Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ EINS og þeir sem lesakvennablöð og fylgj-ast með þáttum áborð við Sex and the City vita eru einhleypar kon- ur fjölmennur og áberandi hópur í bandarískum stór- borgum. Sömu lesendur og áhorfendur vita jafnframt hvað gerist þegar einhleypar stórborgarkonur komast á fertugsaldur og fara þar af leiðandi að horfa meira í kringum sig (að minnsta kosti þær sem langar til að eignast fjölskyldu); þær kom- ast að því að góður karlkost- ur – einhleypur, vel mein- andi, traustur, til í að binda sig og stofna fjölskyldu – er vandfundinn í henni stórborg. Samkvæmt þáttunum og blöðunum virðist þetta bæði stafa af því að með aldrinum verða konur sjálfstæðari og kröfuharðari og einnig af því að einhleypir karlar eru hlut- fallslega færri en þær í stór- borgum. Þetta menningarástand er talsvert til umfjöllunar í Bandaríkjunum. Svo virðist sem konur sæki frekar í stór- borgir en karlar og karlar sækist frekar eftir að búa í strjálbýli en konur. Á allra þéttbýlustu og strjálbýlustu stöðunum hefur þannig myndast ákveðið ójafnvægi þegar kemur að pörun. Stundum er sagt að í New York-borg séu fimm ein- hleypar konur um hvern ein- hleypan karl. Líklega eru það þær allra örvæntingarfyllstu í hópi einhleypra kvenna sem trúa og hampa slíkum tölum en staðreyndin er samt sem áður sú að þar eru einhleypar konur mun fleiri en karlar. Og einhvers staðar hlýtur samsvarandi hluti einhleypra karla að vera. En hvar? Jú hann er í Alaska. Lang- stærsta og langstrjálbýlasta ríki Bandaríkjanna. Í Alaska er einmitt stundum sagt að þar séu fimm einhleypir karl- ar um hverja einhleypa konu. Og enda þótt það séu líklega bara þeir sem eru allra verst hrjáðir af kulda og kven- mannsleysi sem trúa og hampa slíkum tölum er raun- in sú að í Alaska búa miklu fleiri karlmenn en konur. Hin ójöfnu kynjahlutföll einhleypra í Alaska og New York eru þekkt staðreynd og er talsvert gert út á að reyna að jafna metin, eða að minnsta kosti að gefa fólki kost á að nýta sér betri „lík- ur“ í þessum efnum. Tímarit- ið Alaska men, þar sem ein- hleypir karlmenn frá Alaska eru kynntir, hefur til dæmis verið starfrækt frá árinu 1987. Þar er viðhaldið þeirri alkunnu ímynd Alaska- karlmanna að þeir séu karl- mennskan uppmáluð; menn sem þola öll veður, veiða sér til matar, byggja hús með berum höndum o.s.frv. Eins er bent á að óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að lifa svo karlmannlegu lífi í skauti náttúrunnar sé sá að búa verulega afskekkt, og þá er erfitt að kynnast konum. Tímaritinu er dreift um öll Bandaríkin og eru vinsældir þess einna mestar meðal kvenna í stórborgum. Stofn- andi og ritstjóri blaðsins, Su- sie Carter Smutz, leggur metnað sinn í vandaða um- fjöllun um þá menn sem fram koma í blaðinu hverju sinni, tekin eru við þá ítarleg viðtöl og sýnt hvernig þeir búa og haga daglegu lífi sínu. Þá fylgja sögur af vel heppn- uðum samböndum og hjóna- böndum sem hafa orðið til fyrir milligöngu blaðsins. Á vefsíðu tímaritsins (www.alaskamen.com) gefur að líta sýnishorn af efni þess, auk þess sem hægt er að kaupa ýmsan varning svo sem dagatal með myndum af slökkviliðsmönnum frá Alaska (sem allir eru ein- hleypir að sjálfsögðu). Vinur minn, sem nú reynd- ar býr í Kaliforníu, er fæddur og uppalinn í Alaska. Heima- bær hans er pínulítill og af- skekktur og eru flestar stelp- urnar sem hann ólst upp með fluttar burt því þær „vilja vinna fjölbreyttari störf og kunna betur við borgarlífs- stílinn“. Strákarnir hafa frek- ar orðið eftir enda kunna þeir vel við sig í „karlmannlegri og náttúrlegri stemmningu“ heimaslóða sinna. Þá segir hann að talsvert af körlum frá öðrum ríkjum Bandaríkj- anna flytji til Alaska til að upplifa áðurnefnda stemmn- ingu, en hafi menn áform um slíkt ráðleggja heimamenn þeim eindregið að „koma með konu með sér“ því ekki muni þeir finna hana þar. Þessi vinur minn hefur mikinn húmor fyrir gríninu um Alaska-mennina og New York-konurnar. Eitt af því sem honum finnst merkileg- ast í þeim efnum eru stórar einhleypinga-hátíðir sem haldnar eru reglulega í heimaríki hans og gríðarvel sóttar af stórborgarkonum sem eru komnar langa leið í þeirri von að kynnast góðum manni. Spurningin um búsetu flækist þó gjarnan fyrir fólki sem fellir hugi saman við slíkar aðstæður. Alaska- mennirnir vilja fá konu heim í bjálkakofa en NY-konurnar vilja mann til að spóka sig með um götur Manhattan. En þó að sumar borgarkonur fari til Alaska til að veiða sér mann og taka hann með sér heim er alltaf einhver hluti þeirra til í að láta borgarlífið lönd og leið í skiptum fyrir mann og fjölskyldu. Þær kon- ur koma á sérstakar ein- hleypinga-hátíðir þar sem konurnar keppa sín á milli í ýmiskonar „Alaska-þrautum“ svo sem að bera stórar vatns- tunnur, gera að fiski, höggva eldivið o.fl. Þessar konur gefa sig út fyrir að vilja flytja til Alaska finni þær indælan mann sem vill taka þær inn á heimilið. Áðurnefndur vinur minn telur sjálfsagt að gera ráð fyrir því að slíkt sé ekki fyrsta úrræði kvenna í karl- mannsleit. En það eru ekki bara kon- urnar sem fara á veiðar. Sami vinur minn sagði mér frá æskuvini sínum frá Alaska sem flutti nýlega til New York. Að hans sögn var eins og einhver hefði sent skilaboð um leynilegt samskiptakerfi einhleypra kvenna borg- arinnar þess efnis að nýr vænn karlkostur væri mætt- ur á svæðið og þær köstuðu sér að fótum hans hver á fæt- ur annarri. Samt þurfti hann ekki að leysa neinar „New York-þrautir“ svo sem gera greinarmun á gervi og ekta Fendi-tösku, húkka eina lausa leigubílinn á 5th Avenue eða blanda almenni- legan Cosmopolitan. Segið svo að konur séu kröfuharð- ari en karlar. Birna Anna á sunnudegi Morgunblaðið/Jóra Alaska-menn + New York-konur = sönn ást bab@mbl.is U MRÆÐA um hlutverk lista- manna í stjórnmálum og með hvaða hætti þeir birta póli- tíska afstöðu sína hefur tekið á sig margar myndir í gegn- um tíðina. Margir listamenn kjósa að tjá sig eingöngu í list sinni og telja það sinn vettvang; þannig eigi og geti unnendur listar þeirra lesið hugmyndir þeirra um veröldina úr verkum þeirra. Pólitík líðandi stundar í vestrænum lýðræðisþjóð- félögum er jafnvel talin lélegur leir að móta úr verðugt listaverk. Mörg af þekktum pólitísk- um bókmennta- og leikverkum eru samin und- ir hæl ógnarstjórnar og hafa höfundar þá fundið skoðunum sínum farveg í táknrænum lýsingum á ógninni, en svo laglega útbúnum að lesendur/áhorfendur hafa fyllst eldmóði yfir þeim kjarki sem listamað- urinn sýnir í andófi sínu. Í okkar heimshluta, hinum vestræna, hefur hverjum og einum verið frjálst að tjá skoðanir sínar – á sein- ustu öld – og því hefur póli- tísk list og andófskennd átt erfitt uppdráttar, jafnvel svo að list sem inni- heldur einhvern pólitískan eða hugmynda- fræðilegan boðskap hefur þótt einfeldningsleg og skorta þá listrænu dýpt sem „raunveruleg list“ þarf að fela í sér. Leikskáldið Harold Pinter, sem nú stendur á sjötugu, hefur ekki legið á skoðunum sínum í gegnum tíðina en jafnframt haldið því fram að langsótt sé að fela stjórnmálaskoðanir sínar í umbúðum leikrits eða kvikmynda; grundvall- arspurningar um réttlæti og mannlega reisn sé hægt að fjalla um, en skoðanir höfundarins á gjörðum ákveðinna stjórnmálamanna eða þjóðarleiðtoga séu betur orðaðar í beinni ræðu og í eigin nafni. Leikrit Pinters á seinni árum hafa einmitt í æ ríkara mæli fjallað um skipu- lagt ofbeldi, kúgun yfirvalda á einstaklingnum, hrylling sem ekki er hægt að flýja undan og hvernig fulltrúar yfirvaldsins villa á sér heim- ildir; gera sér dælt við fórnarlambið áður en ofbeldinu er beitt. Dæmi um þetta eru t.d. leik- ritin Mountain Language og Ashes to Ashes. Pinter hefur reyndar sagt að svo fáirsæki leikhús á Vesturlöndum að semmiðill pólitískra skoðana sé leikhúsiðheldur máttlaust. Ósagt skal látið hvort þetta hefur ráðið því að í eftirfarandi ræðu dregur Harold Pinter ekki listræna blæju yfir skoðun sína heldur orðar hana afdráttarlaust. Ræðuna flutti hann í liðinni viku er hann tók við heiðursdoktorsnafnbót við háskólann í Tór- ínó á Ítalíu. „Ég er djúpt snortinn að verða þessa heið- urs aðnjótandi frá svo merkum háskóla. Fyrr á þessu ári var ég skorinn upp við krabbameini. Aðgerðin og fylgikvillar hennar voru líkust martröð. Mér leið eins og manni sem syndir í kafi í djúpu, dimmu, endalausu úthafi. En ég drukknaði ekki og ég er mjög feginn að vera á lífi. Ég vaknaði hins vegar upp af minni per- sónulegu martröð inn í aðra lævísari martröð alls almennings; martröð bandarískrar sefa- sýki, fáfræði, hroka, heimsku og yfirlætis; öfl- ugasta þjóðríki sem heimurinn hefur kynnst heyr stríð gegn heiminum. „Ef þú ert ekki með okkur, þá ertu á móti okkur,“ hefur Bush for- seti sagt. Hann hefur líka sagt: „Við munumekki láta hræðilegustu vopn heims-ins vera í höndum verstu leiðtogaheimsins.“ Hárrétt. Líttu í spegilinn kunningi. Þetta ert þú. Bandaríkin eru á þessari stundu að þróa há- tæknileg kerfi gjöreyðingarvopna og þau eru tilbúin að beita þeim þar sem þeim þykir henta. Þau eiga meira af þeim en aðrar þjóðir heimsins samanlagðar. Þau hafa hunsað al- þjóðlegar samþykktir um líffræðileg og efna- fræðileg vopn og hafnað eftirliti með verk- smiðjum sínum. Hræsnin að baki opinberum yfirlýsingum þeirra og athafnir þeirra sjálfra eru nærri því fyndnar. Bandaríkin trúa því að dauði þeirra þrjú þúsund sem létust í New York séu einu dauðsföllin sem skipta máli. Dauði annarra annars staðar er óraunveruleg- ur, fjarlægur og skiptir ekki máli. Aldrei er talað um þau þrjú þúsund semféllu í Afganistan. Aldrei er talað umþau hundruð þúsunda írakskra barnasem hafa dáið vegna viðskiptabanns Bandaríkjanna og Bretlands sem hefur hindr- að að þeim berist nauðsynleg lyf. Aldrei er talað um áhrifin af hertu úrani sem Bandaríkjamenn notuðu í Flóabardaga. Geisl- un í Írak er hryllilega mikil. Börn fæðast án heila, án augna, án kynfæra. Úr eyrum þeirra, munni og endaþarmi rennur eingöngu blóð. Aldrei er talað um dráp á tvö hundruð þús- und manns á Austur-Tímor árið 1975 sem stjórnvöld í Indónesíu stóðu að og nutu til þess hvatningar og stuðnings Bandaríkjanna. Aldrei er talað um þá hálfu milljón manna sem látist hafa í Chile, El Salvador, Ník- aragva, Úrúgvæ, Argentínu og Haítí í aðgerð- um sem Bandaríkin studdu og fjármögnuðu. Ekki er lengur talað um þær milljónir manna sem létust í Víetnam, Laos og Kamb- ódíu. Varla er talað um örvæntingarfulla baráttu palestínsku þjóðarinnar þótt þar í sé fólginn kjarni óróa heimsins. Hvílíkt dómgreind- arleysi gagnvart nútíðinni og hvílíkur mis- skilningur á sögunni. Fólk gleymir ekki. Það gleymir ekki dauða samferðamanna sinna, það gleymir ekki pyntingum og limlestingum, það gleymir ekki óréttlæti, það gleymir ekki kúg- un, það gleymir ekki hryðjuverkum stórvelda. Og það gerir meira en að gleyma ekki. Það berst á móti. Hryllingurinn í New York var fyr-irsjáanlegur og óumflýjanlegur.Það var gagnárás vegna stöðugraog kerfisbundinna ríkishryðjuverka af hálfu Bandaríkjanna um árabil í öllum heimshlutum. Almenningur í Bretlandi er nú hvattur til að „vera á verði“ vegna hugsanlegra hryðju- verkaárása. Orðalagið út af fyrir sig er fárán- legt. Hvernig er hægt að „vera á verði“. Hafa trefil fyrir andlitinu til að verjast eiturgasi? Hins vegar eru hryðjuverkaárásir næsta lík- legar, sem óumflýjanleg afleiðing fyrirlitlegrar og skammarlegrar þjónkunar (breska) for- sætisráðherrans við Bandaríkin. Að sögn var nýlega komið í veg fyrir eiturgasárás í neð- anjarðarlestarkerfi Lundúna. Slík árás getur engu að síður átt sér stað. Þúsundir skóla- barna ferðast daglega með neðanjarðarlest- unum í London. Ef þau deyja af völdum eit- urgasárásar hvílir ábyrgðin alfarið á herðum forsætisráðherrans. Ekki þarf að taka fram að forsætisráðherrann ferðast ekki með neð- anjarðarlestunum. Fyrirhugað stríð gegn Írak er í rauninni skipulagt fjöldamorð á óbreyttum borgurum til þess að bjarga þeim undan harðstjóra sín- um. Bandaríkin og Bretland fylgja nú brautsem mun eingöngu leiða til aukningarofbeldisverka í heiminum og að lokumenda með skelfingu. Hins vegar er augljóst að Bandaríkin brenna í skinninu að ráðast á Írak. Ég er sann- færður um að þau muni gera það, ekki ein- göngu til að ná yfirráðum yfir olíulindum Íraks – heldur vegna þess að stjórnvöld í Bandaríkj- unum eru blóðþyrst skepna. Sprengjur eru þeirra eina tjáningarform. Við vitum að fjöldi Bandaríkjamanna er skelfingu lostinn vegna afstöðu stjórnar sinnar en hann virðist ráðalaus. Ef Evrópuríkjum tekst ekki að ná samstöðu, skynsemi, hugrekki og vilja til að standa gegn valdi Bandaríkjanna eiga þau ekki annað skilið en skilgreiningu Alexanders Herzens (sem birtist í dagblaðinu Guardian á dögunum): „Við erum ekki læknarnir. Við erum sjúkdóm- urinn.““ Harold Pinter talar gegn stríði Ljósmynd/Ivan Kyncl „Hryllingurinn í New York var fyrirsjáanlegur og óumflýjanlegur. Það var gagnárás vegna stöðugra og kerfisbundinna ríkishryðjuverka af hálfu Bandaríkjanna um árabil í öllum heimshlutum.“ Pinter. AF LISTUM Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.