Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 B 5 Egilsstaðir, London, Ak-ureyri, Sankti Péturs-borg.Magnús Þorsteinssonfæddist reyndar á Djúpavogi í desember 1961 en ólst upp í Kaupfélagi Héraðsbúa á Eg- ilsstöðum, ef svo má segja. Faðir hans var þar kaupfélagsstjóri og sem krakki vann Magnús ýmis störf að sumarlagi, eins og þá tíðk- aðist. Í bakaríinu, bygging- arvöruversluninni, sláturhúsinu … Hann fór snemma að heiman og segir það hafa verið hollt að þurfa að sjá um sig sjálfur strax sem unglingur. „Ég ólst upp á Egilsstöðum til 15 ára aldurs. Eins og aðrir krakk- ar sem voru að alast upp þar á þessum tíma fór ég á Alþýðuskól- ann á Eiðum og þaðan fór ég á Samvinnuskólann á Bifröst.“ Það var gott að vera á heima- vistarskóla, segir Magnús; „maður fullorðnaðist svolítið fljótt við það að þurfa að sjá um sig sjálfur. Ég sé það núna á eigin krökkum að þau hefðu líklega gott af því, í stað þess að hafa það svona rosalega fínt á Hótel mömmu!“ Hann brosir. Eiginkona Magnúsar er Fanney Benediktsdóttir frá Neskaupstað og þau eiga tvö börn, 16 ára dreng og 10 ára stúlku. Fjölskyldan hefur verið búsett á Akureyri í hartnær fimmtán ár, en Magnús reyndar verið lungann úr þeim tíma í burtu. Þegar Rúss- landsævintýri hans og Björgólfs- feðganna hófst ákváðu þau hjónin að Fanney og börnin færu hvergi og það hefur gefist vel. „Börnin voru ung þegar ég fór út og ástandið í Rússlandi þannig að miklu erfiðara var að koma út með fjölskyldu en nú er. Þjón- ustustig var lágt og ástandið varð- andi mat og skóla ekki eins og það er orðið í dag.“ Magnús neitar því heldur ekki að hann var á leið út í nokkra óvissu. „Ég réð mig bara í sex mánuði í upphafi; ætlaði að setja verksmiðjuna upp og koma starf- seminni af stað. Þetta átti aldrei að verða svona langt,“ segir hann. „Aldrei.“ Svo leið tíminn og teygðist á dvölinni ytra og hjónunum fannst þetta fyrirkomulag þægilegast. „Það var líka gott fyrir mig að vera einn úti að því leyti til að ég gat unnið nánast allan sólarhring- inn þegar með þurfti.“ Það hefði verið óþægilegt með fjölskylduna ytra. „Ég er ákaflega stoltur af kon- unni minni og þakklátur henni fyr- ir að gæta bús og barna meðan ég var í Rússlandi langdvölum. Á sama tíma stundaði hún nám við Háskólann á Akureyri og kláraði það með sóma.“ Tíminn flýgur Magnús segist reyna að eyða talsverðum tíma með fjölskyldu sinni þegar hann er heima. „Auð- vitað saknar maður þess að vera ekki meira með börnunum í upp- eldinu, en við ákváðum að fara þessa leið. Það þarf að velja og hafna og í okkar tilfelli æxluðust hlutirnir svona. Einhverra hluta vegna heldur maður líka að alltaf verði nægur tími seinna, en svo er allt í einu komið að ferming- arveislu og námi í menntaskóla!“ Magnús settist að í Reykjavík strax að Samvinnuskólanum lokn- um, fór í svokallað starfsnám hjá Sambandinu. „Þetta var skipulögð tveggja ára vinna og nám þar sem unnið var á mörgum stöðum; spannaði nánast allt sem hugsast gat. Ég var ákveðinn tíma í sjáv- arafurðum, síðan í landbúnaði, í innflutningi og um tíma seldi ég bíla og traktora í véladeildinni. Þetta var mjög fjölbreytt.“ Eftir starfsnámið kenndi hann í Samvinnuskólanum um tíma en fór svo að vinna á skrifstofu Sam- bandsins í London og var þar í þrjú ár. „Skrifstofan var í City og það var mjög áhugavert fyrir ungan mann að fá að kynnast þeim heimi, fjármálaheiminum, sem er í þeirri gullnu fermílu.“ Magnús var í London um og upp úr 1980 og segir dvölina á skrif- stofu SÍS hafa verið góðan skóla. „Það var mjög gott að vera í borg- inni og gaman fyrir ungan mann að breyta til; og gott sem fyrr að þurfa að sjá um sig sjálfur.“ Á þessum árum komu fram ýmsar nýjungar, sem í dag þykja reyndar sjálfsagðir hlutir; faxtæk- ið kom á markaðinn og einkatölvur urðu áberandi. En það, að gamla, góða telex-tækið skyldi enn brúk- að, hefur komið Magnúsi að góðum notum allar götur síðan: „Hvar sem ég hef verið að vinna eftir þetta hef ég verið langfljótastur allra að vélrita og þótt ég hafi haft ritara eða aðra til þess að standa í því hef ég aldrei nennt að láta aðra sjá um að vélrita fyrir mig!“ Það kom sér sem sagt vel að Magnúsi sendi telex í gríð og erg, en eins og margir muna sem not- færðu sér það fyrirbæri var hægt að ná miklum hraða við að skrifa. Samkennd Móðir Magnúsar var Sigurbjörg Ásta Magnúsdóttir frá Akranesi en hún lést þegar Magnús var barn. Faðir hans er Þorsteinn Sveinsson, lengi kaupfélagsstjóri á Egilsstöðum. „Faðir minn er frá Ísafirði og þar er mikill ættbogi af fólki hans. Ég held ég fari rétt með að hann hafi orðið kaupfélags- stjóri 23 ára gamall á Djúpavogi, fór þaðan upp í Egilsstaði og hætti sem kaupfélagsstjóri þar þegar hann varð 65 ára.“ Magnús fór snemma að vinna á sumrin, eins og algengt var. „Ég vann öll almenn störf eins og krakkar gerðu á þessum tíma. Einhver sumur var ég í bygging- arvinnu, svo vann ég í bygging- arvöruversluninni, í sláturhúsinu og tvö sumur vann ég í bakaríinu. Þetta voru fjölbreytt störf, sem ég tel mjög gott að hafa unnið.“ Kaupfélag Héraðsbúa, KHB, var langstærsti atvinnuveitandinn á Egilsstöðum og öll þessi störf Magnúsar voru fyrir félagið. Hann nefnir að þarna hafi það líklega runnið upp fyrir honum hversu mikilvægt er að vinna saman. „Það er einhver samkennd fólks sem býr úti á landi sem mér líkar vel, ákveðin sýn. Enda er ég hér ennþá.“ Magnús kveðst oft segja fólki að hans sterkasta hlið sé sú að hann sé sveitamaður. „Það er mjög hollt að alast upp við ákveðið samspil við umhverfi sitt og náttúruna. Þau gildi sem fólk elst upp við úti á landi eiga sér samsvörun í flest- um hlutum. Og án þess að ég sé að stimpla mig sem einhvern fulltrúa eða merkisbera landsbyggðarinnar tel ég að allir þyrftu að kynnast þeim gildum.“ Þeir fiska sem róa Magnús nefnir líka að þau börn sem alast upp í sveit njóti þeirra forréttinda að líklega séu þau jafn- mikið með föður sínum og móður. „Börnin okkar eru í dag alin upp af konum – ég er ekki að segja að það sé slæmt, en hitt hlýtur að vera betra. Einhver ástæða er fyrir því að til eru tvær sortir!“ Verð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni Magnús Þorsteinsson er 41 árs Samvinnuskólagenginn kaupfélagsstjórasonur austan af landi sem í hálfan annan áratug hefur átt heima á Akureyri en reyndar mest dvalið í Rússlandi síðustu tíu ár. Skapti Hallgrímsson rakti garnirnar úr Magnúsi, sem segist vinnusjúklingur og ákaflega lítið vera fyrir sviðsljósið. Morgunblaðið/Kristinn Magnús Þorsteinsson: Við gerðum okkur far um að halda viðskiptum okkar þannig að við gætum verið stoltir af og þyrftum ekki að vera hræddir um líf og limi. 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.