Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 16.02.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16. FEBRÚAR 2003 B 9 Börgólfur Thor Björgólfsson og Magnús Þor-steinsson komu fyrst til Pétursborgar sum-arið 1993. Þeir voru ráðgjafar á vegum Pharmaco hf., sem hafði selt gosdrykkjaverksmiðju Gosan hf. til Rússlands, ásamt ráðgjöf við uppsetn- ingu, stjórnun og þjálfun. Verksmiðjan var sett upp í Pétursborg og stofnað um hana fyrirtækið Baltic Bottling Plant, eða BBP. Með því var bundinn endir á þátttöku Pharmaco í íslenskum gosdrykkjamarkaði, og markaði það jafnframt upphafið að nýju ævintýri. Bítlajakkaföt og Boney M Til að byrja með bjuggu Björgólfur Thor og Magn- ús á gömlu steinkassahóteli. Það var eins og að ferðast aftur í tímavél. Margir Rússar voru ennþá í bítlajakkafötum og Boney M glumdi í útvarpinu. Fáir bílar voru á götunum og allir rússneskir. Blærinn yfir þjóðlífinu var óskaplega gamaldags. Fljótlega fluttu þeir í blokkaríbúð á elleftu hæð, ekki langt frá verksmiðjuhverfinu. Blokkin var sam- sett úr einingum, sem framleiddar voru í þar til gerð- um verksmiðjum, og raðað saman eins og legókubb- um. Þannig var öllu hverfinu hróflað upp, blokkirnar litu eins út og voru jafnvel með sama veggfóðrinu. „Sem betur fer var lyfta, en því fylgdi ákveðin eft- irvænting að fara inn í hana,“ segir Björgólfur Thor. „Maður vissi ekki hvort hún mjakaðist upp eða hrap- aði niður. Ástæðan fyrir því að við fluttum í blokkina var sú að þar bjuggu Finnar sem voru að vinna hjá okkur. Fyrst þeir gátu búið þarna hlaut það að vera í lagi. En við áttuðum okkur ekki á því að Finnarnir voru líkari Rússum en við og gerðu ekki sömu kröf- ur.“ Svo kom veturinn. „Það kom mér í opna skjöldu hvað veturinn var harður; miklu harðari en við eigum að venjast á Íslandi. Við fundum engan mat, sem við gátum eldað með góðu móti. En það fékkst Pepsi og Snickers og það voru eiginlega einu máltíðirnar. Ring- ulreiðin var mikil og maður velti því fyrir sér hvort ástandið í þjóðfélaginu hefði alltaf verið svona. Svo sáum við að þetta var endastöðin á 70 ára ferðalagi. Og fólk hafði tapað áttum.“ Gaman að stíma í höfn Björgólfur Thor var 24 ára og Magnús þrítugur. Báðir litu á þetta sem vertíð og voru í vinnunni frá morgni til kvölds og allar helgar. „Svo komum við heim og þá voru Finnarnir fullir með Rússunum og búnir að gera lítinn og heldur ógæfulegan bar úr íbúðinni á neðstu hæð. Einu sinni slógu þeir meira að segja upp brúðkaupi og kölluðu til prest. Þessi tími var ævintýri líkastur – eins og að koma á aðra plán- etu.“ Björgólfur Thor og Magnús höfðu það fyrir reglu að fara heim til Íslands á þriggja vikna fresti, viku í senn. „Hefðum við ekki gert það hefðum við varla haldið sönsum fyrsta árið. Við biðum óþreyjufullir eftir flugvélinni og kölluðum hana „The flight to free- dom“. Enda biðu ástvinirnir heima. Þetta var eins og sjómennska, gaman að stíma í höfn og leitt að sigla út aftur.“ Fyrstu tvö árin voru annasöm í rekstri BBP. Eigið fé var lítið og þurfti að öngla saman við hver mán- aðamót fyrir launagreiðslum, m.a. með því að ganga á góðvilja birgja. Starfsmannavelta var mikil og við þjálfun og uppbyggingu fyrirtækisins þurfti að sigr- ast á samskiptaörðugleikum og menningar- árekstrum. Slökkt á heita vatninu Þjóðfélagið var enn í rústum kommúnismans. Fyrir utan vonleysi í efnahagslífinu var erfitt að fá þjónustu og aðbúnaður fyrirtækja bágur, t.d. slökkt á heita vatninu í apríl og ekki kveikt aftur fyrr en í október – til þess þurfti tvær frostnætur í röð. „Stundum leit ég í spegil og spurði mig hvað ég væri eiginlega að gera – af hverju ég færi bara ekki heim,“ segir Björg- ólfur Thor. „En þá hughreysti ég mig með því að ef tækist að lyfta þessu grettistaki, þá yrði ekkert erfitt eftir það. Við yrðum að þrauka til að njóta uppsker- unnar.“ Björgólfur Thor, sem hafði verið markaðsstjóri Vik- ingbrugg á Íslandi, stýrði markaðssetningu BBP í Rússlandi og varð framkvæmdastjóri sumarið 1994. Umsvif fyrirtækisins jukust jafnt og þétt, en ekkert mátti út af bregða í rekstrinum fyrstu tvö árin, að sögn Björgólfs Thors. Ársframleiðslan var orðin allt að 25 milljónir lítra í september 1994, sem samsvar- aði framleiðslu Vífilfells á þeim tíma, en í sum- arbyrjun hafði BBP gert samning um að tappa á um 17 milljónir lítra fyrir Pepsi Cola. Auk þess framleiddi BBP eigin gosdrykki fyrir rússneskan markað, teg- undir sem framleiddar höfðu verið í Sanitas- verksmiðjunni á Íslandi, t.d. appelsín. Enn átti þó eftir að koma rekstrinum á réttan kjöl. Deilur og málaferli Nú kom nýr kafli í Rússlandsævintýrinu. Á aðal- fundi BBP 24. mars 1995 keypti Björgólfur Guð- mundsson og Hansa hf. meirihluta í BBP af Baltic Group. Varð það tilefni deilna og málaferla. Að sögn Björgólfs Thors dró Baltic Group sig út úr rekstrinum því það hafði ekki trú á að fyrirtækinu yrði bjargað. Það vildi síðan ógilda samninginn og fá hlutdeild í hagnaðinum eftir að fyrirtækið komst á réttan kjöl. „Við vorum stöðugt með þessa hælbíta á eftir okkur. Þeir fóru í mál við okkur, rægðu okkur í fjöl- miðlum og grófu undan okkur við samstarfsaðila okkar, t.d. Heineken. Þegar óhróðurinn var borinn undir okkur sögðum við samstarfsaðilum okkar að skoða málið. Við höfum gengist undir fjölmargar áreiðanleikakannanir hjá bönkum og stórfyrirtækjum og aldrei hefur það sett strik í reikninginn, sem sýnir hvílík staðleysa þessi málatilbúnaður er.“ Árið 1997 var stofnun og skráning BBP dæmd ógild í Rússlandi vegna vanefnda á stofnsamþykkt félagsins. Það varð til þess að rússneskir aðilar að stofnsamningnum, RMZ, drógu sig út úr fyrirtækinu, en þeir áttu 35% og höfðu lagt til verksmiðju- húsnæði og landareign undir starfsemina. „Við höfð- um með sleitulausri vinnu undirbúið jarðveginn fyrir stofnun og uppbyggingu fyrirtækisins, en Baltic Group hafði ekki staðið við neitt af því sem það hafði lofað,“ segir Björgólfur Thor. Aldrei viljað kaupa frið „Þegar stofnsamningurinn var dæmdur ógildur drógu rússnesku aðilarnir sig út úr samstarfinu og höfðu engan áhuga á að taka aftur upp samstarf við Baltic Group, þar sem samstarfið við þá hafði gefist illa. Við þurftum því að útvega okkur nýtt húsnæði fyrir gosverksmiðjuna og stofnuðum nýtt fyrirtæki, Bravo Premium, sem við skráðum hjá æðstu firma- skrá landsins í Moskvu án þess að það bærust nokkr- ar athugasemdir.“ Árið 1999 fékk Baltic Group kaupsamningnum frá 1995 hnekkt fyrir Héraðsdómi vegna þess að sá sem skrifaði undir samninginn fyrir hönd Baltic Group hefði ekki haft umboð til þess. En það hafði enga þýðingu, að sögn Björgólfs Thors, þar sem stofn- samningurinn hafði þegar verið ógiltur og BBP leyst upp. „Þeir hafa ekki getað sætt sig við þessi málalok og vilja einhverjar peningagreiðslur,“ segir Björgólfur Thor. „Ég hef aldrei viljað kaupa frið. Það kallar á frekari vandræði af sama toga. Enda hafa þeir ekki náð að leggja stein í götu okkar, þó svo stundum hafi þeir truflað okkur.“ Hann staldrar við og heldur svo áfram: „Það er alltaf einn á hverri árshátíð, sem er óþolandi og með nöldur og enginn veit út af hverju, hvort það er út af því að hann langar til að halda ræðu eða fara heim með flottustu stelpunni eða hvað það er. Þannig er lífið og ég kippi mér ekki leng- ur upp við þetta.“ Áfengt gos En um hvað stóð slagurinn? Ljóst var í árslok 1995 að umskipti höfðu orðið í rekstri félagsins og rekstr- aráætlanir gengið upp. Afkoman var komin í við- unandi horf og munaði mestu um að fyrirtækið var byrjað að prófa sig áfram með sölu á áfengum gos- drykkjum. Í árslok 1996 var ársframleiðslan orðin 60 milljónir lítra og fyrirtækið hafði tekið í notkun nýja verksmiðju, sem gat framleitt um 150 milljón lítra. Þar var lögð áhersla á áfenga gosið, sem var mark- aðssett undir vörumerkinu Bravo Gin, og var blanda af gini og tónik. Drykkurinn hafði hitt í mark hjá Rúss- um. „Við högnuðumst verulega af áfenga gosinu og það varð til þess að laga stöðu fyrirtækisins svo um munaði, enda sátum við einir að markaðnum í eitt og hálft ár,“ segir Björgólfur Thor. „Við Magnús rákum augun í umfjöllun um fyrsta áfenga gosdrykkinn í Englandi og sáum ekki af hverju hann ætti ekki líka að falla í kramið í Rússlandi. Markaðurinn var þó að vissu leyti ólíkur Evrópumarkaði, t.d. fengu Rússar drykki í tveim glösum á barnum, áfengið í einu glasi og gosið í öðru. Mörgum kann að þykja það skrýtið, en það var til þess að ekki væri hægt að svindla með áfengið, eins og gert er á börum víðast hvar annars staðar,“ segir hann og hlær. Í gömlu gosverksmiðjunni, sem rekin var af Bravo Premium, var höfuðstarfsemin að framleiða gos fyrir Pepsi, m.a. allar dósir fyrir Rússlandsmarkað. Það varð úr árið 1997 að Pepsi keypti verksmiðjuna, sem gaf Íslendingunum færi á að einbeita sér enn frekar að áfenga gosinu, auk þess að huga að nýjum tæki- færum. Bjórinn kemur til sögunnar Björgólfur Thor og Magnús höfðu augastað á því að hefja framleiðslu á bjór. Þeir stofnuðu fyrirtækið Bravo International ásamt Björgólfi Guðmundssyni og fengu fjárfestingabanka til liðs við sig. Síðan festu þeir kaup á verksmiðjuhúsnæði, sem þeir stækkuðu og betrumbættu. Þar sem bjórmarkaðurinn var að dragast saman í Evrópu fengu þeir á góðu verði heilu brugghúsin, m.a. frá Þýskalandi, auk þess að fjár- festa í nýjum tækjum frá Ítalíu. Fyrsti bjór sem fram- leiddur var í verksmiðjunni fór á markað í mars 1999 undir merkinu Botchkarov. „Frá upphafi önnuðum við varla eftirspurn,“ segir Björgólfur Thor. „Við komum inn á hárréttum tíma. Fram að þessu hafði aðeins verið hálfgert sull á markaðnum og bjór aldrei verið fyrsti valkostur neyt- enda heldur vodka. Við vorum á því að fyrst Rússar horfðu mikið til Evrópu, langaði til að eignast nýjan bíl og eldhúsinnréttingu, þá hlytu þeir að vilja drekka bjór reglulega eins og Evrópubúar í stað þess að drekka vodka einu sinni í viku. Því hlyti að vera mark- aður fyrir góðan bjór á góðu verði og með lengri end- ingartíma.“ Þeir hittu naglann á höfuðið. Þegar Heineken keypti Bravo International í ársbyrjun 2002, þá hafði það náð 4% markaðshlutdeild í bjórsölu í Rússlandi. Framleiðslugeta verksmiðjunnar, sem var hin sjötta stærsta í Evrópu, var 535 milljónir lítra á ári, en til samanburðar er salan á Íslandi 11 milljónir lítra á ári. Heineken eignaðist líka 49% í verksmiðju Bravo Premium, þar sem áfenga gosið er framleitt. Og borgaði fyrir brúsann 41 milljarð. Björninn var unninn. SAB með hærra tilboð „Við seldum bjórverksmiðjuna á réttum tíma,“ segir Björgólfur. „Markaðsaukningin var 20% fyrstu árin, en hægst hefur á henni og hún er aðeins 6 til 8%. Auk þess er orðið of mikið af bjórtegundum á markaðnum, þannig að verðsamkeppnin er mikil. Við hefðum sem frumkvöðlar átt erfitt með að standa þetta tímabil af okkur, en það er ekkert vandamál fyr- ir Heineken. Við erum í stjórn Heineken í Rússlandi sem ráðgjafar og þeir eru þaulkunnugir þessu ferli af öðrum mörkuðum – vita alveg hvar þeir eru staddir í kúrfunni og hvenær búast má við að markaðurinn taki við sér aftur.“ Það var Merryll Lynch fjárfestingabankinn sem sá um útboðið á fyrirtækinu og á meðal þeirra sem gerðu tilboð voru Interbrew og South African Brew- eries, SAB, sem nýlega keypti Miller-bjórverksmiðj- urnar. „Eftir á að hyggja var SAB með hæsta tilboðið, því stór hluti af kaupverðinu voru hlutabréf í því fyr- irtæki, sem við hefðum þurft að eiga í tiltekinn tíma og þau hafa hækkað mikið síðan þá,“ segir Björgólfur Thor. „En við getum ekki fengið allt,“ bætir hann við og brosir. Bjartar horfur Björgólfur Thor er stjórnarformaður Bravo Prem- ium og eiga þremenningarnir 51% í því fyrirtæki. Í þeirri stjórn eru það fulltrúar Heineken sem eru í ráð- gjafarhlutverki. „Okkur líst vel á markaðinn,“ segir Björgólfur Thor. „Auðvitað er þetta aðeins brot af bjórmarkaðnum. Á meðan 20 lítrar seljast af bjór selst hálfur lítri af áfengu gosi. En við erum samt að stækka okkar hlutdeild og sigla út úr verðstríði, sem geisað hefur undanfarin tvö ár. Einnig erum við í samstarfi við aðila sem eru að reisa verksmiðjur í Úral-fjöllunum og í Rostov við Svarta hafið og eigum í viðræðum við aðila í Síberíu. Þeir framleiða undir okkar vörumerkjum og við fáum í staðinn hlutdeild í hagnaðinum. Það er ekki rétti tíminn til að selja núna, en það kemur að því á næstu árum. Við lítum ekki á þetta sem langtímafjárfestingu – til þess er mark- aðurinn of lítill.“ Rússneski björninn unninn Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Björgólfur Thor, ræðismaður Íslands í Rússlandi, heilsar Vladimír Pútín Rússlandsforseta í Kreml í heim- sókn Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í fyrra. Kristín Ólafs, unnusta Björgólfs Thors, er við hlið hans. sem þú segðir að markaðsöflin væru ekki í hávegum höfð hér á landi og að hér sé það pólitíkin sem ráði. „Ég var að tala um annað og engar forsendur fyrir því að útleggja orð mín þannig að verið sé að ráðast á einhver þrjú fyrirtæki sem hún nafn- greinir. Þetta er eitthvað persónulegt á milli hennar og Davíðs. Hún heldur því fram að Davíð Oddsson segi hitt og þetta og ég vil ekki blanda mér í þær umræður. En mér finnst sum af þessum fyrirtækjum hafa verið að gera sig pólitísk. Og því miður hefur það tekist. Ég er ekki að segja að pólitíkin hafi verið að skipta sér af þeim; mér finnst þau hafa lent í sín- um málum og sagt síðan að það hafi verið pólitík. Og núna er það gripið á lofti fyrir kosningar.“ Takmarkinu náð – Margir héldu því fram að pólitík hefði spilað inn í Hafskipsmálið á sín- um tíma. „Já, Hafskipsmálið er skýrasta dæmið um pólitísk afskipti,“ segir hann og færist í aukana. „Í sam- anburði við Hafskipsmálið finnst mér umræðan í dag vera blávatn. Og hall- ærislegt ef menn ætla að fara að líkja þeim fyrirtækjum sem nefnd hafa verið við Hafskip. Það er eins og að bera það saman að ganga upp á Esj- una og klífa Everest.“ – Þú segist hafa lært af ýmsu sem þú hefur tekið þér fyrir hendur. Haf- skip hlýtur líka að hafa verið mikill skóli fyrir þig. „Já, það var mikill skóli. Ég var á mótunarárum í lífi mínu, 18 og 19 ára, og það þarf engan stórsnilling til að átta sig á því af hverju ég vil frekar búa erlendis og af hverju mér finnst návígið erfitt á Íslandi. Þetta reyndi mikið á mig og það var ekkert auðvelt að komast í gegnum þetta tímabil. Mér fannst erfiðast hvað mömmu og pabba leið illa og að ég gat ekkert gert fyrir þau. Nú hefur það snúist við. Ég hef fært fórnir og verið á vettvangi þar sem sigrarnir hafa unnist. Mér finnst ég hafa afrekað mikið og hafa náð að eigi mikinn þátt í að rétta hlut for- eldra minna og fjölskyldu eftir þann brotsjó sem gekk yfir þau í Hafskips- málinu. Ég hef stefnt að því í langan tíma og nú er takmarkinu náð. Sjálf- ur var ég ungur og átti framtíðina fyrir mér, en sárast var að horfa upp á fólkið sem mér þótti vænt um líða illa að ósekju og geta ekkert gert til að hjálpa því. Þolinmæðin er mik- ilvæg. Ég held það sé kjarninn. Og nú eru kaflaskil. Nýtt tímabil í lífi mínu er að hefjast.“ Rosalegt sjokk – Þannig að þetta hefur haft djúp- stæð áhrif á viðhorf þitt til íslensks samfélags? „Að sjálfsögðu! Þegar sýn mín er að mótast á íslenskt samfélag, þá dynur þetta yfir. Þetta hefur litað sýn mína á íslenskt samfélag síðustu fimmtán árin – síðan þetta gerðist. Það er fyrst núna eftir að ég næ mín- um takmörkum úti í heimi að ég fer að horfa öðruvísi á íslenskt samfélag. Og ég get gert það frá allt öðrum sjónarhóli. Það verður líka að taka með í reikninginn að margt hefur breyst á þessum tíma; maður má ekki vanmeta það.“ – Hvað er þér minnisstæðast frá þessu tímabili? „Mér er það sérlega eftirminnilegt að við biðum heima eftir að pabbi hafði verið handtekinn og okkur var ekki tilkynnt neitt – fjölskyldunni. Fréttafólkið fékk fyrstu tíðindin og á meðan við vorum að bíða eftir að sím- inn hringdi, þá sáum við þetta í sjón- varpinu. Það var rosalegt sjokk. Því gleymi ég aldrei. Ég veit það ekki; ef til vill var ég heppinn að fá svona sjokk fyrr heldur en seinna í lífinu, því eina leiðin til að sigrast á því er að fá til þess góðan tíma.“ – Að síðustu langar mig til að spyrja þig að því hvort langafi þinn, Thor Jensen, hafi verið þér fyr- irmynd í viðskiptum? „Jú, auðvitað hef ég horft til hans,“ segir Björgólfur Thor. „Mér finnst mikið til þess koma að þótt það gengi upp og niður hjá honum, þá kom hann alltaf niður á fótunum. Eins að hann tók aldrei þátt í neinum blokka- myndunum í samfélaginu heldur var hann frumkvöðull sem stóð fyrir sínu og upp á eigin spýtur.“ pebl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.