Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 24
24 B MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ vélsleðar BANDARÍSKU Polaris-vél- sleðarnir hafa verið þeir mest seldu í heimi undanfarin tólf ár, að sögn Skúla Karlssonar, sölu- stjóra hjá Bræðrunum Orms- son hf. „Það hefur verið rólegt í verslun með vélsleða og tilheyr- andi fylgihluti fram að þessu en nú er greinilega kominn snjór og mikið að gera,“ sagði Skúli. Snjóleysið hefur ekki aðeins sett strik í reikning íslenskra vélsleðaverslana. Í Bandaríkj- unum, einum helsta markaði vélsleðaframleiðenda, hefur snjóað lítið undanfarna fjóra vetur á hefðbundnum vetrar- slóðum. Margir framleiðendur vélsleða hafa dregið úr fram- leiðslu og fikrað sig á nýjar slóðir. Polaris-verk- smiðjurnar smíða t.d. fjórhjól og sexhjól og vél- sleðadeildin skilar nú um fimmtungi af veltu verksmiðjanna, en var mun stærri hluti. Polaris vélsleðum hefur verið vel tekið hér á landi. „Á síðasta sleðatímabili seldum við jafnmarga sleða og samkeppnisaðilar okkar gerðu saman- lagt. Það seldust alls 174 vélsleðar yfir tímabilið og Polaris var með 50% af því samkvæmt stað- festum tölum frá Umferðarstofu. Þetta hlýtur að segja mest um ágæti vöru okkar,“ segir Skúli. Polaris-vélsleðarnir eru knúnir Liberty-tví- gengisvélum, 340 til 800 sm3 að rúmtaki. Stimpl- ar eru grafal húðaðir og sérstakir útblásturs- ventlar auka afl vélanna á lág- og miðsnúningi. Eins draga þeir úr eldsneytiseyðslu og hávaða. Nemar í inngjöfinni stilla kveikjutímann sjálf- virkt og eins eru nemar sem stilla kveikjukerfið eftir hita á kælivatni. Polaris-verksmiðjurnar vinna að því að endurbæta tvígengisvélarnar svo þær fullnægi mengunarstöðlum sem taka gildi í Bandaríkjunum 2006 og 2010. Þeir telja þetta vel gerlegt, enda hafi þeim tekist það í sæ- þotum. „Söluhæsti Polaris-sleðinn hér á landi er Pol- aris RMK en það eru fjallageitur sem vinna all- ar klifurkeppnir í Bandaríkjunum,“ segir Skúli. „Mest er selt af sleðum með 800 sm3 vélunum. Við höfum ekki heyrt enn af því að RMK hafi lotið í lægra haldi fyrir neinum sleða hér á landi í klifurkeppni. Þessi sleði kemur með rafstarti og bakkgír, eins er hægt að panta gashöggdeyfa sérstaklega.“ Polaris 700 Classic Touring-sleðinn var út- nefndur „Verklegasti ferðasleðinn“ á sýningu LÍV (Landssambands íslenskra vélsleðamanna) á Akureyri síðastliðið haust. „Nú er kominn 800 sm3 Classic Touring sem er stóri bróðir verð- launahafans. Þessi sleði er líka fáanlegur með 600 sm3 vél. Classic Touring-ferðasleðarnir eru mjög vel búnir,“ segir Skúli. „Hvað varðar Snow Cross-deildina þá erum við nýbúnir að afhenda fjóra nýja sérsmíðaða keppnissleða og þrír til viðbótar eru á leið til landsins. Það verða því sjö Polaris-keppnissleðar af árgerð 2003 í keppnum vetrarins.“ Í vélsleðadeild Bræðranna Ormsson hf. er hægt að skoða ellefu mismunandi gerðir vél- sleða. „Ég tel það vera mesta úrval vélsleða á einum stað hér á landi, þó ég hafi ekki nýverið heimsótt samkeppnisaðilana,“ segir Skúli. Pol- aris-sleðar kosta allt frá 615.000. kr. og upp í 1.300.000. kr. Polaris – Bræðurnir Ormsson hf. Mest seldu vélsleðar í heimi Morgunblaðið/Árni Sæberg Polaris 700 Classic Touring var valinn „verklegasti ferðasleðinn“ á sýningu LÍV á Akureyri. „YAMAHA RX-1 sleðinn er stærsta nýjungin hjá okkur þessa dagana,“ segir Sigurjón Bruno Walthers, sölustjóri Yamaha hjá Arct- ic Trucks í Kópavogi. RX-1 sleðinn var kynnt- ur í haust og þykir marka tímamót. Þessi sleði er hugsaður fyrir tómstundanotkun, en ekki sem vinnuþjarkur. „Sleðanum hefur verið vel tekið,“ segir Sig- urjón. „Við buðum mönnum að reynsluaka honum á Langjökli, Egilsstöðum og Akur- eyri. Margir hafa mætt og tekið í sleðann. All- ir sem ég veit um hafa verið ánægðir.“ Helsta nýjungin í RX-1 sleðanum er vélin, fjögurra strokka, 998 sm3 fjórgengisvél sem skilar 142 hestöflum (105 kW) og togið er 105 Nm í belti. Hægt er að setja afgasþjöppu á vél- ina og eykst aflið um 70 til 100 hestöfl eftir því hvaða þjappa er valin. „Þetta er fyrsti vélsleðinn með fjórgengisvél sem getur keppt við sleða með tvígengisvélum,“ segir Sigurjón. „Vélin er byggð á þrautreyndri hönnun, þetta er í grunninn sama vélin og hefur verið í YZFR1 mótorhjólunum frá 1998. Á henni eru fjórir upp- hitaðir 37 mm blöndungar. Yamaha á einkaleyfi á heddinu, það er fyrir fimm ventla á hvern strokk, þrjá sogventla og tvo afgasventla. Alls 20 ventlar á fjögurra strokka vél! Þeir segja að það þurfi að stilla ventlana á 40 þúsund km bili, sem er meira en menn eiga að venjast. Vatns- kældur mótorinn er með þurrpönnu smurkerfi, líkt og flugvélamótor, og smyr sig hvernig sem vélin snýr.“ Kveikjubúnaður er stafrænn og háspennu- kefli fyrir hvern strokk, sett beint ofan á kertið. Það eru því engir kertaþræðir eða opin há- spennukefli sem á að tryggja gangöryggi í bleytu og skafrenningi. „Yamaha RX-1 sleðinn eyðir um 40% minna eldsneyti en sambærilegur sleði með tvígeng- isvél. Meðaleyðslan er um 15 lítrar á 100 km. Eins og sleðinn kemur frá verksmiðjunni nær hann yfir 200 km hraða á klukkustund,“ segir Sigurjón. Hægt er að fá Yamaha RX-1 sleðann í nokkr- um útgáfum og tveim lengdum. Sú styttri er með 121 tommu löngu belti og 32 mm grófum skóflum. Lengri gerðin, fjallasleðinn, er á 151 tommu löngu belti og með 51 mm skóflum. Sleð- arnir eru fáanlegir með bakkgír. Drifbúnaður er sami og í öðrum Yamaha sleðum. Bremsubún- aður er kældar diskabremsur en jafnframt dregur mótorinn úr ferð sleðans um leið og sleg- ið er af. „Þessi sleði er á grind, Deltabox, sem er byggð á sama grunni og mótorhjólagrindur. Þeir setja grindina saman úr fimm mismunandi tegundum af áli og Yamaha á einkarétt á þessari aðferð,“ segir Sigurjón. Sleðarnir eru eingöngu með rafstarti. Hiti er í handföngum og inngjöf. Rafallinn framleiðir 30% meira en sleðinn þarf að nota svo vel er séð fyrir rafdrifnum aukabún- aði. Geymirinn er mjög háþróaður og hefur 1,5 sinnum vægi á við venjulegan rafgeymi, að sögn Sigurjóns. Fundið hefur verið að því að sleðinn sé þung- ur, akstursþyngd er um 290 kg en sambæri- legur Yamaha tvígengissleði er um 250 kg. Sig- urjón segir að góð þyngdardreifing vegi þarna á móti og svo megi ekki gleyma því að vegna spar- neytni sleðans þurfi ekki að hlaða eins miklu eldsneyti á hann. Eins hefur verið fundið að frá- gangi útblásturskerfis. Sigurjón segir hægt að fá öðruvísi pústkerfi frá sama framleiðanda og smíðar túrbínur sem passa í sleðann. Yamaha RX-1 kostar frá 1.345.000 og upp í 1.425.000. Auk vélsleða í öllum flokkum, sportsleða, fjallasleða, ferða- og vinnusleða, selja Arctic Trucks mótorhjól og utanborðsvélar frá Yamaha. Yamaha – Arctic Trucks Gangþýður fjórgengissleði Morgunblaðið/Árni Sæberg Yamaha RX1 vélsleðinn er með fjórgengisvél. Varahlutir — hagstætt verð Gabriel höggdeyfar, drifliðir, drifliðshosur, vatnsdælur, vatnslásar, stýrisendar, spindilkúlur, tímareimar, sætaáklæði, ökuljós o.fl. Bíldshöfða 14 • sími 567 6744 HJÓLASTILLUM JEPPA Á STÓRUM DEKKJUM Bónstöð Reykjavíkur Tilboð Fólksbílar í alþrif frá kr. 3.600 Smiðjuvegi 5, Kóp. - grá gata

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.