Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 25 Þessi kona hafði mikið umleikis,hún rak myndarlegt heimili þangað sem ættingjar og vinir komu gjarnan, stundaði heima- framleiðslu á fatnaði og seldi ákveðna tegund af landbúnaðar- framleiðslu, – en síðast en ekki síst spáði hún í bolla og réð drauma. Hún sá jafnan fyrir þegar ég varð ástfangin, ekki kom henni á óvart þegar ég skipti um störf eða starfsvettvang og alltaf vissi hún á undan mér þegar ég varð ólétt. Svona liðu árin við daglegt spjall og hlátrasköll í bland við dapra daga þegar þeir komu yfir. Í áratugi er- um við búnar að vera einkavinkon- ur og ég er þakklát fyrir hverja stund sem við höfum átt saman. Þessi greinda, glaðlynda og óá- reitna kona er nú orðin nokkuð við aldur og ekki eins heilsugóð og áð- ur, hefur misst mann sinn og held- ur heimili ein þótt hún eigi af- bragðsfólk að. Alla jafna hef ég sjaldan séð þessari vinkonu minni brugðið en það gerðist þó um daginn. Heldur döpur sagði hún mér frá því að fé- lagar í trúflokki nokkrum væru farnir að gera sig mjög óþægilega heimakomna á heimili hennar. „Fyrst komu tvær konur og sögðu að þær langaði til að ræða við mig um Biblíuna. Þær stóðu frammi á gangi fyrir utan dyrnar hjá mér, horfðu á mig bænaraugum og spurðu hvort þær mættu aðeins koma inn. Mér var kennt í sveitinni þar sem ég ólst upp að taka vel á móti gestkomandi fólki eftir föng- um og þess vegna hleypti ég þeim inn og gaf þeim kaffisopa,“ sagði vinkona mín. Hún kvaðst svo hafa hlustað á konurnar tvær í löngu máli ræða um útleggingar á biblíutextum, eft- ir þann fyrirlestur allan kvöddu þær loks. „Ég hélt ég sæi þær ekki aftur en þar skjátlaðist mér. Önnur þeirra, sem er ung, virtist hafa um fátt eitt annað að hugsa en sálar- heill mína. Hún kom í þrígang aftur og ég hleypti henni inn en lét hana smám saman á mér skiljast að ég væri að eigin mati alveg nægilega vel að mér í biblíufræðum, enda hefði faðir minn verið meðhjálpari í kirkjunni heima og því hefðum við oft verið við messur krakkarnir. Kannski trúði hún mér ekki því nokkru síðar kom hún færandi hendi með biblíu á útlendu máli. Þá voru mér líka farin að berast kristi- leg smárit í töluverðu magni sem innihéldu litmyndir og trúarlegar lífsreynslusögur erlends fólks sem endaði allt með því að finna trú og lifa svo hamingjusamt upp frá því. Ég varð hins vegar ekkert sér- staklega hamingjusöm við að lesa þessi rit og skildi alls ekki neitt í biblíunni sem stúlkan kom með. Ég sagði henni þetta þegar hún kom næst og satt að segja baðst ég þá á afar kurteislegan máta undan fleiri heimsóknum hennar og heimsend- ingum til mín á hinum kristilegu smáritum. Hún virtist ekki hafa skilið þessi kurteislegu tilmæli mín því hún kom litlu seinna með myndskreytta biblíu á íslensku með litmyndum. Þá var ég satt að segja farin að þreytast svo á þessum heimsóknum og trúarstagli og ég bað konuna hreint út að líta nú heldur til ein- hverra annarra en mín. Jafnframt bað ég húsvörðinn í húsinu þar sem ég bý og aðra íbúa að hleypa ekki öðrum inn en þeim sem ættu sann- anlega erindi við einhvern og hleypa engum inn til mín að mér óspurðri. Þetta bar ekki þann árangur sem skyldi. Næst kom nefnilega unga konan inn um garðdyr og ég heyrði hana segja í bænarrómi fyrir utan dyrnar hjá mér: „Mig langar svo aðeins að tala við þig!“ Ég sagði hinum megin við dyrn- ar að ég hefði ekki eins miklar áhyggjur af sálarheill minni og hún. Ég vissi ekki betur en ég hefði hag- að mér sæmilega í þessu jarðlífi og það væri af og frá að ég vildi ræða meira um trúarkenningar hennar eða fara með henni á einhverjar trúarsamkomur.“ „Ég fer nú ekki annað eins!“ sagði vinkona mín nokkuð þungum rómi. „Og hvar endaði þetta allt sam- an?“ sagði ég. „Heldur þú ekki að hún hafi komið einu sinni enn í gær og sár- bændi mig þá að hleypa sér inn. Hvað á ég að gera til að losna við þennan ágang? Mér bregður orðið alltaf þegar dyrabjallan hringir. Ég hef bara ekki heilsu til þess að standa í þessu,“ sagði vinkona mín armædd. „Segðu henni bara að hafa sig á burt hið snarasta,“ sagði ég. „Ég á svo bágt með að standa í illindum. Finnst þér þetta ekki skrítið? Það mætti halda að þessu fólki fyndist ég lifa mjög syndum spilltu lífi, hlustandi á útvarp og sjónvarp, leggjandi kapal og prjón- andi sokka einstaka sinnum. Ég sé ekki að það sé ástæða fyrir full- frískt ungt fólk að liggja hálfgrát- andi á hurðinni hjá mér af áhyggj- um af sálarheill minni, ég veit ekki hvað konunni gengur til,“ bætti vin- kona mín við. „Sannarlega virðist meiri ástæða til að hafa áhyggjur af sálarlífi hennar en sálarheill þinni,“ sam- þykkti ég og þáði meira kaffi í boll- ann minn. Síðan þetta samtal fór fram hef ég velt þessu máli nokkuð fyrir mér og undrast satt að segja ágenga framkomu hinna trúuðu kvenna. Ég er sammála vinkonu minni í því að ástæða væri fyrir hina ungu konu að snúa trúarhita sínum að öðrum og brýnni verkefnum. Í öðru lagi væri fróðlegt að vita hvort ein- hver lög eða reglugerðir ná yfir ágengni af þessu tagi við lasburða eldri konu. Í þriðja lagi velti ég því fyrir mér hvað gert yrði við fólk eins og mig, sem fætt er inn í þjóð- kirkjuna, ef ég færi að sitja um að komast inn í íbúðir til fólks til þess að predika þar hugmyndir mínar um hinar ýmsu kennisetningar biblíunnar og leggja fast að því með alvöruþunga að fara með mér til messu. Víst er að ágangur af þessu tagi er hvimleiður og vandséð með hvaða rétti fólk temur sér svona framkomu í nafni trúar sinnar. Þjóðlífsþankar/Ná lög yfir trúarlega áleitni á heimili? Mig langar svo að- eins að tala við þig! Þegar ég var kornung flutti ég í litla íbúð á höfuðborgarsvæðinu, óreynd og fákunnandi um ýmislegt það er að heimilishaldi, ástamálum og barnauppeldi laut. Þá vildi það mér til að uppi á næstu hæð bjó kona á miðjum aldri sem kunni svör við flestu af því sem mig vanhagaði að vita um í það og það skiptið. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Til sölu NÝR Chrysler p/t cruiser Limited Vel búinn og mjög fallegur bíll. Verð 2.890 þús. Sjón er sögu ríkari. Til sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur, sími 587 8888.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.