Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ leonardo dicaprio tom hanks Sýnd kl. 2. Sýnd kl. 2, 4, 6 og 8. Stranglega bönnuð innan 16. Sýnd kl. 8 og 10. Enskur texti H.K DV Kvikmyndir.is H.L MBL Sýnd kl. 3, 6, 8 og 10. DV Sýnd kl. 4. Síðustu sýningar. Sýnd kl. 6.15. HK DV 2 Tilnefningar til Óskarsverðlauna Aukahlutverk karla: Christopher Walken Besta tónlistin: John Williams Náðu þeim í bíó í dag. Kvikmyndir.com SV MBL Radíó X OHT Rás 2 Hann hafði draumastúlkuna við hlið sér... ...en áttaði sig á því þegar hún var farin Sýnd kl. 3.50, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 2 og 10 ÓHT Rás 2 Náðu þeim í bíó í dag. Í mynd eftir Steven Spielberg Radíó X SV MBL HK DV ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.com ÁLFABAKKI KEFLAVÍK AKUREYRI 2Tilnefningar til ÓskarsverðlaunaAukahlutverk karla: Christopher WalkenBesta tónlistin: John Williams Sýnd kl. 8 og 10. / Sýnd kl. 8. / Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Sýnd kl. 2, 4 og 6 Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÁLFABAKKI / KEFLAVÍK / AKUREYRI FÁIR HAFA erjað eins vel ak-ur einsemdarinnar og treg-ans og Will Oldham. Oldhamhefur sent frá sér vel á annan tug hljómplatna á síðustu tíu árum undir ýmsum nöfnum og komið við sögu á mörgum plötum til, ýmist sem söngvari, lagasmiður, gítarleikari eða ljósmyndari. Oldham hefur notað ým- is nöfn á plötum sínum, en síðustu ár hefur hann haldið sig við aukasjálfið Bonnie ’Prince’ Billy og notar það á nýrri plötu sinni, Master and Every- one. Oldham, sem fæddur er 1970, ólst upp í Louisville í Ohio. Hann hefur lýst því að þegar áhugi hans kviknaði á tónlist þá heillaðist hann af popp- tónlist sjötta og sjöunda áratugarins, einfaldri og tærri popptónlist Everly bræðra, Elvis Presley, Del Shannon, Platters og álíka, en einnig segist hann hafa mikið hlustað á söngleikja- tónlist. Um líkt leyti kviknaði hjá honum mikill kvikmyndaáhugi og svo áhugi á leiklist, hann tók virkan þátt í starfi áhugamannaleikfélags og skrif- aði fyrir það stutta leikþætti. Straumhvörf urðu í tónlistarþroska hins unga Oldhams þegar hann komst í tæri við plötusafn bróður síns og fékk þá nasasjón af sveitum eins og The Fall, Lou Reed og Ramones, en þess má geta að bróðirinn, sem ekki kemur frekar við sögu í þessari samantekt, heitir Ned Oldham og heldur úti hljómsveitinni Anomoa- non. Þriðji bróðirinn, sem einnig er liðtækur tónlistarmaður er Paul Old- ham. Þeir bræður hafa starfað allir saman á fleiri en einni skífu. Í framhaldi af kynnunum af ný- bylgjupönki segist Will Oldham hafa þróast útí Husker Du, Foetus, Big Black og Dinosaur Jr. og um líkt leyti fór hann að spila á gítar, semja lög og syngja, en leiklistin var þó aðal áhugamálið. Fyrst sást hann op- inberlega syngja tónlist eftir aðra í kvikmyndinni Matewan, en í henni lék Oldham er hann var aðeins fimm- tán ára. Í myndinni söng hann, með öðrum, „Avanti Populo“, sem er graf- skrift ítalsks kommúnista, og sálm- ana „Blood of the Lamb“ og „What a Friend We Have in Jesus“. Brotnaði saman Leikarastarfið átti ekki við Oldham þegar á reyndi; hann áttaði sig á því við tökur á næstu mynd að hann vildi ekki vera leikari að atvinnu. Vanda- málið var þó ekki bara að hann vildi ekki vera leikari, heldur að hann vissi ekki hvað hann vildi vera eða gera. Næstu ár var hann á flækingi meira og minna og í borginni Splitjogradia í Tékklandi brotnaði hann saman í þunglyndi og kröm. Þrátt fyrir áfallið í Splitjogradia kom Oldham sér til Charlottesville í Virginiu-ríki og dvaldi hjá Paul bróð- ur sínum á meðan hann var að ná átt- um að nýju, jafnaði sig andlega og byrjaði að semja tónlist sem tekin var upp jafnharðan á fjögurra rása upp- tökutæki bróður hans. Eftir því sem Will náði áttum langaði hann að breyta til, fór í sjómannaskóla en brotnaði þá saman aftur og enn kom Paul honum til hjálpar; Will Oldham lýsti því í viðtali við Guardian á síð- asta ári hvernig bróðir hans kom til hans þar sem hann var í þunglyndi heima hjá foreldrum sínum og stakk upp á að hann myndi stofna hljóm- sveit til að vinna með eitthvað af lög- unum sem hann tók upp í afturbat- anum í Virginiu, nokkuð sem hann segir að hafi bjargað lífi sínu. Palace hljómsveitirnar Hljómsveitin sem Will Oldham stofnaði í framhaldi af þessu hét Pal- ace Songs á fyrstu smáskífunni, Ohio River Boat Song, Palace Brothers á fyrstu stóru plötunni, There Is No- One That Will Take Care of You, sem kom út 1993, og bara Palace á plöt- unni Viva Last Blues sem kom út 1995, en alls komu út fimm breið- skífur og lagasöfn sem nýttu eitt- hvert afbrigði Palace nafnanna. 1997 lagði hann svo Palace nafninu og sendi frá sér sólóskífu undir nafninu Will Oldham, en Palace plöturnar voru í síauknum mæli hrein sólóverk. Fyrsta Will Oldham platan hét Joya en síðan var komið að nýju nafni því 1998 kom út skífan I See A Darkness sem Oldham gaf út undir nafninu Bonnie ’Prince’ Billy, nafni sem hann segir vísa til Billy the Kid, bófans úr villta vestrinu, og Charles Edward Stuart sem reyndi að ná undir sig bresku krúnunni á átjándu öld, en hann var ýmist kallaður The Young Pretender eða Bonnie Prince Charlie. Oldham segist hafa skipt um nafn meðal annars vegna þess að hann var tekinn að vinna með nýju fólki og því rétt að gera það undir nýju nafni, en aðalástæðan sé sú skoðun hans að nöfn séu aðeins til þess fallin að flækj- ast fyrir mönnum þegar verið sé að meta tónlist; í raun ættu allir að spá í plötunar sjálfar en ekki hverjir búi þær til og hann dreymi um að plötum sé raðað í plötubúðum eftir heitum en ekki flytjendum. Engar vinsældir, takk Oldham segir sjálfur svo frá að vin- sældir myndu spilla upplifun hans á eigin tónlist; ef eitthvert laga hans yrði verulega vinsælt þyrfti hann að draga sig í hlé og hætta að fást við tónlist því þá væri hann kominn í þá stöðu að allir væru að búast við meira af því sama, nýir áheyrendur myndu kaupa plötur hans til að heyra fleiri lög eins og menn tækju að þrýsta á hann um að spila á tónleikum fyrir þúsundir í stað hundraða. Af ofangreindu má ráða að Oldham kann því illa að vera vinsæll eða fræg- ur, kýs að halda sig utan sviðsljóssins sem mest hann má og er ekki ýkja gefinn fyrir viðtöl, ekki síst ef þau eiga að snúast um hann sjálfan en ekki það sem hann er að gera. Það segir sitt að hann sleppti þremur lög- um af plötunni nýju vegna þess að hann óttaðist að sögn að þau yrðu of vinsæl. Sagan af því er hann var að kynna síðustu skífu sína er einnig fræg: Svo mikið varð Oldham um að veita svo mörg viðtöl að hann lagðist í rúmið, sárþjáður, og síðustu viðtölin voru tekin við hann rúmliggjandi. Þrátt fyrir þessa hlédrægni hefur vegur Oldhams farið vaxandi á und- anförnum árum og er skemmst að minnast þess að Johnny Cash tók upp á arma sína eitt af hans bestu lögum, I See a Darkness, og þeir syngja það saman á plötu Cash American III. Oldham segir að það hafi verið há- punkturinn á ferli hans sem laga- smiðs að Cash hafi tekið lagið, enda sé það ævinlega markmið hans að semja lög sem staðið geti án hans, lög sem aðrir geti heyrt, skilið og túlkað án þess að Will Oldham sé alltaf að þvælast þar fyrir. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Einsemd og tregi Listamaðurinn Will Oldham, sem kallar sig mörg- um nöfnum, þar á meðal Bonnie ‘Prince’ Billy, sendi frá sér langþráða plötu á dögunum. Grallarinn Will Oldham / Bonnie Prince Billy bregður sér í gervi Friedrichs Nietzches.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.