Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 B 23 vélsleðar Það er hægt að koma sér upp vél- sleða án þess að kostnaðurinn hlaupi á milljónum. Vélsleðaáhugamaðurinn Ommi hafði lengi alið með sér þann draum að eignast sleða og lét verða af því í fyrra. Hann er brottfluttur Ak- ureyringur og segir fyrir norðan sé allt önnur menning í vélsleðunum en í Reykjavík. „Það er enginn maður með mönnum fyrir norðan nema hann eigi vélsleða. Það skiptir engu hvort sleðinn er gamall eða nýr.“ Fyrsti sleði Omma var Ski-Doo Mach 1, árgerð 1992. „Ég keypti hann af kunningja mín- um á Akureyri og borgaði 80 þúsund krónur fyrir gripinn. Það er búinn að vera draumur minn í mörg á að eign- ast svona leikfang. Ég átti skíðagalla en þurfti að kaupa hjálm. Undir sleð- ann notaði ég venjulega garðkerru sem dugði til að druslast hér í ná- grenni Reykjavíkur. Ætli ég hafi ekki sloppið með 100 þúsund kall til að láta drauminn rætast.“ Nú hafði Ommi smitast fyrir alvöru af vélsleðaveirunni og langaði að fá sér betri sleða. „Ég var búinn að biðja kunningja minn, sem er í þessu sporti, að hringja í mig ef hann vissi af sleða á góðu verði. Í júlí sl. hringdi hann og sagði mér af Polaris 700, 1998 ár- gerð. Þetta var gott eintak, í topp- standi, og vel með farið. Ég keypti sleðann um mitt sumar og fékk hann á hálfvirði, 350 þúsund. Maður er því búinn að bíða lengi eftir snjónum.“ Gamla sleðann seldi Ommi ungum frænda sínum „til að smita fleiri í fjöl- skyldunni,“ eins og hann orðar það. Nýi sleðinn kallaði á smíð á betri kerru og eins fékk Ommi sér almenni- legan vélsleðagalla og betri hjálm. Hann áætlar að þessi pakki hafi alls kostað um 500 þúsund krónur. Ommi hefur aðallega ekið sleða í nágrenni Reykjavíkur. Lengsta ferðin var á Langjökul um jólin því þangað var styst í snjó. Sleðinn hefur orðið fjölskyldunni til ánægju og tilefni til útivistar. „Um síðustu helgi vorum við uppi í Skíðaskála með sleðann og þar voru allir félagar sonar míns með. Við hengdum eina fjóra Stiga-sleða aftan í og fórum út um allt, mjög varlega að sjálfsögðu. Ég á unglingspilt og það er kannski ekki síst til að geta verið meira með honum um helgar að ég keypti sleða. Ég hugsaði þetta fyrst og fremst sem leikfang fyrir fjölskylduna, en síður til að fara í langar ferðir um há- lendið. Maður gerir það ekki nema í hópi reyndra ferðamanna. Það er meiri útgerð og dýrari. Ég er ekki genginn í neitt félag en held að það sé næsta mál á dagskrá að setja sig í samband við félag vélsleðamanna.“ Draumurinn rættist fyrir 100 þúsund krónur Ommi keypti notaðan Polaris-sleða á góðu verði. Morgunblaðið/Kristinn Netsalan, Garðatorgi 3, sími 544 4210 Nú er lagið! en enginn veit hve lengi GRAND CHEROKEE LIMITED frá kr. 5.350.000 GRAND CHEROKEE OVERLAND frá kr. 5.550.000 Notið tækifærið meðan $ er hagstæður Opið virka daga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-12 Árgerð 2003 Eigum til á lager

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.