Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 20
20 B MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ vélsleðar M. Benz 1836 4x4 árg. 1997. Verð 2,9 + vsk. Geymslugámar – frá 2 til 6 m. Verð frá 90 þús. + vsk. Nissan D Cap árg. 1999 dísel. Verð 2.150 þús. Caterpillar D 4 árg. 1993 í góðu lagi. Daewoo 170 W árg. 2000 M. Benz 312 D árg. 1998. Verð 1.450 þús. Góður bíll. Scania 124 árg. 2000 + Langendorf-vagn árg. 2000. Toyota Avensis árg. 2000. Ekin 32 þús. Man 17.232 4x4 árg. 1994 með 10 T Atlas krana. Renault Express árg. 2000. Ekin 45 þús. Verð 1.060 þús. Hraungörðum, Hafnarfirði. Sími 565 2727. www.bilhraun.is Meiri snjó, meiri snjó… Vélsleðamenn vilja meiri snjó. Sagt hefur verið að fyrir þeim sé gott sumar þegar það er nógu stutt, haust og vor þurfi ekki að taka nema tvo daga og svo eigi að vera snjóþungur vetur sem lengst! Snjóleysi hefur þjakað vélsleðamenn hér sunnanlands og hafa þeir helst þurft að fara á jökla til að fá hug- svölun í nettri spyrnu. Snjóleysið hefur og komið niður á verslunum sem selja vélsleða, snjóleysið dregur úr viðskiptunum. Engu að síður streyma nýjar gerðir vél- sleða á markaðinn. Vélsleðaframleiðendur laga sig að hertum kröfum um minni mengun og betri eldsneyt- isnýtingu. Guðni Einarsson fræddist um nokkuð af því nýjasta sem íslenskum vélsleðamönnum stendur til boða. Þeim sem vilja kynna sér vélsleðaiðkun til hlítar er bent á heimasíðu Landssambands íslenskra vél- sleðamanna þar sem finna má tengla í margar áttir. Morgunblaðið/Golli Vélsleðar opna nýja ferða- og tómstundamöguleika. Myndin er frá Snæfellsjökli. TENGLAR ................................................................................................. Landssamband íslenskra vélsleðamanna: www.liv.is F7 Firecat er sá vélsleði frá Arctic Cat sem mesta athygli hefur vakið undanfarið, að sögn Finns Sig- urðssonar, sölumanns vélsleða hjá B&L, en fyrirtækið hefur flutt inn bandarísku Arctic Cat-vélsleðana frá 1985. „Þetta er alveg nýr sleði, mjög kraftmikill, 140 hestöfl. Hann er með beinni innspýtingu sem lætur hann alltaf skila hámarksafli og gerir að verkum að sleðinn eyðir minna en ella. Það skiptir engu í hvaða hæð eða hitastigi verið er að keyra, krafturinn og eyðslan er sú sama. Arctic Cat er eini sleðafram- leiðandinn sem hefur verið með beina innspýtingu alveg frá 1991. Innspýtingarkerfið hjá þeim er orðið mjög þróað og þrautreynt. Vélin er tvígengisvél og tveggja strokka, 700 cm3, og smíðuð af Suzuki eins og allar vélar í Arctic Cat-sleðunum. Hún er vatnskæld og búið er að breyta loftinntaki þannig að hún tekur loftið beint inn á vél sem veitir meiri kælingu og meiri kraft. Það sem er ef til vill skemmti- legast við þennan sleða er að hann vegur einungis 208 kg, tilbúinn til aksturs,“ segir Finnur Sleðinn er með nýju útliti og var hannaður frá grunni, í hönnuninni felast margar nýjungar. „F7 Fire- cat kemur á 128 tomma löngu belti og 13,5 tomma breiðu. Beltið er lengra og mjórra en á öðrum sportsleðum. Þetta gerir að verk- um að sleðinn lætur mjög vel að stjórn og það er auðvelt að stýra honum, það dugar að halla lík- amanum til að hann beygi. Búið er að færa vélina aftar og neðar svo þyngdarpunkturinn fær- ist nær miðju og neðar sem gerir sleðann miklu stöðugri. Útblást- urskerfið liggur þannig að þyngd- ardreifing verði sem best.“ Arctic Cat F7 Firecat-sleðinn fæst í tvenns konar útfærslum. Auk grunngerðarinnar, sem hér hefur verið lýst, er boðið upp á Snow Pro útfærslu sem kemur með með grófara belti og stífari fjöðrun. Að sögn Finns er hefur Arctic Cat F7 Firecat-sleðinn verið lang- vinsælasti sportsleðinn sem B&L selur, frá því hann kom á markað og slegið í gegn hjá íslenskum vél- sleðamönnum. Meira að segja hafi menn verið að losa sig við sleða af öðrum gerðum til að eignast þenn- an, en Finnur segir vélsleðamenn oft vera mjög trygga við „sitt merki“. Arctic Cat F7 Firecat- sleðarnir eru nú uppseldir hjá B&L. Sleðinn kostar 1.220 þúsund. Finnur segir að smekkurinn virðist hafa breyst hjá vélsleða- mönnum, salan hafi færst yfir í fjallasleða og sportsleða úr ferða- sleðum. „Menn nota sportsleða eins og F7 Firecat bæði til ferða- laga og eins til að leika sér.“ Arctic Cat býður upp á allar þessar gerðir sleða, til dæmis stór- an sportsleða, ZR 900, sem er með 150 hestafla vél, vegur 230 kg og kostar 1.340.000 kr. „Við höfum einnig verið með fjallasleða eins og Mountain Cat 900. Þeir hafa verið nokkuð vinsælir og hægt að klifra mikið á þeim. MC 900 sleðinn er 150 hestöfl og beltið er 151 tomma á lengd og 15 tomma breitt. Hann er einnig mjög léttur, ekta sleði fyrir fjallageitur sem vilja komast allar brekkur. MC 900 kostar 1.390.000 kr. Pantera 800 EFI ferðasleðinn er gamagróin og reynd hönnun. Hann er með öllu sem menn vilja hafa í ferðasleða, rafstarfi, bakkgír, tveggja manna sæti og burðarfjöð- ur sem virkar eins og hleðslujafn- ari. Hann kostar 1.450.000 kr. Arctic Cat-sleðarnir eru allir með kraftmiklum vélum – það er það sem menn vilja,“ sagði Finnur. Arctic Cat – B&L Menn vilja kraftmikla sleða Morgunblaðið/Árni Sæberg Arctic Cat F7 Firecat sleðinn hefur fengið góðar viðtökur vélsleðamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.