Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞRÍR ungir íslenskir vísindamenn komu, sáu og sigruðu í Evrópusam- keppni Ungra vísindamanna, sem fram fór í grísku borginni Þessalóníku haust- ið 1999, eftir að hafa sigrað í lands- keppninni hér heima. Þremenningarnir, þeir Tryggvi Þorgeirsson, Páll Melsted og Sverrir Guðmundsson, voru þá allir nemendur í Menntaskólanum í Reykja- vík og unnu rannsóknaverkefni sitt undir handleiðslu stjörnu- og eðlis- fræðikennara síns, Vilhelms Sigfúsar Sigmundssonar. Annar skólafélagi þeirra, Jóel Karl Friðriksson, vann jafn- framt með þeim að verkefninu í upp- hafi. Alls voru lögð fram 57 verkefni frá meira en þrjátíu löndum, en auk peningaverðlauna, fengu sigurveg- ararnir ferð til Kanaríeyja til að skoða eina fullkomnustu stjörnurann- sóknastöð heims, sem þar er. Sigurverkefnið bar yfirskriftina „The Galaxy Cluster MS1621+2640“ eða „Vetrarbrautaþyrpingin MS1621+2640“ og fjallaði um sam- nefnda vetrarbrautaþyrpingu, en Vil- helm leiðbeinandinn þeirra hafði ásamt Örnólfi Einari Rögnvaldssyni verið að skoða þessa vetrarbrautaþyrpingu í Norræna stjörnusjónaukanum á Kan- aríeyjum skömmu áður í tengslum við rannsóknarverkefni undir stjórn Einars H. Guðmundssonar, prófessors í stjarn- eðlisfræði við HÍ. Markmið þeirra var að taka myndir af þyrpingunni til að at- huga áhrif hennar á sýndarstaðsetn- ingu vetrarbrautanna í bakgrunninum. Afrakstur vinnu þeirra var mikið magn gagna, sem þótti ljóst að hægt væri að nýta til rannsókna. Þeir Vilhelm og Örnólfur höfðu skrifað grein í Morg- unblaðið um rannsóknir sínar sem vak- ið höfðu áhuga þremenninganna og umræðu í kennslustundum. Í þeirri um- ræðu kviknaði sá draumur þeirra að fá að kynnast þessum innlendu rann- sóknum í stjarnvísindum af eigin raun. Netið skapar aðgang Snemma minntist Vilhelm á að kan- adískir stjörnufræðingar hefðu rann- sakað þessa sömu þyrpingu og vildu þeir því nýta þau gögn ásamt gögnum Vilhelms og Örnólfs til eigin rannsókna. Yfirleitt hefur það verið miklum vand- kvæðum bundið fyrir almenna áhuga- menn að stunda stjörnufræðirann- sóknir, sem byggja á mælingum því það er bæði dýrt og flókið ferli að fá aðgang að stórum sjónaukum. Með tilkomu Netsins hefur hinsvegar orðið bylting í þessum efnum og er nú orðið auðvelt að nálgast þar gögn frá stjörnufræð- ingum um allan heim. Oft hafa þessi gögn ekki verið fullnýtt til úrvinnslu og hafa nú opnast ný tækifæri fyrir hinn almenna áhugamann að nýta gögn af Netinu til rannsókna heima í stofu. Markmið þremenninganna í upphafi verkefnis voru nokkur. Til stóð að sam- ræma gögn kanadísku og íslensku vís- indamannanna svo hægt væri að nota þau til frekari rannsókna. Sú vinna reyndist tímafrek en gekk vel. Úr þess- um gögnum mynduðu þeir gagna- grunn, sem gerði þeim kleift að komast að ýmsum niðurstöðum. „Við fundum 40 vetrarbrautir sem nokkuð örugg- lega tilheyra þyrpingunni og áætluðum út frá lit hinna vetrarbrautanna að heildarfjöldi vetrarbrauta í þyrpingunni væri um 375. Vegna óvissu við þessa áætlun væri reyndar nær að segja að þær séu um 400. Við teljum líklegt að þessi áætlun sé ekki fjarri réttu lagi, t.d. samanborið við stórar þyrpingar sem rannsakaðar hafa verið ítarlega og þar af leiðandi að aðferðin, sem við not- uðum, sé vel nothæf. Okkur er hins- vegar ekki kunnugt um að hún hafi ver- ið notuð fyrr.“ Í niðurstöðu dómnefndar þegar úr- slitin voru kynnt, segir meðal annars: „Hópurinn sýndi frábæran skilning á stjarneðlisfræðilegum gögnum og greiningaraðferðum þeirra auk hinna grundvallandi stjarneðlisfræðilegu spurninga sem varpað er fram. Vinna þeirra sýnir hina miklu möguleika nýj- ustu gagnavinnsluaðferða og Netsins.“ Í ólíkar áttir Páll er nú að ljúka námi í stærðfræði við HÍ og stefnir á framhaldsnám á næsta ári. Sverrir kennir stjörnufræði í MR auk þess að kenna stærðfræði og íslensku í Rimaskóla. Tryggvi ákvað hinsvegar að afloknu stúdentsprófinu að elta ævintýraþrána út og bjó í eitt ár með kærustunni sinni í Þýskalandi og Frakklandi þar sem þau lögðu stund á tungumálanám. Hann er nú nýlega far- inn að nema læknisfræði við HÍ, eins og hann hafði alltaf ætlað sér framan af á menntaskólaárunum, en þar sem raun- greinar heilluðu hann undir lok þeirra ára, ákvað hann að skella sér í verk- fræði. „Ég fann hinsvegar að ég var ekki alveg á réttri hillu svo að ég sneri mér að læknisfræðinni, eins og ég hafði upphaflega ætlað mér.“ Tryggvi segir þá félaga hafa fengið heilmikið út úr keppninni, sem hafi ver- ið hreint frábær upplifun í alla staði. „Fyrst fengum við verðlaun hér heima og ferð til Grikklands, þar sem við feng- um líka peningaverðlaun, sem svarar til um 400 þús. ísl. króna, og ferð til Kan- aríeyja þar sem við fengum að skoða eina stærstu stjörnurannsóknastöð í heimi. Og í sumar fengum við svo upp- hringingu þar sem okkur var boðið með engum fyrirvara á ráðstefnu í Bratisl- ava í Slóvakíu um ungt fólk og vísindi. Við skelltum okkur auðvitað í vikuferð, sem var hreint frábær.“ Íslenskt verkefni sigraði í Evrópusamkeppni Ungra vísindamanna árið 1999 „Frábær upplifun“ Morgunblaðið/Sverrir Íslendingar unnu til fyrstu verðlauna í Evrópusamkeppni ungra vísindamanna í Þessalóniku í Grikklandi árið 1999 og voru fulltrúar okkar þá menntskælingar úr Menntaskólanum í Reykjavík, þeir Tryggvi Þorgeirsson, Páll Melsted og Sverrir Guðmundsson. HugmyndasamkeppninUngir vísindamenn erhluti af samfélags-áætlun Evrópusam-bandsins og byggist annars vegar á landskeppnum, sem haldnar eru í þátttökulöndunum og hins vegar á árlegri samkeppni ungra vísindamanna í Evrópu undir nafninu Young scientist contest. Þrír sigurvegarar úr landskeppn- inni öðlast þátttökurétt í Evrópu- samkeppninni, sem haldin verður í Búdapest í Ungverjalandi dagana 20.–26. september 2003. Markmið keppninnar er að efla hæfni ungs fólks til að vinna að rannsóknaverk- efnum og stuðla að auknu frum- kvæði og sjálfstæðum vinnubrögð- um. Vísinda- eða tækninýjungar Að keppninni hérlendis standa menntamálaráðuneytið, Háskóli Ís- lands og Marel hf. og hefur verið skipaður undirbúningshópur, sem í sitja Þórir Ólafsson frá mennta- málaráðuneytinu, Jóhann Guðjóns- son, formaður Samlífs, Baldur Garðarsson frá Félagi raungreina- kennara, Frímann Ingi Helgason frá Iðnskólanum í Reykjavík, Eva Benediktsdóttir dósent í eðlisfræði, Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor og ritstjóri Vísindavefsins, Sigurð- ur Snorrason, forstöðumaður Líf- fræðistofnunar HÍ og Kristinn Andersen, rannsóknastjóri hjá Marel. Keppnin er opin öllum skólanem- um á aldrinum 15–20 ára. Nemend- ur velja sér þema eða verkefni, rannsaka það og setja fram niður- stöður með eða án leiðsagnar kenn- ara. Miðað er við að verkefnin feli í sér nýjungar á sviði vísinda eða tækni, á sviðum eins og líftækni, efnafræði eða orku- og umhverfis- málum sem og iðnhönnun. Dóm- nefnd metur svo niðurstöðurnar út frá eftirfarandi þáttum: nýnæmi verkefnis og frumleika í nálgun rannsóknaspurninga og rannsókn- araðferða; hæfni, þekkingu og ná- kvæmni í hönnun og framkvæmd verkefnis; rökleiðslu og skýrleik í túlkun niðurstaðna, gæðum skrif- legrar greinargerðar og hæfni til að ræða og kynna verkefnið fyrir dóm- nefnd. Þátttakendur geta sótt um 10–30 þúsund króna undirbúningsstyrk, en umsóknir þurfa að berast fyrir 10. mars nk. Með umsókninni skulu fylgja upplýsingar um þátttakend- ur og ábyrgðaraðila, verklýsing og kostnaðaráætlun. Endanlegum verkefnislýsingum og niðurstöðum skal svo skila fyrir 16. apríl, en verðlaunaafhending mun fara fram hinn 22. maí í vor. Þátttakendum stendur til boða ráðgjöf sérfræð- inga, aðstaða og tæki til rannsókna í HÍ. Skila skal umsóknum og end- anlegum tillögum til Rannsókna- þjónustu Háskóla Íslands, sem er umsjónaraðili keppninnar hérlendis en nánari upplýsingar má finna á heimasíðu stofnunarinnar www.rthj.hi.is og hjá verkefnis- stjóra, Stefaníu G. Kristinsdóttur, netfang steffy@hi.is og sími 525- 4900. Val, spenna og umbun Í ávarpi sem Philippe Busquin, framkvæmdastjóri rannsókna hjá ESB, hefur sent frá sér í tilefni af samkeppninni, segir: „Tillaga fram- kvæmdastjórnar ESB um Evr- ópska rannsóknasvæðið (European Research Area) hefur verið til um- ræðu og mótunar frá ársbyrjun 2000. Að þeirri umræðu koma evr- ópsk stjórnvöld, rannsóknasam- félagið, fulltrúar iðnaðar og aðrir hagsmunaaðilar. Eitt aðalmarkmið- ið er að laða ungt fólk að störfum við rannsóknir og vísindi. Sam- keppnin Ungir vísindamenn er gott dæmi um áþreifanlegt átak í þessa átt. Markmið samkeppninnar er að leiða saman hæfileikaríkustu ungu vísindamennina í Evrópu. Þannig má kynna þeim alþjóðlegt umhverfi rannsókna og sýna þeim alla þá möguleika, sem bjóðast. Sam- keppnin beinir kastljósi að afrekum og verkum þeirra ungmenna, sem skara fram úr í vísindum og verð- launa framtak þeirra. Hugmynd að verkefni, nálgun með ólíkum aðferðum, úrvinnsla og niðurstöður er það sem vísinda- verkefni snúast um. Þetta felur í sér val, spennu, vonbrigði, erfið- leika, skipulagningu en oft líka umbunina sem felst í verkefni sem gengur upp. Þá fela verkefni oft í sér samvinnu einstaklinga, hvatn- ingu og nálægð en einnig sam- keppni og löngun til að skara fram úr, gera betur en aðrir. Allir þessir þættir skarast í þessari alþjóðlegu samkeppni. Það að taka þátt í keppninni þýðir ekki aðeins að vel- heppnuðu verkefni sé lokið heldur einnig að með framlagi sínu eru ungu vísindamennirnir að taka þátt í að leysa og horfast í augu við vandamál samtímans.“ Góður árangur Íslendinga Þetta mun vera í fimmtánda sinn sem samkeppni ungra vísinda- manna er haldin í Evrópu, en fyrst var efnt til hennar í Brussel árið 1989. Íslendingar hafa alls fimm sinnum tekið þátt í keppninni, á ár- unum 1995–1999, og tvisvar unnið til verðlauna. Lið Menntaskólans í Reykjavík, skipað Tryggva Þor- geirssyni, Sverri Guðmundssyni og Páli Melsted, vann til fyrstu verð- launa í Þessalóniku í Grikklandi ár- ið 1999 fyrir verkefnið „Stjörnuþok- an MS1621+26402“ og lið Framhaldsskólans í Vestmannaeyj- um, skipað þeim Aldísi Helgu Eg- ilsdóttur, Jóhanni Erni Friðsteins- syni og Reyni Hjálmarssyni, vann til þriðju verðlauna í Newcastle á Englandi árið 1995 fyrir atferlis- rannsóknir á loðnu. Að sögn Stefaníu G. Kristinsdótt- ur verkefnisstjóra hafa framhalds- skólum í landinu verið send dreifirit um keppnina auk þess sem áformað er að efna til kynningafunda um samkeppnina í þeim skólum sem þess óska. „Þátttaka Íslendinga hefur legið niðri frá árinu 1999 sökum þess að fyrirtækið ÍSAGA, sem þá stóð fyr- ir verkefninu, hætti stuðningi sín- um og enginn tók í framhaldinu formlega við verkefninu fyrr en nú. Að frumkvæði forstöðumanns Rannsóknaþjónustu HÍ, Ástu Er- lingsdóttur, var málið svo opnað að nýju haustið 2002 með stuðningi frá menntamálaráðuneytinu, Rannís og HÍ auk þess sem sjóður, sem til var frá fyrri samkeppnum, rann til verkefnisins. Fjölbreyttir atvinnumöguleikar Á síðasta ári, þegar keppnin fór fram í Vín í Austurríki, voru þátt- tökuþjóðirnar alls 37 talsins, þar af fimmtán aðildarríki ESB auk um- sóknarlanda og EES-landa. Þá tóku fulltrúar frá Rússlandi, Úkra- ínu, Hvíta Rússlandi, Georgíu, Bandaríkjunum, Kóreu og Japan þátt í keppninni í fyrra, en í ár stefnir í að fjöldi þátttökulanda verði hærri. „Í raun má senda öll verkefni, er byggja á rannsóknum, í keppnina og eru þá ekki undanskil- in verkefni tengd félags- og hugvís- indum enda sé markmiðið það að samkeppnin nái yfir öll rannsókna- svið rammaáætlana ESB. Hins veg- ar hefur það sýnt sig að flest verk- efni í keppninni eiga rætur að rekja til líftækni, efnafræði, iðnhönnunar, orku- og umhverfismála.“ Stefanía segir að ávinningur keppninnar hérlendis, til dæmis fyrir Háskóla Íslands, felist fyrst og fremst í því að laða ungt fólk til náms í vísinda- og tæknigreinum. „Skortur er á nemendum í verk- fræði, raun- og náttúruvísindum sem er í raun sorglegt þegar til þess er litið að landið okkar býður þeim, sem ljúka námi, upp á óvenju fjölbreytta möguleika.“ Ungir vísindamenn hvattir til dáða Evrópusamkeppni Ungra vísindamanna verður haldin í 15. sinn í Búdapest í Ungverjalandi í haust að undangenginni landskeppni hér heima. Íslendingar tóku síðast þátt í keppninni árið 1999 og unnu þá til verðlauna. Þá var hún haldin í Þessalóníku í Grikklandi og var myndin tekin af keppendum við það tækifæri. join@mbl.is Eitt helsta markmiðið með Evrópusamkeppninni Ungir vísindamenn er að laða hæfileikarík ungmenni að vísindum. Í samtali við Jó- hönnu Ingvarsdóttur sagði verkefnisstjóri keppninnar, Stefanía G. Kristinsdóttir, að íslenskum ungmennum hefði gengið vel þegar þau hefðu tekið þátt í henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.