Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 55
„JÁ, ef eitthvað er þá er þetta bara fyndnara núna. Þetta er mjög vel skrifaður farsi og ekki síst mjög vel þýddur,“ segir Sig- urður Sigurjónsson, sem leikur nú í farsanum Allir á svið! (Noises off) eftir Michael Frayn í annað sinn. Verkið, sem leikstjórinn Gísli Rúnar Jónsson hefur þýtt upp á nýtt, var frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins í samvinnu við Grínara hringsviðsins á föstudags- kvöldið en það var áður sett upp fyrir réttum 20 árum undir heitinu Skvaldur. Sigurður leikur Alfreð, leikara sem er gamall í hettunni og jafn- framt gömul fyllibytta og utan við sig. Hann leikur talsvert eldri mann en síðast. „Ofsalega skemmtileg týpa,“ segir Björgin Franz Gíslason, sem fer með hlut- verk Gyrðis, sem Sigurður fór með árið 1983. „Þetta er ungur leikari, sem þykist vita allt. Hann rífst við leikstjórann og notar kjaftæði sem yfirvarp. Þetta er töffari með mikla stæla og dæmi um hvernig leikarar eiga ekki að vera,“ segir Björgvin Franz um Gyrði og bætir við að hann kunni betur að meta auðmýkt í fari leikara. Björgvin Franz útskrifaðist vor- ið 2001 úr leiklist- ardeild LHÍ. Er þetta önnur sýningin hans í Þjóðleikhúsinu en hann leikur einnig í Halta Billa, en sýn- ingum á verkinu lýk- ur á sunnudaginn. Leikrit í leikritinu „Þetta fjallar um leikhóp, sem er að setja upp leikrit. Þetta er leikrit í leikritinu,“ segir Björgvin Franz um farsann. „Þetta hentar okk- ur ágætlega hérna á Íslandi. Það er svo mikill leikhúsáhugi hérna og margir hafa unnið með leik- félögum og vita hvað leikhús er. Verkið fjallar um al- vöru fólk, sem lendir í skraut- legum uppákomum,“ segir Sig- urður. „Þú færð að sjá bæði leikarana og hvernig þeir leika hlutverk sín. Farsi er oft tvíræður og gengur út á misskilning og þarna fáum við að sjá tvíræðni og misskilning inn- an leikhópsins sjálfs. Við fáum tvöfaldan farsa,“ segir Björgvin Franz en áhorfendur verða annars vegar vitni að því sem er að ger- ast á sviðinu og hins vegar því sem á sér stað baksviðs. Býður það útsýni upp á jafnvel enn fyndnari farsa en þann sem fram fer á sjálfu sviðinu. Ætli það sé sárt fyrir Sigurð að horfa á eftir hlutverki Gyrðis í hendur sér yngri manni? „Manni stendur ekki alveg á sama. Ég var stressaður þegar við byrjuðum á þessu en það reyndist algjörlega ástæðulaust. Það er ekki svo oft sem maður oft upplifir það að sjá annan leikara leika það sem mað- ur hefur leikið áður. Það er skemmtileg upplifun,“ segir Sig- urður og bætir við: „Ég lék áður synina og unga manninn en nú er það liðin tíð. Núna er það pabbinn í besta falli, ef ekki afinn!“ Rúrik Haraldsson lék hlutverk Alfreðs í fyrri uppfærslunni. „Blessuð sé minning hans. Það er ákveðinn heiður að feta í hans fót- spor,“ segir hann. Í faðmi fjölskyldunnar Björgvin Franz er í sérstakri aðstöðu í verkinu því hann leikur undir stjórn föður síns, Gísla Rún- ars, og á móti móður sinni, Eddu Björgvinsdóttur, sem leikur kær- ustu hans. „Okkar samstarf er bú- ið að ganga mjög vel. Ég við- urkenni að ég var kvíðinn fyrir þetta en samstarfið er búið að ganga rosalega vel.“ Þau eru einnig náin í einkalíf- inu. „Ekki nóg með þetta heldur búum við líka saman! Ég, konan mín og dóttir búum inn á þeim. Þetta er búið að vera tvöfalt, bú- um saman og vinnum saman,“ seg- ir Björgvin Franz, sem segir að það sé búið að vera gaman að taka þátt í uppsetningunni en líka erf- itt: „Að setja upp farsa getur tekið mikið á. Þetta er svo rosalega mikil nákvæmni og mikill og erf- iður texti.“ Landsliðið í gríni Aðrir samleikarar Björgvins Franz eru Júlíus Brjánsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Þórunn Lárusdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Ekki er laust við að við þessa upptaln- ingu komi frasinn landsliðið í gríni upp. „Þetta eru þvílíkir leikarar, sem ég er að starfa með þarna. Þetta er landsliðið,“ segir Björg- vin Franz og lofar ekki síst hann Sigurð. „Þetta er maður sem er búinn að starfa í fleiri ár en það er eins og hann sé nýútskrifaður,“ segir hann og vísar til þess að kraft- urinn og metnaðurinn sé alltaf svo mikill í honum. „Maður getur heldur betur lært af honum og þessu fólki öllu,“ segir Björgvin Franz, sem er bjartsýnn á að verkið eigi eftir að ganga vel. „Ég veit alveg að við erum með frá- bæra hluti í höndunum.“ Morgunblaðið/Sverrir Sagan endurtekur sig? Sigurður Sigurjónsson og Björgvin Franz Gíslason. Björgvin Franz Gíslason leikur sama hlutverk í farsanum Allir á svið! og Sigurður Sigurjónsson lék fyrir 20 ár- um en hann er nú í hlutverki gamla mannsins. Inga Rún Sigurðardóttir ræddi við þá um verkið en í því leikur Björgvin Franz kærasta móður sinn- ar undir leikstjórn pabba. Tvöfaldur farsi ingarun@mbl.is Stefán Karl Stefánsson, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir og Björgvin Franz Gíslason í hlutverkum sínum í farsanum Allir á svið! Morgunblaðið/Sverrir FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 55 bílar ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM SMÁAUGLÝSING AÐEINS 995 KR.* Áskrifendum Morgunblaðsins býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.* Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum. * 4 línur og mynd. HAFÐU SAMBAND! Auglýsingadeild Morgunblaðsins sími 569 1111 eða augl@mbl.is Á Herranótt MMIII HUNDSHJARTA Gamanhrollvekja eftir Mikhail Bulgakov Frumsýning sunnudaginn 16. febrúar 2. sýning þriðjudaginn 18. febrúar 3. sýning miðvikudaginn 19. febrúar 4. sýning laugardaginn 22. febrúar 5. sýning sunnudaginn 23. febrúar 6. sýning föstudaginn 28. febrúar Miðapantanir í síma 696 5729 Sýnt í Tjarnarbíói Sýningar hefjast kl. 20.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.