Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.02.2003, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 4 . F E B R Ú A R 2 0 0 3 B L A Ð B  KVENNAGARÐUR Í RÆKTUN – GLEÐI Í RANNI KVENNA/2  TÍSKUVIKA Í BARCELONA/4  ÚR POPPINU Í ÓPERUSÖNG/6  LJÓSMÆÐUR MEÐ NÁLAR Á LOFTI/7  AUÐLESIÐ EFNI/8  Marie Claire gefur skýra mynd af skæru litunum. og háhælaða skó eða bol og striga- skó, allt eftir tilefninu. Vegfarendur snúa sér við Litagleðin ríkir bæði í skóm og fötum og minnir á árin í kringum 1970. Skærbláar buxur, skær- appelsínugulur bolur, skærbleikur kjóll, skærgrænir skór. Og klútar í skærum litum, jafnvel marglitir. Tískublaðið Marie Claire gefur þau ráð að klæðast fötum í litum sem öruggt er að fái þá sem verða á vegi manns til að snúa sér við. Þar er gulur netahlýrabolur, gult veski, bleikar buxur, appelsínugulur bol- ur o.s.frv. Og fyrst farið er út í ártöl er ekki úr vegi að bera neonlitina nú saman við það sem var í kring- um 1986; skærgrænar legg- hlífar, skærgular skyrtur eða bleikir skór og síðast en ekki síst grifflur sem margir eru farnir að nota aftur. SKÆRIR sterka liti, en frekar við svart og gallaföt og svo auðvitað her- mannabuxurnar. Neonskórnir eru einmitt í stíl við það sem ráðlagt er á tískuvefnum style.com, þ.e. að nota skó, belti eða aðra fylgihluti í skærum litum við svart. Skærir fylgihlutir lífga upp á ásýndina. Hermannabuxurnar hafa verið vinsælar allt síðasta ár en á síðustu mánuðum hefur orðið sprenging. Buxurnar eru í öllum útfærslum, grænar, ljósar og svartar, stuttar, síðar, víðar, þröngar, rykktar o.s.frv. Við buxurnar er ákjósanleg- ast að vera í háhæluðum banda- skóm en veðráttan um þessar mundir leyfir varla slíkt. Konur búsettar hér á landi geta því notað stígvél eða strigaskó við hermannabux- urnar vinsælu. Hermannabux- urnar eru hugsaðar sem alhliða flík, bæði hversdags og spari, að sögn Karenar Óm- arsdóttur í Oasis. Við fínlegan topp litir lífga upp á ásýndina Morgunblaðið/Golli H ERMANNABUXUR, há- hælaðir skór og bolur í sterkum lit er samsetn- ingin sem virkar nú þegar farið er að vora í tísku- heimum. Allir sterkir litir eru í tísku, helst bleikur en líka rauður, grænn og appelsínugulur. En þegar fer að vora lýsast litirnir líka og fara út í pastel. Ljóstúrkisblár er farinn að sjást og það m.a.s. á her- mannabuxum. Eins er bleikur í öll- um myndum, allt frá daufum og upp í sterkan, mjög í tísku. Fínt með svörtu Stundum fara skæru litirnir alveg út í neon, verða sjálf- lýsandi. Neongrænir, -app- elsínugulir, -bleikir og -bláir támjóir skór hafa t.d. rokið út á síðustu vikum. Yfirleitt eru slíkir skór ekki notaðir við aðra Skærbleikur bómull- arbolur og dökk- grænbrúnar her- mannabuxur eru vinsæl samsetning. Fæst í Oasis. Támjóir Poplife-skór í neonlitum fást í GS-skóm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.