Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.02.2003, Blaðsíða 26
26 B MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ vélsleðar A lexander hefur, auk þess að fagna sigrum í keppni á snjósleðum, verið iðinn við að breiða út fagnaðar- erindið; hefur reynt að fá sem flesta til þess að leggja stund á íþróttina. „Véladellan“ einskorðast ekki ein- vörðungu við snjósleða því Alexand- er á einnig fjórhjól, stóran, kraftmik- inn bandarískan pallbíl og íhugar að fá sér mótorhjól. Þá á hann flutn- ingabíl sem Team Lexi notar til þess að flytja nauðsynlegan varning á milli staða fyrir keppni. En hann veit ekki, aðspurður, hvaðan þessi mikli áhugi kemur. „Ætli ég hafi ekki bara dottið of oft á hausinn þegar ég var ungur!“ Svo kemur líka í ljós að þótt hann sé svo mikill áhugamaður um akstur tækjanna sem raun ber vitni er hann ekki einn þeirra sem hefur gaman af að gera við slíka hluti. „Ég bara get það ekki! Ég get svo sem alveg skipt um kerti, en það er ekki mikið meira. Þetta eru mjög dýr tæki – sleði eins og minn kostar yfir eina og hálfa milljón og ég er þess vegna með mann sem sér sérstaklega um sleð- ann. Segja má að þetta sé hans öku- tæki sem ég keppi á. Hann sér um að laga sleðann ef eitthvað kemur fyrir, stillir og gerir hann kláran í næstu keppni. Þetta er hans deild og ég er ekkert af skipta mér af hans starfi.“ Í keppnisliðinu Team Lexi sem svo er kallað eru um tíu menn; kepp- andinn Alexander og svo hinir ýmsu aðstoðarmenn. „Þetta er ótrúlegt sport og kostar gríðarlega mikla peninga. Í fyrra keppti ég til dæmis á tveimur snjó- sleðum og slík útgerð kostar þrjár til fjórar milljónir króna yfir veturinn. Fyrir mér er þetta reyndar ekki vetrarsport; þegar síðasta keppni tímabilsins er búin fer ég strax að hugsa um næsta vetur. Það er nauð- synlegt. Þetta var flott hjá okkur síð- asta vetur og við stefnum auðvitað að því að gera enn betur í vetur.“ Hann segir marga unga krakka hafa mikinn áhuga á vélsleðaíþrótt- um. „Sleðamótin verða 7 í vetur og þau verða sýnd á góðum tíma í rík- issjónvarpinu. Ég er viss um að þættirnir, sem verða 12, eiga eftir að verða vinsælir; ég vil gera snocrossið að nokkurs konar formúlu 1 hér inn- anlands.“ Alexander segir að styrktaraðilar séu lífsnauðsyn þegar staðið er í svona „útgerð“ eins og hann er í. Öl- gerð Egils Skallagrímssonar og Norðlenska styðja við bakið á honum í vetur, og segir hann að t.d. bjóði hann áhorfendum á hverri keppni í vetur í grillveislu; þar verði gefnar Goðapylsur og drykkurinn Boundain Dew frá Agli. „Þá er heldur ekki hægt að standa í þessu nema hafa stuðning fjölskyldunnar. Pabbi og mamma hafa fylgst vel með mér og mæta alltaf til að horfa á mót þegar þau geta.“ Vert er að geta þess að hann vinnur í fjölskyldufyrirtækinu, Ásprenti, og segist fá frí þegar hann þarf á að halda. Og svo er það Árný Elva, unnusta Lexa: „Hún lifir sig vel inn í keppn- ina. Svo er hún einkaþjálfarinn minn; dregur mig í líkamsræktina og sparkar mér áfram. Það er gulls ígildi að hafa einhvern til að hjálpa sér þannig.“ Heimasíða á Netinu Alexander heldur úti heimasíðu, www.lexi.is, þar sem fjallað er um allt milli himins og jarðar varðandi snjósleða og keppni. „Ég byrjaði með síðuna til að birta myndir eftir hverja keppni en þetta hefur undið upp á sig. Fréttir eru nú skrifaðar á síðuna daglega og heimsóknir eru um 400 á dag.“ Hann birtir bæði ís- lenskar fréttir og einnig ýmsan fróð- leik sem hann finnur á erlendum síð- um, t.d. sænskum og bandarískum. Og nú er kominn af stað spjallvef- ur á vefsíðu hans. „Ég hef gert mikið til þess að reyna að koma nýliðum inn í þetta sport og bjóða upp á eitt- hvað sérstakt fyrir þá á síðunni. Þeir voru mikið á MSN-spjalli hjá mér á Netinu en vantaði svæði til að spjalla saman á þannig að við kýldum á þetta spjallsvæði og það hefur virkað gríðarlega vel.“ Rík hefð vestanhafs Lexi hefur farið til Bandaríkjanna og keppt síðustu þrjú árin, en þar er rík hefð fyrir keppni á snjósleðum sem er honum að skapi. Hann er hins vegar ekki eins hrifinn af því hvernig staðið er að málum víðast hvar í Evr- ópu. Hann segir Íslendinga alveg eiga möguleika á að standa sig vel í íþrótt- inni en það taki langan tíma að kom- ast á þann stall sem margir Banda- ríkjamannanna eru á. „Þeir sem eru að toppa núna í Bandaríkjunum eru menn sem hafa verið að keyra snjó- sleða frá því í barnæsku. Fólk byrjar að ala börn sín upp í þessu frá fimm ára aldri! Við hér heima erum langt á eftir Bandaríkjamönnum og þó ég sé kannski eins nálægt því að vera at- Alexander Kárason, kallaður Lexi, hefur verið áberandi í hópi íslenskra snjósleða- garpa hin síðari ár. Skapti Hallgrímsson spjallaði við þennan 27 ára Akureyring sem orðið hefur Íslands- meistari í snocrossi, svo- nefndu, síðustu þrjú ár. Alexander Kárason leikur sér í æf- ingabraut snjósleðamanna á Akureyri um síðustu helgi. „Ég vil gera sno- crossið að nokkurs konar formúlu 1 hér innanlands,“ segir hann. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Alexander Kárason: „Ég átti fyrst að vera í hópsenu en handritið breyttist snögglega og ég var ráðinn til þess að vera áhættuleikari fyrir Bond sjálfan. Ég lék sem sagt Pierece Brosnan!“ Gæti vel hugsað mér að starfa sem áhættuleikari á snjósleða Tjónaskoðun Pústþjónusta BJB ehf. Flatahraun 7 - 220 HAFNARFIRÐI - Sími 565 1090 Sala, smíði og ísetning á pústkerfum Bílaleigan Berg ehf. Bíldshöfða 10, 110 Reykjavík Sími: 577-6050 Fax: 567-9195 Netf: berg@carrental-berg.com www. carrental-berg.com Frábær tilboð á mánaðarleigu, hafðu samband og kynntu þér málið Öryggi alla leið ! BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- hurðir Öryggis- hurðirÁrmúla 42 - sími 553 4236 netfang: glofaxi@simnet.is Hurðir til á lager Smíðað eftir máli TRUKKURINN EHF. BÍLA OG VÉLAVERKSTÆÐI Óseyri 8, 603 Akureyri sími 462 3010, fax 462 3020 Gsm 24h 898 2459 www.trukkurinn.is trukkurinn@trukkurinn.is LoadMaster vejesystemer Þjónustuumboð vélasviðs Heklu Sími 554 0040 - Fax 554 6144 Kársnesbraut 100 v/Vesturvör Netfang: bilklaedi@mmedia BIFREIÐASMÍÐI KLÆÐNINGAR BREYTINGAR Vagnhöfða 6 - 110 Reykjavík Sími 577 6090 - Fax 577 6095 Eigum til vatnskassa/bensíntanka og miðstöðvar, ásamt aukamiðstöðvum ætluðum bifreiðum/bátum og vinnuvélum. Einnig intercoolera í vörubíla og vinnuvélar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.