Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.02.2003, Blaðsíða 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR 2003 25 Rangt nafn móður Þau mistök urðu í viðtali við Stef- án Jónsson leikara í blaðinu í gær að rangt var farið með nafn móður hans, Áslaugar Stephensen. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Framkoma í fjölmiðlum Dagana24. og 25. febrúar býður Endur- menntun HÍ upp á námskeið fyrir þá sem vilja fá þjálfun í að koma málum sínum frá sér af fagmennsku og ör- yggi. Kennari á námskeiðinu er Sig- rún Stefánsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, nú forstöðumaður upp- lýsingaskrifstofu Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar. Námskeiðið skiptist í tvo þætti: Annars vegar er fjallað um fréttir og fréttamat, kennt hvernig standa skal að því að koma málum á framfæri við fjölmiðla. Hins vegar er leiðbeint um undirbúning fyrir viðtöl í fjöl- miðlum og þátttakendur gera verk- legar æfingar fyrir framan sjón- varpsvél. Frekari upplýsingar um öll nám- skeið er að finna á vef Endurmennt- unar www.endurmenntun.is. Þar er hægt að skrá sig á námskeið. Stafsetning byrjenda í Reykjavík og Rødøvre Baldur Sigurðsson, dósent við Kennaraháskóla Íslands, heldur fyrirlestur á vegum Rann- sóknarstofnunar KHÍ næstkomandi miðvikudag 12. febrúar kl. 16.15. Fyrirlesturinn verður haldinn í saln- um Skriðu í Kennaraháskóla Íslands við Stakkahlíð og er öllum opinn. Verður fjallað um rannsókn á staf- setningu byrjenda á Íslandi og í Danmörku og reynt að skýra þann mun sem fram kom á frammistöðu þeirra með því að athuga mismun- andi tengsl framburðar og stafsetn- ingar í þessum tungumálum. Á NÆSTUNNI Málþing um lífsgleði Fræðslunefnd Náttúrulækninga- félags Íslands heldur málþing á Hót- el Loftleiðum þriðjudaginn 11. febr- úar kl. 20. Málþingið ber yfirskriftina: Lífsgleði. Viðfangsefnið snertir alla og munu frummælendur fjalla um það sem felst í lífsgleði, hvernig má finna hana og halda henni. Allir eru vel- komnir. Á MORGUN LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upplýsingar í s. 563 1010. BRÁÐAMÓTTAKA fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans opin kl. 8–17 v.d. S. 543 2000 eða 543 1000 um skiptiborð. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helgar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. SJÚKRAHÚS REYKJAVÍKUR: Slysa- og bráðamóttaka í Fossvogi er opin allan sólarhringinn fyrir bráðveika og slasaða s. 543 1000 um skiptiborð / 543 2000 beinn sími. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. VITJANAÞJÓNUSTA læknis í heimahús. Alla v.d. kl. 10– 16. Símapantanir og ráðgjöf kl. 8–20 í síma 821 5369. LÆKNALIND, Bæjarlind 12, Kópavogi. Einkarekin lækn- isþjónusta. Vaktþjónusta alla virka daga kl 08–17. Uppl. í síma 520 3600 og á heimasíðu www.laeknalind.is APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. APÓTEKIÐ: LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. BORGARAPÓTEK: Opið alla daga til kl. 24, virka daga kl. 9–24 og um helgar kl. 10–24. Sími 585 7700. Læknasími 585 7710 og 568 1250. Fax: 568 7232. Milli kl. 02 og 8 er lyfjaþjónusta á vegum læknavaktar. NEYÐARÞJÓNUSTA NEYÐARMÓTTAKA vegna nauðgunar er opin allan sólar- hringinn, s. 525 1710 eða 525 1000. EITRUNARUPPLÝSINGASTÖÐ er opin allan sólarhring- inn. S. 525 1111 eða 525 1000. ÁFALLAHJÁLP. Tekið er á móti beiðnum allan sólar- hringinn. S. 525 1710 eða 525 1000 um skiptiborð. BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trúnaði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjaldfrjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. ÞJÓNUSTAN SAMGÖNGURÁÐHERRA hefur óskað eftir heimild fjármálaráðherra til að nýta eftirstöðvar af 15 milljóna króna fjárheimild af fjárlögum ársins 2000 vegna samnings við grænlensku landstjórnina um flug Flugfélags Ís- lands á milli Íslands og Narsarsuaq. Hinn 10. september sl. samþykkti ríkisstjórnin 8,5 milljóna króna fram- lag á ári til þriggja ára samnings um flugið. Grænlenska landstjórnin hafði á þeim tíma lýst sig reiðubúna til að leggja fram 13,5 milljónir íslenskra króna á ári gegn því að Ísland legði fram 8,5 milljónir. Gert var ráð fyrir 3 milljónum króna úr SAMIK-sam- starfinu eða samtals 25 milljónum króna. Grænlenska heimastjórnin leggst nú gegn því að fé úr SAMIK-sam- starfinu fari til annars en markaðs- setningar á fluginu og leggur til að samningurinn við Flugfélag Íslands byggist á jöfnu framlagi frá hvoru landi, 12,5 milljónum króna. Er því leitað eftir heimild ríkisstjórnarinnar vegna þessara fjögurra milljóna sem á vantar. Samkvæmt upplýsingum frá samgönguráðuneytinu hefur Flugfélag Íslands þegar selt nokkur hundruð miða á flugleiðinni þar sem samningar virtust í höfn á haustmán- uðum. Samgönguráðherra hefur óskað eftir heimild fjármálaráðherra til að nýta til þessa verkefnis eftirstöðvar af 15 milljóna króna fjárheimild af fjár- lögum ársins 2000. Þeir fjármunir voru upphaflega ætlaðir til uppbygg- ingar ferðamála í Scoresbysundi á Grænlandi en ekki verið nýttir fram að þessu. Í framhaldinu yrði síðan leitað eftir frekari fjárveitingum til að geta uppfyllt samninginn á árunum 2004 og 2005. Meira fé til flugs milli Ís- lands og Suð- ur-Grænlands FÁKEPPNI er ráðandi í landflutn- ingum á Íslandi og samfara þróun- inni hafa gjaldskrár flutningsfyrir- tækja hækkað verulega umfram þróun neysluvöruvísitölu, sam- kvæmt skýrslu nefndar um flutn- ingskostnað, sem Sturla Böðvars- son, samgönguráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórninni. Margt hefur leitt til mikillar hækkunar flutningskostnaðar og „meðal ástæðna eru eðlisbreytingar á margvíslegri flutningsjöfnun í ís- lensku atvinnulífi“. Miklar breytingar hafa orðið á sviði flutninga undanfarin ár og hafa skipafélögin orðið ráðandi í land- flutningum í krafti eignarhalds á vöruflutningafyrirtækjum. Í skýrsl- unni kemur fram að á níunda ára- tugnum hafi verið allt að fimm skip í áætlunarsiglingum við strendur landsins en nú sé eitt skip í strand- siglingum. Það sé reyndar stærra en fyrri skip og því hafi flutningsgetan ekki dregist eins mikið saman og fækkun skipa gefi til kynna, en skipakomur séu færri og þjónusta við ströndina minni. Skipið siglir á 11 hafnir en viðkomustaðir skipanna voru um 30 fyrir fáum árum. Hins vegar hefur heildarakstur bifreiða yfir 4 tonnum að þyngd aukist mikið, en fjölgun á eknum kílómetrum á ár- unum 1996 til 2000 nemur 25%. Innheimta kílómetragjalds fer vaxandi en þungaskattur á land- flutninga er um fjórðungur tekju- stofns Vegagerðar og 13 til 15% heildarskatttekna vegakerfisins. Fram kemur að bifreiðaeigendur kjósi í auknum mæli að aka einkabíl- um á föstu gjaldi en með mæli. Þann- ig hafi fastagjaldið verið um 23% af heildarálagningu þungaskatts 1996 en um 46% árið 2001. Veruleg frávik með afslætti Þegar vöruflutningamiðstöðvar endurskoða verðskrár sínar er litið til launa, sem vega um helming, og olíu og þungaskatts. Í skýrslunni segir að auknar hækkanir séu líklega að nokkru leyti vegna ákveðinna breytinga á flutningamarkaðnum, en gera megi ráð fyrir „að gjaldskrá flutningsaðilanna endurspegli ekki raunkostnað þeirra fyrirtækja sem nota þjónustuna. Veruleg frávik í formi afsláttar tíðkast í ríkum mæli“. Ennfremur segir að því meiri velta sem sé hjá verslun þeim mun lægra sé hlutfall flutningskostnaðar af söl- unni. Haft er eftir einum viðmæl- anda að sérstök innheimta fyrir framhaldsflutninga frá Reykjavík í innflutningi hafi hækkað flutnings- kostnað, en það er yfirleitt samdóma álit viðmælenda að þjónusta land- flutninga sé góð. Í skýrslunni er bent á nokkrar leiðir til þess að lækka flutnings- kostnað og m.a. sagt að skoða megi möguleika sem liggi í formi hagræð- ingar í vöruafgreiðslu um landið. „Sé vilji til staðar að styrkja flutninga er að öllum líkindum ráðlegast að taka upp einhvers konar beina flutninga- styrki til atvinnugreina sem talið er að eigi undir högg að sækja staðsetn- ingar sinnar vegna. Slíkt má gera að norskri eða sænskri fyrirmynd,“ segir í skýrslunni. Á ríkisstjórnarfundinum var sam- þykkt tillaga samgönguráðherra, í samráði við iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, að Byggðastofnun verði falið að fara yfir skýrsluna og í fyrstu að kanna umfang flutninga atvinnu- greina sem talið er að eigi undir högg að sækja staðsetningar sinnar vegna og meta hver styrkþörf þeirra gæti verið. Flutningskostnaður hefur aukist verulega KVENNARÁÐ knattspyrnudeildar Aftureldingar stóð nýlega fyrir knattspyrnumóti til styrktar Rebekku Allwood, 13 ára stúlku úr knattspyrnudeild Aftureldingar, sem slasaðist alvarlega í bílslysi í byrjun nóvember sl. Gríðarlega góð þátttaka var á mótinu, um 550 stúlk- ur úr 61 liði frá 13 félögum á aldr- inum 6-17 ára kepptu sín á milli báða dagana, segir í tilkynningu frá Aft- ureldingu. Alls söfnuðust 326.902 krónur á mótinu. Verndari mótsins var Flugfélagið Atlanta sem gaf alla verðlaunapeninga. Foreldrar stúlkna í Aftureldingu sáu um kaffiveitingar og bakstur og allur ágóði af veitingasölu og þátt- tökugjöldum rann óskiptur í styrkt- arsjóð Rebekku og fjölskyldu henn- ar. Fjöldi gesta sótti mótið og styrkti málstaðinn með því að kaupa kaffi- veitingar. Mosfellingar og aðrir sem á mótið komu víluðu ekki fyrir sér að greiða yfir 1.000 krónur fyrir kaffibolla og bakkelsi, sumir jafnvel 5.000 krónur, til að styrkja Rebekku. Einnig var söfnunar- baukur á staðnum. Reikningur til styrktar Rebekku Þeir sem ennþá vilja styrkja þetta málefni geta lagt inn á reikning sem Afturelding stofnaði í þessu tilefni, reikningur 0549-14-103030, kenni- tala 020389-2499. Kvennaráð knattspyrnudeildar Aftureldingar vill koma á framfæri þakklæti til fjölmiðla, birgja, sem margir hverjir gáfu vörur, og ann- arra sem komu og styrktu þetta mál- efni. Þá ekki síst til allra sem tóku þátt í mótinu, jafnt leikmenn sem starfsmenn og einnig sérstaklega til foreldra sem sáu um kaffiveitingar og bakstur; án þeirra hefði mótið aldrei orðið svo árangursríkt. Í einstökum flokkum sigruðu eft- irtalin lið: 2A: Fjölnir, 2B: Fjölnir, 3A: Afturelding, 3B: ÍR, 4A: Aftur- elding, 4B: Afturelding, 5A: Breiða- blik, 5B: Breiðablik, 5C: Breiðablik, 6A: Fylkir, 6B: Afturelding, 6C: KR. Það er samdóma álit mótsstjórnar að hinn stóri sigurvegari þessa móts hafi án efa verið sá jákvæði hugur sem ríkti jafnt yfir keppendum sem og mótsgestum og samhugur þeirra í verki. Vel heppnað styrktarmót í Mosfellsbæ Lið Aftureldingar í 6. flokki var meðal yngstu liðanna sem tóku þátt í knattspyrnumóti til styrktar Rebekku Allwood. RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt tillögu iðnaðarráðherra um að veita sérstakan styrk að upphæð 3 millj- ónir króna til markaðsátaks á sviði jarðhitanýtingar í Kína. Samkvæmt upplýsingum frá iðnaðarráðuneyt- inu er verulegur áhugi meðal kín- verskra stjórnvalda á að auka nýt- ingu jarðhita og tengist það áformum þjóða heims um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka hlut endurnýjanlegra orku- gjafa. Í kjölfar heimsóknar forseta Kína hingað til lands vorið 2002 tókust samningar á milli íslenska orkufyr- irtækisins Enex hf. og jarðhitayfir- valda í Peking um samstarf á sviði jarðhitamála. Er nú m.a. unnið að hönnun á hitaveitu fyrir 15.000 manna hverfi í Norður-Peking. Nýlega gaf Enex út skýrslu um frumathugun á markaði fyrir ís- lenska jarðhitaþekkingu í Kína og kemur þar m.a. fram að 10–15 álit- leg jarðhitaverkefni eru fyrir hendi í Kína sem hugsanlegt er að sam- vinna gæti tekist um við íslenska að- ila. Hefur því verið ákveðið að efla til sérstaks markaðsátaks til að láta reyna á hvort og á hvern hátt unnt sé að taka þátt í álitlegum jarðhita- verkefnum í Kína á næstu árum. Markaðsátakið standi í eitt ár Enex hf. og Orkuveita Reykjavík- ur settu nýlega á fót fyrirtækið Enex-Kína ehf., sem ætlað er að afla verkefna í Kína og annast samskipti við kínverska aðila sem munu vinna að verkefnunum með íslenskum sér- fræðingum. Samkvæmt upplýsing- um frá iðnaðarráðuneytinu verður markaðsátakinu ekki sinnt öðruvísi en með því að koma upp sérstakri skrifstofu í Peking. Gert er ráð fyrir að átakið standi í eitt ár og er áætl- aður stofn- og rekstrarkostnaður skrifstofunnar 14,5 m.kr. Hefur Enex hf. í kjölfarið óskað eftir stuðningi iðnaðarráðuneytisins við markaðsátakið sem að mati ráðu- neytisins er „fullkomlega tímabært að ráðast í“. Um sé að ræða um- fangsmesta átak til markaðsöflunar á útflutningi á íslenskri jarðhita- þekkingu sem ráðist hafi verið í sem geti skipt miklu fyrir útrás á jarð- hitaþekkingu Íslendinga í framtíð- inni, að mati iðnaðarráðuneytisins. 3 milljónir í markaðs- átak vegna jarðhitaverk- efna í Kína UNGMENNAFÉLAG Íslands og B&L hafa gert með sér sam- komulag um að B&L verði einn af aðalstyrktaraðilum Unglingamóts UMFÍ 2003. Mótið verður haldið á Ísafirði um verslunarmannahelgina, 1.–3. ágúst nk., og er gert ráð fyrir að það laði til sín um 7–8.000 gesti, þar af um 1.200 til 1.500 keppendur. Samkomulagið felur m.a. í sér að Ungmennafélagið fær afnot af nýrri Renault Megane-bifreið í tengslum við undirbúnings mótsins. Morgunblaðið/Árni Sæberg Helga Guðrún Jónasdóttir, kynningarstjóri B&L, afhendir Birni B. Jóns- syni, formanni UMFÍ, lykilkort að nýjum Renault Megane. B&L styrkir UMFÍ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.