Geirfinns Einarssonar, að þeir sáu sig knúna til að rita dóms- málaráðherra tvívegis bréf af þessu tilefni í febrúar 1975. Af þessari atburðarás má álykta sem svo, að lögreglan í Keflavík hafi átt þátt í því að þessi orðrómur myndaðist. Hins vegar virðist málið aldrei hafa komist svo langt við rannsóknina, að Magnús væri form- lega grunaður um mannshvarfið, enda verður ekki séð að nein hald- bær rök hafi staðið til þess. Nið- urstaðan um þetta er sú, að ekki hafi sannast við þessa rannsókn nein lögbrot lögreglunnar í Keflavík í þeim málefnum sem hér um ræðir. Á hinn bóginn megi telja líklegt, að gáleysislegt samband þeirra við fjölmiðla hafi átt mikinn þátt í að mynda þann sterka orðróm sem myndaðist í samfélaginu um að Magnús Leópoldsson og Sigurbjörn Eiríksson tengdust málinu. Þar geta tæpast aðrar skýringar komið til. Tildrög þess, að Magnús Leó- poldsson var handtekinn í janúar 1976 voru rangar sakargiftir þriggja einstaklinga sem síðar urðu sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Við rannsóknina hefur ekkert komið fram, sem bendir til þess, að lögreglumenn eða aðrir sem þá rannsökuðu málið, hafi átt þátt í að sá framburður varð til. Líklegast er að hann hafi, að því er Magnús Leópoldsson og Sigurbjörn Eiríksson snertir, verið sprottinn úr þeim orðrómi sem myndaðist í upphafi rannsóknarinn- ar í Keflavík. Rannsóknartilvik 3 - Ástæður þess að gæsluvarðhaldsvist Magn- úsar Leópoldssonar stóð svo lengi sem raun varð á í ljósi þeirra gagna sem þá lágu fyrir í málinu. Þegar hinar röngu sakargiftir voru bornar fram, hefðu rannsak- endur átt að hafa í huga, að þær kynnu að vera tortryggilegar vegna þeirra kringumstæðna sem fyrr er lýst. Þetta hefði átt að auka mönn- um varfærni við rannsóknina. Allt að einu er ljóst, að ríkir hagsmunir af rannsókn alvarlegs sakamáls lágu til grundvallar aðgerðum lög- reglunnar er Magnús Leópoldsson og hinir mennirnir þrír voru hand- teknir og úrskurðaðir í gæsluvarð- hald. Engar haldbærar sannanir á hendur þeim komu fram eftir þetta. Það var brýn skylda rannsakenda að rannsaka málið af fullum krafti meðan mennirnir voru sviptir frelsi sínu. Svo sem fram kemur í skýrsl- unni á bls. 96 var rannsóknin und- irmönnuð. Þá liggur fyrir að gríð- arlegur þrýstingur frá fjölmiðlum og stjórnmálamönnum var á þeim sem að rannsókninni unnu. Án efa hefur það haft áhrif á gang mála. Það er álit saksóknara, að ekki hafi verið unnið af forsvaranlegum krafti að rannsókninni þann tíma sem gæsluvarðhaldið stóð. Hafi þetta haft þau áhrif að Magnúsi Leópoldssyni og hinum mönnunum þremur hafi verið haldið í gæslu- varðhaldi mun lengur fyrir vikið en nauðsyn bar til.“ Lýkur þar með lokakafla mínum. Ég tek fram, að tekið er á móti stefnum í meiðyrðamálum á skrif- stofu minni að Skólavörðustíg 6B, Reykjavík alla virka daga á tíma- bilinu frá kl. 9 árdegis til kl. 17 síð- degis. NÝR LOKAKAFLI Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson „Eftir mínum kokkabók- um gæti lokakaflinn í skýrslu setts saksókn- ara hljóðað svo.“ Höfundur er hæstaréttarlögmaður.Síðumúla 24 • Sími 568 0606 Borð 184x108 cm 6x leðurstólar Tilboð 189.000,- Olga borðstofusett Mörkinni 3, sími 588 0640 Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15 Húsgögn Sérpantanir Að vera sjálfum sér nægur, að vera sam- kvæmur sjálfum sér, að vera ekki upp á aðra kominn, að vera skuld- laus, felur í sér frelsi. Þetta frelsi var hans, hans viðhorf og eðli. Afi vildi síður þurfa að biðja menn um aðstoð en var þó sjálfur bóngóður maður sem gladdi aðra. Heima í Hofsósi gladdi hann okkur barnabörn sín með því að gauka að okkur karamellum og öðru slíku. Með árunum bauð hann oft hákarl og var þá gengið út í skúrinn sem er eins og manngengur verkfærakassi. Þar kennir ýmissa að grasa og mörgu ægir saman. Lyktin er sam- bland af hákarli, timbri, sementi, málningu, notuðum reiðtygjum og öðru sem þar á heima. Þessi lykt er og verður hvergi annars staðar. Afi var hestamaður af lífi og sál. Hestar og umgengni við þá veittu honum hamingju. Hann talaði mikið um hesta og þótti óhemju vænt um þá. Um tíma fóstraði hann hina frægu Ragnars Brúnku sem er lík- lega ein mesta kynbótahryssa ís- lenska hrossastofnsins fyrr og síðar, það þótti honum mikið lán. Hins veg- ar varð hann fyrir því óláni að heimta ekki mertryppi undan henni af fjalli eitt árið en það var eina afkvæmið sem hann eignaðist undan henni. Ragnars Brúnka var honum mjög eftirminnilegt reiðhross þá hældi hann mikið Dísu Gránu. Marga góða hesta hafði hann átt. Þá átti hann oft FRIÐBJÖRN ÞÓRHALLSSON ✝ Friðbjörn Þór-hallsson fæddist í Miklabæ í Óslands- hlíð í Skagafirði 23. júlí 1919. Hann lést á sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki 8. janúar síð- astliðinn og var útför hans gerð frá Hofs- ósskirkju 18. janúar. rauðblesótta klára sem hann kallaði alltaf Blesa. Þann síðasta þeirra lagði hann á flugskeið að vorlagi við Hofsós. Þá var afi um áttrætt. Þegar hann hætti með hrossin fylgdi því tregi, sökn- uðurinn var svo mikill að hann gat átt erfitt með að tala um hross eftir það. Glettni og saklausa stríðni átti afi í ríkum mæli. Hann hafði góða frásagnargáfu. Minnis- stæðar eru stundir við eldhúsborðið á Kirkjugötunni þar sem hann sat við borðsendann og sagði sögur. Hann hló oft dátt af því sem hent getur í mannlegu félagi. Þann svip man maður. Við krakkarnir fylgd- umst líka grannt með því þegar hann ók bílnum sínum og tók beygjurnar, sá svipur gleymist heldur ekki, hann vissi að við höfðum gaman af því. Hraustmenni var afi allt til hinsta dags, vann daga langa nánast alla sína tíð og vann fyrir heimili foreldra sinna ungur að árum enda fyrir stóru heimili að sjá. Þann dag sem hann kvaddi leit hann vel út, var hraust- legur, andlitið var frekar brúnleitt enda marga sólskinsdagana lifað í Skagafirðinum, honum leið ekki illa. Bjössi Þórhalls ríður upp bakkann fyrir ofan stuðlabergið við Hofsós á rauðblesóttum. Hann er lagður af stað, brátt mun hann finna fjörtök stinn á ný, klárinn freyðir undan mélunum og vefur sig upp á hægt töltið. Það kastar toppi og hann er með derhúfuna með dúsknum ofan á, í heiðríkjunni. Á ferð sinni verður honum hugsað heim til Hofsóss og til síns fólks eins og alltaf. Minning góðs drengs lifir. Með þökk og kveðju. Lárus D. Pálsson. Mikill töframaður og lífskúnstner hefur lokið sinni vegferð og kveður háaldraður. Mig rámar í Þórð Halldórsson vest- ur í Hofgörðum á fyrstu árum fjórða áratugarins. Hann kom þá stundum við eins og fleiri ferðamenn hjá foreldr- um okkar sem þar bjuggu þá. Síðan hafa, með stundum löngu millibili, skarast leiðir okkar og oftast fyrir vestan. Þó man ég eftir honum gesti í Rotaryklúbbnum í Borgarnesi og hann skemmti okkur vel, hefði honum ekki verið skammtaður tími, hefðu honum örugglega enst sagnir og vísur fram á nótt. Á Arnarstapa hitti ég hann einu sinni hjá þeirri góðu konu Margréti frá Öxnafelli og þannig fór að þau samein- uðu sín heimili og hjá henni hefur Þórði eflaust liðið best af sínum æviskeiðum og saman voru þau uns Margrét lést. Svo rakst maður á Dodda hist og her um nesið, heima á Hellnum hjá frænd- fólki hans sem um árabil var hluti minnar fjölskyldu, stundum stoppaði maður og þekkti scoutinn hans, jafnvel á leyndum stað þar sem hann náði í lindarvatnið sitt, við fórum saman í róður og þá tók ég eftir að Doddi var eitthvað að laumast með flösku, hélt hann ætti kannski afréttara en þegar til kom bauð hann okkur bara lindar- vatn og fullyrti að væri margfalt betra ÞÓRÐUR HALLDÓRSSON ✝ Þórður Halldórs-son fæddist í Bjarnafosskoti í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi 25. nóvem- ber 1905. Hann lést á Dvalarheimilinu Hlíð 10. janúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Hellna- kirkju á Snæfellsnesi 18. janúar. við bæði sjóveiki og timburmönnum en nokkurt brennivín. Doddi var góður hag- yrðingur og hann skrif- aði nokkrar bækur og líklega hefur hann grætt á því peninga og verið múraður um skeið, því hann tók upp á að kaupa sér splunkunýjan jeppa. Maður tapaði niður að þekkja Dodda á nýjum jeppa en það mál bjarg- aðist furðu fljótt, því hann skilaði aftur þeim nýja og ók scoutinum meðan hann var viðloðandi nesið, það var honum líkt að láta ekki um of glepj- ast af einhverjum nýjum vitleysum. Enn hve maður las með áfergju skrifin hans, frásagnir af draugum og öðrum undrum á nesinu sem allir höfðu nú heyrt um en enginn þóttist trúa og flestir vændu Þórð um að ljúga öllu saman. Sjálfur hef ég persónulega reynslu af tilvist eða návist einhverra þeirra afla sem á nesinu hafa áhrif og rengi ekkert sem Þórður sagði, þykist ekki hafa vitsmuni til að halda því fram að það sem maður ekki sér beint eða skil- ur sé ekki til. Það getur hver sem vill þóst vita betur en við, hverjir vita þá best? Stundum sótti ég málverkasýn- ingarnar og dáðist að sumum verkun- um, skrítnum. Þegar styttist ævitíminn verður maður að sjá á eftir flestum sem verið hafa hluti tilverunnar og margra er að sakna að vestan. Ég tel upp á að tröll og álfar og for- ynjur allar þar á milli fagni Dodda nú, þegar hann gengur í jökulinn okkar. Ég votta aðstandendum Þórðar Hall- dórssonar innilega samúð við burtför hans. Helgi Ormsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.