Morgunblaðið - 13.02.2003, Qupperneq 48
48 FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
/ /
/
/ /
Sýnd kl. 3.45, 5.45, 8 og 10.15. B.i. 10 ára.
/
Nú verður ekkert gefið eftir í
lokabaráttunni.
Hasarhlaðnasta Star Trek myndin til þessa
Lokabaráttan
er hafin!
KRINGLAN
Sýnd kl. 5.50. B.i. 12. Sýnd kl. 10.30 Stranglega bönnuð innan 16.
Náðu þeim í bíó í dag.
Kl. 9. B. i. 14.
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 6, 8 og 10.10.
Sýnd kl. 10. Enskur texti
H.K DV
Kvikmyndir.is
H.L MBL
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 6.
Aðalhlutv. Helga Braga Jónsdóttir,Steinn Ármann Magnússon, Kjartan
Guðjónsson, Sjöfn Evertsdóttir, Gunnar Eyjólfsson og kristín Ósk Gísladóttir.
Framleiðandi : Kristlaug María Siguðrard. / Kikka Leikstjóri : Helgi Sverrisson
byggð á
samnefndri bók
sem kom út fyrir
jólin.
Bráðskemmtileg
mynd fyrir alla
fjölskylduna
DV
Sýnd kl. 6 og 8.
ÓHT Rás 2
Sýnd kl. 8.
SV MBL Radíó X
OHT Rás 2
HK DV
2
Tilnefningar til Óskarsverðlauna
Aukahlutverk karla: Christopher Walken
Besta tónlistin: John Willams
REGLULEG uppistands-kvöld er eitthvað semhefur heldur vantað hér álandi elds og ísa, þrátt
fyrir að uppistandslistin njóti sífellt
meiri hylli. Breyting verður á því
með fyrsta alþjóðlega uppistands-
klúbbnum á Íslandi, Rosalegu uppi-
standi, sem hyggst standa fyrir
uppistandskvöldum á sex til átta
vikna fresti.
Fara fyrstu kvöldin fram á Sport-
kaffi í kvöld, föstudag og laugardag.
Líklegt er að fyrstu gestirnir á
nýju uppistandskvöldunum, Írinn
David O’Doherty og Nýsjálending-
urinn Rhys Darby eigi ekki eftir að
valda vonbrigðum. Þeir eru atvinnu-
menn í bransanum og hafa starfað
við grínið í fimm ár.
Ágústa Skúladóttir, leikstjóri og
grínisti, og leikarinn Neil Haigh
standa fyrir uppákomunum en þau
mynda einnig Iceland Take Away
Theater. Ágústa er ennfremur leik-
stjóri Sellófóns eftir Björk Jak-
obsdóttur, sem sýnt er á skemmti-
staðnum Nasa.
Upphafið að þessu öllu saman er
heimsókn tveggja breskra grínista
til landsins, Alun Cochrane og How-
ard Read, fyrir um ári. Þeir tróðu
upp í Kaffileikhúsinu við góðan
orðstír en heimsóknin var fyrir til-
stuðlan Ágústu og Neils. Vegna
þess hversu góðar undirtektirnar
voru ákváðu þau að halda ótrauð
áfram að flytja inn skemmtikrafta.
Ágústa verður kynnir á skemmt-
uninni og ætlar líka að grínast að-
eins til að koma fólki í stuð.
Kynntust í Edinborg
En hverjir eru þessir tveir er-
lendu grínistar sem eru komnir til
að skemmta Íslendingum?
David var árið 2000 tilnefndur til
hinna virtu Perrier-nýliðaverðlauna
á Edinborgarhátíðinni fyrir uppi-
standssýningu sína og í fyrra hlaut
hann titilinn grínisti ársins hjá
breska blaðinu The Observer. Einn-
ig vann hann nýliðakeppnina Svo þú
heldur að þú sért fyndinn hjá Stöð 4
í Bretlandi árið 1999. Hann hefur
m.a. troðið upp í Brussel, New
York, Prag og Melbourne og oft
komið fram í sjónvarpi. Auk þessa
er David barnabókahöfundur.
Rhys er frá Nýja-Sjálandi og hef-
ur tvisvar verið tilnefndur til verð-
launa í heimalandinu og kom, sá og
sigraði á síðustu Edinborgarhátíð.
Hann er fluttur búferlum til London
þar sem hann hefur haft aðsetur
síðustu mánuði og starfar á vegum
þekktrar umboðsskrifstofu.
„Við kynntumst þeim báðum á
síðustu Edinborgarhátíð þar sem
við komum öll fram á sama stað,“
segir Ágústa en hún og Neil fóru
með Iceland Take Away Theatre á
hátíðina.
Þeir hafa hvorugir komið hingað
áður en hafa lagt sig fram við að
kynnast landi og þjóð.
„Ég las ferðabók á leiðinni hing-
að,“ segir Rhys. „Eftir lesturinn í
flugvélinni virðist hann vera með
hverja einustu tölulega staðreynd
um Ísland á hreinu,“ segir David og
bætir við: „Við komum hingað á
þriðjudag þannig að við höfum tíma
til að kynna okkur ýmislegt um
þjóðina fyrir sýningarnar.“
Gert grín að landanum?
Þeir ætla því báðir að flétta gríni
og glensi um landann inn í sýn-
inguna. David segir stíl þeirra
beggja bjóða upp á það því þrátt
fyrir föst atriði sé alltaf svigrúm
fyrir spjall við áhorfendur og slíkt.
„Ég býst við því að ég eigi eftir að
tala eitthvað um Írland og bera það
saman við Ísland. Svo syng ég líka
og spila á píanó,“ upplýsir David og
vekur athygli á því að Rhys myndi
hins vegar sjálfur hljóð.
„Við höfðum aldrei efni á píanói
þannig að ég verð að búa til eigin
hljóð,“ segir Rhys, sem ætlar að
ræða heimalandið eins og David.
Mikið er hlegið á meðan viðtalinu
stendur og greinilegt að þeim er
grínið í blóð borið.
David og Rhys dvelja á landinu
þar til á mánudag og hafa áhuga á
að skoða sig um. „Við verðum að
finna okkur eitthvað meira að gera
því við eigum eftir að fara á hausinn
ef við sitjum bara að sumbli á bör-
um,“ segir David og vísar til þess
sem honum finnst óheyrilegt verð á
bjór.
Barn í okkur öllum
Rhys segir að hann hafi langað að
fara til London vegna þess að það sé
helsti samkomustaður grínista í
heiminum og því mikið um að vera.
David er hins vegar búsettur í
Dublin og ferðast mikið um heim-
inn. „Ég skrifa líka barnabækur,“
segir David.
Þessir tveir starfsvettvangar eru
ekki eins ólíkir og þeir líta út fyrir
að vera í fyrstu. „Reyndar er svipað
að lesa úr barnabókum fyrir krakka
og að vera með uppistand fyrir fólk
undir áhrifum áfengis,“ segir hann
og glottir: „Það býr barn í okkur öll-
um.“
Bæði Ágústa og Neil telja að
framtíðin fyrir uppistand á Íslandi
sé björt. „Hugmyndin með þessum
reglulegu kvöldum er sú að auk
þess að flytja inn þekkta grínista á
alþjóðlega vísu þá viljum við skapa
vettvang fyrir íslenska uppistand-
ara. Við viljum hafa íslenskan grín-
ista með í hvert sinn,“ útskýrir Neil.
Hefur vantað vettvang
„Gallinn fyrir uppistandara hér-
lendis er að það er enginn vett-
vangur fyrir þá að koma fram.
Keppnin Fyndnasti maður Íslands
fer fram einu sinni á ári en það er
misjafnt hvers konar tækifæri sig-
urvegararnir fá,“ segir hann og
bætir við:
„Kannski þegar líður á getur ver-
ið að formið hjá okkur breytist og
líkist meir grínklúbbi á Englandi,
þar sem þrír eða fjórir grínistar
koma fram á sama kvöldi.“
„Ég er mjög spennt fyrir þessu
og vonast til þess að byrjunin verði
góð,“ segir Ágústa að lokum.
Tveir erlendir grínistar skemmta á Sportkaffi næstu kvöld
Alveg rosalegt uppistand
Morgunblaðið/Þorkell
Líf og fjör færist yfir landið með Rhys Darby, David O’Doherty, Ágústu Skúladóttur og Neil Haigh.
Uppistand verður á Sportkaffi
fimmtudag, föstudag og laugardag.
Húsið verður opnað kl. 20 og hefst
skemmtunin kl. 21. Pantanir í síma
820 0646. Miðaverð 2.000 krónur og
1.500 fyrir stúdenta.
Handan sólar
(Abril Despedaçado/
Behind the Sun)
Drama
Brasilía 2001. Skífan VHS. Bönnuð innan
12 ára. (95 mín.) Leikstjórn Walter Sall-
es. Aðalhlutverk José Dumont, Rodrigo
Santoro, Ravi Ramos Lacerda.
BRASILÍSKI kvikmyndagerðar-
maðurinn Walter Salles vakti fyrst
verulega athygli á vettvangi heimsk-
vikmyndanna 1999 með hinni marg-
verðlaunuðu Central Station sem
m.a. fékk Gullbjörninn í Berlín og
Óskarstilnefningu. Handan sólar
hefur vakið lítið síðri athygli, var til-
nefnd til Golden
Globe-verðlauna á
síðasta ári og vann
Litla Gullljónið á
Feneyjahátíðinni.
Viðfangsefni
myndarinnar er
blóðhefndin í sinni
grimmustu mynd;
heiftúðug átök milli
blásnauðra bænda,
lítilla fjölskyldna á nágrannabýlum,
átök sem upphaflega stóðu um skit-
inn landskika en eru löngu farin að
snúast um að halda hefðina, að elstu
synir gjaldi með blóði fyrir blóð, þeg-
ar blóð þess er síðast féll hefur
storknað og gulnað og tunglið er
fullt. Tonio, eldri bróðir hins unga og
viðkvæma Pacu, vill binda enda á
þessa fáránlegu hefð en fær ekki
haggað staðföstum og ströngum föð-
ur og tekur enn eitt lífið, í nafni blóð-
hefndarinnar. En þegar að því er
komið að hann fórni sér og falli í val-
inn, fyrir hefðina, sættir hann sig
ekki við meint örlög, sem hefur
hörmulegar afleiðingar í för með sér.
Þessi hæggenga en einkar ljóð-
ræna mynd tekur verulega á áhorf-
andann, er glæsilega úr garði gerð,
kröftug, sjóðheit og ögrandi. Alls
ekki auðveld á að horfa en afskap-
lega gefandi. Skarphéðinn Guðmundsson
Myndbönd
Bölvuð
blóðhefndin
Sendum grænmetismat
í hádeginu
til fyrirtækja
Sími 552 2607 fyrir hádegi