Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.02.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR           ! " # $%    !            "               '  %% (    ! !   * "   +  Í SÍÐUSTU viku var sagt frá því að Elín Sigfúsdóttir hefði tek- ið við stöðu framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Búnaðarbankans og þannig orðið fyrsta konan í framkvæmdastjórn bankans. Full ástæða er til að fagna þessu, því þær konur sem eru í viðlíka áhrifastöðum í fjármálageiranum má telja á fingrum annarrar handar. Sífellt fleiri konur setjast þó í sæti millistjórnenda í bönk- um auk þess sem konur eru nú orðnar í meirihluta þeirra sem nema fjármál, viðskipti og tengd fræði. Æðstu stjórnendur fjár- málafyrirtækja eru þó undantekningarlaust karlar en ekki konur. Þetta er áhyggjuefni, ekki síst í ljósi þess að meiri völd virðast vera að færast til þeirra sem stjórna fjármálafyrirtækjum. Könnun sem sýndi hinn dæmigerða stjórnanda var kynnt í síð- ustu viku og þar kom í ljós dapurleg staða. Fjórir af hverjum fimm stjórnendum fyrirtækja í landinu eru karlar. Þegar kemur að stóru fyrirtækjunum breytist hlutfallið enn konum í óhag því samkvæmt tölum frá Hagstofunni eru 96% stjórnenda þeirra 250 allra stærstu, karlar. Þessar tölur eru þó alls engar nýjar fréttir. Þorri landsmanna hafði án efa svipaða mynd í huga sér af hinum dæmigerða forstjóra og könnunin sýndi. Miðaldra karlmaður í jakkafötum sem ekur um á jeppa. Hópur æðstu stjórnenda á Íslandi virðist vera einsleitur, sem er slæmt. Ef gróska á að vera í atvinnulífinu þarf fjölbreytni. En einsleitnin er ekki slæm fyrir alla. Að falla inn í einsleita hópinn er slæmt en að geta skorið sig úr honum ber vott um gott við- skiptavit. Í viðtali sem Morgunblaðið birti sl. föstudag segir frum- legur sænskur viðskiptaprófessor, Jonas Ridderstråle, að það að vera öðruvísi skipti sífellt meira máli í viðskiptum. Með breyttum viðskiptaháttum, auknu frelsi á mörkuðum og síaukinni sam- keppni verði það sífellt brýnna fyrir fyrirtæki og ekki síður stjórnendur þeirra að hafa eitthvað að bjóða sem enginn annar hefur. Hlutfallslegir yfirburðir kvenna sem stjórnenda ættu að vera augljósir. Þær eru ekki miðaldra karlmenn. Vissulega er málið ekki svona einfalt. Þótt stjórnendahópurinn virðist einsleitur þá er ekki víst að hann sé það þegar betur er að gáð. Auk þess skera ekki allar konur sig neitt sérstaklega úr þessum hópi, þótt þær séu af öðru kyni. Konur sem vilja berjast til æðstu valda inn- an fyrirtækja hljóta að spyrja sig að því hvort það sé þeim í hag að skil- greina sig sem konur eða hvort þær ættu heldur að reyna að falla inn í hinn dæmigerða hóp karlanna. Í stað þess að reyna að afmá þann mismun sem er á körlum og konum sem stjórnendum þá er lag fyrir konur að nýta sér það að vera „öðruvísi“ og leggja áherslu á það sem greinir þær frá hinum dæmigerða karlkyns stjórnanda. Konum er nú hægt og sígandi að fjölga í hópi viðskipta- og hag- fræðinga og von til þess að þær sjáist í fleiri stjórnunarstöðum í fjármálageiranum á næstu árum. Það gerist líklega ekki strax og enn síður gerist það af sjálfu sér. Ekki þarf að fara lengra aftur en til ársins 1998 til að sjá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Ís- lands með mun fleiri karla en konur við nám. Hlutirnir eru að breytast en ómögulegt er að segja til um hversu langt er að bíða þess að kona verði bankastjóri hér á landi. Morgunblaðið/Arnaldur Innherji skrifar Ungfrú bankastjóri? Yfirburðir kvenna sem stjórnenda ættu að vera augljósir. Þær eru ekki miðaldra karlmenn. innherji@mbl.is ll VIÐSKIPTI ● OLÍUFÉLAGIÐ, Esso, hefur tekið ákvörðun um kaup á birgðastýringarkerfinu AGR Inn- kaup. Kerfið tengist viðskiptakerfi Esso en hlutverk kerfisins er að framkvæma söluspár og koma með innkaupa- tillögur sem lágmarka birgðahaldskostnað og hugsanlegar vantanir. Hugbúnaðurinn AGR Innkaup er útfærður af verkfræðifyrirtækinu AGR ehf. sem sér- hæfir sig í lausnum til hagræðingar í rekstri. AGR Innkaup var þróaður í samvinnu við Að- föng og Húsasmiðjuna en auk þeirra hafa fyrirtæki á borð við Nathan&Olsen, Johan Rönning, Fríhöfnin og ÁTVR fjárfest í kerfinu. Esso semur við AGR ● EVRÓPUSAMBANDIÐ kannar nú hvort tillaga ítalskra ráðamanna sem létta á skuldabyrði af þar- lendum knattspyrnu- félögum standist lög. Ítalska úrvalsdeildin tap- aði alls um 950 millj- ónum evra eða tæpum 80 milljörðum íslenskra króna á síðasta leik- tímabili. Skuldir deildarinnar jukust um 41% á tímabilinu og nema nú 2,5 milljörðum evra eða um 210 milljörðum króna. Hin umdeilda tillaga ríkisstjórnar Silvio Berlusconi, sem þegar hefur verið samþykkt í neðri deild ítalskaþingsins, felur í sér að knattspyrnu- félög fái frest til 10 ára til að greiða niður skuldir í stað þess að fá til þess þrjú ár eins og önnur félög í landinu. Berlusconi er eig- andi og stjórnarformaður AC Milan sem er eitt þeirra knattspyrnufélaga sem er skuld- um vafið eftir síðustu leiktíð. BBC sagði frá. Ítalski boltinn skuldum vafinn ◆ ● BAUGUR-ID hefur keypt hálft prósent hlutabréfa, um eina milljón hluta, í breska verslunarfyrirtækinu Selfridges. Talsmaður Baugs segir að þessi kaup séu í samræmi við þá stefnu fyrirtæk- isins, að kaupa í lágt metnum fyrirtækjum á breskum smá- sölumarkaði. Viðskiptin urðu fyrir um þremur vikum. Miðað við gengið þá, sem var á bilinu 230– 238 pens, nam kaupverð hlutanna um 290 milljónum íslenskra króna. Lokagengi Sel- fridges var 246 pens í gær. Baugur kaupir 0,5% í Selfridges ● HAGKERFI farnast betur ef stór hluti vinnuafls þess er skráður í verkalýðsfélag, segir í skýrslu Alþjóðabankans sem birt var í gær. Niðurstöður skýrslunnar benda til þess að í ríkjum þar sem margir eru í verkalýðs- félagi sé lægra atvinnuleysi, lægri verð- bólga, meiri framleiðni og hraðari aðlögun að sveiflum í hagkerfinu. Einnig kemur fram að aukin þátttaka í verkalýðsfélögum er lík- leg til að minnka launamun milli ómenntaðra og menntaðra, og milli karla og kvenna. Einn af höfundum skýrslunnar, Robert Holzmann, segir að bankinn sé í raun með þessu að breyta viðhorfi sínu til verkalýðsfélaga sem áður hafi verið nokkuð neikvætt. Verkalýðsfélög lækka verðbólgu EINSTÆÐ bresk móðir, Louisa Young, gerði nýlega milljón punda samning við barnabókaútgefand- ann Puffin um útgáfu- rétt á fyrstu bók af þremur um strák sem getur talað við ketti og sagður er líklegur arf- taki Harry Potter. Höfundur þeirra bóka, J.K. Rowling, fékk þó ekki nema lítið brot af þessari upp- hæð fyrir fyrstu bók sína um galdrastrákinn, um 2.000 pund eða sem nemur um 250.000 íslenskum krónum. Hin- ar gríðarlegu vinsældir Potters hafa þó skilað Rowling tölu- verðu í aðra hönd og er hún nú tekjuhæsta kona Bretlands, með eignir metnar á yfir 200 milljónir punda eða um 25 millj- arða króna. Nú velta menn fyrir sér hvort skapari Lionboy, eins og fyrsta bókin um strákinn sem skilur ketti heitir, feti í fótspor Rowling. Hátt í milljón pund, sem nemur um 125 milljónum króna hlýtur í það minnsta að teljast góð byrjun. Að sögn Young skrif- ar hún sögurnar af ljónastráknum með dóttur sinni Isabel og þær muni skipta öllum mögu- legum tekjum af bókinni til helminga. Fyrsta bókin um ljónastrákinn kemur út í októ- ber nk. og þá mun líklega koma í ljós hvort Young nær þeim him- inháu sölutölum og tekjum sem Rowling státar af. Arftaki Harry Potter fundinn Verður hún ríkasta kona Bretlands? ◆ PLASTHÚÐUN og pökkun ehf. í Skeifunni 9býður nú í fyrsta skipti á Íslandi fyrir- tækjum, stofnunum og einstaklingum upp á að fá eigið nafn og vörumerki sem vatns- merki í flestan pappír í hvaða upplagi sem er. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að hingað til hafi hver sá sem ætlaði að fá eigin vatsnmerktan öryggispappír orðið að kaupa í miklu magni beint frá papp- írsframleiðendum með ærnum kostnaði en nú geti hver og einn pantað eftir þörfum. Ennfremur býður fyr- irtækið upp á þá þjónustu að setja vatnsmerki í það bréfsefni sem nú þegar er til staðar hjá fyrirtækjum. Sést munur á frumriti og afriti „Víða um heim eru fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar að nýta sér þennan möguleika til að henda reiður á frumritum sínum. Þar á meðal reikningum og öðrum skjölum. Hér á landi hefur sýnt sig að þörfin er síst minni. Í dag kemur æ oftar upp að erfitt getur reynst að greina á milli frumrits og afrits. Vatnsmerktur pappír leysir það vandamál,“ segir í fréttatilkynningunni. Í tilkynningunni segir jafnframt að hver og einn geti haft sam- band við sína prentsmiðju eða auglýsingastofu sem sér um að panta vatnsmerki í pappír hjá Plasthúðun og pökkun. Einnig er hægt að snúa sér beint til fyrirtækisins. Vatnsmerki á Íslandi MARKAÐSFYRIRTÆKIÐ X-18, sem hefur framleitt og selt skó undir vörumerkinu X-18, var í gær úrskurðað gjaldþrota. Albert Sveinsson, fram- kvæmdastjóri fyrir- tækisins, segir það mikil vonbrigði að til þessa hafi þurft að koma. Verið sé að skoða leiðir til að halda rekstri félagsins áfram. Nýsköp- unarsjóður eignaðist vörumerkið á síðasta ári. Að sögn Alberts eru heildar- skuldir X-18 rúmar 400 milljónir króna. Hann segir að þar af séu um 300 milljónir langtímalán, að- allega hjá bönkum og Nýsköp- unarsjóði, en um 100 milljónir skammtímaskuldir sem gjald- fallið hafi á undanfönum mánuð- um. Hann segir að sala fyrirtækisins á síðasta ári hafi verið góð en undir væntingum. Tekjur hafi því ekki skilað sér eins og búist hafi verið við. Því hafi ekki verið unnt að standa við skuldbindingar við lánardrottna félagsins. Farið hafi verið fram á greiðslustöðv- un, sem úrskurðuð hafi verið m.a. á grundvelli vilyrðis fyrir auknu fjármagni á greiðslu- stöðvunartíma, háð skilyrðum sem ekki hafi tekist að fullnægja. X-18 gjaldþrota Kringlan 6 - Stóri Turn - 550 2000 www.sphverdbref.is Besta ávöxtun skuldabréfasjóða 2002 Skuldabréfasjóður SPH Verðbréfa, skv. Lánstrausti hf. 13,2%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.