Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. HIMINNINN yfir Reyðarfirði var bjartur nótt eina í byrjun febrúar. Norðurljósin bylgjuðust um himna- festinguna og minntu einna helst á dansandi slæður. Á jörðu niðri hélt lífið áfram sinn vanagang þrátt fyr- ir litadýrðina í himinhvolfinu. Bíl- arnir óku inn Reyðarfjörð og skildu afturljósin eftir rauða rák í lands- laginu sem gerir ljósmyndina enn dulrænni en ella. Ljósmynd/Haukur Snorrason Dansandi slæður yfir Reyðarfirði Semur tón- list fyrir nýjustu mynd Jane Campion HILMAR Örn Hilmarsson tón- skáld hefur verið ráðinn til að semja tónlistina við In the Cut, nýjustu mynd nýsjálenska leik- stjórans Jane Campion sem öðlaðist heimsfrægð árið 1993 fyrir Píanóið. Í aðalhlutverk- um In the Cut, sem er erótísk spennumynd, eru Meg Ryan, Mark Ruffalo, Jennifer Jason Leigh og Ke- vin Bacon. Aðdragand- inn er sá að Hilmar Örn fékk óvænt símtal að kvöldi Þorláks- messu frá framleiðanda mynd- arinnar sem þá hafði leitað að honum í marga daga, bæði í Danmörku og á Íslandi. „Þetta er alveg sérstakur heiður fyrir mig og afar skemmtilegt að taka svona skref með einmitt þessu listafólki sem ég hef lengi haft mætur á,“ segir Hilmar Örn. „Ég veit að ég var valinn úr ansi stórum hópi. Þau hafa ver- ið sannfærð um að ég væri rétti maðurinn vegna þess að þau lögðu á sig svona mikla leit. Ég er hvorki í íslensku né dönsku símaskránni og heldur ekki símaskrá einhverra umboðs- manna úti í heimi.“ Farseðill í lengri ferð Í vikunni fær Hilmar senda klippta útgáfu af myndinni. „Þá er að setjast niður og byrja að semja. Þetta á að ganga hratt og um miðjan mars á ég að vera kominn til New York með skýrt mótaðar hugmyndir að tónlist.“ Hann segist hlakka til verks- ins. „Að vinna fyrir Jane Cam- pion er vissulega farseðill í lengri ferð en ég hef áður farið í alþjóðlegri kvikmyndagerð.“  Farseðill/B 16 Hilmar Örn LÖGREGLAN á Akranesi gerði upp- tæk 10 grömm af amfetamíni, nokk- urt magn af hassi og talsvert af áhöld- um til fíkniefnaneyslu, eftir húsleit í þremur húsum á Akranesi og þremur bílum á föstudagskvöld. Níu voru handteknir við húsleitina, sem gerð var eftir að húsleitarúrskurður frá Héraðsdómi Vesturlands lá fyrir. Alls tók á annan tug lögreglu- manna þátt í aðgerðunum, en lögregl- an á Akranesi naut aðstoðar frá lög- reglunni í Reykjavík, embætti ríkislögrelustjóra og lögreglunni á Snæfellsnesi. Þeir sem voru hand- teknir voru yfirheyrðir á föstudags- kvöld og aðfaranótt laugardagsins og látnir lausir að yfirheyrslum loknum. Amfetamín gert upptækt HANDHAFAR debetkorta notuðu kortin sín rúmlega 45 milljón sinnum í viðskiptum á síðasta ári samkvæmt upplýsingum frá Reiknistofu bank- anna. Í hvert sinn þurfa þeir að greiða ákveðið þjónustugjald sem er millifært af reikningi viðskiptavinar einu sinni í mánuði. Sú upphæð kem- ur fram á yfirliti reikningsins. Hins vegar kostar ekkert að taka peninga út úr hraðbönkum með debetkorti. Þannig gætu landsmenn sparað stórfé ef þeir tækju út peninga með þeim hætti og greiddu með seðlum. Mismunandi er á milli viðskipta- banka og sparisjóða hve hátt færslu- gjaldið er. Í Íslandsbanka og Bún- aðarbanka kostar hver færsla 12 krónur. Viðskiptavinir Landsbanka, Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og Sparisjóðs Norðlendinga greiða 13 krónur. Sé miðað við að hver færsla kosti 12 krónur þá borguðu handhafar debet- korta rúmlega 544 millj- ónur í færslugjöld á síð- asta ári. Samkvæmt upplýsing- um frá Íslandsbanka hef- ur færslugjaldið hækkað tvisvar sinnum frá því debetkort komu fyrst á markað árið 1994. Þetta gjald er til að mæta kostnaði sem fellur til vegna þessara færslna. Kostnaður viðskiptavina er mjög misjafn þar sem notkun kortanna er ólík. Sumir nota kortið aðeins til að taka út úr hraðbanka en aðrir í flestum sínum við- skiptum dags daglega. Í öllum bönkum og sparisjóðum kostar ekk- ert að nota debetkort í hraðbönkum. Mismun- andi er hve hátt þjónustu- gjald viðskiptavinur þarf að greiða þegar hann fer til gjaldkera með kortið til að taka út reiðufé. Í Íslandsbanka er þetta gjald 35 krónur, 13 krónur í Landsbankanum, 42 krónur í Bún- aðarbankanum og 40 krónur í SPRON. Í Sparisjóði Keflavíkur, Kópavogs og Norðlendinga er kostn- aðurinn 13 krónur. Tæpar 550 milljónir króna í færslugjöld Greitt með debetkortum 45 milljón sinnum á síðasta ári   8  9 HI# 5/#  $ #4 & #'$ #4 : #'$ #4 ,  4 (2 2 J J ;(2($ (4 ( *   9 HELLARANNSÓKNARFÉLAG Íslands bendir á að undir og við fyrirhugað vegastæði nýs Suður- strandavegar, sem á að leggja milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, séu nokkrir tugir af stórmerkilegum hraunhellum. Þar séu jafnframt margir hraunhellar enn ófundnir. Á heimasíðu félagsins kemur fram að engar hellarannsóknir hafi verið gerðar af þeim sem vinni skýrslu um umhverfismat framkvæmdanna. Jónas Snæbjörnsson, umdæmisstjóri Vegagerð- arinnar, segir engar ábendingar hafa borist varðandi þetta atriði. Hann þekki því ekki til málsins. „Þetta eig- um við eftir að skoða frekar.“ Ómar Smári Ármannsson, áhugamaður um útivist og hella, segir þá kröfu gerða að fagfólk taki tillit til minja og hella sem er að finna á þessu svæði. Þessum ábend- ingum hafi ekki enn verið komið á framfæri við Vega- gerðina. Hann segir merkilegt hellasvæði í hættu og minjar við Óbrennsihólma. Sumar minjanna séu frá upphafi landnáms hér á landi. Taka verði tillit til þess og vanda vel til verka þegar vegastæði er valið. Svæðið sé dýrmætt vegna nálægðar við þéttbýli þó margir þekki ekki til þess. Útivistarfólk komi þarna mikið. Hann segir varla hægt að lýsa fegurðinni með orð- um. „Þetta er bæði merkilegt og fjölbreytilegt svæði og sennilega leitun að öðru eins hér á landi. Sagan er hér við hvert spor.“ Segja hellasvæði í hættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.