Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, KRISTBJÖRG KRISTÓFERSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánu- daginn 10. febrúar, verður jarðsungin frá Kópa- vogskirkju þriðjudaginn 18. febrúar kl. 10.30 Þorkell K. Pétursson, Kristín S. Pétursdóttir, Sigurður K. Pétursson, ömmu- og langömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, JÓN JÓHANN MAGNÚSSON, Bólstaðarhlíð 25, Reykjavík, sem lést mánudaginn 10. febrúar, verður jarð- sunginn frá Háteigskirkju þriðjudaginn 18. febrúar kl. 13.30. Sigrún Sigurjónsdóttir, Þorkell Jónsson, Kristín Guðmundsdóttir, Hrólfur Jónsson, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg fósturmóðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRDÍS SIGURÐARDÓTTIR, Víðihlíð, Grindavík, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju þriðju- daginn 18. febrúar kl. 14.00. Þórdís Ágústsdóttir, Marteinn Karlsson, Dagmar Lilja Marteinsdóttir, Guðbjartur Hinriksson, Karl Marteinsson, Þóranna Jónsdóttir og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, Þórufelli 20, lést á krabbameinslækningadeild Land- spítalans miðvikudaginn 12. febrúar. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mið- vikudaginn 19. febrúar kl. 13.30. Birgir Björnsson, Lóa Birna Birgisdóttir, Paulo Antonio Mendes Vale, Sólveig Arngrímsdóttir, Vala Fanney Ívarsdóttir, Atli Steinn Ívarsson, Gabríela Rut Vale. Elskuleg dóttir mín, fósturdóttir, systir, mág- kona, barnabarn og frænka, MARÍA JÓNA GEIRSDÓTTIR, Hátúni 12, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðju- daginn 18. febrúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjálfs- björg, félag fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu. Signý Þ. Óskarsdóttir, Aðalsteinn Helgason, Sigríður Ósk Geirsdóttir, Jón Eiríksson, Þorkell G. Geirsson, Sigríður I. Ólafsdóttir, Egill Þorkelsson, Agnes Þorkelsdóttir. Elskuleg fóstra okkar, frænka og systir, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR frá Papey, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánu- daginn 17. febrúar kl. 15.00. Svandís Sverrisdóttir, Gísli Ingólfsson og systkini. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, tengdasonur og afi, INGIMUNDUR ERLENDSSON, Suðurhólum 6, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 7. febrúar. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju mánu- daginn 17. febrúar kl. 13.30. Ester Þorsteinsdóttir, Guðrún Erna Ingimundardóttir, Erik Gulsrud, Jónína S. Jónsdóttir, Lóa Björk Hallsdóttir, Einar Þór Einarsson, Lóa Andrésdóttir, Ester Inga, Dagur Andri og Sólveig Halla. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUNNAR ÞORSTEINSSON, Máshólum 1, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 14. febrúar. Arndís Eva Bjarnadóttir, Bjarni Gunnarsson, Rósa Maggý Grétarsdóttir, Þórir Gunnarsson, Svandís B. Björgvinsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Sólveig Kristín Sigurðardóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför EINARS SIGURJÓNSSONAR fyrrum vegaverkstjóra, Grænumörk 5, Selfossi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suðurlands fyrir mjög góða umönnun. Kristín Helgadóttir, Hildur Einarsdóttir, Guðmundur P. Arnoldsson, Gunnar Einarsson, Hulda Gunnlaugsdóttir, Garðar Einarsson, Dýrfinna Jónsdóttir, Karolína Hulda Guðmundsdóttir, Helga Einarsdóttir, Sigge Lindkvist, Anna Þóra Einarsdóttir, Halldór Ingi Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Við sem komin erum yfir þau aldursmörk sem greina okkur frá þeim sem taldir eru vinnandi, finn- um að dauðinn stendur okkur nær en þegar við vorum ung og upptekin við að lifa lífinu. Þegar náinn ættingi eða vinur hverfur af sjónarsviðinu myndast tómarúm sem snertir okkar tilfinn- ingar. Þetta er eitt af lögmálum lífs- ins. Björn var Húnvetningur að ætt og uppruna, en eins og margur BJÖRN JÓN ÞORGRÍMSSON ✝ Björn Jón Þor-grímsson fæddist 9. maí 1921 í Syðra- Tungukoti, sem nú heitir Brúarhlíð, í Blöndudal í A-Húna- vatnssýslu. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 4. febrúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Hofsós- kirkju 15. febrúar. bóndasonur fór hann í Bændaskólann á Hól- um í Hjaltadal. Á þessum tíma var tveggja vetra nám í bændaskóla talin eins konar manndómsvígsla burt séð frá hvort við- komandi yrði bóndi, því margir hafa valið annað ævistarf og Björn var einn af þeim. Víst er að dvölin á Hól- um hefur verið mörg- um ungum manni gott veganesti út í lífið. Mörg dæmi eru um að heimasætur í nærliggjandi byggð- arlögum hafi fundið sinn lífsföru- naut í röðum Hólasveina og svo var um Guðbjörgu mágkonu mína. Mér er minnisstætt þegar ég hitti Björn í fyrsta sinn: hávaxinn og virðulegur, dökkur yfirlitum og loð- brýndur. Maðurinn á bak við þessi sterku persónueinkenni sýndist vitna um formfestu og stórt skap. Þessi ályktun breyttist við nánari kynni. Í þau rúmlega fimmtíu ár minnist ég ekki að hafa heyrt né séð hann skipta skapi, glaðværð og til- litssemi voru ríkur þáttur í sam- skiptum hans við aðra. Þau Björn og Bubba bjuggu á Hofsósi. Heimilið þeirra heitir Grund. Þar reistu þau sér notalegt einbýlishús og þar var heimili Björns til lokadags. Grund hefur verið fastur við- komustaður ef einhver í ættinni er á leið á æskustöðvarnar fyrir norðan og á Grund er vel tekið á móti gest- um, það þekki ég af langri reynslu. Þaðan fer enginn svangur. Hér er ekki aðeins um að ræða veitingar heldur líka gistingu ef með þarf og oft hafa hópar dvalið á Grund þegar ættingjar voru að endubyggja Nýja- bæ, heimili tengdaforeldranna Guðna og Jóhönnu og verið þar í fæði og húsnæði hjá Bjössa og Bubbu í nokkra daga samfellt í góðu yfirlæti. Þau eru mörg handtökin hans Björns í því húsi auk þess að hafa umsjón með húsinu þegar eng- inn er á staðnum. Það er óumdeilt að þau hjónin hafa lagt meira af mörk- um en nokkur annar við að endur- byggja Nýjabæ. Björn fylgdist vel með því sem var að gerast utanlands og innan, hafði mótaðar skoðanir á þjóðmálum, hnyttinn í tilsvörum, glettinn og gamansamur. Hann var fé- lagshyggjumaður og dyggur mál- svari verkalýðs. Hann hafði áhuga á íþróttum og á seinni árum eyddi hann mörgum stundum við sjón- varpið þegar íþróttir voru á dags- skrá. Á þessari stundu finnst mér að við fráfall Björns hafi rofnað hlekkur í fjölskyldunni sem tengdi okkur við Hofsós, en vonandi á Nýibær eftir að tengja þann hlekk þegar fram líða stundir. Við hjónin og okkar afkomendur vottum Bubbu og hennar fjölskyldu dýpstu samúð. Guð og góðar vættir fylgi ykkur fram veginn. Hjálmar. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning- @mbl.is, svar er sent sjálf- virkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að tilgreina símanúm- er höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heimasíma). Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útför- in verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formál- anum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.