Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.02.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR 2003 B 9HeimiliFasteignir VARMARAF ehf. hefur þróað nýja tegund af varmarafölum, en það er tæki sem umbreytir varma í rafmagn. Nýja tækið hefur það umfram aðra varmarafala að ekk- ert kalt vatn þarf til þess að mynda varmastreymi í honum til rafmagnsframleiðslu heldur er notast við kælingu frá umhverf- inu. Frá þessu er skýrt í fréttatil- kynningu frá fyrirtækinu. Nýi rafallinn, sem nefnist Thermator A, hefur þegar verið settur upp í nokkrum sumarbústöðum sem hafa heitt vatn en eru ekki tengd- ir rafveitu. Varmarafalinn er þar notaður til að knýja dælu í lokuðu ofnakerfi og til framleiðslu raf- magns til lýsingar og annarra þarfa þegar bústaðurinn er í notkun. Rafmagnsframleiðsla með Thermator A er háð hitastigi heita vatnsins og lofthita. Því meiri sem þessi munur er, þeim mun meira rafmagn er framleitt. Þannig nær rafmagnsframleiðslan hámarki á veturna þegar kaldast er í veðri, en þá er yfirleitt mesta þörfin fyrir rafmagnið. Tækið vinnur því vel með sólarrafölum og rafbúnaður er sams konar. Fyrirtækið Varmaraf ehf. var stofnað árið 2000 og sérhæfir sig í rannsóknum, þróun og fram- leiðslu á varmarafölum og vetn- isgeymslubúnaði. Ný tegund varmarafala frá Varmarafi ehf. Bústaður í Grímsnesi með hinum nýja varmarafali Thermator A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.