Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 6
SKÆRULIÐAR í Kólumbíu skutu í vikunni niður bandaríska flugvél sem var notuð í baráttunni gegn fíkniefnasölum.Tveir Bandaríkja- mannanna féllu og tveir þeirra voru teknir í gíslingu auk innfædds Kól- umbíumanns, að sögn lögreglu- manna í gær. Talið er að þetta sé í fyrsta sinn sem skæruliðar skjóta niður bandaríska flugvél en Banda- ríkjamenn veita ríkisstjórn Kólumb- íu mikla aðstoð af ýmsu tagi í barátt- unni gegn fíkniefnasölu sem oft er helsta tekjulind vinstrisinnaðra skæruliðahópa. Stjórnvöld í Kólumbíu sögðu þeg- ar á fimmtudag að vélarbilun hefði valdið því að vélin varð að nauðlenda. Talið er að liðsmenn svonefndra FARC-samtaka hafi verið að verki og séu gíslarnir nú í höndum þeirra. Björgunarmenn fundu brunnið flak einshreyfils Cessna-vélar Banda- ríkjamannanna á fimmtudag í Caq- ueta-héraði. Lík hinna föllnu voru skammt frá brakinu. Florencia, höfuðstaður Caqueta- héraðs, er á svæði þar sem FARC- samtökin eru mjög athafnasöm. En skammt frá borginni er einnig Tres Esquinas-bækistöðin þar sem þrír öflugir herflokkar kólumbískra sér- sveita gegn fíkniefnasölum hafa að- setur. Sveitirnar eru þjálfaðar af bandarískum hermönnum. Alls eru um 500 bandarískir hermenn í Kól- umbíu þar sem þeir aðstoða við bar- áttuna gegn fíkniefnum. Felldu bandaríska hermenn í Kólumbíu Bogota. AFP. ERLENT 6 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Fólkið í húsunum sefur. Það eru engir á ferli nema ljósastaurar og stöku nátthrafnar. Einhverra hluta vegna er blaðamaður að klæða sig í Manchester United-búninginn sinn, með áletruninni Roy Keane, og baksa við að troða flíkunum, töskunni og skónum inn í alltof lítinn skáp sem er númer 147. Ef þetta væri venjuleg nótt, þá lægi hann uppi í rúmi heima hjá sér. Annaðhvort sofnaður eða í miðju koddatali við konuna sína. Það var einmitt í slíkum samræðum í vikunni, sem hún sagði alvörugef- in: – Ertu ekki orðinn dálítið feitur? Þar sem blaðamaður er vanur því að hún hugsi upphátt, lét hann sér hvergi bregða og svaraði því til að hann yrði fljótur að ná um- framkílóunum af sér – bara um leið og hann byrjaði að hreyfa sig. – Er það ekki orðið miklu erfiðara, spurði hún full efasemda. Þú ert nú einu sinni að eldast. – Ég er 31 árs, segir blaðamaður við hressi- legan strák í afgreiðslu á líkamsræktarstöðvar sem opin er allan sólarhringinn. Og strákurinn slær aldurinn inn í tölvuna fyrir fitumælinguna. Hann slær líka inn hæð og þyngd og svo grípur blaðamaður um handföngin. Það kemur upp úr dúrnum að fitan er 19% af líkamsþyngdinni. Fyrst heldur blaðamaður að það sé slæmt, en svo kemur í ljós að hann fór línuvillt og þetta er bara tiltölulega gott – fyrir mann á hans aldri. – Borgin er drungaleg á nóttunni, segir blaðamaður við tvo þjóna- nema, sem horfa á hann undrandi. – Af hverju segirðu það, spyr annar. – Það er myrkur yfir öllu, göturnar auðar og aðeins ljósastaur- arnir eru vakandi, segir blaðamaður og þykist skáldlegur. Fyrst horfa piltarnir á hann rannsakandi augnaráði, svo missa þeir áhugann og grúfa sig aftur ofan í blöðin sem þeir eru að lesa. Það er engin biðröð í tækin. – Þá er að byrja að hreyfa sig, segir blaðamaður stundarhátt til að vekja einhver viðbrögð. En það er sama dúnalognið og áður. Hann fer á gönguskíðatæki, sem framleiðir sitt eigið rafmagn. Nokkuð sem þyrfti að benda Vinstri grænum á. Ef til vill væri hægt að virkja Austfirðinga með svona tækjum í stað þess að senda þá á fjöll til að tína fjallagrös. Það væri miklu betri nýting á þeim. – Þú ert nú meiri maðurinn, segir íðilfögur blondína og rennir fingrunum um hárið á hetjunni í fjórða sjónvarpstæki frá vinstri. – Heyrðu, hann gleymdi lyklinum í skránni, segir hetjan og kipp- ist við. – Eftir hverju ertu að bíða, spyr blondínan. – Þetta gæti verið gildra, svarar hann. – Ég er hrædd. Flýtum okkur út á meðan við getum, segir blond- ínan og þau hlaupa út úr fangaklefanum og skilja blaðamann eftir. Það er nóg af sjónvörpum, sem blaðamaður horfir stjarfur á með- an hann skíðar eftir tækjasalnum. Og auglýsingar upp um alla veggi. Ein þeirra býður 20% afslátt fyrir alla korthafa á krönsum, krossum og kistuskreytingum. – Það vantar fáklæddar stúlkur, segir maður sem er að lyfta lóð- um. Samt er búið að sýna myndbandið Dirrty með Christinu Aguil- era tvisvar síðustu mínúturnar. Tveim tímum og fáeinum kílómetrum síðar er blaðamaður aleinn í búningsklefanum með sextán sturtuhausum, þremur pissuskálum og á þriðja hundrað skápum. Aldrei þessu vant á hann ekki í vandræð- um með að finna handklæðið sitt aftur í rekkanum. Kyrrðin er rofin af manni sem gengur rakleiðis að skáp 163 og byrjar að klæða sig í æfingagallann. – Sæll, segir blaðamaður. – Sæll, svarar hann. – Hvað dregur þig hingað á þessum tíma sólarhrings, spyr blaða- maður. – Þetta er þægilegt. – Nú? Maðurinn gengur orðalaust út úr klefanum. Og ljóst að fé- lagsskapurinn er ekki það sem rekur hann í ræktina á nóttunni. Fyrir utan líkamsræktarstöðina bíða tveir drengir í bíl. Annar þeirra blæs hringjum út um framrúðuna. Hinn er að bíða eftir stúlk- unni sinni. Þannig er þetta líka á nóttunni. Það er einkennileg stemmning í borginni eftir miðnætti. Ekkert nema tónlist í útvarpinu og endurflutningur á Hrafnaþingi. Blaðamaður er orðinn svangur af hreyfingunni. Hann kemur við á bensínstöð í Öskjuhlíðinni á leiðinni heim. Þar bíða leigubílstjórar í rólegheitum eftir að skólaballi ljúki. – Við ættum að ná einum til tveim túrum. Inni eru bara karlmenn og flestir að fá sér pylsu. Svo virðist sem engar konur séu á ferli á þessum tíma sólarhrings. Einn er í lopa- peysu og annar með lopahúfu. Þannig liti heimurinn út ef hann væri einungis byggður karlmönnum. Þá væri ekkert annað á boðstólum en pylsur. Og uppgangur í ullariðnaðinum. Morgunblaðið/Kristinn Líkamsrækt að næturlagi SKISSA Pétur Blöndal skoðaði hina hliðina á sólar- hringnum. SERBNESKI stjórnmálamaðurinn Vojislav Seselj hefur verið ákærður hjá stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi og segist hann ætla að mæta fyrir dómstólinn innan tíu daga. Flokkur Seselj, sem er herská þjóðernissinnasamtök, átti náið samstarf við Slobodan Milosev- ic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu sem var. Milosevic er nú í haldi í Haag, sakaður um stríðsglæpi. „Hann hefur verið ákærður fyrir glæpi í átta liðum gegn mannkyninu og sex ákæruþættirnir snúast um stríðsglæpi í tengslum við hlutverk hans í Króatíu, Bosníu-Herzegóvínu og í Vojvodína,“ sagði Christian Chartier, talsmaður stríðsglæpa- dómstólsins, um Seselj. Seselj er fæddur í Sarajevo í Bosníu, hann er 48 ára gamall og fékk 23% stuðning er hann bauð sig fram í forsetakjöri í september sl. Er hann reyndi að verða forseti 1997 hét hann því að leysa vandann í Kosovo á „fimm dögum“ með því að reka á brott alla Kosovo-Albana sem ekki væru með lögleg skilríki. Eftir að Milosevic var steypt af stóli tók Ses- elj upp tengsl við Saddam Hussein Íraksforseta. Fyrr í mánuðinum efndi Seselj til fjöldafundar til að mótmæla fyrirhugaðri árás Banda- ríkjamanna á Írak. Haft var eftir Seselj á föstudag í Belgrad að hann ætlaði innan tíu daga að fara til Haag og koma þar fyrir dómstólinn. Hann varaði hins vegar við því að reynt yrði að hand- taka hann og flytja með valdi til Hol- lands. Seselj er menntaður í lögfræði og ætlar að verja sig sjálfur. Sagði hann að réttarhöldin myndu verða „póli- tísk og fagleg ögrun“ fyrir sig en jafnframt myndi hann geta notað þau sem leiksvið þar hann myndi verja þjóðarhagsmuni Serba. Ofsóknir, morð og pyntingar Flokkur Seselj, SSR, studdi ákaft serbneska uppreisnarmenn í Króat- íu og Bosníu, hann gekk svo langt að stofna sjálfstæða herflokka sjálf- boðaliða sem sendir voru til átaka- svæðanna. Sagði Seselj þá að mark- miðið með aðgerðunum væri að tryggja til frambúðar „nauðungar- flutninga“ á meirihluta Króata, múslíma og annarra þjóðarbrota sem ekki voru af serbnesku þjóðerni frá um það bil þriðjungi Króatíu, stórum svæðum í Bosníu-Herzegó- vínu og hluta Vojvodínu en í síðast- talda héraðinu býr mikið af Ungverj- um. Síðan átti að stofna nýtt ríki, Stór-Serbíu þar sem umrædd héruð yrðu hluti móðurríkisins. Seselj og menn hans hafa verið sakaðir um hvers kyns glæpi, þ.á m. ofsóknir, morð og pyntingar og koma þessar ásakanir fram í ákær- unni í Haag. Nefna má að Seselj er sakaður um að hafa skipulagt svo- nefnda þjóðarhreinsun í mörgum borgum í Króatíu, einnig í borgunum Zvornik og Bosanski Samac í Bosn- íu. „Í nóvember 1991 þegar herir Serba reyndu að taka Vukovar [í Króatíu] heimsótti Vojislav Seselj borgina og lýsti yfir opinberlega: „Ekki einn einasti Ustasha-maður má komast lifandi frá Vukovar,“ seg- ir í ákærunni á hendur Seselj. Ustasha er hefðbundið nafn á sam- tökum öfgafullra króatískra þjóðern- issinna. Seselj ætlar að verja sig sjálfur í Haag Tók upp sam- starf við Sadd- am Hussein eftir fall Milosevic Reuters Vojislav Seselj greiðir atkvæði í forsetakosningum í desember sl. Ekki hefur tekist að kjósa forseta í Serbíu, kjör- sókn hefur alltaf reynst undir lögboðnu lágmarki sem er 50%. Seselj var næsthæstur frambjóðenda með 23% fylgi. Haag. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.