Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 B 13 bílar „VIÐ fengum bílinn bara eins og hann kemur af kúnni og byrjuðum á því að skræla allt undan honum; allt sem heitir framdrif og fjöðrun að framan. Fjaðrirnar að aftan og aft- urhásingin varð að fara líka því það er ekki til í hana 100% læsing,“ seg- ir Snorri Gíslason bifvélavirkja- meistari og eigandi S.S. Gíslasonar ehf., sem breytti Suburban-jeppa Þórs Magnússonar. Bíllinn kemur á blaðfjöðrum að aftan og með sjálf- stæða fjöðrun að framan. „Við settum undir hana Dana 60 hásingar að framan og aftan með stærri afturöxlum en er orginal í þessum hásingum, þ.e.a.s. 35 rillu öxlar, sem þú brýtur ekki. Við smíð- uðum undir hann fjögurra liða fjöðr- un að framan og aftan.“ Snorri bendir á að Bandaríkja- menn haldi sig mikið við blaðfjaðrir í jeppum og pallbílum og ástæðan sé sú að þeir þurfi ekki svo mikið á mikilli fjöðrun að halda. Þeir séu að- allega að horfa til þess að geta lest- að bílana nógu mikið og notað þá til flutninga. Nú var hægt að setja í bílinn 100% loftlæsingar að framan og aftan. „Það þarf að spila dálítið á loftlæsingarnar þegar þær eru not- aðar í ófærð og menn þurfa að kunna vel á bílinn svo þær nýtist að fullu. Það koma upp aðstæður þar sem þær eru hreinlega til trafala. Algengt er t.d. að keyra inn í snjó ólæstur að framan og nota síðan læsinguna til að bjarga þér til baka þegar bíllinn drífur ekki lengra.“ Þá var settur í bílinn skriðgír, sem er í raun annað lágt drif. Skriðgírinn er smíðaður af Ljónsstaðabræðr- um, sem eru þekktir jeppasmiðir í Gaulverjabæjarhreppi. „Við smíðum allt í fjöðrunina á bílnum, t.d. hólkana sem fóðring- arnar fara í og stífurnar eru bara rör þegar við byrjum. Við smíðum líka sætin fyrir púðana á grindinni og á hásingunni og festingarnar fyrir stífurnar. Við notum Koni-dempara sem reynslan hefur sýnt að koma vel út. Loftpúðarnir eru keyptir í fjaðrabúðinni Parti, sem flytur inn loftpúða í vörubíla og jeppa. Púð- arnir bera 1.600 kg. Það er sett sjálfstýring á loftpúðana þannig að þegar púðarnir eru á réttri stillingu heldur bíllinn alltaf sömu veghæð óháð hleðslu. Það er líka hægt að stjórna hverjum púða fyrir sig sem getur nýst vel t.d. þegar bíllinn dett- ur niður um ís. Ef dekkin sitja á botninum og hafa grip er nóg að setja meira loft í púðana til að lyfta yfirbyggingunni frá ísnum. Þannig er hægt að koma í veg fyrir stórtjón á brettaköntum og öðrum hlutum bílsins. Það er líka gott að hafa loft- púða í akstri í hliðarhalla en þó ekki nema fram til þess að nauðsynlegt er að beygja undan. Þá getur það orðið hættulegt séu menn ekki nógu fljótir að pumpa í púðana hinum megin. Oft lenda menn líka í þeim aðstæðum að bíllinn situr fastur og þá er hægt að lyfta honum upp og moka undan honum,“ segir Snorri. Hann segir að menn hafi óttast það mest að ísinn gæti stungið gat á púðana og skemmt þá. Það hafi þó ekki reynst vera. Einu bílarnir sem hafi skemmt púða séu þeir bílar sem séu ekki nógu vel smíðaðir fyrir púðana og eitthvað í bílnum sjálfum rekist í púðana. Hásingar færðar Það voru smíðaðir brettakantar á bílinn og þegar það er gert verða menn að hafa ýmislegt að leið- arljósi. Ekki síst í þessu tilviki að gott sé að ganga um bílinn að aftan þar sem hann er notaður til far- þegaflutninga. Sömuleiðis verður að taka mið af olíutankinum þannig að hásingin fari ekki út í tankinn. Þess vegna var ákveðin staðsetning ákveðin á afturhásingunni og kant- arnir smíðaðir eftir því. „Framhásingin getur bara verið á sínum upphaflega stað. Ef hún er of framarlega fer hún í stýrismask- ínuna og ef hún er of aftarlega fara dekkin aftan í boddíið þegar bílnum er beygt.“ Snorri smíðaði líka stigbrettin sem eru stór og haganlega gerð. Ekki eru til jafnvægisstangir í þenn- an bíl svo Snorri varð að smíða þær til þess að koma í veg fyrir stamp og veltu þegar bílnum er ekið á veg- um. Brettakantarnir voru smíðaðir af Gunnari Ingva. Þór setur sjálfur í bílinn rafkerfi sem er bæði tímafrekt og kostn- aðarsamt. Nokkrar gerðir af tal- stöðvum eru í bílnum og lagnir fyrir alls konar ljós. Aukarafkerfi er í bíln- um fyrir allan rafbúnaðinn. Allt skrælt undan bílnum Snorri Gíslason bifvélavirkja- meistari fer í gegnum breyt- ingarnar á Suburban Þórs Magnússonar. gugu@mbl.is JEPPAFERÐIR ÚTIVISTAR Í VETUR OG FRAM Á VOR: FEBRÚAR 21.2. - 23.2. Hveravellir - akstur yfir jökul Þessi ævintýraferð á Hveravelli er í samvinnu við Arctic Trucks. Mikið breyttir bílar fara yfir Langjökul eða Kjalveg eftir aðstæðum. Ætluð bílum sérstaklega útbúnum til aksturs í snjó. Þátttaka háð samþykki fararstjóra. MARS 7.3. - 9.3. Strútur Farið inn að Strút með gönguskíðin á toppnum. Strútsöldur, Veðurháls og Kaldaklof eru lítt kannaðar slóðir. 21.3. - 23.3. Setur. Jeppa- og skíðaferð Ekið á föstudagskvöldi í Hrauneyjar. Skíðafólkið gengur frá Þúfuvötnum. Farið verður yfir Þjórsá á Sóleyjarhöfðavaði. Ferðin er ætluð vönu skíðafólki og öflugum bílum. Þátttaka er háð samþykki fararstjóra. APRÍL 4.4. - 6.4. Landmannalaugar. Jeppa- og skíðaferð Farið í Hrauneyjar og gist þar. Skíðamenn ganga frá Sigöldu á meðan jeppamenn stefna á Ljótapoll og í Landmannalaugar. Sameiginlegt grill, söngur og gaman. 24.4. - 27.4. Drangajökull Farið til Norðurfjarðar og gist þar. Þaðan um Eyrarháls yfir Drangajökul og í Grunnuvík, þar sem gist er í tvær nætur. Farið yfir í Hrafnfjörð. Á heimleið er komið við á Hrolleifsborg. Einungis fyrir vel útbúna bíla og þátttaka háð samþykki fararstjóra Munið Jepparæktina annan laugardag í mánuði. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald, bara að mæta og taka þátt. Ítarlegri upplýsingar á www.utivist.is GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.