Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ FÖNKSVEITIN hrynheita Jagúar er í miklu fjöri um þessar mundir og er nú á leiðinni til Lundúna til hljómleikahalds. Förinni er heitið á hinn virta tónleikastað The Jazz Café, sem er einn sá þekktasti þar í borg og munu þeir spila þar laug- ardagskvöldið 22. febrúar. Þá hafa þeir fengið talsverða spilun und- anfarið á útvarpsstöðinni BBC London. Til að hita upp fyrir ferð- ina munu þeir leika á þrennum tón- leikum á Gauknum frá sunnudegi til þriðjudags. En gefum strákun- um sjálfum orðið, þeim Samma, Berki og Daða. Aðrir sem skipa sveitina nú eru þeir Ingi, Kjartan, Óskar Guðjóns og Fallbyssu-Fúsi. „Þetta er stórt tækifæri fyrir Jagúar,“ segir Daði og bróðir hans Börkur skýrir frá tildrögum tón- leikanna. „Ég var úti í London að heim- sækja unnustu mína, einu sinni sem oftar. Við félagarnir höfðum kynnst manni að nafni Keith O’H- arris, sem er framkvæmdastjóri umboðsmanna á Bretlandi. Hann kom okkur í kynni við hina og þessa og lét okkur hafa nöfn og síma- númer. Nú var ég allt í einu lentur einn og yfirgefinn í stórborginni London, með síðustu plötuna okk- ar, Get The Funk Out, í vasanum. Ég var svolítið lítill í mér. En ég kynntist þessum manni hjá Jazz Café en hann heitir Adrian Gibson og er mikið ljúfmenni. Honum leist bara vel á þetta og kom okkur þarna að.“ Börkur segir að Djasskaffimenn hafi varað þá við því að vaninn sé ekki sá að bóka bönd sem eru ekki komin með dreifingu í Bretlandi. Fjórum mánuðum síðar hafi þeir hins vegar fengið rafbréf og þeir boðaðir til London. Að spila Að sögn Jagúarmanna hafa allir þeir helstu, sem eru í svipuðum pælingum og þeir, leikið á Jazz Café. Það sé ekki slæmt að hafa leikið þar, svona upp á framtíðina. „Við erum með mann í Belgíu sem er að sinna okkar málum í Evr- ópu,“ segir Börkur. „Í apríl förum við svo í Evróputúr en um daginn fórum við í tveggja vikna túr um Belgíu.“ Þriðja breiðskífa Jagúar er einn- ig í vinnslu og kemur líkast til út í sumar. Á tónleikunum ætla þeir að leika efni af plötunni og segja þeir einum rómi að hún „rokki!“ alls- vakalega. „Vonandi getum við svo farið að spila meira erlendis í kjölfarið – það er auðvitað það skemmtileg- asta sem við gerum. Að spila.“ Morgunblaðið/Golli Undir hrynheitum himni brugga fóstbræðurnir í Jagúar lokkandi, fönkskotinn seyð. Evrópa undirlögð arnart@mbl.is TENGLAR ..................................................... -www.jaguar.is -www.jazzcafe.co.uk Allt að gerast hjá Jagúar Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 2.45. Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10.20. Frábær svört kómedía með stórleikurunum Jack Nicholson og Kathy Bates sem bæði fengu tilnefningar til Óskarsverðlauanna í ár fyrir leik sinn í myndinni. Hefur þú einhvern tímann átt vin sem aðeins þú gast séð og heyrt? Sýnd kl. 2, 4 og 6. Miðaverð 400 kr Tilnefningar til Óskarsverðlauna: Aðalhlutverk karla: Jack Nicholson. Aukahlutverk kvenna: Kathy Bates.2 Miðasala opnar kl. 13.30 HUGSAÐU STÓRT Sýnd kl. 1.40, 3.45 og 5.50. YFIR 90.000 GESTIR Búðu þig undir D-daginn 28. febrúar Síðustu sýningar sýnd kl. 10.10. B.i.12. Frábær ævintýra og spennumynd fyrir alla fjölskylduna. kl. 2. Tilnefningar til Óskarsverðlauna þ. á. m. besta mynd SV. MBL HK DV Kvikmyndir.com 13 Tilnefningar til Óskars-verðlaunaþ. á. m. besta mynd Kl. 2 og 8. Bi. 12. Sýnd kl. 1.40, 3,45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 12. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Ísl. tal. 400 kr. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B. i. 16 ára. Hefur þú einhvern tímann átt vin sem aðeins þú gast séð og heyrt? Stórskemmtileg teiknimynd eftir frábærri sögu Astrid Lindgren. Tveir stórhættulegir njósnarar eru að leita að hættulegasta vopni veraldar. Njósnari gegn njósnara í einni svölustu mynd ársins! Miðaverð 400 kr. Sýnd kl. 8. B.i.16 Eingöngu sýnd í LÚXUSSAL kl. 5.30, 8 og 10.30. B. i. 12. Hár- og förðunarmódel (stelpur og strákar) óskast fyrir Sebastian og Trucco afmælissýningu í Borgarleik- húsinu sunnudaginn 23. febrúar. Aldurstakmark er 16 ára og eldri. Vinsamlega hafið samband við Halldór Jónsson ehf. í síma 563 6300 (Anna eða Rósa) fyrir miðvikudaginn 6. nóvember.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.