Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 B 15 bílar B&L, umboðsaðili Hyundai, BMW, Renault og Land Rover, verður með sýningu á fjórhjóladrifsbílum sem opnar laugardaginn 22. febrúar nk. og stendur í þrjár vikur. Þar verður m.a. sýndur í fyrsta sinn Hyundai Terracan breyttur fyrir 38 tommu dekk. „Megintilgangurinn er sá að kynna nýja 2,9 lítra dísilvél, sem hentar mjög vel breyttum útgáfum. Reyndar er Terracan hannaður með tilliti til jeppabreytinga. Þannig auð- veldar t.a.m. lagið á undirvagning- um, sem er byggður á grind, og fjöðrunarkerfið flestar breytingar,“ segir Steinar Ingimundarson, sölu- stjóri Hyundai. Auk 38 tommu bílsins verða á sýn- ingunni Terracan bílar breyttir fyrir 33 og 35 tommu dekk. „Jafnframt verður áhersla lögð á búnaðinn sem er fáanlegur, bæði aukahluti og fjar- skiptabúnað ásamt öðrum áhugverð- um hlutum í bílinn, en við verðum með sérstök tilboð í gangi sýning- ardagana. Auk Terracan verða á sýningunni aðrar gerðir fjórhjóla- drifsbíla sem B&L selur og má þar nefna Santa Fe og Starex, báðir frá Hyundai, ásamt Discovery og Defender frá Land Rover,“ segir Steinar. Terracan verður meðal sýningarbíla á 4x4 sýningu B&L. Þriggja vikna 4x4 sýning hjá B&L NÝLEGA var opnuð ný og mjög full- komin hönnunarmiðstöð Nissan. Það var Carlos Ghosn aðalforstjóri sem formlega opnaði hana. Hönn- unarmiðstöðin er staðsett í London og verður hún aðalhönnunardeild fyr- irtækisins fyrir Evrópu. Verður hún betur í stakk búin að taka mið af þró- un bíla fyrir Evrópumarkað. Frá nýrri hönnunarmiðstöð Nissan. Hönnunar- miðstöð Nissan HEKLA mun á næstu vikum kalla inn bifreiðir af gerðinni Volkswagen Passat, Audi, og örfáa Skoda Octavia búna 1,8 Turbo vél. Um er að ræða gæðamál sem snýr að vanvirkni háspennukefla. „Þessi bilun veldur því að í viðkomandi bif- reiðum verður truflun á gangi vélarinnar sem gæti komið í veg fyrir gangsetningu. Ekki er um að ræða bráðainnköllun, heldur hefðbundna þjónustuað- gerð. Við bilun kviknar aðvör- unarljós í mælaborði sem að- varar ökumann um að bilun sé til staðar. Um er að ræða gerðir fram- leiddar árið 2001 og 2002. Öll- um viðskiptavinum sem skráðir eru fyrir umræddum bifreiðum mun á næstu dögum berast bréf frá Heklu með boði um að snúa sér til næsta umboðs- manns, eða um leið og viðeig- andi varahlutir hafa borist. Ekki liggja fyrir á þessari stundu upplýsingar um hve marga bíla er um að ræða,“ segir í fréttatilkynningu frá Heklu. Hekla inn- kallar bíla með 1,8 T vélum ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 20 19 9 0 2/ 20 03 Nýbýlavegi 2 • 200 Kópavogi • S 570 5300 • www.arctictrucks.is markaður jeppamannsins Sleðadagar hjá Arctic Trucks SKANDALL AÐ ÞAÐ SÉ HÆGT AÐ GERA SVO GÓÐ KAUP Í NÝJUM VÉLSLEÐUM AF ÁRGERÐ 2002 OG 2001. Opnunartími mánudaga til föstudaga 8.00 - 18.00 laugardaga 12.00 - 16.00 Yamaha vélsleðar - árgerð 2003 Eigum til afgreiðslu strax: RX-1, RX1-ER, RX-1 Mountain, Venture 700 Ódýr Léttur Snarpur Tilboðsverð: 749.000 kr. 3ja strokka, 696 cm3 vél, 360° kveikja, upphitaðir blöndungar, 115 hestöfl. Belti: 121” langt, 23 mm gróft. Framfjöðrun: 230 mm gasdemparar. Afturf jöðrun: 290 mm gasdemparar. Þyngd: 222 kg. SXR700, árgerð 2001 Kraftmikill Skemmtilegur Tilboðsverð: 929.000 kr. 3ja strokka, 696 cm3 vél, pústpípur og „powerventlar“, 135 hestöfl. Belti: 121” langt, 23 mm gróft. Framfjöðrun: 178 mm gasdemparar. Afturf jöðrun: 200 mm gasdemparar. Þyngd: 237 kg. SRX700, árgerð 2002 Hörkugóður alhliða vélsleði Tilboðsverð: 959.000 kr. 3ja strokka, 696 cm3 vél, 360° kveikja, upphitaðir blöndungar, „powerventlar“, 125 hestöfl. Belti: 121” langt, 28 mm gróft. Framfjöðrun: 230 mm gasdemparar. Afturfjöðrun: 290 mm gasdemparar. Þyngd: 222 kg. SXViper, árgerð 2002 RX-1 ER VÉLSLEÐI ÁRSINS 2003

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.