Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 14. febrúar 1993: „Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra skýrði frá því í Morg- unblaðinu í gær, að vænt- anlegt væri frumvarp um afnám lögboðinnar verð- tryggingar fjárskuldbind- inga. Samkvæmt þessu frumvarpi verður verð- trygging heimil, þótt hún verði ekki skylda. Hér er auðvitað stefnt að þátta- skilum í fjármálum þjóð- arinnar á nýjan leik. Þótt verðtrygging hafi verið við lýði á spariskírteinum rík- issjóðs í u.þ.b. þrjá áratugi varð hún þó ekki almenn regla í fjármálalífi þjóð- arinnar fyrr en fyrir tæpum einum og hálfum áratug.“ . . . . . . . . . . 13. febrúar 1983: „Það er svo sannarlega tímanna tákn að við þessar hörmu- legu aðstæður í landsstjórn- inni skuli forsætisráðherra hafa mestar áhyggjur af lögum sem hann sjálfur setti og þegar eru komin til framkvæmda. Hitt er jafn- framt ljóst að forsætisráð- herra tekst ekki að berja í brestina í stjórnarsamstarf- inu með því að láta reiði sína bitna á sjálfstæð- ismönnum. Kjarni málsins er auðvitað sá, að hér hefur verið stjórnarkreppa síðan bráðabirgðalögin voru sett í ágúst og hún magnast með hverjum deginum sem líð- ur.“ . . . . . . . . . . 11. febrúar 1973: „Und- anfarnar vikur hefur sú spurning vaknað hvað eftir annað, hvort ríkisstjórn þeirri, sem nú situr við völd hér á landi, sé beinlínis í nöp við þær þjóðir, sem okkur standa næst fyrir sakir frændsemi og sameig- inlegrar menningar- arfleifðar. Sumar athafnir ráðherranna síðustu vikur gætu bent til þess, að þeim væri í rauninni mjög í mun að skapa versnandi and- rúmsloft í samskiptum Ís- lands og nálægra ríkja.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E KKI fer á milli mála að lækkun skatta verður á dagskrá í kosningabarátt- unni í vor. Segja má að Davíð Oddsson forsætis- ráðherra hafi gefið tóninn með ræðu sinni á við- skiptaþingi Verzlunarráðs Íslands sl. miðvikudag, þar sem hann boðaði frekari skattalækkanir. Forsætisráðherra benti í ræðu sinni á að skattar hefðu lækkað talsvert á undanförnum árum. Þannig hefði tekjuskattshlutfall á ein- staklinga verið 32,8% þegar síðasta vinstri- stjórn fór frá (árið 1991), en það væri nú 28,8% þegar tekið væri tillit til flutnings verkefna frá ríki til sveitarfélaga, að öðrum kosti væri talan 25,75%. Á sama tíma hefði skattur á fyrirtæki verið 50%, en hann væri nú 18%. „Það er ekki breyting. Það er bylting. Ég er sannfærður um að vinstristjórn myndi gera gagnbyltingu í því efni kæmist hún að,“ sagði Davíð. Hann benti jafnframt á að barnabætur hefðu hækkað um tvo milljarða á undanförnum tveimur árum, persónuafsláttur yrði á þessu ári að fullu milli- færanlegur á milli hjóna og húsaleigubætur væru nú skattfrjálsar. Að skilja sem mest eftir hjá fólkinu Forsætisráðherra sagði síðan í ræðu sinni: „Talið er að hagvöxtur á þessu ári verði um 1,75%, hagvöxtur verði um 3% á því næsta og á næstu árum þar á eftir er ætlað að hann verði enn hærri. Sterk staða ríkissjóðsins nú og tekjuaukinn sem sannar- lega mun fylgja hagvextinum gerir það að verkum að það er engin goðgá að huga að breytingum á sköttum í rétta átt, til lækkunar, en ekki hækkunar. Við viljum öflugan ríkissjóð sem getur staðið undir þeim kröfum sem nú- tímaþjóðfélag gerir. En það er engin ástæða til að láta ríkissjóðinn fitna um of. Óþörf fita er engum til gagns, eins og Ásmundur hefur bent á. Það er betra, miklu betra, að skilja sem mest eftir hjá fólkinu og fyrirtækjunum í land- inu. Þó að margt sé á reiki í hagvísindunum er það þó margsannað að almenningur fer að jafnaði mun betur með peningana heldur en stjórnmálamennirnir. Þessi möguleiki til skattalækkana sem við nú stöndum frammi fyrir, sé rétt haldið á málum, möguleiki sem við eigum svo sannarlega að nýta okkur, sýnir svo ekki verður um villst hversu mikilvægt það er að tryggja að þjóðarframleiðslan vaxi jafnt og þétt.“ Í samtali við Morgunblaðið á fimmtudag út- færði forsætisráðherra þessar hugmyndir nán- ar og benti á að þótt eignarskattur, tekjuskatt- ur og svokallaður hátekjuskattur hefðu verið lækkaðir að undanförnu, væri enn svigrúm til skattalækkana: „Ég tel að staðan sé orðin slík að það sé hægt að gefa raunhæfar væntingar um það. Og jafnframt tryggja sterka stöðu rík- issjóðs og möguleika okkar á því að halda hér uppi þeirri þjónustu og velferð sem við öll vilj- um,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra gaf fyrirheit um að ná- kvæm áætlun um skattalækkanir yrði birt inn- an nokkurra vikna. Síðan segir í frétt Morg- unblaðsins: „Hann nefndi sem dæmi beina skatta fólks og um leið þyrfti að huga að per- sónuafslættinum. Einnig þyrfti að taka á erfðafjárskattinum sem væri gamaldags og sköttum á mestu nauðsynjar hverrar fjöl- skyldu. Þá mætti afnema eignaskattinn. „Það er þegar búið að minnka eignaskattinn um rúmlega helming og það er ekkert mál að af- nema hann,“ sagði Davíð og bætti við að flest- ar þjóðir væru þegar búnar að því. „Ég held að það þurfi að skoða skattkerfið í heild sinni og sýna með fastmótaðri áætlun fram á hvern- ig hægt sé að gera skattkerfið öllum lands- mönnum hagstæðara,“ sagði Davíð.“ Lækkun skatta fjölskyldna Þessi fyrirheit for- sætisráðherra eru mikið fagnaðarefni fyrir allan almenning í landinu. Frekari lækkun tekjuskatts, ásamt lækkun á sköttum á nauðsynjavörur er bein kjarabót fyrir einstaklinga og fjölskyldur, ekki sízt nú þegar svigrúm til launahækkana er af- ar takmarkað. Morgunblaðið hefur fagnað þeim skattalækkunum, sem tekið hafa gildi á undanförnum misserum, en jafnframt bent á að ástæða væri til að ganga lengra, lækka skatta á einstaklingum og fjölskyldum í land- inu almennt og hækka skattleysismörk. Nú virðist hilla undir það. Gera verður ráð fyrir að almenn og nokkuð víðtæk skattalækkun verði eitt af kosningaloforðum Sjálfstæðisflokksins, og líkast til stjórnarflokkanna beggja, fyrir kosningarnar í vor. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsókn- arflokksins, segir þannig í samtali við Morg- unblaðið í dag, laugardag, að svigrúm sé til skattalækkana á næsta kjörtímabili, ekki sízt vegna virkjana og stóriðjuframkvæmda. „Við munum leggja aðaláhersluna á skattamál barnafjölskyldna og unga fólksins. Við gerðum það í síðustu kosningabaráttu og sá árangur náðist á þessu kjörtímabili að það var dregið nokkuð úr tekjutengingu barnabótanna. Við teljum að það þurfi að ganga mun lengra í því, bæði að því er varðar tekjutengingu barnabóta og vaxtabóta. Þetta verður forgangsmál okkar í skattamálum á næsta kjörtímabili. Við teljum að skattbyrði þeirra sem eru að stofna heimili sé óhófleg og ekki bætir úr skák þegar við- komandi fjölskyldur eru að greiða af náms- lánum í leiðinni.“ Ekki verður annað séð en að talsverður samhljómur sé með hugmyndum formanna stjórnarflokkanna í þessu efni. Viðbrögð VG og Samfylk- ingar Athyglisvert er að skoða viðbrögð Sam- fylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinn- ar-græns framboðs við hugmyndum for- sætisráðherra. Viðbrögð Steingríms J. Sigfús- sonar, formanns Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, koma út af fyrir sig ekkert á óvart. Hann sagði m.a. hér í blaðinu á föstu- dag: „Ég vil minna á að þessi ríkisstjórn hefur verið dugleg við að lækka skatta en því miður fyrst og fremst hjá þeim sem betur mega sín.“ Steingrímur sagði að skattar hefðu verið lækkaðir hjá „hátekjufólki, stóreignafólki og gróðafyrirtækjum“. Á sama tíma hefði skatt- byrði láglaunafólks þyngst vegna þess að skattleysimörk hefðu ekki fylgt verðlagsþróun. „Nú fyrst ýjar forsætisráðherra að því að það komi til greina að líta á skatta almennra launamanna. Að vísu jafnframt á áframhald- andi skattalækkun fyrirtækja. Það eina sem við tækjum undir í þessum efnum væri nauð- syn þess að hlífa lágtekjufólki við óhóflegri skattlagningu. Við erum til í slíkar breytingar en við minnum þó á að það þarf að afla tekna ætli menn að standa hér undir öflugu velferð- arkerfi og öflugri samneyslu.“ Steingrímur sagði að þegar hefði verið gengið langt í að lækka skatta á fyrirtækjum. Vinstri grænir hefðu fyrst og fremst talað fyr- ir því að hlúð yrði að nýsköpun í atvinnulífinu, stuðningi við ung fyrirtæki og lítil fyrirtæki í vexti. „Við værum til í að líta á þannig út- færslur en sjáum ekki að það sé ástæða til að ganga enn lengra en þegar hefur verið gert í að hlífa rótgrónum gróðafyrirtækjum með skattalækkunum,“ var haft eftir formanni Vinstri grænna í frétt Morgunblaðsins. Viðbrögð Össurar Skarphéðinssonar, for- manns Samfylkingarinnar, voru hins vegar þau að Samfylkingin vildi lækka skatta, en „allt aðra forgangsröð“. „Nú er það svo að Samfylkingin hefur um langt skeið hamrað á nauðsyn þess að skattar verði lækkaðir hjá einstaklingum með millitekjur og lágar tekjur. Ástæðan er augljós,“ sagði Össur hér í blaðinu í gær, föstudag. Síðan sagði í frétt Morg- unblaðsins: „Undir núverandi forystu Sjálf- stæðisflokksins hafi stóreignamenn, stórfyr- irtæki og hátekjufólk fengið skattalækkanir. „Nú er komið að því að millitekju- og lág- tekjufólk fái lækkanir á tekjusköttum … Við teljum líka nauðsynlegt að ráðast á ýmsa ósanngjarna skatta sem eru eftirlegukindur á Íslandi og hvergi er að finna annars staðar svo sem stimpilgjöld,“ sagði Össur. Það sé mat Samfylkingarinnar að hægt sé að fjármagna skattalækkanir til þessara hópa með þeim hagvexti sem er framundan, meðal annars vegna þeirra aðgerða í atvinnumálum sem Samfylkingin hafi stutt með ráðum og dáð. „Við viljum hins vegar stokka skattkerfið upp að verulegu leyti og höfum átt frumkvæði að því að leggja fram hugmyndir að því að leggja gjöld á takmarkaðar auðlindir, hvort sem þær eru fallvötn á landi, fiskimið í sjó eða fjarskiptarásir í lofti og hugsanlega síðar á öldinni, losunarkvótar frá stóriðju,“ sagði Öss- ur. Þessi gjöld ætti ekki að nota til að færa út jaðra ríkisins heldur eingöngu til að lækka tekjuskatta einstaklinga „og við viljum byrja á þessum tveimur hópum; millitekjufólkinu og lágtekjufólkinu vegna þess að það er eina fólk- ið sem eftir situr þegar Davíð Oddsson hefur MILLILIÐALAUST LÝÐRÆÐI Morgunblaðið hefur á und-anförnum tæpum sex ár-um hvatt til þess, að hug- að yrði að því að þróa hið lýðræðislega þjóðfélag okkar Ís- lendinga í þá átt, að borgararnir taki sjálfir ákvörðun um einstök málefni í atkvæðagreiðslu. Af blaðsins hálfu hófust þessar um- ræður vorið 1997 með útgáfu sér- staks fylgiblaðs, sem að efni til var þýðing á umfjöllun brezka blaðs- ins Economist um þetta mál nokkrum mánuðum áður. Í stórum dráttum er rökstuðn- ingurinn sá, að allur almenningur bæði hér á Íslandi og í mörgum öðrum löndum hafi nú aðgang að nánast sömu upplýsingum og kjörnir fulltrúar fólksins, bæði í sveitarstjórnum og á Alþingi og geti því auðveldlega tekið ákvarð- anir um meiri háttar mál í at- kvæðagreiðslu. Slík aðferð mundi gera út um ágreining í umdeildum málum, sem í sveitarstjórnum varða ekki sízt skipulagsmál og á landsvísu t.d. verklegar fram- kvæmdir og umhverfismál. Af þessum ástæðum var Morgun- blaðið t.d. hlynnt þeirri atkvæða- greiðslu, sem Reykjavíkurlistinn efndi til um framtíð Reykjavíkur- flugvallar. Þótt kjörnir fulltrúar séu mikilvægir þurfa þeir ekki að vera milliliðir í öllum málum og það mundi ekki draga úr mikil- vægi þeirra, þótt ákvörðunum um einstök mál yrði vísað beint til fólksins. Þingflokkur Vinstri grænna hef- ur lagt fram þingsályktunartillögu um að fram fari þjóðaratkvæða- greiðsla um byggingu Kára- hnjúkavirkjunar. Jafnframt hefur þingflokkurinn látið fara fram skoðanakönnun um afstöðu fólks til þessarar hugmyndar og reynd- ust 64% hlynnt atkvæðagreiðslu. Nú er ljóst að það er of seint á þessu stigi málsins að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um Kára- hnjúkavirkjun. Raunar er nokkuð ljóst, hver niðurstaða hennar yrði. Yfirgnæfandi líkur eru á, að bygg- ing virkjunarinnar yrði samþykkt. Það er sagt í ljósi þess, að báðir núverandi stjórnarflokkar styðja framkvæmdina, svo og verulegur hluti þingflokks Samfylkingar, verulegur hluti verkalýðshreyf- ingar og fjölmargir aðrir. Hins vegar er full ástæða til að Vinstri grænir fylgi hugmynd sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu eftir almennt. Umræður um einstök málefni í því návígi, sem er hér á Íslandi verða oft mjög hatrammar. Átök verða mikil og rista djúpt. Stund- um ganga þessar umræður svo langt að þær eitra samskipti á milli fólks. Ef komizt yrði að nið- urstöðu um ákveðin álitamál í al- mennum atkvæðagreiðslum, hvort sem er á sveitarstjórnarstigi eða í landsmálum, yrði það niðurstaða, sem fólk hlyti að sætta sig við. Lengra er ekki hægt að komast í lýðræðislegum stjórnarháttum en að fólkið sjálft taki ákvarðanir. Það eru allar forsendur fyrir hendi til þess að gera þetta hér á Íslandi. Fámennið auðveldar okk- ur alla framkvæmd. Almenningur er vel menntaður og vel upplýstur. Það er tímabært að stíga þetta skref. Þótt Morgunblaðið geti ekki tekið undir með Vinstri grænum um þjóðaratkvæða- greiðslu um Kárahnjúkavirkjun af þeirri einföldu ástæðu, að það er orðið of seint fagnar blaðið því að sá stjórnmálaflokkur skuli benda á þessa leið til þess að taka ákvörðun um erfið deilumál. Lýðræði af þessu tagi hefur lengi verið við lýði í Sviss. Það er framkvæmanlegt. Hins vegar er hættan sú að það verði ofnotað, að of mörg mál séu lögð undir dóm kjósenda í atkvæðagreiðslum. Þá er hætta á að fólk taki ekki þátt í atkvæðagreiðslum sem þessum. Þess vegna þarf að velja vel þau mál, sem kosið er um og gæta þess að atkvæðagreiðslur verði ekki svo tíðar að fólk verði leitt á þeim, sem kannski hefur að einhverju leyti gerzt í Sviss.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.