Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ALLIR vita að Íslendingareiga ættir að rekja tilnorskra landnámsmannasem settust hér að fyrir ríf- um 1100 árum. Það vita líka allir að þeir höfðu meðferðis frá Noregi bú- fénað, þar á meðal sauðfé, sem ís- lenska sauðkindin er komin út af. En ekki er víst að margir viti að enn lifa afkomendur norska landnámsfjárins góðu lífi í Noregi, harðgert og nægju- samt fé sem gengur úti allan ársins hring. Ýmis nöfn hafa verið notuð um þetta fé á norsku: Útigangsfé, stein- aldarfé, stuttrófufé, víkingafé og gamalnorskt fé; hið síðastnefnda er nú opinberlega viðurkennt nafn á þessum stofni. Talið er að upphaf þessa fjárkyns megi ráða af 2,5 milljón ára gömlum steingervingum sem benda til þess að það sé komið af villifé í Asíu og hafi dreifst þaðan um Evrópu. Leifar af þessu fé hafa fundist í 11 þúsund ára gömlum gröfum í Írak og elstu vís- bendingar um það í Noregi eru frá bronsöld, um 1500 fyrir Krist. Gamla, norska fjárkynið tilheyrir norður-evr- ópska stutthalastofninum og var ríkjandi í Noregi fram á 19. öld. Þetta fé bar öll sömu einkenni og íslenska kindin gerir enn í dag: ullin skiptist í þel og tog, litbrigði eru mörg, dindill- inn stuttur, horn hrútanna stór og snúin og margar ær einnig hyrndar. Nær útrýmt vegna dýraverndarsjónarmiða Um miðja öldina varð norska fjár- kynið nær aldauða vegna riðufarald- urs og eftir það var farið að blanda féð sem eftir lifði með erlendu fé, aðal- lega ensku og spænsku, og rækta nýja fjárstofna. En árið 1912 voru settar á fót tvær ræktunarstöðvar í Noregi þar sem gamli, norski fjár- stofninn var ræktaður og seinna var sótt fé til Færeyja og Íslands til að hressa upp á hann en það fé var þá stærra og ullarbetra en hið norska, vegna betri beitarskilyrða vestur í eyjunum. Afkomendur þessa fjár eru nefndir „spelsau“, sem merkir eigin- lega stutthalafé, en fremur fátt er eft- ir af því nú. Norskir bændur sneru sér flestir smám saman að hinum er- lendu fjárkynjum sem farið var að rækta af miklum krafti, líklega í nafni aukinnar hagkvæmni og bættrar af- komu, og hið venjulega norska sauða- kyn fékk hala og loðinn koll, togið hvarf og sömuleiðis mörinn; ær eru allar kollóttar og allt er þetta fé hvítt. En hinn fornnorski fjárstofn lifði áfram, óáreittur og ósnortinn af hag- kvæmnisþörf nútímans, í strandhér- uðum og úti í eyjum þar sem beit var knöpp en veðurfar það hlýtt að féð gat gengið úti allan ársins hring eins og það hafði gert frá ómunatíð. Smám saman breyttust viðhorf fólks og farið var að telja það dýraníðslu að láta vesalings skepnurnar ganga úti, og við lá að þeim yrði útrýmt. Það hefði vafalaust gerst ef nokkrir áhugamenn á Rogalandi í Vestur-Noregi hefðu ekki bjargað síðustu kindunum um miðja síðustu öld og flutt þær út í Austurvallarey fyrir utan Björgvin. Síðustu tvo áratugina hefur áhugi á gamla fjárstofninum aukist á ný og farið var að falast eftir fé frá Aust- urvallarey. Nú eru um 150 norskir bændur félagar í Norsk villsaulag, Norska villifjársambandinu, sem var stofnað 1995 og það varð ofan á að kindurnar skyldu kallaðar gamal- norskt fé en afurðirnar markaðssett- ar undir vörumerkinu villifé (villsau á norsku; sau er það sem eftir er af hinu forna, norræna orði sauður). Nú eru um 20 þúsund vetrarfóðr- aðar gamalnorskar kindur í Noregi, mest í Norðlandi, Þrændalögum og með ströndum fram á Vesturlandi og ketið þykir meyrara og bragðmeira en ket af „venjulegu“ fé. „Venjulegir“ fjárbændur fá um 30 krónur fyrir kílóið af „venjulegu“ dilkaketi en fyrir kílóið af villilambaketi, sem er nær eingöngu selt beint til veitingahúsa, fæst allt að tvöfalt það verð. Nú eru seld um 25 tonn af villilambaketi á ári innanlands en Villifjársambandið stefnir á að salan verði komin í 100 tonn árið 2010, innanlands og til út- landa. Þá fær íslenska lambaketið væntanlega skæðan keppinaut! Kunnuglegt norskt frændfé Ég varð satt að segja dálítið undr- andi þegar ég stóð í fyrsta sinn augliti til auglitis við þetta norska frændfé íslensku sauðkindarinnar í fyrrasum- ar. Ég sat á spjalli við fólk í grósku- legum garði við hús rétt norðan við bæinn Brunneyjarsund á eynni Torg- um á Hálogalandi í 30 stiga hita, þeg- ar ég heyrði skyndilega fyrirgang og læti sem bárust úr girðingu vestan við húsið. Þar voru þá tveir myndarlegir hrútar, með vígaleg, snúin horn og runnu hvor gegn öðrum hvað eftir annað og hornin skullu saman með háum dynk. Ég þóttist þekkja hrút- ana þegar í stað, vöxtinn, hornalagið og ullarbragðið, og þeir dilluðu ótt og títt stuttum dindlum; þó hafði ég aldr- ei séð þá fyrr, heldur frændur þeirra íslenska, afkomendur villisauða sem yfirgáfu Noreg fyrir meira en 1100 árum, rétt eins og forfeður okkar. Í ljós kom að Anne Lise Tildrem, húsfreyja í húsinu þar sem við sátum úti fyrir, gætti hrútanna fyrir Tor- grim, bróður sinn, sem býr þarna í sveitinni og á litla hjörð af þessu forn- norska fé. Ég hélt til bæjar nafna míns seinna um daginn og sá þar 50 til 60 kinda hóp sem hann hafði fengið frá Ola Jørn, frænda sínum á Eiði, rétt sunnan við Brunneyjarsund. Ærnar voru á túni, skammt frá bæn- um, og þeim svipar svo til íslenskra kinda að engu skeikar nema því að þær eru heldur smærri en íslenskar frænkur þeirra og ekki örgrannt um að mér sýndist dindillinn eitthvað lengri. Daginn eftir knúði ég dyra á Eiði hjá Ola Jørn Tildrem. Hann hefur bú- ið með fornfé í um tuttugu ár og selt mörgum sem hafa viljað taka upp þessa nýju, en þó fornu búskapar- hætti fé á fæti. Hann bauð mér í eld- húsið og fræddi hann mig yfir fanti af ketilkaffi um búskaparhætti sína, sem eiga reyndar fátt sameiginlegt með þeim fjárbúskap sem við þekkjum á Íslandi, annað en að sauðburður er á svipuðum tíma, stendur frá því í mars fram í maí, eftir því hvar í landinu er; á Torgum hefst hann venjulega um 20. apríl eða við fyrstu græna nál. Það gerir lítið til þótt snjór liggi á jörðu því féð er duglegt að krafsa ofan af nýgræðingnum en þegar jarðbönn eru fellir Ola Jørn birkitré svo kind- urnar geti nagað börkinn. Þegar ærn- ar eru komnar að burði draga þær sig út úr hjörðinni og leita inn í litla burð- arrétt, eina mannvirkið sem þessir búskaparhættir krefjast. Mörinn og togið gera gæfumuninn Að sauðburði loknum þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af fénu; það reikar um beitarsvæðið, oftast í 60 til 80 kinda hjörðum, bítur gras á sumrin eins og annað fé, en lyng er helsta fóðrið á veturna. Yfirleitt eru hrút- lömbin gelt og látin ganga með ánum en óvanaðir hrútar hafðir sér. Það skýrir fóstur Önnu Lísu á bekrunum. Ekki þarf að hafa áhyggjur af rúningi því Ola Jørn lætur kindurnar ganga úr reifinu. En áður fyrr var ullin rifin af; hann notaði orðið „rua“ um það verk, sem hlýtur að vera samstofna íslensku sögninni að rýja. Ull villi- sauðanna er sömu gerðar og hinnar íslensku sauðkindar, sett saman úr þeli og togi og þykir með bestu ull til hannyrða sem völ er á, að mati mestu ullar- og prjónasérfræðinga Norð- manna. Togið á íslenska fénu er þó grófara, umhleypingasöm veðrátta á Íslandi hefur séð til þess, í anda þróunarkenningar Darwins. Tvennt ræður úrslitum um að þess- ar kindur lifa veturinn af úti. Annars vegar er það togið, hins vegar sá eig- inleiki að á sumrin safna þær mör sem verndar mikilvæg líffæri gegn kulda á veturna, rétt eins og íslenska féð. Menn hafa hins vegar fyrir löngu losað „normalféð“ við mörinn því það gengur ætíð í heimahögum og er sett á hús ef bregður til verra veðurs, hef- ur því ekkert við mör að gera. Skyldi hún liggja í þessu skýringin á því að Hrafna-Flóki „gleymdi“ að heyja fyrsta sumarið á Íslandi þegar hann hafði aðsetur í Vatnsfirði, eins og frá er sagt í Landnámu? Skyldi rétta skýringin vera sú að hann áttaði sig ekki á því að fé gengur ekki sjálfala á veturna í umhleypingasamri veðráttu Íslands, jafnvel ekki á landnámsöld þegar veðurfar var víst talsvert betra en það er nú? Annars er veðurfar furðu umhleypingasamt á strönd Há- logalands, Helgeland eins og það heit- ir nú, og þar geta legið miklir snjóar á vetrum. Ola Jörn sagðist aðeins gæta þessa fjárhóps síns og sjá til þess að hann lifði á sama hátt og hann hefði alltaf gert, vera „gæslumaður skaparans“, eins og hann komst að orði. Þótt ekki sé mikið fyrir þessum búskap haft og kjötverðið hagstætt lifir fjölskyldan ekki á honum einum saman, til þess er hjörðin of lítil og lömbin of smá, þau eru aðeins 10 til 14 kíló. Ole Jørn stundar því einnig nautgriparækt með venjulegu móti, ber á tún, heyjar og hýsir gripina. En hann lítur á þann búskap sem brauðstrit, hefur mest gaman af villifjárræktinni. Norskt villifé gengur sjálfala allan ársins hring Norskt villifé hefur unnið sér aukinn virðingarsess í Noregi undanfarin ár. Kjöt- ið er allt að helmingi dýrara en venjulegt kindakjöt og ullin þykir með því besta sem gerist. Þorgrímur Gestsson kynnti sér þetta frændfé íslensku kindarinnar. Norskt villifé á jörð Ola Jørn Tildrem á Eiði. Tvennt ræður úrslitum um að þessar kindur lifa veturinn af úti. Annars vegar er það togið, hins vegar sá eiginleiki að á sumrin safnar féð mör sem verndar mikilvæg líffæri gegn kulda á veturna, rétt eins og íslenska féð. Bóndinn á Eiði, Oli Jørn Tildrem, með myndarlegan bekra. Nú eru um 20 þúsund vetrarfóðraðar gamalnorskar kindur í Noregi, mest í Norðlandi, Þrændalögum og með ströndum fram á Vesturlandi og ketið þykir meyrara og bragðmeira en ket af „venjulegu“ fé. Höfundur er blaðamaður og rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.