Morgunblaðið - 13.02.2003, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 13.02.2003, Qupperneq 34
KIRKJUSTARF 34 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14–17 í neðri safnaðarsal. Sönghóp- ur undir stjórn Kára Þormars organista. Kaffi og með því eftir sönginn. Allir vel- komnir. Biblíulestur kl. 20 í safnaðar- heimilinu. Lúkasarguðspjall lesið og skýrt. Allir velkomnir. Árni Bergur Sigur- björnsson. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10– 12 í umsjá Lovísu Guðmundsdóttur. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla aldurs- hópa kl. 14–16 í safnaðarheimilinu Lækj- argötu 14a. www.domkirkjan.is. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Laufey Sigurðardóttir leikur á fiðlu og Hörður Áskelsson á orgel. Léttur málsverður í safnaðarheimili að stund- inni lokinni. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Eldri borgara starf. Á morgun kl. 13.30 sam- vera í Setrinu (bridsaðstoð). Landspítali-háskólasjúkrahús, Grensás. Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leikur á orgel kirkjunnar frá kl. 12–12.10. Að stundinni lokinni er léttur málsverður á kostnaðar- verði í safnaðarheimilinu. Einfalt, fljót- legt og innihaldsríkt. Alfa-fundur í safn- aðarheimilinu kl. 20. (Sjá síðu 650 í Textavarpi.) Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugar- daginn 15. febrúar kl. 14. Óvissuferð. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. Þátt- taka tilkynnist í síma 511 1560 kl. 10– 13 til föstudags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Nedó, unglinga- klúbbur, kl. 17. 10. bekkur og eldri. 8. og 9. bekkur kl. 19.30. Munda og Hans. Breiðholtskirkja. Biblíulestrar á vegum Leikmannaskóla kirkjunnar og Reykjavík- urprófastsdæmis eystra sem bera heitið Ábyrgð og frelsi í boðun ritningarinnar. Kennari á námskeiðinu er sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðsprestur dr.theol. Á námskeiðinu verður farið í nokkra grund- vallartexta Biblíunnar og skoðað hvernig hin ýmsu rit hennar fjalla um frelsi og ábyrgð mannsins. Í samhengi við þá um- fjöllum verður greint frá nokkrum þeim fyrirmyndum sem menn hafa viljað sjá í Jesú frá Nasaret. Áhersla verður lögð á nýlegar rannsóknir um hinn sögulega Jesú. Kennt verður í Breiðholtskirkju kl. 20–22 fimmtudaga frá 30. janúar til 3. apríl. Skráning fer fram í síma 535 1500 eða á vef Leikmannaskólans: www.kirkj- an.is/leikmannaskoli. Digraneskirkja. Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Kirkjustarf aldraðra, leikfimi ÍAK kl. 11.15. Bænastund kl. 12.10. Ung- lingakór Digraneskirkju kl. 17–19. (Sjá nánar: www.digraneskirkja.is.) Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Starf fyrir 8–10 ára stúlkur kl. 16.30. Grafarvogskirkja. Foreldramorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar sam- verustundir, ýmiss konar fyrirlestrar. Allt- af heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Kirkjukrakkar í Húsaskóla fyrir 7–9 ára börn kl. 17.30–18.30. Kirkju- krakkar í Grafarvogskirkju kl. 17.30– 18.30 fyrir 7–9 ára. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju fyrir 8. bekk kl. 20–22. Æskulýðsfélag í Engjaskóla kl. 20–22 fyrir 9. og 10. bekk. Hjallakirkja. Kirkjuprakkarar kl. 16.30. Kópavogskirkja. Samvera eldri borgara í dag kl. 14.30–17 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sókn- arprests eða kirkjuvarðar. Seljakirkja. Alfa-námskeið kl. 19. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðarstund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhuggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bænabók kirkj- unnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stund- inni í kirkjunni. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonarhöfn, safn- aðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheim- ilinu Strandbergi, Vonarhöfn, frá kl. 17– 18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heimavinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10– 12 ára kl. 16.30–18. Lágafellskirkja. Barnastarf Lágafells- kirkju, kirkjukrakkar, er í Varmárskóla í dag fyrir 6–7 ára börn kl. 13.15 og 8–9 ára börn kl. 14.30. Umsjón Þórdís djákni. TTT-starf Lágfellskirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Mikið fjör, mikið gam- an. Allir krakkar á aldrinum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Æskulýðsstarfið Sound. Æskulýðshópur- inn okkar er með fundi alla fimmtudaga kl. 17. Frábær hópur fyrir frábært ungt fólk í 8.–10. bekk. Safnaðarstarf Lága- fellskirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Keflavíkurkirkja. Fermingarundirbúning- ur í Kirkjulundi kl. 16–16.45 8. MK í Heiðarskóla og 8. KÓ í Heiðarskóla. Guð- finna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, fjallar um málefni þjóðkirkj- unnar kl. 20.30 í Kirkjulundi. Starfsfólk og áhugafólk um málefni þjóðkirkjunnar boðið sérstaklega velkomið. Guðfinna mun m.a. fjalla um SVÓT-könnunina, sem kemur inn á styrkleika, veikleika, tækifæri og það sem ógnar þjóðkirkj- unni, en eins og mönnum er kunnugt er unnið að stefnumótun þjóðkirkjunnar á vormisseri. Kaffiveitingar og umræður. Ytri-Njarðvíkurkirkja. Stoð og styrking, fundur fimmtudaginn 13. febrúar kl. 13. Fyrirlestrafundur. Ingólfur Sveinsson læknir ræðir um þunglyndi, streitu o.fl. Fyrirspurnir og eru allir hjartanlega vel- komnir. Helgistund að loknum fyrirspurn- um. Spilakvöld aldraðra og örykja fimmtudaginn 13. febrúar kl. 20 í umsjá félaga úr Lionsklúbbi Njarðvíkur, Ástríðar Helgu Sigurðardóttur og sr. Baldurs Rafns Sigurðssonar. Natalía Chow org- anisti leikur á orgel við helgistund að spilum loknum. Baldur Rafn Sigurðsson. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheimilinu. Arna Skúladóttir hjúkrunarfræðingur kemur í heimsókn og ræðir svefntruflanir barna. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 14.30 helgistund á sjúkrahúsinu. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 16.30 Litlir lærisveinar, yngri hópur. Kórstjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir. Kletturinn. Kl. 19 alfa-námskeið. Allir velkomnir. Aðaldeild KFUM. Fundur í kvöld kl. 20. Á kafi í umsjón Harðar Kjartanssonar lag- erstjóra. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund kl. 12. Léttur hádegisverður á vægu verði í safnaðarheimili eftir stund- ina. Hjálpræðisherinn á Akureyri. Kl. 17.15 krakkaklúbbur, 4. og 5. bekkur. Kl. 19.30 söngæfing fyrir unglinga. Kl. 20.30 unglingasamvera. Safnaðarstarf STOÐ og styrking eru samtök sem hafa aðstöðu í Ytri-Njarðvík- urkirkju og eru fyrir fólk sem hefur átt við erfið veikindi og verki að stríða. Í dag, fimmtudaginn 13. febrúar, kl. 13 mun Ingólfur Sveinsson læknir ræða um gigt, þunglyndi, streitu o.fl sem getur tengst erf- iðum veikindum. Einnig mun hann svara fyrirspurnum. Ingólfur hefur skrifað m.a. greinar um vöðvagigt, heilsufræði, streitu o.fl. Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir. Baldur Rafn Sigurðsson. Foreldramorgnar í Grafarvogskirkju FORELDRAMORGNAR eru alla fimmtudagsmorgna kl.10-12. Kom- ið með börnin og eigum skemmti- legar stundir saman. Í dag 14. febr- úar ætlum við að föndra hjörtu með börnunum. 20. febrúar kemur hjúkrunarfræðingur í heimsókn. 27. febrúar verður ávaxtapartý, tökum með okkur ávexti. Allir vel- komnir. Stoð og styrking í Ytri-Njarðvík- urkirkju Grafarvogskirkja FRÉTTIR ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I Barnafataverslun Hálft starf + 2 laugardagar í mánuði Óskum eftir glaðlegum og þægilegum starfs- krafti til þjónustu og sölustarfa á aldrinum 20—50 ára. Helst vanan. Vinnutími frá kl. 10—14 aðra hvora viku og 14—18 hina vikuna. Umsóknir óskast sendar til augldeildar Mbl., merktar: „Reyklaus — 13349“, fyrir 17. feb. R A Ð A U G L Ý S I N G A R ATVINNUHÚSNÆÐI Verslunarhúsnæði í Skeifunni Eitt glæsilegasta og best staðsetta verslunar- húsnæði í Skeifunni til leigu, 820 m². Næg bíla- stæði. Áberandi staðsetning í glæsilegu ný endurbættu húsi. Möguleiki á lager og skrif- stofum í sama húsi. Upplýsingar í símum 588 2220 og 894 7997. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar kl. 21.00 í safnaðar- heimili Langholtskirkju og hefst með tónlistar- flutningi í kirkjunni kl. 20.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. KENNSLA Námskeið á vegum Brunamálastofnunar Brunamálastofnun mun standa fyrir eins dags námskeiði um reglubundið eftirlit og viðhald handslökkvitækja þann 28. febrúar nk. Námskeiðið verður haldið á Iðavöllum 3, Reykjanesbæ, og hefst kl. 8.15. Nánari upplýsingar og skráning þátttakenda er í síma Brunamálastofnunar, 591 6000, fram að 25. febrúar nk. Reykjavík, 12. febrúar 2003. Brunamálastofnun, Skúlagötu 21. TIL SÖLU Til sölu Breiðamörk 25, Hveragerði, þar sem áður var Hótel Ljósbrá. Húsið var byggt 1930 úr steypu, eignin telur um 471,6 fm. Húsið er innréttað sem krá að hluta, en einnig fylgir gamli bíó- salurinn þessum hluta. Ásett verð 15,0 og áhv. 0. Upplýsingar á skrifstofu Lögmanna Suðurlandi og í síma 480 2900. STYRKIR Kirkjubyggingasjóður Reykjavíkurborgar Auglýst er eftir umsóknum um styrk úr Kirkjubyggingasjóði Reykjavíkurborgar Hlutverk sjóðsins er að styrkja byggingar kirkna og safnaðarheimili sókna í Reykjavík. Þá má veita styrki til endurbóta og meiri háttar við- halds kirkna í Reykjavík. Ráðstöfunarfé sjóðsins í ár eru 20 millj. kr. Umsóknum, sem greini frá fyrirhuguðum verk- framkvæmdum, kostnaðaráætlun og öðrum upplýsingum sem skipta máli, skal skila til formanns sjóðsstjórnar, Jónu Hrannar Bolla- dóttur, Ráðhúsi Reykjavíkur, fyrir 1. mars nk. Frekari upplýsingar um sjóðinn má fá hjá for- manni sjóðsstjórnar, tölvupóstfang: midborgarprestur@kirkjan.is . SMÁAUGLÝSINGAR TILKYNNINGAR Sálarrannsóknarfélag Íslands, stofnað 1918, sími 551 8130, Garðastræti 8, Reykjavík Opið hús: Nemendur úr hópum verða með heilun og ýmislegt annað áhugavert í opnu húsi í kvöld, 13. febrúar í Garðastræti 8. Húsið opnað kl. 19.00 og lokað kl. 20.00. Aðgangseyrir kr. 300 fyrir félagsmenn og kr. 500 fyrir aðra. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. SRFÍ. KENNSLA CRANIO-NÁM 2003-2004 A-hluti 22.-27.feb. Námsefni á ísl. Ísl. leiðbeinendur. Uppl. Gunnar, s. 564 1803/699 8064. www.canio.cc FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 5  1832138  5.H-Ky. Landsst. 6003021319 VII I.O.O.F. 11  1832138½  II.* Í kvöld kl. 20.00. Lofgjörðarsamkoma. Umsjón Aslaug Haugland. Allir hjartanlega velkomnir. Fimmtudagur 13. febrúar Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, kl. 20.00. Mikill söngur og vitnisburðir. Prédikun: Randall Leroy Motz. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá næstu viku: Föstudagur 14. febrúar Opinn AA-fundur kl. 20.00. Mánudagur 17. febrúar ungSaM kl.19.00. www.samhjalp.is STOFNAÐUR hefur verið minning- arsjóður um Mínervu Jónsdóttur íþróttakennara. Markmið sjóðsins er að styrkja nemendur og kennara í fimleikum, listrænum og þjóðrænum dönsum.FF Mínerva útskrifaðist sem íþrótta- kennari árið 1953 úr Íþróttakenn- araskóla Íslands. Hún vann að efl- ingu og kynningu á listrænum og þjóðrænum dönsum í áratugi. Frumkvöðlar og upphafsmenn þessa sjóðs eru m.a. Fræðasetur ÍKÍ á Laugarvatni, Fimleikafélagið Björk, Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Íþróttakennarafélag Íslands og Fé- lag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Undirbúningsnefnd hvetur áhuga- sama til að styrkja sjóðinn með því að leggja inn á reikningsnúmer sjóðsins: 1101-18-910052. Minningar- sjóður í þágu fimleika og dans BÆNDUR og jarðeigendur í Skafta- fellssýslum halda fund um kröfugerð fjármálaráðherra f.h. ríkisins fyrir Óbyggðanefnd og dómstólum laugar- daginn 15. febrúar kl. 16 í Hofgarði í Öræfum. Frummælendur verða: Sigurður Líndal lagaprófessor, Ragnar Aðal- steinsson hrl., Reynir Sigursteinsson bóndi og Gunnar Sæmundsson, vara- formaður Bændasamtakanna. Á vef- síðu samtakanna, bondi.is, segir að þingmönnum og frambjóðendum til Alþingis á Suðurlandi verði boðið að sækja fundinn, ásamt ráðherrum úr ríkisstjórninni. Allir eru velkomnir. Bændafundur í Öræfum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.