Morgunblaðið - 13.02.2003, Page 1

Morgunblaðið - 13.02.2003, Page 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F FLUGFISKUR AUGLÝSINGAR FÓLK Flogið er nú með fersk fiskflök beint frá Íslandi á Humber-svæðið í Englandi. Athyglisverðustu aug- lýsingar ársins verða valdar fljótlega. Þórdís Sigurðardóttir hef- ur tekið við starfi for- stöðumanns MBA-náms við Háskólann í Reykjavík. FLUGFISKUR/4 ATHYGLISVERÐUSTU/6 SKREFI/11 VANSKIL hjá innlánsstofnunum minnkuðu á síðasta fjórðungi síðasta árs eftir nær stöðugan vöxt frá ársbyrjun 2001, sam- kvæmt tölum Fjármálaeftir- litsins um vanskil um- fram einn mánuð. Vanskil námu um síð- ustu áramót ríflega 26 milljörðum króna og voru um 3,52% af útlánum. Vanskil drógust saman hjá bæði fyrirtækjum og einstaklingum á síðasta fjórðungi. Vanskil einstaklinga námu rúm- um 11 milljörðum króna eða um 6,14% af útlánum en vanskil fyrirtækja voru rúmir 15 milljarðar króna sem eru 2,68% af út- lánum. Björn Björnsson, aðstoðarforstjóri Ís- landsbanka, segir að vanskil í bankanum hafi stöðugt minnkað frá því í september 2001. Vanskil í bankanum hafi einnig minnkað umtalsvert í krónum talið, þar sem útlán hafi dregist lítillega saman á sama tímabili. Björn segir að svo virðist sem einstaklingar séu nú gætnari í lántök- um, fyrirtæki fari gætilegar í fjárfest- ingum og fjármálastjórn hafi almennt batnað. Eins hafi starfsmenn bankans lagt sig fram við að leysa þau vandamál sem upp hafa komið. Vanskil séu því ekki al- varlegt vandamál í bankanum í dag. Þór Þorláksson, framkvæmdastjóri áhættustýringasviðs Landsbankans, telur að vanskil hafi náð ákveðnu hámarki á síð- ari hluta síðasta árs. Þróunin verði von- andi sú að enn dragi úr vanskilum. Hann segir mörg dæmi um að fyrirtæki og ein- staklingar hafi komið skipulagi á sín fjár- mál og það skýri að hluta minni vanskil. Jafnframt sé nú verið að vinna úr gjald- þrotum fyrirtækja og einstaklinga og af- skrifa lán þeirra. Hann segir vanskil enn meiri en þegar þau voru minnst fyrir um 3 til 4 árum en mun minni en fyrir um ára- tug. V I Ð S K I P T I Dregur úr vanskilum Í fyrsta sinn eftir stöðugan vöxt í tvö ár                         STÓRFYRIRTÆKIÐ Micro- soft Corporation mun á næstu mánuðum setja á fót eigin skrif- stofu hér á landi. Elvar Steinn Þor- kelsson, fyrr- verandi for- stjóri Teymis hf., hefur ver- ið ráðinn framkvæmda- stjóri Micro- soft Ísland og verður hann ábyrgur fyrir starfsemi Microsoft hér á landi. Elvar var ábyrgur fyrir öllu sölu- og markaðsstarfi Oracle Corporation á Íslandi frá árinu 1991 og stofnaði fyrirtækið Teymi hf. ásamt Opnum kerfum og Tæknivali árið 1995. Hann var forstjóri fyrirtækisins þar til síðastliðið haust er Teymi og Skýrr sameinuðust. Alfarið í eigu Microsoft Elvar segir að til að byrja með verði starfsemi Microsoft Ísland stýrt frá Microsoft í Danmörku, og eins og þar í landi verði fyr- irtækið alfarið í eigu Microsoft. Hann segir að ástæðan fyrir því að Microsoft vilji koma sér fyrir á Íslandi sé sú að fyrirtækið vilji styrkja stöðu sína hér á landi, með samhæfðu og öflugu sam- starfi við sína samstarfsaðila. Horft verði til núverandi sam- starfsaðila jafnt sem nýrra aðila, sem séu tilbúnir að bjóða fram krafta sína og virðisauka til handa viðskiptavinum Microsoft hér á landi. Í annan stað sé mik- ill vilji fyrir því að reyna að koma höfundarréttarmálum í viðunandi horf fyrir Microsoft, en þau séu alls ekki í góðu lagi hér á landi. Á fullri ferð í þróun „Áhrifa Microsoft gætir á öllum stigum upplýsingatækninnar. Með .NET-grunntækninni býður Microsoft þá tækni, sem gerir næstu kynslóð Netsins að veru- leika. Microsoft er á fullri ferð í þróun þessarar grunntækni, sem gerir kleift að allar núverandi upplýsingar má hagnýta og dreifa, óháð stýrikerfum, gagna- grunnum eða forritunarmálum. Markaðssetning á XP og Off- ice XP hefur gengið mjög vel frá því að þessi hugbúnaður kom á markað, og ennfremur ýmiss konar annar hugbúnaður og tölvubúnaður, sem Microsoft markaðssetur. Á næstu mánuð- um og misserum verður engin breyting á, nýjar vörur, nýjar út- gáfur munu líta dagsins ljós á öllum sviðum starfseminnar. Ég hlakka því mikið til þess að vera í forsvari fyrir þetta stærsta og öflugasta hugbúnaðarfyrirtæki heims á Íslandi,“ segir Elvar. Helstu samstarfs- aðilarnir fjórir Tölvudreifing hf. sér um dreif- ingu á öllum Microsoft hugbún- aði á Íslandi. Þá eru Aco-Tækni- val hf., EJS hf., Opin kerfi hf. og Nýherji hf. helstu söluaðilar Microsoft hér á landi. Á síðasta ári var greint frá því að Microsoft Corporation hefði keypt danska fyrirtækið Navis- ion Software, sem varð í fram- haldinu hluti af Microsoft Bus- iness Solutions. Navision er dreifingaraðili fyrir viðskipta- lausnir Microsoft. Navision Ís- land dreifir þeim hugbúnaði hér á landi. Microsoft með skrifstofu á Íslandi Elvar Steinn Þorkelsson, fyrrverandi forstjóri Teymis, hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri Microsoft Ísland, sem verður alfarið í eigu fyrirtækisins Microsoft Corporation Elvar Steinn Þorkelsson  Miðopna: Auglýsingaverðlaun ÍMARK og SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.