Morgunblaðið - 13.02.2003, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 13.02.2003, Qupperneq 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 13 ÍSLENDINGAR drekka einna minnst áfengi í Evrópu samkvæmt tölum í norska blaðinu Dagsavisen. Norðmenn sitja á botni listans en Svíar og Íslendingar eru þar rétt fyrir ofan. Írar tróna á toppi listans og drekka manna mest í Evrópu. Dagsavisen fær upplýsingar sínar úr nýrri skýrslu sem er útgefin af rann- sóknardeild vímuvarnaráðs í Noregi. Árið 2000 drakk hver Norðmaður, 15 ára og eldri, að meðaltali 4,3 lítra af hreinu alkóhóli á meðan hver Íri drakk að meðaltali 12,3 lítra. Rúm- enar, Portúgalar og Þjóðverjar fylgja Írum fast á eftir í neyslu áfengis. Í könnuninni er allt áfengi tekið með, smyglað, tollfrjálst og heimabruggað. Þrátt fyrir að neysla áfengis í Nor- egi sé sú minnsta í Evrópu hefur hún aukist jafnt og þétt síðan árið 1998. Hún hefur þó ekki náð aftur þeim toppi sem náðist árið 1980 en þá drukku Norðmenn 6 lítra að með- altali af hreinu áfengi sem var það mesta sem mælst hafði í 140 ár. Samkvæmt Dagsavisen hefur hátt verð og tilgangur drykkjunnar mest áhrif á neyslu. Þar í landi, drekka menn helst í mannfögnuðum. Á Ír- landi, í Rúmeníu, Portúgal og fleiri löndum er hins vegar drukkið meira dags daglega. Ítalir, Frakkar og Spánverjar drekka mest Evrópu- þjóða af léttvínum. Aukin neysla þrátt fyrir aðhald Norðurlöndin hafa mjög aðhalds- sama stefnu í áfengismálum. Þrátt fyrir það er neysla að aukast á Ís- landi og í Noregi. Samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu Íslands hefur neysla Íslendinga aukist úr 4,6 lítr- um árið 1993 í 6,3 lítra 2002. Þetta er þveröfug þróun miðað við aðrar þjóðir í Evrópu eins og t.d. Græn- land, Finnland og Svíþjóð en þar fer neysla áfengis minnkandi sem og í Bandaríkjunum. Íslendingar drekka einna minnst áfengi ENDURBÆTUR standa nú yfir á Bláa lóninu í Svartsengi þar sem m.a. er verið að bæta við gufuböð- um, heitum pottum og vatnsfalli með jarðsjó. Ráðgert er að þeim ljúki í júní nk. Að sögn Önnu G. Sverrisdóttur, aðstoðarframkvæmdastjóra Bláa lónsins hf., eru framkvæmdirnar bundnar við hluta af lóninu. Um 10 manns hafa unnið að endurbót- unum, en þær hófust eftir áramót. Búið er að þurrka upp lítinn hluta af lóninu en að fram- kvæmdum loknum verður lónið ör- lítið stærra. Kostnaður vegna vinnu við endurbætur á lóninu er áætl- aður um 50 milljónir, að sögn Önnu. Unnið að endurbótum á Bláa lóninu Morgunblaðið/RAXJúlíus Ingvarsson, t.h., og Dimitri Rushid Derti leggja járn í nýjan hluta Bláa lónsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.