Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FYLGI S-LISTA 40,1% Samfylkingin mælist með 40,1% fylgi og Sjálfstæðisflokkur með 35,8%, í nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun gerði fyrir Morgunblaðið. Framsókn hefur 13,5% fylgi, VG 7,4% og Frjálslyndi flokkurinn 2,9%. Fá lengri tíma Vopnaeftirlitsmenn SÞ munu að sögn Tony Blairs, forsætisráðherra Breta, fá meiri tíma til að ganga úr skugga um það hvort Írakar hafi hlítt ályktunum SÞ er varðar vopnaeign. Skipta verkum Samson-menn hafa komið sér sam- an um verkaskiptingu eftir kaup á tæplega helmingshlut í Landsbanka. Björgólfur Guðmundsson sér um bankann, Björgólfur Thor um lyfja- geirann og Magnús Þorsteinsson um rekstur í Rússlandi. Stríði mótmælt Búist er við að milljónir hafi tekið þátt í mótmælaaðgerðum gegn stríði í Írak, sem skipulögð voru í gær í 60 löndum víða um heim. 550 millj. færslugjöld Handhafar debetkorta greiddu tæpar 550 millj. króna í færslugjöld á síðasta ári og notuðu kortin alls rúm- lega 45 milljón sinnum. Færslugjöld eru hæst hjá Landsbanka og Spari- sjóðunum, eða 13 krónur. Súlujökull hopar Súlujökull hefur hopað um allt að 100 metra á hverju ári síðustu ár. Ef jökullinn heldur áfram að hopa er út- lit fyrir að áin Súla sameinist Gígju- kvísl og að lokum renni aðeins ein jökulá frá Skeiðarárjökli. Sunnudagur 16. febrúar 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 8.655  Innlit 16.655  Flettingar 70.546  Heimild: Samræmd vefmæling Póls hf. er leiðandi fyrirtæki á sviði vigtar, flokkunar- og stýritækni fyrir matvæla-iðnaðinn. Sölumaður Póls hf. óskar eftir að ráða sölumann til starfa í sölu- og markaðsdeild félagsins í Reykjavík. Sölu- og markaðsdeildin hefur umsjón með stefnu fyrirtækisins í markaðs- og sölumálum ásamt tilboðs- og samningsgerð á vörum og lausnum félagsins. Upplýsingaöflun og grein- ing á markaðsaðstæðum er stór þáttur í starfs- emi deildarinnar ásamt umsjón og ábyrgð á sýningarhaldi og gerð kynningarefnis. Starfinu fylgja mikil ferðalög bæði innanlands og er- lendis. Hæfniskröfur:  Háskólamenntun eða sambærileg framhalds- menntun.  Víðtæk starfsreynsla og þekking í matvæla- framleiðslu.  Krafa um góða spænsku og/eða frönsku- kunnáttu auk ensku.  Góð tölvukunnátta æskileg. Leitað er eftir metnaðarfullri persónu sem er til í að takast á við fjölbreytt verkefni í ört stækkandi fyrirtæki, með gott frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Umsóknarfrestur er til 26. febrúar og skal skila umsóknum til Póls hf. fyrir þann tíma, á eftirfar- andi póstföng: ebg@pols.is, pso@pols.is eða í P.O. Box 8836. 105 Reykjavík merktum: „Sölumaður - Póls hf“. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Pálmar Sveinn Ólafsson, sími 456 6411. Austur-Hérað Leikskólinn Tjarnarland Egilsstöðum Leikskólinn Tjarnarland óskar að ráða: Aðstoðarleikskólastjóra frá 1. júní nk. Um er að ræða fullt starf sem skiptist í 80% starf á deild og 20% stjórnunar- starf. Umsækjandi skal hafa lokið leikskólakennara- námi. Leikskólakennara í 100% starf frá 1. júní eða eftir samkomulagi. Hlutastarf kemur til greina. Tjarnarland er 4ra deilda leikskóli. Lögð er áhersla á að vinna í anda Reggio-hugmynda- fræðinnar. Nánari upplýsingar gefur leikskóla- stjóri í síma 471 2145. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist til leikskólastjóra Tjarnarlands eigi síðar 10. mars nk. Leikskólastjóri. Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri Háskólakennari Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri auglýsir stöðu háskólakennara lausa til umsóknar. Til greina kemur að ráða í hlutastarf.  Hér er um að ræða stöðu háskólakennara með sérmenntun á sviði skipulagssfræða, landslagsarkitektúrs eða með hliðstæða menntun (dósent/lektor). Laun og önnur starfskjör samkvæmt kjarasamningum opin- berra starfsmanna og aðlögunarsamningum LBH við viðkomandi stéttarfélög.  Menntunar og hæfniskröfur: Háskólamenntun með meistara- eða doktorsgráðu í viðkomandi fræðigrein. Frumkvæðishæfileikar við uppbyggingu nýrrar þekkingar. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í kennslu á háskólastigi.  Umsækjendur láti fylgja ítarlega skýrslu um námsferil, kennslu- og fræðastörf svo og önnur störf. Einnig skulu fylgja eintök af þeim fræðilegu gögnum sem þeir óska að tekið sé tillit til. Nauðsynlegt er fram komi hvaða verkefnum umsækjendur hafa unnið að, hverju þeir eru að sinna og áform þeirra ef til ráðningar kemur.  Umsækjendur láti fylgja nöfn a.m.k. tveggja meðmælenda. Nánari upplýsingar veita Magnús B. Jónsson rektor (magnusb@hvanneyri.is) eða Auður Sveinsdóttir dósent (audurs@hvanneyri.is) eða í síma 437 0000. Umsóknir sendist til Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, 311 Borgarnesi, fyrir 7. mars 2003. Skemmtilegt og krefjandi verkefni fyrir þroskaþjálfa/ stuðningsfulltrúa Hæfingarstöðin Bjarkarás Styrktarfélag vangefinna óskar eftir þroskaþjálfum og/eða stuðningsfulltrú- um til starfa á nýrri deild sem verið er að opna í Bjarkarási, Stjörnugróf 9. Um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs. Vinnutíminn er frá kl. 8:30-16:30 á virk- um dögum. Deildin er ætluð einstakling- um sem þurfa sértæka þjónustu vegna hegðunarfrávika. Umsóknarfrestur er til 21. febrúar. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Við leitum að starfsfólki sem:  Býr yfir skipulögðum og nákvæmum vinnubrögðum.  Er sveigjanlegt og tilbúið að tileinka sér nýjungar.  Hefur góða samstarfshæfileika.  Hefur tamið sér jákvæða hugsun og viðhorf. Við bjóðum:  Góðan stuðning og ráðgjöf.  Ágæta starfsaðstöðu og tíma til undir- búnings.  Samvinnu við góðan starfsmannahóp. Laun eru samkvæmt kjarasamningum Þroskaþjálfafélags Íslands eða Starfs- mannafélags ríkisstofnana og Styrktarfé- lags vangefinna. Nánari upplýsingar veita Þórhildur Garðarsdóttir forstöðuþroskaþjálfi og Krist- rún Sigurjónsdóttir yfirþroskaþjálfi í síma 568 5330. Prófessorsstöður Við fiski- og náttúrufræðideild Háskólans í Bodø eru lausar 3 stöður prófessora. Stöðurnar eru hluti af áætlun Háskólans um að styrkja fiskeldissviðið, og felur m.a. í sér að hleypa af stokkunum nýrri landsstöð fyrir lúðueldi og koma á fót meistara- og doktorsnámi í sjávarfræðum. St. nr. 1522: Prófessor í sjávarfiskeldi og stjórnandi rannsóknaráætlunar um lúðueldi. St. nr. 1523: Prófessor í sjávarfiskeldi. St. nr. 1525: Prófessor/førsteamanuensis í sameindaerfðafræði. Fulla starfslýsingu má finna á heimasíðu okkar. Nánari upplýsingar um stöðuna fást hjá Terje Solberg, dekanus, Terje.Solberg@hibo.no eða Jarle Nordeide førsteamanuensis, Jarle.Nordeide@hibo.no (sími +47 75 51 7200). Umsóknir séu á ensku, merktar stöðunr. og sendist til Høgskolen i Bodø, N-8049 Bodø. Umsóknarfrestur: 9. mars 2003. Skrifstofustarf Kraftur hf., umboðsaðili fyrir m.a. MAN vöru bifreiðar, óskar að ráða starfskraft á skrifstofu. Um er að ræða heilsdagsstarf við merkingar og skráningu á bókhaldi, afstemmingar og undirbúning fyrir uppgjör, auk annarra tilfall- andi starfa á skrifstofu fyrirtækisins. Við leitum að einstaklingi með góða kunnáttu á bókhaldsstörfum. Unnið er með bókhaldskerfi frá TOK. Viðkom- andi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. júní nk. Umsóknum skal skilað til Krafts hf., Vagn- höfða 1, eða á netfangi kraftur@kraftur.is, fyrir 22. febrúar nk. Sunnudagur 16. febrúar 2003 Morgunblaðið/Kristinn Björgólfur, Magnús og Börgólfur Thor  2–9 ferðalögSumarhús á ÍtalíusælkerarHereford steikhúsbörnSkógarlífbíóHugh Grant Sálarbrot frá Nígeríu Í landi hrópandi andstæðna Í Nígeríu tak- ast á ríkidæmi og fátækt, siðvæðing og spilling. Prentsmiðja Morgunblaðsins Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 47 Hugsað upphátt 20 Myndasögur 48 Listir 26/31 Bréf 48/49 Af listum 26 Dagbók 50/51 Birna Anna 26 Krossgáta 52 Forystugrein 32 Leikhús 54 Reykjavíkurbréf 32 Fólk 54/61 Skoðun 36 Bíó 58/61 Minningar 37/39 Sjónvarp 62 Þjónusta 46 Veður 63 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Heims- ferðum. Blaðinu er dreift um allt land. SÚLUJÖKULL hefur hopað um hálfan kílómetra frá því Skeiðará hljóp árið 1996, eða allt að 100 metra á ári undanfarin ár. Ef jökull- inn heldur áfram að hopa er líklegt að farvegur árinnar Súlu, sem kem- ur úr jöklinum, færist austar og sameinist Gígjukvísl og að lokum í einn farveg, en þannig var lands- lagið þegar numið var land á Ís- landi. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur á Orkustofnun, segir það frekar já- kvæða þróun að Súla færist austar, því brúin yfir Gígjukvísl sé sterk- byggðari en brúin yfir Núpsvötn, sem áin rennur nú undir, og ætti því að þola meiri ágang. Súlujökull er vestan í Skeið- arárjökli sem gengur suður úr Vatnajökli. Áin Súla, sem rennur undan jöklinum, sameinast í dag Núpsá og saman mynda árnar Núpsvötn sem renna undir vestustu brúna á Skeiðarársandi, sem stend- ur við Lómagnúp. „Ef jökullinn hop- ar dálítið meira, eins og útlit er fyr- ir núna, eru líkur til þess að áin hætti að renna vestur í Núpsá, held- ur fari austur með jökuljaðrinum og sameinist Gígjukvísl,“ segir Oddur. Hann segir að þetta þýði að ágangurinn á brúna yfir Núpsvötn minnki, en brúin hafi stundum skemmst þegar hlaup hafi orðið úr jöklinum. Í staðinn fari vatnið undir brú sem var byggð yfir Gígjukvísl eftir að gamla brúin rofnaði í jök- ulhlaupinu árið 1996. Nýja brúin yf- ir Gígjukvísl ætti að ráða við stærri fljót en brúin yfir Núpsvötn þar sem hún er sterkbyggðari. „Ef það koma stór hlaup geri ég hins vegar ráð fyrir því að það fari eitthvað af vatni aftur vestur í Núpsvötn því þá kemur vatn undan öllum jökuljaðr- inum, en svona stórhlaup eru ekki svo oft,“ segir Oddur. Ein jökulá í Landnámu „Jökullinn hefur hopað allt að 100 metra á ári undanfarin ár. Það er ansi mikið, síðan hlaupið varð hefur hann hopað um hálfan kílómetra og það er drjúgur spölur,“ segir Odd- ur. Þegar jöklar hopi leitist ár sem frá þeim falla við að sameinast í einn árfarveg. Í tilviki Skeið- arárjökuls komi meginárnar upp við sitthvorn endann. Súla við vest- urendann og Skeiðará við þann eystri. Þegar jökullinn hopi leiti árnar aftur inn að miðjunni. Oddur segir síðasta áratug hafa verið þann hlýjasta á jörðinni frá því mælingar hófust og að flestir veðurfræðingar geri ráð fyrir því að hlýindin haldi áfram. „Ég geri ráð fyrir því að jökullinn haldi áfram að hopa og þá gæti lands- lagið breyst á þennan hátt, jafnvel innan tíu ára,“ segir Oddur. Þá yrði aftur komin jökulsá, sem er nefnd í Landnámu og stundum kölluð „á Sandi“. Gígjukvíslarbrú, sem áin rynni væntanlega undir, ætti að þola slíkt vatnsmagn, að mati Odds. Hann segir að brúin sé byggð til að þola stór hlaup, það sé ekki nema komi gríðarlega stór hlaup, eins og árið 1996, sem brúin gæti verið í hættu. Allt vatn frá Skeiðarárjökli safnist í einn árfarveg Hér má frá vinstri sjá Núpsá, Súlu og loks Gígjukvísl. Oddur Sigurðsson segir að útlit sé fyrir að Súla eigi eftir að sameinast Gígjukvísl og að haldi Skeiðarárjökull áfram að hopa muni allar ár frá jöklinum sameinast í eina á. Ljósmynd/Oddur Sigurðsson NÝ búgrein, fasanaræktun, er hafin hjá Gunnari Óla Hákonarsyni á Sandi í Aðaldal en hann fékk sér ný- lega einn fasanahana og tvær fasana- hænur frá Tókastöðum á Fljótsdals- héraði til þess að byrja búskapinn. Fasanar eru miklir skrautfuglar og lifa víða í skóglendi erlendis en fasanarnir á Íslandi eru innfluttir frá Svíþjóð. Fasanabúið á Tókastöðum er eina búið á landinu með þessa fugla og varpstofninn um 400 fuglar. Upphaflega eru allir fasanar í Evr- ópu úr skógum Asíulanda. Gunnar Óli hefur búið í haginn fyr- ir fuglana í gömlum fjárhúsum. Þar eru tvær krær með miklu af gömlum birkitrjám sem þannig er komið fyrir að umhverfið líkist sem mest skóg- lendi. Ekki er annað að sjá en að þessir nýju íbúar séu hinir ánægð- ustu og stefnir Gunnar Óli að því að fjölga í bústofninum að vori og reikn- ar með að geta ungað út allt að 50 eggjum ef vel gengur, en hænurnar byrja að verpa í lok apríl. Fasana- búskapur í Aðaldal Laxamýri . Morgunblaðið. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Gunnar Óli með fasanahanann. FLUGLEIÐIR Frakt ehf. fengu á föstudag endanlega heimild kanad- ískra flugmálayfirvalda til fraktflugs til Halifax í Kanada. Félagið hafði áformað fyrstu ferðina um síðustu helgi en varð að fella hana niður, sem og ferðina á föstudag, þar sem flugfélagið Air Canada hafði í um- sögn sinni til kanadískra yfirvalda mótmælt fyrirhuguðu flugi Flug- leiða. Heimild fékkst með því skil- yrði að Flugleiðir flyttu ekki vörur frá Halifax til London. Fyrsta ferðin verður farin um næstu helgi, með flugi til New York og þaðan til Hali- fax og heim. Pétur J. Eiríksson, framkvæmda- stjóri Flugleiða Frakt ehf., sem er dótturfyrirtæki Flugleiða hf., segir samskiptin við Kanadamenn hafa verið erfið í málinu og afstaða Air Canada haft þar mikið að segja. Fallist hafi verið á skilyrðið, sem sett hafi verið vegna farþegaflugs Air Canada til London. Annað skil- yrði er að Flugleiðir Frakt verða að gera kanadískum yfirvöldum grein fyrir fraktfluginu mánaðarlega. Pét- ur segir það einnig skipta máli að enn sé ekki genginn í gildi loftferða- samningur milli landanna, þrátt fyr- ir viðræður í þá veru í meira en ára- tug. Flugleiðir hættu sem kunnugt er farþegaflugi til Halifax árið 2001 þar sem ekki fékkst heimild fyrr en of seint að fjölga þangað ferðum. Aðstoð frá viðskiptaráðherra Pétur segir það hafa hjálpað Flug- leiðum mikið að Valgerður Sverris- dóttir viðskiptaráðherra tók málið upp í viðræðum sínum við kanadíska ráðamenn í heimsókn sinni til Kan- ada í vikunni. Meðal þeirra sem Val- gerður hitti var einn ráðherranna úr ríkisstjórn Kanada og fylkisstjóri Nova Scotia, þar sem Halifax er. Pétur segir Flugleiðir hafa haft heimild til fraktflugs einu sinni í viku til Halifax í gegnum Boston, samkvæmt samkomulagi frá árinu 2001. Síðan fluttu Flugleiðir sitt fraktflug yfir á New York og í árs- byrjun var sótt um leyfi til að fá að fljúga þaðan til Halifax og heim til Íslands. Að sögn Péturs var þessari ósk hafnað, m.a. vegna mótmæla frá Air Canada. Flugleiðir Frakt felldu niður fyrstu ferðirnar til Halifax Mótmæli Air Canada gegn fluginu voru tekin til greina Á FORSÍÐU sérblaðsins Sunnu- dags í dag misritaðist nafn Björgólfs Thors Björgólfssonar í fyrirsögn. Beðizt er afsökunar á þessum mis- tökum, sem ekki komu í ljós fyrr en upplag blaðsins hafði verið prentað. LEIÐRÉTT ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.