Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 23
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 23 Lokað Vegna útfarar SIGURÐAR SIGURÐSSONAR forstjóra okkar höfum við lokað á morgun, þriðjudaginn 11. febrúar. Loftorka, Reykjavík. Hjartans þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför okkar elskulega föður, tengdaföður og afa, INGVARS N. PÁLSSONAR. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki líknar- deildar Lanndspítalans í Kópavogi. Kristinn Páll Ingvarsson, Ásta Sigvaldadóttir, Elísabet Ingvarsdóttir, Sverrir Friðþjófsson, Þórir Ingvarsson, Hjördís Tómasdóttir, Steinunn B. Ingvarsdóttir, Brynjar Einarsson og barnabörn. Það er vetur og gaddur úti, en það er ekki bara kalt úti, það er líka kalt inni í mér. Í morgun fékk ég upphringingu frá föður mínum, sem færði mér þær fréttir að frændi minn og vinur, Sig- fús Ólafsson, væri allur. Það eru ekki margir dagar síðan við pabbi heimsóttum frænda okkar á Líknardeild Landspítalans, þannig að mér mátti ljóst vera hvert stefndi. Þó er það einhvern veginn erfitt að sætta sig við slíkar fréttir og margar spurningar um lífsgátuna leita á hugann. Hvers vegna núna? Hann sem lifði svo reglusömu lífi. Við slíkum spurningum er ekki til neitt einhlítt svar, skiptir þá litlu hvort maður hvíslar eða hrópar í angist út í myrkrið. Fallinn er frá fyrir aldur fram frændi minn og vinur, Sigfús Arnar Ólafsson frá Gröf á Höfðaströnd. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í sveit á sumrin hjá Svanhildi og Ólafi, foreldrum Sigfúsar, frá 7 til 13 ára aldurs. Gestkvæmt var á heimili þeirra Svanhildar og Ólafs og oft glatt á hjalla, sérstaklega þegar systkini Svönu komu í heimsókn. Ég minnist þess hve spenntur ég var þegar þeir bræður Jón og Sigfús komu heim frá námi á sumrin, en það var gjarnan ávísun á eitthvert sprell. Einhver eftirminnilegasta sýn sem brenndist í huga minn sem drengur í sveit í Gröf, var Sigfús á skeiði á Faxa sínum þar sem þeir liðu yfir móa og mela fyrir sunnan túnið og var þar ekki allt slétt yfirferðar. Eftir þetta skildi ég hvað átt var við þegar sagt var að hestur og mað- ur rynni saman í eitt, þannig hafði hann feiknagóð tök á hestum og léku einnig aðrir hlutir í höndunum á Sig- fúsi frænda mínum. Eftir að Sigfús kom frá Dan- mörku, menntaður í búvísindum, vann hann sem kennari við bænda- skólann á Hólum í Hjaltadal, en þangað flutti Svanhildur móðir hans þegar Ólafur féll frá. Sigfús vann sem búnaðarráðu- nautur á sumrin og fengum við Edda frænka mín stundum að fara með Sigfúsi á sveitabæi í Skagafirði og höfðum það starf að aðstoða við að taka jarðvegssýni úr túnum, en sýn- in voru send til greiningar þannig að hægt væri að veita bændum ráðgjöf um áburðarnotkun. Ég var einnig nokkra sumarmán- uði hjá Svanhildi, ömmusystur minni á Hólum, og fylgdi Sigfúsi frænda mínum þá eftir við rannsóknarstörf- in og skottaðist í kringum Siggu frænku sem sá um sumarhótelið á Hólum. Með árunum urðu samverustund- irnar færri, en tengslin alltaf til stað- ar. Sigfús kom t.d. með Gunnari og Kiddu í heimsókn til okkar Brynju þegar við bjuggum í Árósum á náms- árum mínum og voru það miklir fagnaðarfundir. Frá Hólum lá leiðin suður á Hlíð- arveginn í Kópavogi og þegar Edda las læknisfræðina tók Sigfús sig til og tók próf í efnafræði með systur sinni sem var aðalsían í læknisfræð- ina ásamt því að stunda sjálfur kennslu. Að loknu prófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands sérhæfði Sigfús sig í heimilislækningum í Svíþjóð og sett- ist að á Hólmavík. Ég heyrði viðtal við Sigfús í útvarpi þar sem hann lýsti því hvernig hann ferðaðist á vetrum á gönguskíðum til þess að geta þjónað sjúklingum á Ströndum við erfiðar aðstæður. SIGFÚS ARNAR ÓLAFSSON ✝ Sigfús ArnarÓlafsson fæddist 13. mars 1941 í Gröf á Höfðaströnd í Skagafirði. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 30. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Digraneskirkju í Kópavogi 7. febrúar. Þá var ég stoltur að eiga fyrir frænda, mann sem ekki kallaði eftir athygli fyrir að vinna ábyrgðarfullt starf af mikilli alúð og samviskusemi. Sigfús átti skjól hjá bróður sínum Jóni og konu hans, Ingu Svövu, í veikindum sínum, en Inga Svava hafði sjálf gengið í gegnum erfiða aðgerð og því miklar byrðar á þau lagðar í veikindum frænda míns. Ég heimsótti Sigfús til Jóns rétt fyrir jólin og þrátt fyrir að honum liði ekki alltof vel þá gátum við samt gert að gamni okkar og þannig var það þegar við hittumst, að alltaf gát- um við spjallað um alla heima og geima alveg eins og við hefðum hist í gær. Með þessum fátæklegu orðum kveð ég þig, vinur minn, og bið góðan Guð að blessa minningu þína og veita systkinum þínum og fjölskyldum þeirra styrk í sorginni. Björn Sverrisson, Stykkishólmi. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Þessi orð úr Hávamálum eiga vel við Sigfús frænda minn, enda hygg ég að hans sé einungis hægt að minn- ast að góðu, slíkur drengur var hann. Hann lést úr lungnakrabbameini langt fyrir aldur fram og er það okk- ur sem eftir sitjum bæði óskiljanlegt og óásættanlegt, hann átti svo margt ógert. Sigfús sem lifði eins heil- brigðu lífi og hægt var að hugsa sér, stundaði íþróttir alla tíð, hlaup, fót- bolta, skíði, golf o.fl. Og aldrei hafði hann reykt. Engin svör fást. Við Sigfús vorum systrabörn og ekkert nema sólskin yfir endurminn- ingum æskuáranna. Heimurinn var ekki stór þá, náði frá Siglufirði til Hofsóss og inn í Gröf og upp á Krók og farið var annaðhvort með rútu eða mjólkurbílnum. Gröf var miðstöð fjölskyldunnar og ógleymanleg kæt- in og gleðin er Grafarsystkinin hitt- ust og við krakkarnir alltaf með. Þannig eru þau bönd sem bundust strax í æsku órjúfanleg. Sigfús var afburða námsmaður og fór ótrúlega létt með nám, minnið einstakt, hægt að fletta upp í honum eins og alfræðiorðabók. Sigfús var í námi í Danmörku á sama tíma og við hjónin og Gunnar bróðir og Kristín og styrktust þá ættarböndin enn frekar. Það sem tengdi Sigfús þó mest við frændgarðinn var uppbygg- ing gamla hússins í Gröf. Það var ótrúleg bjartsýni að ætla sér það mikla verk, en sem betur fer var hann ekki einn og tel ég að ekki sé á nokkurn hallað þótt ég nefni að þar hafi fremstir farið með Sigfúsi tveir bræðra minna, Sigfús Agnar sem lést fyrir tæpum tveim árum, einnig úr lungnakrabba, og Gunnar sem hefir verið hægri hönd Sigfúsar ásamt Jóni bróður hans. Þá eru ótaldir allir þeir sem unnu sleitulaust að endurbyggingu hússins, sem nú er eins og höll að okkur finnst. Nú hefir ský, stórt, stórt ský, dregið fyrir sólu og finnst okkur Birni og börnum okkar nú að varla sé hugsanlegt að vera í Gröf án Sigfús- ar. Hann var í sínu húsi, við í gamla húsinu, og kom svo í kaffi og mat og var með okkur eða öllu heldur við með honum. Dýrmætar minningar eigum við frá síðasta sumri er við dvöldum í tæpan hálfan mánuð með Sigfúsi. Hann var orðinn fársjúkur en fékk Björn með sér í vinnu og smádútl á hverjum degi. Ógleyman- legur er sólskinsdagurinn er hann treysti sér í golf á Krókinn með Birni og litli Björn fór með og dró kerruna hans. Svo í kaffi til Lenu á eftir. Við fórum í jeppatúr um landareignina og var Sigfús uppspretta enn meiri fróðleiks. Yndislegar stundir áttum við saman í Grafarkirkju, með bæn, ósk og von um bata. Það sýnir e.t.v. best hversu samofinn Sigfús var allt- af dvöl okkar í Gröf, að er hann var látinn reyndi dóttir okkar varfærn- islega að útskýra það fyrir litla Birni. Hann var þögull og miður sín en sagði svo: „mamma, getum við þá aldrei farið aftur í Gröf fyrst Fúsi frændi er þar ekki lengur“? Sigfús bar ekki áhyggjur sínar á torg, hann talaði við okkur um veikindin, enda sem læknir vitað að hverju stefndi. Gröf var efst í huga hans og enn meiri lagfæringar, en eftir að hann var orðinn of veikur til að dvelja þar eða á Blönduósi, þar sem hann var læknir, átti hann athvarf hjá Jóni bróður sínum og Ingu Svövu og Hildi dóttur þeirra. Það var gott athvarf og afar vel um hann hugsað. Þau opnuðu ekki einungis heimili sitt fyr- ir honum, heldur öllum þeim sem vildu heimsækja hann og fylgjast með honum, og verður það seint full- þakkað. Við Björn og fjölskylda okk- ar vottum þeim svo og systrunum Eddu og Siggu og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð og biðjum al- góðan Guð að gefa þeim öllum styrk. Fúsa frænda þökkum við allar góðar samverustundir og biðjum honum Guðs blessunar í nýjum heimkynnum. Anna Sigríður Árnadóttir. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Um frænda minn Sigfús Ólafsson, ávallt kallaður Fúsi, gildir að um ókomin ár mun orðstír hans lifa með- al okkar sem kynntumst honum. Þar fór einstakur maður sem ættingjar hans og vinir munu sakna sárt, eina huggunin felst í því að vel mun tekið á móti honum á himnum. Ég leit allt- af upp til Fúsa, hann var gáfaður maður og kunni vel með það að fara. Fúsi var ávallt kenndur við Gröf á Höfðaströnd, þar sem hann fæddist og ólst upp. Svo mikils virði var jörð- in Gröf honum að hann lagði á sig ómælda vinnu við að eignast jörðina, byggði þar stórt hús er hann dvaldi í eins mikið og honum var unnt. Auk þess gerði Fúsi með aðstoð okkar ættingja hans og venslafólks gamla húsið upp, þar lagði hann raunar mest fram sjálfur. Í gamla húsinu sem orðið er sem nýtt höfum við ætt- ingjar hans notið þess að dvelja, vikutíma undanfarin sumur. Í Gröf verða fullorðnir börn á ný við leiki, spil og samveru í fallegu umhverfi Skagafjarðar. Öll börnin okkar voru börnin Fúsa, þau þekktu hann öll, hann fékk þeim hlutverk í sveitinni, t.d. að reka kindur úr túninu, passa lykilinn að bænhúsinu, vökva garð- inn, loka hliðinu o.fl. Vera okkar í Gröf hefur eflt fjölskylduböndin og styrkt ættjarðarástina. Slíkur rausn- arskapur sem Fúsi bjó yfir er fá- heyrður, saga hans mun lifa mann fram af manni innan fjölskyldunnar. Vonandi getum við ættingjar Fúsa haldið minningu hans á lofti með því að halda áfram því merkilega starfi sem hann hóf í Gröf. Fyrir hönd konu minnar Guðrún- ar Bjargar Magnúsdóttur og barna minna votta ég systkinum Fúsa, þeim Jóni, Sigríði, Eddu og öðrum aðstandendum samúð okkar. Að- dáun vakti alúð Ingu Svövu, Jóns og Hildar síðustu misserin í lífi Fúsa. Góður Guð styrki ykkur. Árni Sverrisson. Hann leit á mig rannsakandi og brosti svolítið kankvís þegar ég hitti hann í fyrsta sinni á heimili móður sinnar, Svanhildar Sigfúsdóttur. Ég kom þar sem tilvonandi tengdasonur inn á heimili fjölskyldu sem hafði þurft að standa saman gegnum þykkt og þunnt eftir að þau brugðu búi í Gröf tíu árum áður. Sigfús hafði reynst móður sinni stoð og stytta öll þessi ár og gengið yngstu systur sinni nánast í föðurstað. Hann var ekki margmáll að eðlisfari, en maður fann fljótt við nánari kynni hversu traustur maður hann var og gott að vera í návist hans. Hann var afskap- lega glöggur maður og fróður um menn og málefni. Sigfús átti sér frekar óvenjulegan starfs- og námsferil. Eftir að námi í bændaskólanum á Hólum lauk 1959 lá leiðin til Danmerkur þar sem hann stundaði nám í búnaðarfræðum og útskrifaðist frá Búnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn sem búfræði- kandidat árið 1965. Eftir margra ára starf sem kennari á Hólum og í Reykjavík hélt hann enn til Dan- merkur og lauk licentiat-prófi í jarð- vegsfræðum árið 1974. Hann starf- aði eftir það í mörg ár sem kennari við Bændaskólann á Hvanneyri og sem jarðræktarráðunautur hjá Bún- aðarfélagi Íslands. Það kom eflaust mörgum sérkennilega fyrir sjónir að eftir margra ára nám í búnaðarfræð- um skyldi Sigfús söðla um, þá 37 ára gamall, og hefja nám í læknisfræði. Þetta hafði reyndar alla tíð blundað í honum, en aðstæður á hans yngri ár- um ollu því að búnaðarfræði urðu fyrir valinu. Áhuginn fyrir læknis- fræðinni kviknaði fyrir alvöru á ný þegar að hann hafði fylgst með námi yngstu systur sinnar í læknisfræði um nokkurt skeið. Ég minnist þess að mér kom það afar spánskt fyrir sjónir að fyrstu árin í læknisfræðinni sá ég hann sjaldan líta í bók þótt ég væri nær daglegur gestur á heim- ilinu. Í ofanálag var hann í hálfri stöðu sem ráðunautur og sinnti því starfi af mestu samvisku. Hann út- skrifaðist með glæsibrag 1984, þá 43 ára gamall. Ég held mér sé óhætt að segja að eftir að hann söðlaði um yfir í læknisfræði hafi hann notið hvers dags bæði í námi og starfi sem lækn- ir. Að afloknu sérfræðinámi í heim- ilislækningum frá Svíþjóð réðst hann til Hólmavíkur sem heilsugæslu- læknir og starfaði þar um tíu ára skeið. Honum féll veran á Hólmavík afar vel, fannst að hann væri kominn heim til síns eigin fólks. Seinni árin saknaði hann þess að geta ekki verið nema í sínum lengri fríum á ættar- setrinu Gröf sem hann hafði tekið miklu ástfóstri við. Það var honum því erfið ákvörðun að flytja frá Hólmavík fyrir um tveimur árum til starfa nær átthögunum. Sigfús var ekki vanur að fara troðnar slóðir í því sem hann tók sér fyrir hendur. Þótt manni fyndist stundum að hann færðist mikið í fang leysti hann úr því af mikilli eljusemi og kostgæfni og var laginn að fá vini og vanda- menn með sér í því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann setti markið ætíð hátt eins og sést vel bæði af hans náms- og starfsferli. Við ættingjarn- ir sem höfum notið þess að dvelja á sumarsetrinu í Gröf fórum ekki var- hluta af kappsemi hans í að byggja upp staðin. Hann sá til þess að virkja okkur við viðhald og uppbyggingu staðarins okkur til mikillar ánægju. Hver mínúta var nýtt þótt við hefð- um eiginlega ætlað að hafa það náð- ugt í sveitinni. Sigfúsar verður sárt saknað af okkur Eddu og börnunum. Guð blessi minningu Sigfúsar Arn- ars. Hafliði Hafliðason. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Með þessum orðum vil ég minnast Sigfúsar Arnars Ólafssonar læknis. Ég flutti til Hólmavíkur árið 1997 og tók við starfi hjúkrunarforstjóra á Heilsugæslustöðinni þá um haustið. Sigfús var þá yfirlæknir þar. Með ró- legu og yfirveguðu fasi sínu leið- beindi Sigfús mér í nýju starfi. Það var gott að vinna með honum og hann var góður félagi samstarfs- fólksins. Sigfús var ekki eingöngu læknir- inn okkar hér á Hólmavík. Hann tók einnig virkan þátt í félagslífinu hér og starfaði til að mynda í Lions- klúbbnum, golfklúbbnum og skíða- félaginu. Hann var mjög drífandi í þessum félagsskap. Eitt kvöld fór Sigfús með okkur samstarfsfólk sitt út á golfvöll og kenndi okkur und- irstöðuatriði í golfíþróttinni. Einnig hvatti hann til að stunda gönguskíði. Þegar hann hætti störfum hjá okkur og fluttist á Blönduós hélt hann áfram tengslum við Hólmavík og hélt meðal annars áfram að koma og leysa af þegar vantaði lækni hingað. Haustið 2001 fórum við af Heil- brigðisstofnuninni og heimsóttum Sigfús að Gröf í Skagafirði þar sem var hans heimili. Fengum við frá- bærar móttökur og áttum þar góða helgi. Minningar um slíkar samveru- stundir og gott samstarf ylja þegar Sigfús er kvaddur hinsta sinni. Megi Guð geyma þig, Sigfús. Sigríður Einarsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.