Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 14
14 B MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar FJALLASÝN, fyrirtæki Rúnars Óskarssonar, hefur undanfarin ár boðið upp á jeppaferðir á Norðaust- urlandi. Eigendur fyrirtækisins hafa yfir 20 ára reynslu á sviði hópferða, og skipulagningu ferða af ýmsu tagi. Jeppaferðir hafa verið mjög vaxandi þáttur hjá fyrirtækinu, einkum að sumarlagi inn á hálendi landsins. Fjallasýn er nálægt Húsavík og eru jeppaferðirnar gerðar út þaðan, og einnig frá Mývatni yfir sumartím- ann. Boðið er upp á skoðunarferðir á Mývatnssvæðinu allt árið, einnig ferðir að Dettifossi og til Þeista- reykja svo dæmi sé tekið. Yfir sum- artímann eru ferðir í Öskju langvin- sælastar. Þetta eru allt frá hálfs dags ferðum upp í nokkra daga, allt eftir áhuga og óskum viðskiptavina. Heilsulind til fjalla Hálendi Íslands er einstakt svæði. Þar er fáförult víðerni, fólki gefst kostur á að komast í nálægð við nátt- úruna, vera eitt með sjálfu sér, fær tækifæri til að finna kyrrð, fjarri skarkala alheimsins. Utan aðal ferðamannatímans er kyrrðin og friðurinn jafnvel enn meiri, og lætur fáa, ef nokkurn, ósnortinn. Þetta er einskonar heilsulind, þar sem fólk fyllist orku og þrótti. Fjallasýn Rúnars Óskarssonar er lítið og sveigjanlegt fyrirtæki sem leggur áherslu á að skipuleggja ferð- ir fyrir ýmsar stærðir af hópum. Í jeppaferðum er boðið upp á leiðsögn staðkunnugra. Ferðast er í svoköll- uðum ofurjeppum, (super jeep), sem er þægilegur og frjáls ferðamáti. Norðausturlandið býður upp á mjög fjölbreytta náttúru og þjón- ustu, og margvíslegar og skemmti- legar leiðir til að ferðast um og njóta þess sem fyrir augu ber. Jeppaferðir á Norðausturlandi Á Vatnajökli í fyrra. Leiðin liggur líka að Dettifossi í klakaböndum. GrandCherokee Skúlagötu 59, sími 540 5400 www.raesir.is Komdu, skoðaðu og reynsluaktu Grand Cherokee. Opið frá kl. 12-16 laugardaga. Grand Cherokee fer með þig þangað sem þú vilt fara, þýðlega og þægilega hvort sem það er á malbiki eða malarvegum. Eitt þróaðasta fjórhjóladrif sem völ er á tryggir hámarks veggrip við allar aðstæður og um leið hámarks öryggi. Öll hugsanleg þægindi í Grand Cherokee gera jafnvel kröfuhörðustu ökumenn fullkomlega ánægða. 480 8000 480 8000 SELFOSSI Arctic Cat Fire Cat 700 Sno Pro Árg. 2003. Neglt belti o.fl. V. 1.190 þús. (Kostar nýr 1.300 þús. + aukahl.) Toyota Rav 4 VVTi árg. 01/2001. Ek. 40 þús., beinsk., topplúga, dráttarbeisli, vindskeið o.fl. V. 2.080 þús. Toyota Land Cruiser 100 V8 10/2001. Ek. 17 þús. Leður, toppl., tems, 35" breyttur o.fl. o.fl. V. 6.950 þús. Nissan Patrol Elegance árg. 09/2001. Ek. 30 þús., sjálfsk. 35" breyttur, grind að framan o.fl. o.fl. V. 4.590 þús. Nissan Terrano II Luxury 2700 TDI Árg. 12/2000, ek. 30 þús., sjálfsk., 31" breyttur, topplúga o.fl. V. 2.780 þús. Mitsubishi Pajero 2800 TDI árg. 01/1998. Ek. 114 þús., sjálfsk., leður, topplúga, vindskeið o.fl. V. 2.250 þús. POLARIS INDY 700 XC SP árg. ´99. Ek. 4 þús., brúsagrind, tanktaska o.fl. Topp- sleði. V. 550 þús. Arctic Cat Pantera 1000 árg. 2000. Ek. 1000 mph. GPS, neglt belti, öflugri kúpling o.fl. V. 890 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.